Morgunblaðið - 11.08.1998, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998
MORGUNB LAÐIÐ
LISTIR
Málað með nál
o g tvinna
Er verið
að byggja?
HRÖNN Amarsdóttir hefur
opnað málverkasýningu í Jóni
Indíafara í Kringlunni. Þema
sýningarinnar er húsbygging-
arferh en Hrönn hefur verið
„að byggja" undanfarin ár.
Hrönn útskrifaðist frá
Myndlista- og handíðaskóla
Islands árið 1991 og er mynd-
menntakennari frá Kennara-
háskóla íslands frá árinu
1996.
Hún hefur tekið þátt í
nokkrum samsýningum og
síðastliðið vor kom út bókin
Heimur litanna sem er
kennslubók í litafræði eftir
hana og Sigríði A. Skúladótt-
ur.
Sýningin stendur út ágúst-
mánuð.
ANITA Hedin er sænsk textíllista-
kona sem hefur opnað sýningu á
verkum sínum í Handverki og
hönnun á Amtmannsstíg 1. Þetta
eru ásaumsmyndir úr handlituðu
efni og mótífin sækir listakonan
m.a. í náttúruna og uppstillt
kyrralíf.
„Listmálarinn leitast við að
fanga ljós og stemmingar með
penslum og litum en ég kýs að
nota saumavélina og textílinn,"
segir Anita. Hún er sjálflærð í
faginu en hefur augljóslega öðlast
mikla færni í meðferð efnisins.
Sýningar á verkum Anitu hafa
verið haldnar víða í Svíþjóð en
þetta er fyrsta sýning hennar ut-
an heimalandsins. „Allt hófst
þetta þegar sonur minn fæddist
fyrir 29 árum,“ segir Anita og
brosir. „Þá datt mér í hug að gera
lítið myndverk úr textfl til að
hengja fyrir ofan rúmið hans og
komst á sporið."
Séð úr íjarlægð gætu myndverk
hennar allt eins verið dregin olíu
með pensli á striga, svo blæbrigða-
ríkur er textfllinn í lit, frá hálf-
gegnsæjum tónum til meiri þétt-
leika og einföld formfesta í mynd-
byggingu. „Ljósið skiptir mig
mestu máli,“ segir Anita og bætir
við að hún taki gjarnan Ijósmyndir
úti í náttúrunni sem hún styðjist
síðan við í ásaumsmyndunum.
Anita segist lítillega fást við að
mála meðfram þessari vinnu sinni
og þá helst með vatnslitum en hún
hafi fyrir Iöngu komist að því að
aðferð ásaumsins henti henni
einna best.
Sýningin stendur yfir til 22.
ágúst.
SÆNSKA textfllistakonan Anita Hedin sýnir í Handverki og hönnun á Amtmannsstíg 1
Meira en
höfuðverkur
BÆKUR
Sjálfshjálparbók
MÍGRENI
eftir Eileen Herzberg.
Vasaútgáfan 1998.
BÓK um mígreni er nýkomin út
og er á titilsíðu sagt að mígreni sé
meira en höfuðverkur. Bókin varð
mér meira en höfuðverkur að lesa,
enda uppfull af tortryggni og
dylgjum í garð lækna. Hins vegar
er höfundur afar skilningsríkur og
umburðarlyndur gagnvart ýmiss
konar náttúrulækningum og óhefð-
bundinni meðferð, jafnvel þótt
sumt af því hafi hérlendis flokkazt
undir skottulækningar. Eileen
Herzberg mun upphaflega hafa
verið sjónvarpsfréttamaður í Bret-
landi, en sneri sér síðan að þátta-
gerð um heilbrigðismál og sjúk-
dóma. Vegna þess að hún hafði
sjálf snert af mígreni og fékk við
því litla bót, að eigin sögn, beindist
áhugi hennar að óhefðbundnum
lækningum og segir í bókinni að
slíkt séu „náttúrulækningar, enda
voru þær áður hinar „hefðbundnu"
í margar aldir áður en háskóla-
læknisfræðin kom til sögunnar sem
hefðbundin".
Höfuðverkur er algengt ein-
kenni, sem flestir þekkja af eigin
raun, en þeir sem þjást af mígreni
eru mun færri og kapítuli út af fyr-
ir sig. Þeir líða mikið fyrir sjúk-
dóm sinn og þurfa oft á heilbrigð-
isþjónustu að halda. Maður gæti
ætlað, eftir lestur bókarinnar, að
læknar væru almennt talað skiln-
ingslausir, tímanaumir lyfseðla-
skrifarar, sem alls ekki skynja
þjáningar sjúklinga sinna og þar
til mótvægis eru kallaðir til (skiln-
ingsríkari) heilarar, hómópatar,
reikimeistarar og handayfir-
leggjarar, svo dæmi séu nefnd.
Jafnvel er gefið í skyn að þeir sem
bjóða fram þjónustu sína á sviði
óhefðbundinnar meðferðar séu nú
bara næstum því með jafnlangt og
strangt nám að baki og læknar.
Þetta er auðvitað langt frá öllum
sannleika.
A bls. 39 segir, undir yfirskrift-
inni Hvaða ráð hefur læknirinn
þinn?: „Læknirinn minn átti engin
ráð, en sagðist reiðubúinn að ávísa
mér hvaða lyfi sem ég vildi, ef ég
teldi að það myndi hjálpa". Svo
segir: „Viðbrögð lækna þegar fólk
leitar til þeirra með mígrenvanda-
mál eru mjög misjöfn og fara þau
eftir persónuleika þeirra, mannúð,
fordómum og reynslu (innskot:
auðvitað ekki eftir menntun eða
þekkingu). Ef svo vill til að læknir-
inn hefur sjálfur tilhneigingu til
mígrenis er hann þjáningarbróðir
þinn og verður þar af leiðandi
óvenju vinsamlegur, einlægur og
samúðarfullur. Ef ekki, er algengt
að læknar séu afskiptalausir og
skilningslausir." Þetta er staðhæft
svo fortakslaust að furðu sætir.
Það sem hér er kallað (á niðrandi
veg) háskólalækningar er í raun
það sem sjúklingurinn getur bezt
treyst, þjónusta faglærðra sem
hafa vísindalegan bakgrunn fyrh'
þekkingu sinni og fullyrða ekki
annað en þeii- geta staðið við.
Margir mígrenisjúklingar hafa
sjálfir fundir leiðir sér til hjálpar
og má í sjálfu sér fagna því. Sjúk-
dómur sem mígreni er oft háður
ytri aðstæðum og getur því gagn-
azt að breyta þeim sé þess kostur,
hvort sem um lífshætti, hegðun,
mataræði eða álag er að ræða, svo
dæmi séu tekin. Mörgum lærist
þetta með tímanum en aðrir sitja
uppi með mígreniköstin. En að
læknar taki atriði eins og þessi
ekki inn í myndina er fráleitt að
staðhæfa og í raun dapurlegt að
bera á borð fyrir almenning í upp-
lýstu þjóðfélagi. Mígreni er kval-
ræði fyrir þann sem er haldinn því
- eins og margir sjúkdómar eru -
og því mikilvægt að litið sé á það frá
sem víðustu sjónarhorni, en þessi
bók er ekki til þess fallin. Vasaút-
gáfan hlýtur að geta fundið sér
betri bækur til að þýða íyrir ís-
lenzka lesendur.
Katrín Fjeldsted
Bestu skáld-
sögurnar, eða hvað?
Dómnefndamennirnir tíu,
sem Modem Libraiy bóka-
forlagið hjá Random House
bókaútgáfunni í Bandaríkjunum
fékk nýlega til að velja hundrað
bestu skáldsögur aldarinnar skrif-
aðar á ensku, segjast fæstir hafa
hugmynd um hvernig listin sem var
bhtur í kjölfarið hafi verið búinn til,
að minnsta kosti séu þeir ekki sam-
mála því hvemig er raðað á hann í
öllum tilfellmn.
Samkvæmt grein Davids Streit-
felds í The Washington Post voru
dómnefndarmennimir tíu ekki
beðnir um að raða skáldsögunum í
töluröð eftir gæðum heldur
merktu þeir einungis við nokkrar
bækur af 440 bóka lista _sem
Random House lét þeim £ té. I ljós
hefur komið að sumar þeirra bóka
sem gagnrýnendur listans hafa
verið að segja að ættu að vera á
honum vom ekki einu sinni á upp-
haflega listanum. Skáldsaga
Thomasar Wolfes, Look
Homeward, Angel, sem talin hefur
verið bandarísk tuttugustu aldar
klassík var ekki á upphaflega list-
anum frá Random House, hins
vegar var 21 bók eftir einn af
dómnefndarmönnunum á þessum
lista, Gore Vidal, en hann er líka
gefin út af Random House og á
auk þess sæti í stjóm Modern Li-
brary sem er eitt af forlögum
Random House. Vidal átti sem sé
fleiri bækur á upphaflega listan-
um en William Fauikner, Henry
James og Joseph Conrad saman-
lagt. Engin bóka Vidals rataði
hins vegar á hundrað bóka listann.
Við nánari skoðun á vinnslu list-
ans bendir því margt til að listinn
sé jafnvel vafasamari en menn
höfðu haldið og skýringarinnar er
að leita í því hvemig hann var
settur saman.
Misjafnt var hversu margar
bækur dómnefndarmenn völdu.
Rithöfundurinn William Styron
merkti til dæmis við fimmtíu til
sextíu titla en sagnfræðingurinn
Edmund Morris merkti aðeins við
37.
að vom svo starfsmenn
Random House sem töldu
hversu margir hefðu valið
hverja bók og röðuðu skáldsögun-
um á listann eftir því; efstu bæk-
umar fengu um þrjú til fjögur at-
kvæði hver. Margar bækur fengu
jafn mörg atkvæði en dómnefnd-
armenn vom ekki látnir skera úr
um slík tilfelli heldur gerðu þeir
hjá Random House það sjálfir.
Sömuleiðis komust margar bækur
á listann með aðeins eitt atkvæði.
Það hefur þvi ekki þurft mikið til
að komast á listann en að sögn
framkvæmdastjóra Modem Libr-
ary þurftu bækur þó að hafa feng-
ið eitt atkvæði til að vera á meðal
þeirra hundrað bestu.
I viðtölum við dómnefndar-
mennina kemur fram að þeir
völdu bækumar út frá mjög mis-
munandi forsendum; sumir völdu
best skrifuðu bækurnar, aðrir
áhrifamestu bækurnar og enn aðr-
ir mikilvægustu bækurnar. Einn
dómnefndarmannanna viðurkenn-
ir meira að segja að hafa valið
bækur sem hann hefur ekki lesið
enda hafi hann verið að velja þær
bækur sem hefðu haft mest áhrif á
engilsaxneskar bókmenntir á öld-
inni og verið umtalaðar.
William Styron átti eina
bók á meðal hundrað
bestu en eins og áður
sagði átti hann sæti í dómnefnd-
inni. I samtali við blaðamann Was-
hington Post segir hann augljóst
að listinn hafi fengið svo mikið
umtal vegna þess að hann var
settur saman á mjög undarlegum
forsendum. „Ef ég hefði vitað að
listinn yrði tekinn svona alvarlega
þá hefði ég lagt til við Random
House að þeir kölluðu okkur í
dómnefndinni saman á fund til að
ræða það hvernig ætti að raða á
listann."
Stjómarformaður Modem Li-
brary, Christopher Cerf, sem átti
einnig sæti í dómnefndinni, segist
heldur ekki líta á val bókanna sem
strangvísindalegt. „En mér finnst
þetta hafa tekist vel. Listinn hefur
fengið alla sem ég þekki til að tala
um bækur, og það bækur sem fólk
talar yfirleitt ekki um. Þetta hefur
tekist betur en við þorðum að
vona.“
g listinn hefur ekki einung-
is kveikt umræðu heldur
hefm- hann einnig fengið
fólk til að hópast inn í bókabúðir
með seðlaveskin á lofti. Þegar
fyrmm forstjóri Random House,
Harold Evans, setti fram þessa
hugmynd um listann var tilgangur
hans reyndar einmitt sá að koma
skriði á bóksöluna. Evans hafði
reyndar ætlað að verða ansi stór-
tækur. Hann ætlaði að gera samn-
ing við aðra útgefendur um að
Modem Library fengi að gefa út
sérstaka útgáfu af öllum þeim
bókum á meðal þein-a hundrað
bestu sem hann gæfi ekki út sjálf-
ur. Þetta hefði orðið markaðslegt
meistaraverk; allar bestu bækur
aldarinnar til hjá Modem Libr-
ary! En þótt aldrei hafi orðið neitt
úr þessu þá mun Modem Library
gefa út tíu titla á listanum á kom-
andi mánuðum, auk allra þeirra
sem það gefur út nú þegar.
Onnur afleiðing listans, sem fáir
hefðu getað séð fyrir, er að
Ódysseifur James Joyce er orðin
metsölubók en hún varð jú í efsta
sæti listans. Arsbirgðir af þessari
bók, sem margir segja að sé sú
mest lofaða en jafnframt sú minnst
lesna, seldust upp á nokkmm dög-
um eftir að listinn birtist.
orsvarsmenn netbókabúð-
arinnar Amazon segja að
listinn hafi aukið sölu
margra bóka sem annars hafa
hreyfst lítið. Ódysseifur er í öðra
sæti á metsölulista búðarinnar,
Brave New World eftir Aldous
Huxley, sem dómnefndarmenn
segjast reyndar ekki skilja hvem-
ig endaði í fimmta sæti listans, er í
áttunda sæti sölulistans, Lolita
eftir Nabokov sem lenti í fjórða
sæti á listanum er sjöunda sölu-
hæsta bókin og The Great Gatsby
sem var í öðra sæti á listanum er
sú tíunda söluhæsta.
Að mati fyrrnefnds stjórnarfor-
manns Modern Library hefur hin
aukna bókasala réttlætt listann.
„Auðvitað var vinnsla hans að ein-
hverju leyti svindl en þetta var
gott svindl.“
Tilgangurinn helgar með öðram
orðum meðalið. „Niðurröðunin á
listann var kannski ekki að öllu
leyti rétt,“ heldur stjórnamiaður-
inn áfram, „en ef þessi listi hefði
verið úthugsaður hefði hann ekki
vakið eins mikil viðbrögð. Fólk
væri þá ekki að tala um bækur
núna heldur eitthvað allt annað.“