Morgunblaðið - 11.08.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.08.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998 39 < \ Huginn og Hulda tryggðu l íslenska liðinu 1 gullin HESTAR II e d e 1 a n d í Daninörku NORÐURLANDAMÓTí HESTAÍÞRÓTTUM Á TVEGGJA ára fresti eru haldin Norðurlandamót í hestaíþróttum þar sem auk Islendinga leiða sam- an hesta sína Norðmenn, Svíar, Finnar, Færeyingar og Danir, sem héldu mótið að þessu sinni. Mótin eru haldin þau ár sem heimsmeist- aramót eru ekki á dagskrá en fyrsta mótið var haldið 1976 í Dan- mörku. Islendingar hafa tekið þátt í flestum mótanna og síðustu árin átt mjög góðu gengi að fagna. Þrjú urðu gullin sem íslenska landsliðið náði að vinna á Norður- landamótinu að þessu sinni, kannski ekki alveg þau gull sem reiknað var með þegar komið var að seinni sprettum í 250 metra skeiðinu. Allt útlit var fyrir að Hulda Gústafsdóttir og Huginn frá Kjartansstöðum myndu sigra í stigakepni mótsins en öllum að óvörum náði Aðalsteinn Aðal- steinsson, sem keppti fyrir Noreg á Ringó frá Ringerike, frábærum tíma, 22,5 sek., í síðasta spretti og skaust í efsta sætið í stigakeppn- inni. Við þessu varð ekki séð og þar með rann það gullið úr greipum ís- lenska liðsins. En Hulda lét þetta ekki á sig fá og mætti tviefld til leiks á sunnudeginum. Huginn öryggið uppmálað Unnu þau fyrst í slaktaumatölti eftir að hafa deilt forystunni með sænskri stúlku í forkeppni. Síðar um daginn sigruðu þau svo í fimm- gangi eftir að hafa verið í fjórða sæti að lokinni forkeppninni. Var þessi sigur mjög sætur og sýndu bæði Hulda og Huginn mikið ör- yggi í úrslitum, gerðu allt vel og hvergi með lágar einkunnir, sem færði þeim sigurinn. Það er því með réttu hægt að segja að Hulda og Huginn hafi verið hetjur dags- ins því auk þess unnu þau silfur í samanlögðu og brons í gæðinga- skeiði. Þau björguðu sem sagt and- liti íslendinga á þessu móti, því það hefði orðið snautlegt að vinna eng- an sigur. Þriðja gullið sá svo ungur og efnilegur knapi, Sigurðui' Straum- fjörð Pálsson, sem keppti í ung- lingaflokki, um að innbyrða. Hann var á hestinum Ivari frá Hæli og sigruðu þeir í töltinu en það mun vera í fyrsta skipti sem Islendingar sigra í þeirri grein á þessum vett- vangi. Eins og oft áður setja íslending- ar sem keppa fyrir aðrar þjóðir mark sitt á keppnina. Áður var hér minnst á Aðalstein en ógetið er Hreggviðs Eyvindssonar sem sigr- aði með glæsibrag í töltinu á stóð- hestinum Kjarna frá Kálfhóli. Þar sigldu þeir nokkuð lygnan sjó en enginn virtist geta ógnað veldi þeirra í úrslitunum. Sáttir við niðurstöðuna Þótt oft hafi íslenskt lið átt betra gengi að fagna á Norðurlandamót- um voru menn almennt sáttir við afraksturinn að þessu sinni. Ekki er neinum blöðum um það að fletta að frændur vorir á Norðurlöndum veita stöðugt meiri keppni á þess- um mótum. Þá ber þess að gæta að Hæsta raunávöxtun síðustu 18 mánuði Við val á lífeyrissjóði er mikilvægt að skoða hvernig raunávöxtun sjóðanna hefur verið síðasta árið og hver kostnaðurinn er á hvern félaga í sjóðnum. I Viðskiptablaðinu 15. júlí 1998 kemur fram að Frjálsi lífeyrissjóðurinn var með hæstu hreinu raunávöxtunina árið 1997 og lægsta kostnað á hvem virkan sjóðsfélaga. Frjálsi lífeyrissjóðurinn þolir því allan samanburð! Er nokkur spurning hvaða lífeyrissjóð þú velur? Hringdu í síma 540 5060 eða komdu til okkar á Laugaveg 170. Kostnaður á hvern Frjálsi lífeyrissjóðurinn virkan sjóðsfélaga 1.520 kr. Hrein raunávöxtun 1997 7,89% Hrein raunávöxtun 1998 13% FRJALSI LÍFEYRISSJÓÐURINN Frjálsi lífeyrissjóöurinn er stærsti og elsti séreignarlífeyrissjóður landsins. í liðinu nú voru margir nýliðar en góð reynsla vegur mjög þungt á vogarskálum þessara móta. Ekki má þó skilja þetta svo að ungu mennimir hafi ekki staðið sig vel því það er öðru nær. Reynir Örn Pálmason á Þræði frá Hvítárholti og Sigurður H. Óskarsson á Káti frá Störtal voru til dæmis báðir í A- úrslitum í tölti og B-úrslitum í fjór- gangi þar sem Reynir vann sig upp í A-úrslitin. Þarna eru á ferðinni einbeittir og ákveðnir keppnis- menn sem vafalítið eiga eftir að láta að sér kveða fái þeir hestakost við hæfi. Sigurður Sæmundsson liðstjóri sagði það skoðun sína að leik loknum að vel færi á því að hafa liðið sem keppir á Norður- landamóti blöndu af gömlum jöxl- um og yngri mönnum sem þurfa að fá reynslu og tækifæri til að sanna sig. Vekringamir bmgðust Ekki vannst sigur í neinni af þremur skeiðgreinum mótsins þar sem fyrirfram hefði mátt ætla að líkumar væm mestar á sigri en Herbert Ólason á Spútnik frá Hól- um og Þórir Grétarsson á Níels frá Árbæ vom í verðlaunasætum í 250 metrunum. Herbert var auk þess með verðlaun í flugskeiði, sem var aukagrein í lok mótsins, en Brjánn Júlíusson á Eitli frá Akureyri var þar einnig í verðlaunsæti. En það var Aðalsteinn sem sigraði í þeirri grein á Ringó frá Ringerike á frá- bærum tíma, 7,6 sek. Urslit Norðurlandamótsins urðu annars eins og að neðan greinir. Stig eru úr forkeppni og úrslitum en þar sem þrjár einkunnir em birtar hefur viðkomandi keppandi unnið sig upp úr B-úrslitum. Tölt 1. Hreggviður Eyvindsson Svíþjóð, á Kjarna frá Kálfhóli, 7,40/8,22. 2. Erik Andersen Noregi, á Ronju frá Götarsvik, 7,33/7,83. Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson BJARGVÆTTIRNAR Hulda Gústafsdóttir og Huginn frá Kjartansstöðum vom betri en enginn fyrir íslenska liðið og höluðu inn tvenn gullverðlaun, ein silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. SIGURÐUR H. Óskarsson, einn af nýliðunum, stóð sig með prýði á Káti frá Störtal. 3. Unn Kroghen Noregi, á Hmna frá Snartarstöðum, 7,19/7,61. 4. Reynir Ö. Pálmason Islandi, á Þræði frá Hvítárholti, 7,27/7,44. 5. Mikala Saxe Danmörku, á Kol- brúnu frá Brjánslæk, 6,93/7,06. 6. Sigurður H. Óskarsson íslandi, á Káti frá Störtal, 6,77/7,67/7,00. Fjórgangur 1. Unn Kroghen Noregi, á Hmna frá Snartarstöðum, 7,17/7,80. 2. Hreggviður Eyvindsson Svíþjóð, á Kjarna frá Kálfhóli, 6,90/7,53. 3. Erik Andersen Noregi, á Ronju frá Götarsvik, 7,07/7,17. 4. Mikala Saxe Danmörku, á Kol- brúnu frá Brjánslæk, 6,73/6,97. 5. Ingela Bjurenborg Svíþjóð, á Nótt frá Arnargerði, 6,73/6,77. 6. Reynir Ö. Pálmason íslandi, á Þræði frá Hvítárholti, 6,47/6,83/6,70. Fimmgangur 1. Hulda Gústafsdóttir íslandi, á Hugin frá Kjartansstöðum, 6,30//7,33. 2. Christina Lund Noregi, á Hlekki frá Stóra-Hofi, 6,67/7,31. 3. Peter Hággberg Svíþjóð, á Hrafni frá Örvik, 6,57/7,21. 4. Magnús Skúlason Svíþjóð, á Dugi frá Minniborg, 5,73/6,81. SJÁ NÆSTU SÍÐU LÍFEYRISSJÓÐUR SEM ÞOLIR ALLAN SAMANBURÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.