Morgunblaðið - 11.08.1998, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ
38 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998
AÐSENDAR GREINAR
SKOÐUN
Heilabrot
ÉG BRÁ mér á kynningarfund
hjá SÁA með konu einni til stuðn-
ings, nú svo þegar komið var fram
í u.þ.b. miðja kynningu talaði
kynnirinn um að fólk færi í grein-
ingu til að athuga
hvort sýkin væri raun-
verulegur sjúkdómur
eða hefði verið þróuð
upp í sjúkdóm þá flaug
ýmislegt í gegnum
kollinn á mér, svo þeg-
ar kom að þeim hluta
kynningarinnar sem
• gestir máttu spyrja,
gat ég ekki á mér setið
og langaði að fá að vita
muninn á raunveruleg-
um sjúkdómi eða þró-
uðum sjúkdómi en
kynnirinn gat ekki með
nokkru móti svarað
því.
Nú langar mig að
segja frá heilabrotum mínum út frá
þessum kynningarfundi mínum.
Drykkjusýki, „sjúkdómur“,
Drykkjusýki, „sjúk-
dómur“, „fíkn“. Getum
< við, spyr Selma
Þorvaldsdóttir, þróað
með okkur „fíkn“ og
fengið það viðurkennt
sem sjúkdóm.
„fíkn“. Getum við þróað með okkur
„fíkn“ og fengið það viðurkennt
sem sjúkdóm? Gefum okkur að ég
borði meira þessa viku en þá síð-
"" ustu og svo tek ég mig á næsta
hálfa mánuðinn eða reyki pakka af
sígarettum á dag í einn mánuð en
bara hálfan pakka næsta hálfan
mánuð og hætti svo alveg að
reykja í tvö ár og byrja svo aftur
nú eða ég missi stjórn á mér í fata-
kaupum í hálft ár og er að verða
gjaldþrota út af því, börnin hafa
verið hálfsvelt bæði andlega og lík-
amlega vegna þessa stjórnleysis í
mér, nú eða verið botnlaust fjar-
verandi vegna golfáhuga, hesta-
mennsku, nú eða gleymt mér í
fjörum landsins vegna steinasöfn-
unar o.fl. o.fl.
Við skulum gefa okkur að vegna
einhverra af þessum áhugamálum
’ mætti ég iUa í vinnuna og mundi
missa hana og einnig húsnæðið, nú
hvað verður svo um bömin? Vegna
þessa duttlunga mannanna fínnst
mér einkennilegt að drykkjuáhugi
skuli vera dreginn úr og gert hátt
undir höfði og kallaður sjúkdómur.
Gæti verið að það sé auðveldara
að þróa með sér drykkju „fíkn“
frekar en aðrar „fíknir" þar sem
það er viðurkennt af samfélaginu
sem sjúkdómur en ekki „áhuga-
mál“ en hvar skyldu mörkin vera,
„áhugamál“ eða „fíkn“, er ekki
hver sinnar gæfu smiður?
Erum við að gera áhugamönn-
um um drykkju auðveldara en öðr-
- * um að fá það sem þeir vilja meira
af og finnst gott, samt köllum við
þetta sjúkdóm, sjúkdóm sem við
viljum útrýma, en hvað með hesta-
mennsku, spilamennsku, ofát,
steinasöfnun, pennasöfnun, fata-
söfnun, o.fl. o.fl.?
Eiga ekki allir val, og hver á að
stjórna hverjum og á að setja upp
meðferðarstofnun iyrir alla áhuga-
hópa sem gera of mikið af þessu
eða hinu? Sjáið þið fyrir ykkur
framtíðarfjölskylduhópa ef hvert
og eitt áhugamál fæst viðurkennt
- sem sjúkdómur, þannig að það
verða ekki heimili eins og nú, bara
meðferðarheimili. Þá segir Gunni
við Stínu, ég bý á golfmeðferð nr. 3
og hún segir ég bý í fatameðferð
nr. 4 en gleymum ekki að þetta eru
bara mín heilabrot, ég hef ekki
kynnt mér neinar rannsóknir sem
^hafa verið gerðar á drykkjuáhuga.
Hverjir búa til og stjórna rann-
sóknum? Jú, eflaust fólk, sem er
ekki hafið yfir duttlunga eða hvað?
Ég er að lesa bók þessa stund-
ina sem ber heitið Ertu viss? eftir
Thomas Gilovich, þar
er m.a. talað um rann-
sóknir á ófreski eða
skyggnigáfu og þar er
talað um að úrvinnsla
rannsókna og niður-
stöður þeiiTa fari eftir
áhuga einstaklingsins
sem les niðurstöðum-
ar, þannig verður út-
koman ekki gallalaus,
nú og gleymum ekki
hver býr til allt rann-
sóknarefnið, þannig að
fyrir mér virðist þetta
allt vera háð duttlung-
um og hégóma mann-
anna. Við viljum finna
orð yfir alla hluti, allt
sem við sjáum og getum snert en
það sem við finnum getur verið svo
einstaklingsbundið og margbrotið
og ef til vill getum við ekki komið
með orð yfir það allt og eigum því
erfitt með að útskýra það þó við
skiljum það fyrir okkur sjálf.
Vísindalegar rannsóknir stýrast
út frá þekkingu, er einhver skömm
að vita ekki eitthvað sem einhver
annar veit ef til vill um? Því að úti-
loka það sem ég finn en ekki þú?
Við skulum hugsa okkur
skyggnigáfu eða ófreski, ef það er
ekki til, og svo máltækið, börn
læra það sem fyrir þeim er haft.
Ný þekking kemur með nýjum
einstaklingum, hvaðan fá þeir þá
nýja þekkingu, og hvar er byrjun-
in, hvað var það sem hefur komið
því af stað að skyggnigáfa væri til?
Hvernig urðu berklar til? Gætum
við talað um þá ef þeir væru ekki
til? Eða þjófnaður, eða morð, eða
bara skápur, eða hvaðan koma orð
eins og tilviljun og dulskynjun,
gubbuðu tölvur þeim út úr sér eða
hvað, hvaðan koma tölvur?
Hver eru markmið rannsókna?
Jú, að fá niðurstöður, sem menn
stjóma frá upphafi til enda, hvað
þá með drykkjuáhuga, ef menn
eru búnir að segja það við sjálfan
sig að það geti verið sjúkdómur
hljóta þá ekki markmið rannsókn-
anna og niðurstöður þeirra að
smitast af þeim hugsunum og jafn-
vel vera niðurstaðan, því ætti nið-
urstaðan að vera eitthvað sem við
þekkjum ekki eða viljum ekki
kannast við, hvemig getum við út-
skýrt eitthvað sem við ekki vitum
eða þekkjum eða er eitthvað svo-
leiðis til? Jú, hugsanlega hjá þeim
sem trúa því, er þá til eitthvað sem
er æðra, hvað er þá æðra, eitthvað
sem við ekld vitum eða skiljum.
Ég set mig ekki upp á móti
áhugamönnum um drykkju frekar
en öðmm hópum um áhugamál af
einhverju tagi, en ef ég væri spurð
þá mundi ég vilja að skattpeningar
mínir færa í annað áhugamál en
drykkju, t.d. unga fólkið þar sem
upphafið er, nýja lífið, að valkostir
eins og t.d. íþróttir, tónlist og list
af ýmsum toga sé ekki eingöngu
fyrir þá sem eiga mestu pening-
ana, því hæfileikar liggja ekki síð-
ur hjá þeim sem eiga minni pen-
inga. Gætum við ef til vill sett eitt-
hvert fjármagn til skólanna til
þessara mála svo allir eigi jafna
möguleika. Því eram við að draga
drykkjuáhuga út úr og gera hon-
um hátt undir höfði meðan skólar
landsins svelta fjárhagslega og
jafnvel böm og unglingar mæla
göturnar þegar þau gætu jafnvel
verið að skapa eitthvað þar sem
hæfileikar hvers og eins lægju, í
þar til gerðum húsakynnum eða
úti í náttúranni með viðeigandi
leiðbeinanda, er þetta ekki eitt-
hvað sem við þurfum að fara að
skoða?
Höfundur er leikskðlakokkur.
Selma
Þorvaldsdóttir
TRÚ - FRELSI
ÞJÓÐ - KIRKJA
NAFNI minn,
Hjálmar Amason.
Ég las grein þína í
Morgunblaðinu, „Trúin
- fólkið - ríkið“. Þú
væntir jákvæðrar og
hispurslausrar um-
ræðu, sem þú vonar að
verði öfga- og for-
dómalaus. Þú reifar
málið út frá því að
Evrópuráðið sé að
gera skýrslu og móta
tillögur varðandi trú-
arbrögð, stjórnmál og
virðingu fyrir trúfrelsi.
Þú áréttar jafnan rétt
allra manna í lýðræðis-
þjóðfélagi og varar við öfgahópum
og ofsatrú. Síðan ferðu að tala um
þjóðkirkjuna. Þú segir hana starfa
undir verndarvæng Alþingis og að
rök hnígi að því að ekki skuli vera
þjóðkirkja vegna þess að hún geti
verið móðgun við innflytjendur og
þeirra trú. Þar að auki sé þjóð-
kirkjan fjarlæg fólkinu í landinu
og telur þú að því er virðist öllum
fyrir bestu og kirkjunni sjálfri
hollt „að slíta hin formlegu og
hugsanlega svæfandi tengsl við
ríkisvaldið.“
Þjóðkirkjan, innflytjendur,
fordómar
Áður en við höldum lengra þarf
að hafa nokkrar staðreyndir á
hreinu. Mér virðist þú ekki hafa
athugað það, að þjóðkirkjur eru á
öllum Norðurlöndunum. Hvar í
heiminum er meira trúfrelsi, meira
lýðræði, meiri mannréttindi en
einmitt í þessum skoplitla heims-
hluta, Norðurlöndunum? Sérðu
nokkurt samhengi þar á milli?
Telur þú að það myndi auka trú-
frelsi, mannréttindi og lýðræði á
Islandi ef þjóðkirkjan væri bönn-
uð? Og hvers vegna má ekki hafa
þjóðkirkju? Hefur hún lagt stein í
götu annarra trúfélaga? Hefur hún
alið á fordómum gagnvart innflytj-
endum? Vafalaust gæti hún gert
betur, en þó hefur þjóðkirkjan ráð-
ið sérstakan prest til þess að vera
innflytjendum til halds og trausts.
Hann virðir áreiðanlega trú og
skoðanir þeirra sem era af öðra
bergi brotnir. Það gera allir sem
láta kærleiksboðskap kristinnar
trúar nokkra ráða um framgöngu
sína. Skráð trúfélög á Islandi era
allmörg, flest lítíl, en þeim er ekki
sýnt virðingarleysi. Þú getur virt
trúarbrögð annarra þótt þú að-
hyllist þau ekki. Hver einstakur er
frjáls að því að vera í því trúfélagi
sem hann kýs. Hver einstakur er
frjáls að því að standa utan trúfé-
laga.
Hver eru tengsl
ríkis og kirkju?
Sameiginlegt þjóðkirkjunum á
Norðurlöndunum era tengsl við
ríkisvaldið. Þær eru breiðar kfrkj-
ur sem vilja ná til allrar þjóðarinn-
ar og þjónusta þeirra stendur öll-
um jafnt til boða, þeim sem þiggja
vilja þjónustu þeirra. Þær eiga
djúpar rætur í sögu, siðum og
menningu þessara landa. Um all-
langt skeið hefur átt sér stað um-
ræða um þjóðkirkjufyrirkomulagið
bæði hér á landi og á hinum Norð-
urlöndunum. Fyrir rúmu ári vora
samþykkt lög á Alþingi um stöðu,
stjórn og starfshætti Þjóðkirkj-
unnar og tóku þau gildi í byrjun
þessa árs. Jafnframt var gerður
samningur milli ríkisvaldsins og
Þjóðkirkjunnar um það að ríkið
héldi áfram á fyrri
braut og leysti til sín
verulegan hluta kirkju-
eigna gegn því að
greiða laun tiltekins
fjölda starfsmanna
kirkjunnar. Þar var
um samning að ræða
milli tveggja ábyrgra
aðila. Samningurinn
var niðurstaða stjórn-
enda ríkis og kirkju,
gerður á grandvelli ís-
lenskra laga þar sem
eignarréttur var að
sjálfsögðu virtur. Ríkið
er ekki að gefa kirkj-
unni neitt heldur er
það að greiða fyrir þær eignir
kirkjunnar sem það hefur leyst til
sín. Lög þessi og samningur ríkis
Kirkjan lifir ekki í
skjóli ríkisvaldsins,
segir Hjálmar Jónsson,
heldur lifir hún vegna
þess að þjóðin vill það.
og kirkju um fjármál og eignir hef-
ur grundvallarþýðingu. Auðvelt er
að stíga skrefin fram til fulls að-
skilnaðar ríkis og kirkju ef þjóðin
vill. Þá þarf að átta sig á því hvað
þurfi að aðskilja.
Kirkja þjóðarinnar
Hitt er annað mál að andstæð-
ingar stórrar þjóðkirkju með
breiða skírskotun munu ekki sjá
hana hverfa. Kirkjan lifir ekki í
skjóli ríkisvaldsins heldur lifir hún
vegna þess að þjóðin vill það. Hún
starfar alls staðar á byggðu bóli.
Hver bær er í kirkjusókn og hver
einstakur fær þjónustu prests og
kirkju sem þess óskar. Þjóðkirkj-
an elur ekki á fordómum og hún
tekur ekki upp þá hætti þótt vegið
sé að henni með fordómum. Sé hún
trú herra sínum og höfundi þá leit-
ast hún við að uppræta fordóma.
Það gerir hún á grandvelli þess
boðskapar sem hún er send með í
heiminn. Þjóðkirkjan nýtur í raun-
inni engra forréttinda utan þeirra
sem fylgja því að vera langstærsta
starfandi trúfélagið á íslandi. St-
arfsmenn hennar era að vísu emb-
ættismenn, skipaðir af ráðherra til
fimm ára í senn, en í raun era það
söfnuðirnir sem velja þá. Ég tel
líklegt og eðlilegt að þau tengsl
verði einnig afnumin.
Sjálfstæð kirkja
Kirkjan lýtur stjórn biskups og
Kirkjuþings, sem með lögunum
um stöðu, stjórn og starfshætti
þjóðkirkjunnar er fært mjög mikið
vald tO stjórnunar innan hennar.
Hún er til að mynda mun sjálf-
stæðari gagnvart ríkisvaldinu en
kirkjur hinna Norðurlandanna. I
boðskap sínum er þjóðkirkjan alls-
endis óháð veraldarvaldinu. Ekk-
ert veraldlegt vald og engir tíman-
legir hagsmunir geta nokkru ráðið
um kenningu kirkjunnar. Hún
starfar á grandvelli trúarjátninga
lúthersk-evangelískrar kirkju-
deildar og er sem slík hluti af
kirkju Krists á jörð. Málefnum
safnaðanna, sem era frjáls félög,
er stjórnað af sóknarnefndum,
sem kosnar era á aðalfundum
safnaðanna þar sem allir hafa að
sjálfsögðu jafnan atkvæðisrétt.
Ríkið innheimtir sóknargjöld með
opinberum gjöldum og skilar þeim
til safnaðanna. Það gerist alveg á
sama hátt gagnvart öðram trúfé-
lögum þannig að ríkið styður ekki
þjóðkirkjuna umfram þau. Oháð
trúfélagi greiðir hver meðlimur
trúfélags sóknargjald, sem ríkið
afhendir í réttu hlutfalli við skráða
félaga þefrra. Þannig nýtur þjóð-
kirkjan ekki fjárhagslegra forrétt-
inda. Einnig í þessu efni er jafn-
réttis betur gætt gagnvart þeim
sem ekki eru í Þjóðkirkjunni en
gerist á flestum hinna Norður-
landanna. Til dæmis eru Svíar nú
fyrst að taka upp þetta fyrirkomu-
lag, en hingað til hefur sænska
ríkið einungis innheimt kirkju-
skatt til sænsku kirkjunnar. Ég
fæ ekki séð að önnur trúfélög en
þjóðkirkjan séu afskipt á Islandi
sökum sambandsleysis við yfir-
völd.
„I nafni trúfrelsis, lýðræðis
og náungakærleika"
I nafni trúfrelsis, lýðræðis og
náungakærleika telur þú í niður-
lagi greinarinnar að við verðum að
taka Þjóðkirkjuna til endurskoð-
unar. Starf kirkjunnar er alltaf í
endurskoðun. Niðurstaða umræðu,
endurmats og breyttra þjóðfélags-
hátta sést í hinni nýju rammalög-
gjöf um þjóðkirkjuna, sem tók
gildi um síðustu áramót og við átt-
um báðir þátt í að gera að lögum á
Alþingi fyrir rúmu ári. Endurskoð-
un verður auðvitað seint lokið en
þar var góðum áfanga náð. Kirkj-
unni sjálfri hefur nú verið fært
ákvörðunarvald um það hvernig
hún hagar starfi sínu án þess að
löggjafínn þurfi að koma að þvi.
En þegar þú ferð að endurmeta
þjóðkirkjuna í nafni trúfrelsis, lýð-
ræðis og náungakærleika þá nær
það vonandi allt saman til kirkj-
unnar einnig. Láttu hana njóta
sannmælis.
Virk og vakandi
þjóðkirkja
Staif þjóðkirkjunnar er afar
fjölbreytt, það höfðar til býsna
margra og langflestir landsmenn
njóta þjónustu hennar. Vissulega
má margt betur fara í starfi henn-
ar og margt betur gera. Prestum
kirkjunnar er það fullvel kunnugt
og gjarnan myndu þeir vilja gera
miklu betur. Þegar markmiðið er
háleitt er að sjálfsögðu erfiðara að
ná því. En út á það gengur tilvera
hennar að veita réttlæti, miskunn
og kærleika um alla stigu mann-
legs lífs samkvæmt orði Guðs.
Kirkjan vill af fremsta megni
þjóna í Krists stað eins og það
væri hann sjálfur, sem starfaði,
kenndi, leiðbeindi og líknaði. Hún
starfar ekki fyrir sjálfa sig sem
stofnun heldur fyrir alla menn,
karla og konur, unga og gamla.
Ekkert félag á landinu er jafn
stórt og ekkert hefur jafn marga
félaga virka. Fólkið í landinu svar-
ar því sjálft hvort það vill þjóð-
kfrkju eða ekki. Islendingar eru
frjálsir að því að skrá sig í trúfé-
lög. Níu af hverjum tíu lands-
mönnum era í þjóðkirkjunni sam-
kvæmt eigin ákvörðun. Enginn er
þvingaður, eða með orðum sálma-
skáldsins séra Helga Hálfdanar-
sonar:
Hún vill aðeins laða og leiða
lýð en ei með valdi neyða.
Býður frelsi, boðar náð,
birtir himneskt líknarráð.
Höfundur er prestur og
alþingismaður.
Hjálmar
Jónsson