Morgunblaðið - 11.08.1998, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 11.08.1998, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998 29 Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Sungið í Blönduósi. Morgunblaðið. CANTICA stúlknakórinn frá Hor- sens í Danmörku hélt tönleika í Blönduóskirkju, en áður hafði kór- inn haldið tónleika í Hailgríms- kirkju, Skálholtskirkju, Reykjahlíð- arkirkju og Akureyrarkirkju. Á tónleikunum flutti kórinn bæði ný og gömul kirkjuleg og veraldleg körverk eftir ýmsa höfunda, meðal kirkjum aimars flutti kórinn verk eftir Jón Nordal. Cantica stúlknakórinn er æsku- lýðskór Kristskirjunar í Horsens og starfa í honum um 20 stúlkur á aldrinum 14-18 ára. Stjórnandi er organisti Kristkirkju í Horsens, Klaus Lyngbye. Smásagnasamkeppni Vikunnar SIGRÍÐUR Arnardóttir ritstjóri Yikurmar og Ægir Hugason verð- launahafi; Goði Sveinsson hjá Urvali-Utsýn afhendir verðlaunin, tveggja vikna ferð til Portúgals fyrir tvo. Ægir Hugason vann ÚRSLIT liggja fyrir í smásagna- samkeppni Vikunnar. Tæplega 200 smásögur bárust í keppnina. Dóm- nefndina skipuðu Ingibjörg Har- aldsdóttir rithöfundur, Þórarinn Eldjárn rithöfundur og Sigríður Arnardóttir ritstjóri Vikunnar. Bæði rithöfundar og leikmenn tóku þátt í keppninni. Sigurvegari varð Ægir Hugason, Hverfisgötu í Reykjavík. Verðlaunasagan „I út- löndum er ekkert skjól“ er fyrsta smásaga Ægis, en hann hefur áður skrifað ljóð „fyrir skúffuna". I öðru sæti varð Guðmundur Ólafsson leikari og rithöfundur en Gerður Kristný rithöfundur og rit- stjóri lenti í þriðja sæti. Sigurvegari hlaut að launum tveggja vikna ferð til Portúgals með Úrvali-Útsýn. Jólapóstkassinn og fleiri þættir LAUNSYNIR orðanna nefnist ný bók Einars Más Guðmundssonar rithöfundar, sem kom út hjá Bjarti og frú Emilíu í sumar. Bókin samanstendur af stutt- um ritgerðum um bók- menntir og menningar- ástand í nútíð og fortíð, sem Einar Már hefur samið á liðnum árum. „Þessar ritgerðir og hugsanir hafa orðið til á löngum tíma og hafa mótast og þróast út frá allskonar áhrifum,“ segir Einar Már. „Rit- gerðarformið finnst mér gott og gilt bók- menntaform þar sem fléttast saman þekking og skáldlegt innsæi og mér fannst vera kominn tími tO að leggja þessar hugleiðingar fram,“ segir hann. -Þú segir í níunda kapítula, að sérhver höfundur búi til forvera sína. Getur þá minniháttar höfund- ur í nútímanum haft áhrif á meiri- háttar höfund í fortíðinni? „I þessari hugmynd er ekki bein- línis fólgið neitt gæðamat heldur sá skilningur á bókmenntunum að þær séu ákveðin heild og að heimur bók- menntanna sé saga í sífelldri mótun. Viðmiðarnir breytast með hvenú kynslóð og breyttum veruleika og þannig lesa menn bókmenntir á mismunandi forsendum hvers tíma. Sagnaarfurinn er ávallt í samræð- um við líðandi stund og það er m.a. skýringin á því hvers vegna verk úr fortíðinni lifna við á einum tíma en ekki öðrum. Við eigum mjög nær- tækt dæmi úr okkar bókmennta- sögu, t.d. hvernig ritverk Laxness eru endurmat á okkar forna arfi. Við höfum aðra sýn á hetjuskapinn eftir að hafa lesið Gerplu og sjáum heim íslendingasagna í allt öðru Ijósi en aldamótabarnið. Þannig breytist merking verka og þar með getum við sagt að rétt eins og t.d. Snorri Sturluson hafði áhrif á Lax- ness hafði Laxness áhrif á hann.“ - í tólfta kapítula segirþú m.a. að það sem skynsemishyggjan líti á sem tvö andstæð skaut, þ.e. stór- brotnar furður og raunsannir at- burðir, líti bókmenntirnar á sem eina heild. Eru Launsynir orðanna öðrum þræði rök fyrir bókmennt- um? „Ég tel að bókmenntirnar séu hvorki stofustáss né uppstoppaður fugl úr fortíðinni heldur eru þær í mínum huga eins konar lifandi andi. Það er ekki hægt að skoða þær sem einangrað fyrirbæri heldur finnst mér aðkallandi að skoða þau áhrif sem þær hafa á lífíð og um- hverfið og hvað þær gefa fólki. Launsynirn- ir eru því á sinn hátt ástaróður til orðanna. Bókmenntirnar spretta af samskiptum mannanna og eru túlk- un á þeim. Þar með er orðið til ákveðið lífsvið- horf, sem fólgið er í bókmenntun- um.“ - Þú vitnar í Malcolm Bradbury, sem sagði að skáldsögunni hefði ekki tekist að verða rödd tímans og að enginn höfundur í dag sé jafn- pólitískt mikilvægur og Sartre var á sínum tíma. Hví fínnst þér þetta mikilvægt hér? „Menn rugla oft saman skáldinu og skáldsögunni og tala um að hlut- verk rithöfunda hafi verið stærra og raddir þeirra hafi heyrst hærra hér á árum áður, en það hefur ekkert með skáldsöguna sem slíka að gera, því þá eru menn að ræða um hversu aðsópsmiklir rithöfundar hafi verið í þjóðmálaumræðunni og hvaða radd- ir hafi heyrst hæst í henni. Ég segi að áhrifamáttur höfundar í krafti vinsælda og frægðar eigi ekkert skylt við gildi þeirra bókmennta sem hann skapar. Tilhneigingin í samtímanum er líka sú að telja einn miðil vera rödd tímans hverju sinni, kvikmyndir eða tónlist og að bókmenntir og önnur listform séu hornrekur í slíkum heimi. Þetta finnst mér vera bása- hugsun pg bera vott um grunn- hyggni. Ég vil horfa á stöðu skáld- skaparins út frá mannlífinu, því hann býr þar og á þann hátt verða alltaf til sögur. Sagnalistin býr ein- faldlega við eldhúsborðin yfir kaffi- bollunum. Miklir atburðir kalla auð- vitað líka á frásagnarlist og skáid- verk verða oft til á þjóðfélagslegum breytingarskeiðum og tjá þau og túlka. Islendingar hafa gengið í gegnum gríðarlegar breytingar á þessari öld og sögulegt rótleysi, sem speglast á margan hátt inn í bókmenntum okkar og menningu. - Sumir halda að það sé ekki fyrir því hafandi að skrifa bókmenntir nema þær greini frá einhverju stór- kostlegu, en þú gefurþeim langt nef í tíunda kapítula. „Þegar menn tala um að eitthvað „mikið sé að gerast" þá eru menn með hugann við mælikvarðann eins og hann er í fréttunum. Gamla mik- ilmennadýrkunin eins og í sögu- kennslubókunum er þar skammt undan. Menn hafa vanist því að hugsa sem svo að þau svæði á hnett- inum þar sem bramboltið sé mest sé besta yrkisefnið. Bókaforlög erlend- is hafa gjarnan bundið sig á klafa þessa hugsunarháttar þar sem menn rugla saman andlegu lífi, landafræði og viðskiptalögmálum. Menn segja: við gefum ekki út bók frá þessu landinu eða hinu því þar er ekkert að gerast. Hin hliðin á þessum hugsunarhætti er þegar ís- lendingar segja vitleysu eins og þá að „komast inn í kortið". Um hvaða kort eru menn að tala? Það þykir engin stórfrétt að bóndi bregði búi, en það getur verið stór saga. Eða ástin? Það kemur ekki í fréttum að hve margir unglingar horfðust í augu þennan daginn eða hinn. Mannlífið og einkum breytingar sem eiga sér stað eru uppistaða bókmennta." Stundum var spurt: Hver ætli hafi áhuga á kvikmynd um gamalmenni sem strjúka af elliheimili til að kom- ast í heimahagana og deyja þar? Og ef stóð á svari sögðu menn: Það kemur enginn að sjá þessa mynd, og af svipbrigðum þeirra mátti ráða að þeir öi-væntu um okkar hag, þvi þetta vora góðgjarnir menn og skynsamir sem litu raunsæjum aug- um á kvikmyndahúsamarkaðinn þar sem ötulustu bíógestirnir eru ung- lingar, mættir til að horfa á afþrey- ingar- og spennumyndir. Eftir á að hyggja, og nú þegar Börn náttúrunnar hafa ferðast einsog jólapóstkassi víða um heim og fengið kveðjur frá ótrúlegustu stöðum, álít ég engan kvikmynda- gerðarmann geta fengið betra vega- nesti en einmitt setninguna: Það kemur enginn að sjá þessa mynd, því að sú setning segir kvikmynda- gerðarmanninum aðeins að hann sé kominn inn á leiksvæði hins óþekkta og geti hugsað óháð þeim formúlum sem mönnum eru lagðar upp í hend- urnar og sagðar eru vera þær einu sem gilda. Brot úr Launsonum orðanna Einar Már Guðmundsson Enn gamalt og nýtt TOJVLIST Norræna lidsið KAMMERTÓNLEIKAR Verk eftir Telemann, Mist Þorkels- dóttur, Norby, Loeillet, von Daler og Roman. Köbenhavns Kammerens- emble (Hans Gammeltoft Hansen, flauta; Gert Herzberg, óbó & ástar- óbó; Wladyslaw Marcbwinski, fiðla; Anders Öberg, selló; Steen Lindholni, semball). Norræna liúsinu, föstudag- inn 7. ágúst kl. 20:30. KAMMERHÓPUR Kaupmanna- hafnar er gróin sveit og virðuleg með 20 ár að baki. Ef rétt er munað kom hún síðast fram hér í Norræna hús- inu í maímánuði 1996, og einu mannaskiptin síðan þá eru þau að Anders Öberg hefur tekið við af Birthe Holst Christensen á selló. Dagskráin var nú sem fyrr barokk og nútímatónlist, nokkurn veginn í hiutfallinu 2:1, og, ef minnið svíkur ekki enn, að helmingshluta hin sama og í hitteðfyrra, eða Telemannkvin- tettinn í G, Akvarel Norbys og Svíta úr Drottningarhólmstónlist Johanns Helmichs Romans. Á móti komu tvö áður óflutt verk hópsins hér á landi, Flautukonsert franska barokkmeist- arans Jaques Loeillets (1685-1748) og Tilbrigði amerísk-danska tón- skáldsins Johns von Dalers (f. 1945), „Round About Round Midnight“ um hina kunnu ballöðu Theloniusar Monks, auk þess sem frumfluttur var á íslandi Pottaseiður Mistar Þorkels- dóttur frá 1997 sem rann sitt fyrsta skeið í Kaupmannahöfn s.l. febrúar. Telemann-kvintettinn var leikinn með ljúfmannlegum þokka, en e.t.v. hefði maður getað heyrt fyrir sér frjálslegri baldýringu í sembalnum á ítrekunarstöðum, sérstaklega í drif- miklum lokaþættinum. Pottaseiður Mistar var ágætt dæmi um hvernig má gera nútímaverk hlustunarvænt án þess beiniínis að grípa niður í eldri stíl. Verkið var fremur ómblítt án þess að vera áberandi tóntegunda- bundið; hófst og endaði á háum pian- issimo strokflaututóni og byggðist að miklu leyti á hnígandi krómatísku þrítóna frumi (do-tí-ta) sem síðar var m.a. snúið við, ásamt innskotsorgel- punktum, þrástefjaköflum án og með rytmískum púlsi, já m.a.s. á einum stað dunandi rúmbu-hrynjandi, að ekki sé minnzt á frumskógarkenndan steinaldartakt í fimmundartvígripum sellósins, og var í heild einkar hlust- væn upplifun sem sveiflaðist milli forneskju og framtíðar, kabarettlegr- ar úrkynjunar millistríðsára og vellandi frumkrafts í skemmtilegri nornabruggsblöndu. KK lék af fág- aðri einbeitni, sem hefði þó stöku sinni mátt gefa sér ögn lausari taum. Akvarel Eriks Norby (1994) var þéttar skrifað, ekki sízt hljómrænt, þar sem semballinn sáldraði mörgum og þykkum klasahljómum og gerði útslagið með að verkið leiddi hugann að einskonar spennukvikmyndartón- list í umgjörð virðulegs óðalsseturs. Þótt styttra væri en Pottaseiðurinn, verkaði það samt lengra áheymar. Hinn belgíski Jaques Loiellet sem settist að í London í byrjun 18. aldar er ekki nafn sem oft verður vart við á tónleikaskrám hérlendis, né heldur á hljómdiskum, en Flautukonsert hans var engu að síður yndislegt og vel samið barokkverk og ágætlega flutt, að vísu ekki með öllu án fyrirhafnar í hinum krefjandi einleiksparti fyrsta þáttar, þar sem vottaði fyrir tilhneig- ingu til að flýta, auk þess sem hinn ívið of hraði Grave-milliþáttur hefði vel þolað meiri trega. Tilfinning KK- lima fyrir sveiflu í Round About Round Midnight eftir Monk/von Dal- er hefði sömuleiðis getað verið af- slappaðri á köflum, en þetta sér- kennilega blendingsverk, er gat minnt á ýmis álíka „cross-over“ við- fangsefni Brodsky og Kronos kvar- tettanna, náði engu að síður að heilla með oft fallegu Jjóðrænu jafnvægi milli klassíkur, módernisma og jass í að öðni ieyti vel samstilltri túlkun hópsins. Loks lék KK sex valda þætti úr brúðkaupstónlist Romans, kennda við Drottningarhólma. Verkið er samið fyi’ir concerto grosso barokk- sveit, en mun hafa birzt hér í umritun Lindholms fyrir áhöfn KK, þar sem Hertzberg óbóisti skipti yfir á ástar- óbó. Þessi Hándel-Ieita glaðværa há- tíðartónlist var flutt af smitandi inn- lifun, og gegndi furðu hvað náðist mikil fylling úr aðeins fimm mönnum í hlutfallslega þurrum hljómburði Norræna hússins. Ríkarður Ö. Pálsson HVÍTASUNNUKIRKJAN FÍLADELFÍA KYNNIR: BR0ADWAY 13.QG14. ÁGUSTKL 21:00 Forsala aðgöngumiða í Versluninni Jötu • Hátúni 2 Miðaverð kr. 1.500 Á báða tónleikana kr. 2.200
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.