Morgunblaðið - 11.08.1998, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 11.08.1998, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998 41*T SIGURVININGVI GUÐJÓNSSON + Sigurvin Ingvi Guðjónsson, fæddist á Núpi, Haukadal, 18. apríl 1927. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 1. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðjdn Gísli Sigurðsson, f. 3. júní 1895, d. 21. ágúst 1982, og Sólveig Ólafsdóttir, f. 15.10. 1985, d. 13.2. 1936. Hálfsystkini sammæðra eru 9: Sigríður, Sig- urlaug, Jóna, Jóhannes, Ólafía og Kjartan. Þau eru öll látin. Á lífi eru Guðmundur, Guðfinna og Jón. Sigurvin Ingvi giftist eftirlif- andi konu sinni, Stefaníu Önnu Guðmundsdóttur frá Krossi í Haukadal, 7. júlí árið 1951. For- eldrar hennar voru Guðmundur Pálmi Ásmundsson og Málm- fríður Jóhannsdóttir, bændur á Krossi. Börn Sigurvins Ingva og Önnu eru: 1) Sólveig Erna, f. 10.10. 1950, gift Gísla Gunn- laugssyni. Börn þeirra Guðjón Ingvi og Guðrún Jóhanna. 2) Málmfríður Guðrún, f. 26.12. Horfín ertu, Ingvi minn. Þín voru erfíð sporin. Nú hefur Ingvi fengið hvíldina löngu. Héma stöndum við eftir sár. En allt tekur enda, sagði hann oft. Og aðrir heimar taka við. En alltaf er sárt að missa ástvini sína. Já, þann sem maður gat spjall- að við og fengið oft góða lausn á sín- um málum hjá, eins og Ingvi gat oft svarað sínu. Og gefíð öðrum góð ráð í veganesti. Eg þakka Ingva góð- semina sem hann lagði að mínum börnum og móttökurnar. Þær eru þeim hjartkært veganesti í framtíð- inni. Orð mín verða ekki mörg, best er að tala með kyrrð. Mér finnst þetta vera síðustu orðin, sem þú sagðir. „Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt tár ykkar snertir mig, og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykk- ar yfir lífinu.“ (úr Spámanninum.) 1952. Börn Guðmundur Stefán og Birgir Þór Kjartanssynir. Guðmundur á einn son. 3) Þórð- ur Guðni, f. 17.12. 1953, giftur Hildi Sæmundsdóttur. Börn: Sigurbjörn Ingvi, Guðni Þór, Jenný Ósk, Sæmundur Þór og Anna Soffía. Hún á eina dóttur. Dóttir Þórðar: Sigrún Herdís. Hún á tvær dætur. Ingvi fluttist með foreldrum sínum til Keflavíkur árið 1933. Árið 1937 flytur hann aftur heim í sveitina að Villingadal. Frá 16 ára aldri var hann í nokkur ár í Keflavík á vertíð- um. Ing^vi og Anna hófu búskap að Vatni í Haukadal árið 1949. Þau fluttu síðan að Mjóabóli 1959. Árið 1993 brugðu þau búi og fluttu til Akraness. Með bú- skapnum stundaði Ingvi ýmsa almenna vinnu. títför Sigurvins Ingva verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. veigu, Guðrúnu, Þórði og barna- börnum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og megi góður Guð styðja ykkur og styrkja í sorginni. Jóhannes Gylfi. Haustið 1964 við vinnu í slátur- húsinu í Búðardal lágu leiðir okk- arw Ingva fyrst saman. Hann vakti athygli mína strax fyrir hversu orð- var hann var. Hógværð, eljusemi og lipurð í lund voru hans aðalsmerki. Stutt var þó í kímnina og smitandi hlátur. Hann gat hlegið oft og inni- lega þegar gantast var í kringum hann. Fimm árum seinna var Ingvi orðinn tengdafaðir minn og lítill nafni á leið í heiminn. Ingvi ólst upp í fátækt eins og títt var á þeim tíma. Á unga aldri lenti hann í mikilli lífsreynslu sem mótaði hann mjög. 8 ára gamall brenndist hann illa í einum mannskæðasta bruna á Islandi þegar samkomuhús- ið í Keflavík brann. Kviknaði í á meðan jólatrésskemmtun stóð yfir 30. desember árið 1935. Þar skað- brenndust um 30 manns og 9 létust. Merki þessa bruna bar Ingvi alla tíð. Það var skammt stórra högga á milli. Einum og hálfum mánuði seinna missir hann móður sína eftir erfið veikindi. Þetta voru erfiðir tímar fyrir ungan dreng. Ingvi fór að vinna fyrir sér strax og kraftar leyfðu. En sveitin heillaði. Ingvi hóf búskap, fyrst með fóður sínum, síð- an lífsförunautnum. Að byrja bú- skap í litlum efnum var ekki árenni- legt en hlutskipti margra á þessum tíma. Bústofn lítill, tæki fátækleg og öll aðstaða erfið. Hver man ekki Ingva við að bera fólk og farangur í bússum yfir Haukadalsá á móti Mjóabóli áður en dráttarvélin og síðan bíllinn, grái russajeppinn, komu til sögunnar, „gamli sorrý gráni“. Pabbi tók ekki bflpróf fyrr en undir fertugt. Það varð mikil breyting á öllum lífshögum við bfl- inn og brúna yfir ána. Pabbi var lip- ur og þáðu margir af honum greiða. Við munum alltaf gleðina þegar hann var að hjálpa okkur við að byggja íbúðarhúsið okkar rigning- arsumarið 1969. Þegar sest er niður til að rita minningar um pabba verða orð og setningar svo ógnarsmá því minn- ingarnar hrannast upp. 27. júlí fórum við börn þín og tengdabörn til Danmerkur. Við komum heim aðfaranótt 31. júlí, stuttu seinna ertu fluttur á sjúkra- hús. Við vissum ekki fyrr en við komum heim áhyggjurnar sem þú hafðir af þessari för okkar. Þú vissir að komið var að leiðarlokum. Förin yfir móðuna miklu væri óumflýjan- leg. Elsku pabbi. Þegar þú yfirgafst þessa jarðvist sátum við hjá þér. Andlát þitt var hægt og hljótt á sama hátt og öll þín lífsins ganga. Eftir að kveðjustundin var afstaðin litum við út um gluggann. Það var hellirigning. Líkast gleðitárum af himnum ofan. Gleðitár þeirra sem tóku á móti þér. Móðir þín, sem svo lítið fékk að njóta þín, faðir, systkini og aðrir ættingjar og vinir, sem voru farnir yfir móðuna miklu. Við þökkum þér allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Elsku mamma, systk- ini, ættingjar og vinir. Guð styrkir okkur í sorg okkar. Minningin lifír um góðan mann. Gísli og Sólveig. Við áttum þig að vini frá okkar fyrstu kynnum, pft var til þín leitað og þá var hjálpin vís. í hugum okkar núna við söknuð' sárán finnum. Því sjálfúr Drottinn kallaði þig í Paradís. Við minnumst þinnar gleði á góðra vina fundum. Glettni í þínu brosi við leiki og glaðan söng. Við minnumst þinnar festu á okkar stóru stundum, stefna þín var örugg þótt leiðin væri ströng. Sumar er að líða, sólskinið að dvína, minning þína, bömin þín og konu leiði sér við hönd. Sjálfúr ert þú horfinn í Drottins friðarlönd, við biðjum Guð á himnum að blessa fjölskyldu hans og vinar bönd. t Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, STEINUNN ÓLAFSDÓTTIR THORLACIUS, Grenimel 3, lést á Landspítalanum laugardaginn 8. ágúst. Elísabet Gunnlaugsdóttir, Helgi Halldórsson, Margrét Gunnlaugsdóttir, Ketill Axelsson, Kristín Gunnlaugsdóttir, Grétar Franklínsson. Þökkum þér fyrir allt. Erla Þórðardóttir. Þegar ég var 7 ára kynntist ég fyrst Yngva og Önnu sem þá bjuggu að Vatni í Haukadal og allt frá þeim tíma hefur órofin vinátta okkar haldist. Margs er að minnaset frá þessum tíma og allt eru það ljúfar og hlýjar minningar. Yngvi var alltaf Ijúfur og notalegur persónu- leiki, hafði að sjálfsögðu sínar skoð- anir eins og við öll og hann flíkaði þeim ekki, en var staðfastur í trú sinni. Alltaf var gott að tala við Yngva og stutt var í grín og oft mik- ið hlegið, og á góðum stundum var lagið tekið. Þótt húsakostur væri ekki alltaf stór, var nóg rými fyrir gesti og vel tekið á móti öllum. Á seinni ánim, þegar aldur fór að segja til sín, fór heilsunni að hraka með öllu sem því tilheyrir, var búi brugðið og flutt á Akranes, þar sem hann lést 1. ágúst sl. rúmlega 71 árs að aldri. Ömmu minni og börnunum Sól- + Ástkær sambýlismaður minn og faðir okkar, SIGURJÓN ÚLFARSSON, Árskógum 6, áður Nökkvavogi 5, Reykjavík, lést á Landspítalanum föstudaginn 7. ágúst. Ólína Kristinsdóttir og börn hins látna + Ástkær móðir okkar, BJÖRG HELGADÓTTIR, lést á heimili sínu, Faxatúni 3, Garðabæ, föstudaginn 7. ágúst. Börn hinnar látnu. + Faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir og afi, INGÓLFUR Þ. FALSSON, lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur laugardaginn 8. ágúst. Margeir Ingólfsson, Sigríður J. Guðmundsdóttir, Einar Falur Ingólfsson, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Guðrún Helga Ingólfsdóttir, Kristinn Ágúst Ingólfsson, Helga Þorsteinsdóttir, Hörður Falsson, Jóhanna Falsdóttir og barnaböm. + Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÍSLI GUÐMUNDSSON, fyrrv. lögreglumaður, Skúlagötu 40, Reykjavík, andaðist á Landakotsspítala laugardaginn 8. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Elín Helga Þórarinsdóttir, Þórarinn Gíslason, Bryndís Benediktsdóttir, Guðný Gísladóttir, Sigurgeir Guðmundsson, Guðmundur Ingi Gíslason, Vigdís A. Gunnlaugsdóttir, Hrafnkell V. Gíslason Björg Eysteinsdóttir, Brynhildur Ósk Gísladóttir og barnabörn. JÓHANNES BJÖRNSSON, Ytri-Tungu, lést föstudaginn 7. ágúst. Ásbjörn Jóhannesson, Sigurveig J. Hultquist, Bengt Hultquist, Guðrún Jóhannesdóttir, Jón Heiðar Steinþórsson, Þorgils Jóhannesson, Aðalheiður Stefánsdóttir, Snjólaug Jóhannesdóttir, Helgi Jóhannesson, Elfn S. Jónsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir, Jakob Ragnarsson, Helga Jóhannesdóttir, Stefán Börkur Jónsson. + Okkar ástkæra eiginkona, móðir okkar, systir, tengdamóðir og amma, MARÍA KRISTÍN INGIBERGSDÓTTIR, Túngötu 5, Reyðarfirði, lést aðfaranótt laugardagsins 8. ágúst. Jarðarförin verður auglýst siðar. Árni Valdór Elfsson, Elís Árnason, Sigríður Pálsdóttir, Guðbjörg Árnadóttir, Samer Kudur, Erla Bjarney Árnadóttir, Elmar Sófus Ingibergsson, Unnur Lúðvíksdóttir, Guðríður Ingibergsdóttir, Björn Egilsson og barnabörn. + Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, HALLGRÍMUR HELGASON, lést á Sjúkrahúsi í Torontó, Kanada, fimmtu- daginn 6. ágúst. Svava Vigfúsdóttir, Helgi Hallgrimsson, Rut Helgadóttir, Bragi V. Jónsson, Helgi Vignir Bragason, Sif Bragadóttir, Svava Björk Bragadóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.