Morgunblaðið - 11.08.1998, Side 20

Morgunblaðið - 11.08.1998, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Goðar frettir fyrir aðdáendur LGG+ styrkjandi dagskammtur í litlu flöskunum hefur verið á markaði á íslandi síðan í mars og fengið frábærar móttökur neytenda, raunar svo góðar að um tíma var ekki unnt að anna eftirspum. Nú býðst neytendum nýr valkostur í LGG+ vörum sem er LGG+ styrkjandi mál. LGG+ styrkjandi mál er sýrð, bragðbætt mjólkurvara. Ein dós af styrkjandi máli inniheldur sama magn LGG-gerla og annarra heilnæmra gerla og náttúrulegra efna og ein flaska af styrkjandi dagskammti. Því geta neytendur nú valið LGG+ í því formi sem best hentar. Ný reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum Vatnið heilnæm- ara og öryggi sundgesta meira FYRIR mörgum árum var sónninn í símanum með A-tóni sem hægt var að nota tii að stilla eftir hljóð- færi. Nú er boðið upp á A-tón í sér- stöku númeri. Hvað kostar þjón- ustan? Að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, blaðafulltrúa hjá Landssímanum, er þjónustan veitt í ódýrasta verð- flokknum á símatorginu og kostar mínútan því 12,46 krónur. Númerið sem hringt er í er 901-5151. Kaffirjómi í nýjar umbúðir ÞESSA dagana er að koma í versl- anir kaffirjómi í nýjum umbúðum, þ.e. í 12 ml dósum. Hver smásölu- pakkning inniheldur 10 dósir af kafftrjóma. í fréttatilkynningu frá Mjólkur- samsölunni kemur fram að lokin á dósunum séu skreytt með fjölbreytt- um myndum frá Islandi en víða er- lendis safnar fólk slíkum myndum. Kaffirjóminn verður á boðstólum um borð í farþegaflugvélum, á hótel- um, veitingastöðum, kaffihúsum og víðar og standa vonir til að mynd- skreytingarnar höfði til ferðamanna sem landkynning. Kaffirjóminn er 15% feitur og er G-vara með allt að 180 daga geymsluþol. Mælt er með því að rjóminn sé geymdur í kæli til að tryggja gæði og geymsluþol. Gert er ráð fyrir að pakki með 10 dósum kosti á bilinu 90-100 krónur út úr verslun. Varalitagloss KOMIÐ er á markað varalitagloss frá L’Oréal undir nafninu Rouge Pulp. Glossið fæst í tíu litum. Kays vetrarlistinn KOMINN er út Kays vetrarlistinn. Á fyrstu síðunum sýnir Claudia Schiffer nýjustu vetrartískuna. Þá er að finna í listanum fatnað á stóra og smáa. í fréttatilkynningu frá B. Magnússyni hf. kemur fram að verð- ið hafi lækkað á flestum vöruflokk- um vegna hagstæðs innkaupsverðs í Bretlandi. ► fjölþætt warnarverkun LGG+ er náttúruleg vara, sérsniðin að nútíma- lífsháttum. Að baki henni liggja umfangsmiklar vísindarannsóknir og þróunarvinna sem sannað hafa margþætta vamarverkun ef hennar er neytt reglubundið. LGG+ inniheldur LGG-gerla auk annarra æskilegra gerla, svo sem a- og b-gerla sem neytendur þekkja af góðri reynslu auk óligófrúktósa sem er hluti af náttúrulegu inúlini, trefjaefni sem m.a. örvar vöxt heilnæmra gerla í meltingarveginum. Sjálfur LGG-gerillinn er sá mjólkursýrugerill sem hvað mest hefur verið rannsakaður í heiminum. ► bætir meltinguna og kemur jafnwægi ð hana LGG+ er fyrir heilbrigt fólk á öllum aldri, böm jafnt sem fullorðna. Einnig er mælt með LGG+ fyrir fólk sem býr við ójafnvægi, röskun og vanlíðan af völdum ytri þátta eins og streitu, kaffidrykkju, inntöku fúkkalyfja, geislameðferða o.fl. Með daglegri neyslu LGG+ getur það náð jafnvægi á nýjan leik. Það getur tekið LGG+ einn mánuð að byggja gerlaflómna upp á nýjan leik og til að tryggja varanleg áhrif þarf LGG+ að vera daglegur hluti mataræðis til framtiðar. ► mikið mótstöðuafl LGG-gerlar búa yfir einna mestu mótstöðuafli allra þekktra mjólkursýrugerla. Magasýmr og gall vinna lítt á þeim og þeir halda fullum krafti á ferð sinni um meltingarveginn. Það gerir þeim kleift að virka jákvætt á sjálfa þarmaflóruna þar sem gagnsemi þeirra er mest. ► stuðlar að wellfðan Strangt gæðaeftirlit er með framleiðslu á LGG+ og framleiðsluaðferðin tryggir að gerlamagnið sé alltaf hæfilegt svo varan hafi tilætluð áhrif. Hver skammtur inniheldur nákvæmlega það magn af LGG-gerlunum sem þú þarfnast til þess að þér líði vel. LGG+ er sjálfsagður hluti af hollu og heilsusamlegu mataræði. Þú getur valið milli tveggja gimilegra bragðtegunda af LGG+ styrkjandi máli frá MS: LGG+ styrkjandi mðl með wanillu og morgunkorni og LGG+ styrkjandi mál með jarðarberjum og morgunkorni iSSa A-tónn hjá Landssímanum INNSTREYMI í laugar og vatn í sturtum má ekki vera heitara en 55°C þegar það er tekið til blöndun- ar með köldu vatni og það á að tryggja með segulrofa eða öðrum viðurkenndum búnaði. Merkja skal greinilega hita í setlaugum og aðra þætti varðandi öryggi og slysahættu s.s. dýpi lauga og hálku á laugar- bökkum. Sund- og baðstöðum er gert skylt að hafa laugargæslu og viðurkenndan búnað til skyndihjálp- ar. Þetta kemur fram í nýrri reglu- gerð sem kom út um síðustu mán- aðamót og fjallar um holiustuhætti á sund og baðstöðum. Ekki hefur fyrr verið sett sér reglugerð um sund- staði en fyrir voru í heilbrigðisreglu- gerð ákvæði varðandi örverugróður í baðvatni og sótthreinsun baðvatns. Hæfnispróf fyrir sundlaugarverði „Markmiðið með setningu reglu- gerðarinnar er að auka öryggi sundlaugargesta og bæta heilnæmi vatnsins," segir Kolbrún Haralds- dóttir hjá Hollustuvernd. Ymis nýmæli eru í reglugerðinni sem Kolbrún telur að veita beri eft- irtekt s.s. varðandi auknar gæða- kröfur um örveruinnihald í laugar- vatni. Starfsmenn sem sinna laugar- gæslu eiga að hafa staðist hæfnis- próf og starfsfólk sundstaða á að fá reglulega starfsþjálfun og þar með taida þjálfun í skyndihjálp og fræðslu um hreinlæti og hollustu- hætti. Haldin skal skrá um slys í og við laugar og hún höfð aðgengileg heilbrigðiseftirliti." Kolbrún segir að þá sé að finna ákvæði um styrk klórs, sýrustig og endurnýjunarhraða vatnsins. Vatn sem er notað í laugar á að vera tært og uppfylla kröfur sem gerðar eru til neysluvatns varðandi örveruinni- hald. „Öllum laugum er skipt í þrjár gerðir eftir hitastigi vatns og auk þess eru þær flokkaðar eftir gerð hreinsibúnaðar og miðlun á klór. Allar laugar sem byggðar eru nýjar eða endurbættar fara 1 A- flokk en þar er kveðið á um full- komna stjórnun sótthreinsiefna, sýrustigs og annarra efna. Aðlögun- artími er gefinn til ársins 2010 til að koma upp þessum búnaði. Fullkom- ið kerfi sparar bæði vatn og sótt- hreinsiefni og veitir meiri vöm fyrir óæskilegum og sjúkdómsvaldandi örverum og kemur í veg fyrir önnur vandamál sem vilja fylgja óná- kvæmum tækjabúnaði." Margarlaugar eru í B-flokki Kolbrún segir að margar íslensk- ar laugar séu í B-flokki þar sem stjómun efna er ekki eins nákvæm og í A-flokki og vatnsnotkun því meiri. Þetta segir hún að sé þó óð- um að breytast í stærri sveitarfé- lögum. „í reglugerðinni eru sérstök ákvæði fyrir laugar í C-flokki þar sem sjálfVirkni er næstum engin og nóg til af ódýru heitu vatni. Þessar laugar eru oft á fámennum stöðum en jafnframt á ferðamannastöðum." Til að laugamar fái að halda sér- stöðu sinni og jafnvel sleppa klór- notkun segir Kolbrún að sýna verði fram á að laugarvatnið standist ör- verufræðilegar kröfur. Náttúra- laugar falla utan þessarar reglu- gerðar. Kolbrún segir að baðstofur falli undir ákvæði reglugerðarinnar. Mengunarvaldar „Við losun og hreinsun geta laug- ar verið mengunarvaldar og því eru ákvæði í reglugerð til að fyrir- byggja slíkt. Óheimilt er að hleypa klórmenguðu vatni út í ár og vötn eða svæði þar sem það getur spillt drykkjarvatni eða lífríki. Jafnframt ber að fara að ákvæð- um mengunarvarnareglugerðar. Væntanlegar era leiðbeiningar með reglugerðinni þar sem fjallað verð- ur um hreinsi- og sótthreinsibúnað í sundlaugum." www.mbl.is Spurt og svarað um neytendamál Nýtt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.