Morgunblaðið - 11.08.1998, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Sérþjálfað björgunarfólk leggur nótt við dag í Nairóbí
Ólíklegt að fleiri fínn-
ist á lífí í rústunum
Óþekkt samtök lýsa ábyrgð á tilræðinu
Nairóbí, Dar-es-Salaam, Landstuhl. Keuters.
SÉRÞJÁLFUÐ ísraelsk björgun-
arsveit hélt áfram leit að fólki á lífí
í rústum Ufundi-byggingarinnar í
Nairóbí í gær. Kona, sem sagðist
heita Rose, fannst með lífsmarki í
rústunum á sunnudag en síðdegis
í gær hættu björgunarmenn að
heyra til hennar og óttuðust þeir
að hún væri látin. Olíklegt er talið
að fleiri finnist á lífi í rústunum.
Aðstæður til björgunar eru með
erfiðasta móti í Nairóbí. Stæka
nálykt leggur úr rústunum og
ljóst að enn er eftir að ná mörgum
líkum úr þeim.
Hermennirnir í ísraelsku sveit-
inni eru sérhæfðir í rústabjörgun.
Gatili Nganga, sem var grafinn úr
rústunum 36 tímum eftir spreng-
inguna, sagði björgunarmenn hafa
staðið sig vel: „Þeir reyndu að tala
við mig allan tímann og ég missti
því aldrei vonina,“ sagði Nganga.
Israelska björgunarfólkið notar
háþróaðan hlustunarbúnað, leitar-
hunda og stórvirk tæki til leitar-
innar. Björgunarstarf sveitarinnar
hefur vakið mikla athygli og aðdá-
un og fjölmiðlar í Israel hafa
keppst við að segja fréttir af
frammistöðu síns fólks í Kenýa.
Flogið með slasaða til
Þýskalands
Tæplega 5.000 manns slösuðust
í sprengingunni í Nairóbí. Af þeim
þurfa 500 enn aðhlynningar við á
sjúkrahúsi. Flogið var með 20 al-
varlega slösuð fórnarlömb spreng-
ingarinnar í Nairóbí á bandarískt
hersjúkrahús í Landstuhl í Þýska-
landi um helgina. Ein slösuð
bandarísk kona var flutt á her-
sjúkrahús í Bandaríkjunum.
Dagblaðið Washington Post
greindi frá því í gær að sjónar-
vottar segðu öryggisverði við
sendiráð Bandaríkjanna í Nairóbí
hafa sent bifreið hryðjuverka-
mannanna frá aðalinngangi sendi-
ráðsins að bakdyrum þess á föstu-
dag. Þar hafi hermdarverkamenn-
irnir kastað handsprengjum að ör-
yggisvörðum og drepið þá, áður
en bifreiðin sprakk í loft upp.
Myndbandsupptaka
fundin í Tansaníu
Bandarískir embættismenn
segja að öryggismyndavél sem
staðsett var á þaki sendiráðsins í
Dar-es-Salaam kunni að hafa náð
tilræðismönnunum á filmu. Grun-
ur leikur á að sprengjan hafi verið
falin í vatnsflutningabifreið sem
ók upp að sendiráðinu rétt áður en
sprengjan sprakk. Rannsakendur
tóku fram að rannsókn sprengju-
tilræðanna myndi taka langan
tíma en einskis yrði látáð ófreistað
til þess að hafa hendur í hári
hryðjuverkamannanna.
Bandarískir réttarlæknar hófu
að kryfja lík þeirra tíu manna sem
fórust í sprengjutilræðinu í Dar-
es-Salaam í gærmorgun.
Tólf Bandaríkjamenn fórust í
sprengjutilræðinu í Nairóbí. Ell-
efu lík voru flutt til Bandaríkjanna
í gær en eitt verður grafið í
Kenýa.
Óþekkt samtök íslamskra öfga-
manna hafa lýst tilræðunum á
hendur sér og hótað því að standa
fyrir fleiri tilræðum með það að
markmiði að hrekja hermenn frá
Vesturlöndum frá íslömskum ríkj-
um.
Reuters
SERHÆFÐ ísraelsk björgunarsveit stjórnar björgunaraðgerðum í Na-
íróbí. Á myndinni er verið að flytja burt lík konu sem fannst í rústunum.
Hvetja Clinton til
að segja satt
Washinjjton. Reuters.
Brezkum and-
stæðingum
EMU fækkar
Lundúnum. Reuters.
PATRICIA Ireland, forseti lands-
samtaka kvenna í Bandaríkjunum
(NOW), telur nauðsynlegt að Bill
Clinton Bandaríkjaforseti geri
hreint fyrir sínum dyrum í Lewin-
sky-málinu og ávarpi þjóðina, en
kannanir sýna minnkandi stuðning
við forsetann meðal kvenna.
„Bandaríska þjóðin vill heyra for-
setann segja sannleikann og dæma
fyrir sig sjálf,“ sagði Ireland í viðtali
við Fox-sjónvarpsstöðina á sunnu-
dag. Tilefni viðtalsins voru niður-
stöður viðhorfskönnunar sem sýndu
að stuðningur kvenna við Clinton
hefur minnkað úr 60% í janúar í 53%
íjúlí.
MJÖG er nú þrýst á írska lýðveldis-
herinn (IRA) að lýsa því yfir „að
stríðinu sé lokið" á N-Irlandi, eftir
að öfgasamtök sambandssinna, LVF,
sögðust um helgina hafa bundið
„varanlegan og algeran enda“ á of-
beldisverk sín. LVF-samtökin eru
talin hafa myrt sextán kaþólikka á
síðustu tveimur árum, i mörgum til-
fellum á afar hrottafenginn hátt.
Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin,
sagði hins vegar á fundi á sunnudag
að ekki kæmi til greina að láta undan
þrýstingi. „Við lýðveldissinnar mun-
„Forseti Bandaríkjanna getur
ekki verið þekktur fyrir að vera flag-
ari og kvennabósi,“ sagði forseti
NOW ennfremur. „Éf ásakanimar á
hendur honum eru sannar er Bill
Clinton ber að því að skipta konum í
tvo hópa á mjög gamaldags og
karllægan hátt: í þær sem ber að
virða eins og Hillary Clinton og Ma-
deleine Albright, og svo hinar, sem
eru dræsur."
Bill Clinton mun bera vitni fyrir
Kenneth Starr saksóknara í Hvíta
húsinu 17. ágúst næstkomandi, en
rannsóknarkviðdómurinn mun fylgj-
ast með yfirheyrslunni samtímis á
sjónvarpsskjám.
um ekki láta nokkurn mann segja
okkur fyrir verkum og við munum
ekki segja eitthvað þessu líkt til þess
eins að þóknast sambandssinnum."
Voru uppi getgátur um það í The
Irish Times í gær að andstaða meðal
grasrótarmeðlima Sinn Féin sé
ástæða harðorðra ummæla Adams.
Stjómmálamenn á N-Irlandi fögn-
uðu flestir yfirlýsingu LVF og kom
fram í The Irish Times að sennilega
myndu samtökin láta vopn sín af
hendi áður en nýtt þing kemur sam-
an í Belfast í næsta mánuði.
DREGIÐ hefur úr neikvæðri af-
stöðu almennings í Bretlandi til
Efnahags- og myntbandalags
Evrópu (EMU), sem gæti ýtt
undir aðgerðir af hálfu ríkis-
sljórnar Tonys Blairs í þá átt að
búa Bretland
undir þátttöku í
myntbandalag-
inu, sem sljóm-
in stefnir að því
að geti orðið í
upphafl næsta
kjörtímabils.
Samkvæmt
niðurstöðum skoðanakönnunar,
sem MORI-stofnunin og fyrir-
tækið Salomon Smith Barney
stóðu að, er andstaðan við þátt-
töku Bretlands í EMU nú sú
minnsta sem mælzt hefur frá því
1991, þegar leiðtogar Evrópu-
sambandsins (ESB) tóku á fundi
sínum í Maastricht í Hollandi um
þá ákvörðun að stefna að því að
taka upp sameiginlega mynt í
ársbyijun 1999.
„Áfstaða almennings er enn of
neikvæð til þess að skynsamlegt
sé að efna til þjóðaratkvæða-
greiðslu um EMU-aðild,“ segir í
niðurstöðum könnunarinnar.
„En þessi sveifla í afstöðu fólks
eykur möguleikana á því að rík-
issljómin geti gert alvöra úr þvi
stefnumiði sínu
að koma land-
inu í EMU
2001-2003.“
Niðurstöður
nýjustu könn-
unarinnar, sem
gerð var í júlí,
sýna að þriðj-
ungur aðspurðra væri tilbúinn
að styðja inngöngu Bretlands í
myntbandalagið ef þjóðarat-
kvæðagreiðsla færi fram um
málið núna. I marz var þetta
hlutfall 30% og var 27% í októ-
ber í fyrra.
Þeir sem voru andsnúnir því
að skipta á sterlingspundinu og
evróinu, nýja Evrópugjaldmiðl-
inum, vom um helmingur að-
spurðra. í marz og október voru
54% á móti. Þeir sem em óá-
kveðnir vora um 17%.
Auka þrýsting- á IRA
EVRÓPA%
Tilræði við
Castro af-
hjúpað
BROTTFLUTTUR Kúbumaður
ráðgerði að ráða Fidel Castro
Kúbuleiðtoga af dögum á ferða-
lagi hans um Dóminíska lýðveld-
ið seinna í þessum mánuði, að
því er fregnir hermdu í gær.
Stjómvöld í Bandaríkjunum
komust hins vegar á snoðir um
hið áformaða tilræði og hafa
gert viðeigandi ráðstafanir til að
hindra það.
Ekki brugguð
launráð
ROBIN Cook, utanríkisráð-
herra Bretlands, vísaði því um
helgina sem „helberum hugar-
burði“ á bug, að brezka leyni-
þjónustan, MI6, hefði ráðgert að
ráða Muammar Gaddafi Lýbíu-
leiðtoga af dögum, eins og David
Shayler, fyrrverandi starfsmað-
ur leyniþjónustunnar, heldur
fram.
Samar beðnir
afsökunar
ANNIKA Ahnberg, landbúnað-
arráðherra Svíþjóðar, bað um
helgina fyrir hönd sænsku ríkis-
stjórnarinnar Sama í Norður-
Svíþjóð afsökunar á aldalangri
kúgun. Sagði hún sænsk stjórn-
völd hafa undirokað Samana,
m.a. með því að stuðla að útrým-
ingu þjóðtungu þeirra og með
því að ræna landsvæði þeirra.
Habibie til í
endurkjör
HABIBIE, forseti Indónesíu,
sagðist í gær vera tilbúinn til að
bjóða sig fram til endurkjörs ef
íbúar Indónesíu færu fram á
það. Hann hét hins vegar að
beita ekki mútum eða þvingun-
um til að tryggja endurkjör sitt.
Leeson í
uppskurð
NICK Leeson, sem olli gjald-
þroti Baringsbankans breska
fyrir þremur árum með fjár-
glæfrum sínum, var í gær skor-
inn upp vegna krabbameins í
meltingarfærum. Var æxli fjar-
lægt ásamt hluta ristilsins og
gekk aðgerðin vel, að sögn
kunnugra.
Viagra fyrir
konur?
EFTIR velgengni Viagra-frjó-
semispillunnar hafa bandarískir
vísindamenn nú uppi áform um
að framleiða samskonar lyf
handa konum sem lítinn áhuga
hafa á kynlífí, sem og þeim sem
erfitt eiga með að fá fullnæg-
ingu. Hafa minnst sex af stóru
lyfjafyrirtækjunum þegar hafið
undirbúningsvinnu.
Eitrað te
í Japan
TALIÐ er að eitrað hafi verið
fyrir tíu starfsmenn fyrirtækis í
norðurhluta Japans sem kenndu
sér meins eftir að hafa drukkið
te í morgunkaffi sínu í gær. Fyr-
h’ þremur vikum var eitrað fyrir
gesti hátíðar í borginni Waka-
yama með blásýru og arseniki
með þeim afleiðingum að fjórir
dóu.