Morgunblaðið - 11.08.1998, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998 49*''
RAGNA S.
JÖRGENSDÓTTIR
+ Ragna Sigríður
Jörgensdóttir
fæddist á Þurá í
Ölfusi 21. júní 1911.
Hún andaðist á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 2. ágúst síð-
astliðinn. Foreldr-
ar: Anna Bjarna-
dóttir og Jörgen
Björnsson. Hún var
næstelst sjö systk-
ina.
Ragna giftist 14.
desember 1940 Sig-
urði Guðmunds-
syni, f. 19.5. 1915,
d. 16.3. 1986. Börn: Halldór
Reynir Ársælsson, f. 17.6.
1936, maki Guðfinna Sigur-
Ég heyrði Jesú himnesk orð
kom, hvfld ég veiti þér,
þitt hjarta er mætt og höfuð þreytt
því halla að brjósti mér.
(Stefán Thorarensen.)
Við kveðjum og minnumst þín,
elsku mamma, tengdamamma og
amma. Við söknum þín sárt því þú
varst okkur svo góð. Við geymum í
huga okkar allar minningar um
góðu stundirnar okkar saman.
Fósturmóðir mín og fósturfaðir
minn, Sigurður Guðmundsson, tóku
mig til sín þegar ég var tveggja og
hálfs árs þegar móðir mín dó, móðir
mín var systir Rögnu. Ég tel mig
hafa verið mjög lánsama að eignast
gott heimili og dásamleg systkini
eins og börnin hennar eru. Álsystir
mín ólst einnig upp hjá henni um
tíma og á hún dásamlegar minning-
ar um þann tíma.
Hugurinn reikar á Vitastíg, þar
var gott að vera. Þar bjuggu for-
eldrar Rögnu, sem eru látin, en
bræður hennar tveir búa þar enn.
Þar var ávallt mikill gestagangur.
Kaffi og meðlæti voru alla daga á
boðstólum og ef enginn kom heilan
dag talaði hún um að þetta væri
hræðilegt, að enginn hefði komið í
dag.
Hún elskaði að hafa fólk í kring-
um sig. Móðir mín átti við vanheilsu
að stríða í mörg ár en aldrei kvart-
aði hún. Lífsgleði, þrautseigja og
jákvæðni er mér minnisstæðast.
Þegar Jóhannes, maðurinn minn,
kom inn í fjölskylduna var tekið á
móti honum með opnum örmum.
Mamma og pabbi sögðu mjög falleg
orð til hans sem hann hugsar oft
um og munu geymast í huga hans.
Börnum okkar þótti gott að koma
til ömmu og afa á Vitastíg þar sem
vel var hugsað um þau. Amma bak-
aði pönnukökur og kleinur handa
þeim og geyma þau góðu minning-
amar í huganum.
Tengdabörn okkar Jóhannesar
þakka þér, elsku mamma, fyrir
góðu stundirnar sem þú gafst þeim.
Fósturfaðir minn dó 16. mars
1986, sem var mikill missir fyrir
móður mína. Hálfu ári síðar flytur
hún á Dalbraut 27, þar sem henni
fannst gott að vera. Starfsfólkið þar
var henni gott og eignaðist hún
góða vini og einnig góða vinkonu,
sem var henni allt.
Stundirnar á Dalbraut voru
ógleymanlegar gleðistundir með
vinum hennar yfir kaffibolla, með-
læti og tölum nú ekki um góðgætið
sem hún gaf Sigga litla, nafna afa
síns, sem þótti gott að koma til
ömmu sinnar og munu þær minn-
ingar fylgja honum alla tíð.
Það er svo margt sem ég vildi
segja en hjartað mitt geymir það
hjá mér og fjölskyldu minni. Eftir
lifa minningar um góða konu. Hvíl
þú í friði, minningin um þig mun
lifa með okkur.
Elsku fjölskyldu hennar bið ég
guð að styrkja.
Guðrún, Jdhannes, börn
og tengdabörn.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast elskulegrar móðursystur
minnar, hennar Rögnu á Vitastígn-
jónsddttir. Guð-
mundur Ingi Sig-
urðsson, f. 2.8.
1942, niaki Guðný
S. Baldursdóttir.
Kristín Ósk Sigurð-
arddttir, f. 2.6.
1945, maki Viðar
Björnsson. Fdstur-
dóttir Guðrún Guð-
mundsdóttir, f. 5.7.
1950, maki Jdhann-
es Ragnarsson.
Ragna eignaðist 10
barnabörn og 7
barnabarnabörn.
Útför Rögnu fer
fram frá Fríkirkjunni í Reykja-
vík í dag og hefst athöfnin
kiukkan 13.30.
um eins og hún var oftast kölluð, en
þar bjó hún lengst af.
Þegar ég var aðeins fjögurra ára
gömul, Steindór bróðir minn
þriggja ára og Guðrún systir mín
tveggja ára misstum við móður
okkar, tók Ragna þá mig og Guð-
rúnu systur mína til sín, þó svo að
hún byggi í þröngu húsnæði og ætti
fyrir þrjú börn. Þar var ég í rúmt
ár en Guðrúnu gekk hún í móður-
stað. Ætíð síðan hefur Ragna verið
einn af föstu punktunum í tilver-
unni hjá okkur systkinunum.
Ragna hafði sterkan persónu-
leika, hún hafði skoðun á mönnum
og málefnum enda sótti fólk mikið
til hennar bæði meðan hún bjó á
Vitastíg 17, þar sem hún hélt
myndarlegt heimili, þrátt fyrir fötl-
un sína. Heimili hennar var ætíð
gestkvæmt enda hafði hún gaman
af góðum félagsskap og var mjög
gestrisin. Á yngri árum vann
Ragna á smurbrauðsstofu og var
hún alla tíð mikið fyrir að búa til
fallegan og góðan mat, voru t.d.
brauðtertumar hennar ógleyman-
legar. Á miðjum aldri fékk Ragna
alvarlega mjaðmakölkun sem leiddi
til þess að hún gekk með hækjur
upp frá því, hafði það mikil áhrif á
líf hennar, þó kvartaði hún aldrei
yfir sjúkdómi sínum. Fyrir
nokkrum ámm fluttist Ragna í
öldrunaríbúð á Dalbraut 27, þar
sem vel var hugsað um hana bæði
af starfsfólki og vinum. Þar var
jafnan gestkvæmt. Henni féll sjald-
an verk úr hendi og kom ég sjaldan
í heimsókn án þess að hún væri
með eitthvað á prjónunum. Báru
sokkar og vettlingar sem hún
prjónaði vott um einstaka vand-
virkni og smekkvísi. Ragna var
okkur góður félagi, ég á eftir að
sakna þeirra stunda er við sátum
og spjölluðum, en Ragna var ein-
staklega minnug auk þess sem hún
fylgdist vel með öllu því sem gérð-
ist í fjölskyldunni. Rögnu verð ég
ætíð þakklát fyrir þá umhyggju og
þann vinskap sem hún sýndi okkur
systkinunum og fjölskyldum okkar.
Ég og fjölskylda mín þökkum
Rögnu fyrir samfylgdina og biðjum
henni, fjölskyldu hennar og ætt-
ingjum Guðs blessunar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skait.
(V. Briem.)
Anna Guðmundsddttir
og fjölskylda.
lOJium flo mn ad ufl um
flÖTÍl flOflC
MiKlUMNl • (llíí
Upplýsingar í s: 551 1247
Ég kynntist Rögnu Jörgensdótt-
ur fyrir um 26 árum, þá bauð hún
mér í veislu til sín að Vitastíg 17.
Ég var þá nýkomin í fjölskylduna,
bara rétt trúlofuð, og kveið ósköp
fyrir að hitta þessa konu. Hún var
móðursystir unnusta míns. Ég
hugsaði um það hvort hún væri lík
móður hans sem hafði dáið ung frá
þremur ungum bömum, Onnu,
Steindóri og Guðrúnu. Kannski var
hún alveg eins og tengdamóðir mín
hefði getað verið, þvflíkur var
þankagangurinn hjá mér. En í
veisluna fór ég og þar tók á móti
mér þessi fallega, litla, dökkhærða
kona með svo falleg brún augu.
Hún gekk við tvær hækjur og tók í
höndina á mér, faðmaði mig og
bauð mig velkomna í fjölskylduna,
kynnti mig fyrir Sigurði manninum
sínum og öllum sem þarna voru.
Þvflíkar móttökur, og svo veislu-
borðið og brauðterturnar hennar
Rögnu, þær voru engu líkar. Frá
þessari stundu tók ég ástfóstri við
þessa konu sem skipaði sérstakan
heiðurssess hjá okkur hjónum.
Ragna var ein af þessum hvunn-
dagshetjum, hún eignaðist þrjú
böm og tók það fjórða að sér, litlu
stúlkuna hennar Boggu systur
sinnar, sem var aðeins tveggja og
hálfs árs þegar mamma hennar dó,.
hana Guðrúnu litlu. Ragna gekk
henni í móðurstað.
Á miðjum aldri bilaði heilsan og
hún þurfti að ganga við hækjur. En
Ragna átti góðan mann og sam-
heldna fjölskyldu sem studdu hana.
Allan þann tíma sem ég þekkti
hana og líka fyrir þann tíma bjó
hún á Vitastíg 17. Þar höfðu bræð-
ur hennar tveir, Bjarni og Guð-
mundur, byggt stórt hús með fjór-
um íbúðum. Ragna og Sigurður
bjuggu í einni íbúðinni eða þangað
til hún varð ekkja og flutti á Dal-
brautina, í litlu fallegu íbúðina sína.
Þar eignaðist hún marga góða vini
eins og alltaf.
Oft var glatt á hjalla á Vitastígn-
um. Ragna var hrókur alls fagnaðar
og einhvern veginn var hún mið-
punkturinn í þessari stóra fjöl-
skyldu, hélt þessu öllu saman. Hún
passaði upp á krakkana hennar
Boggu sálugu, að þau væra alltaf
með, eða svo kom það mér fyrir
sjónir. Að öllum hinum ólöstuðum,
því öll vora og era þessi systkini
yndislegar manneskjur.
Ekki má gleyma öllum sokkum
og vettlingum sem hún pijónaði á
börn, barnabörn, frænkur og
frændur, allir í pijónlesi frá Rögnu.
Er þess skemmst að minnast þegar
dótturdóttir mín, þá tveggja ára,
fékk lopapeysu keypta úr búð og
var spurð hver hefði prjónað svona
fallega peysu handa henni. Var hún
þá fljót að svara: „Ragna amma.“
Óðravísi gat það ekki verið því
Ragna prjónaði allt, meira að segja
líka hunda og ketti, sem ég held að
allir litlu krakkamir eigi. Það væri
endalaust hægt að skrifa um Rögnu
á Vitastígnum eins og við fjölskyld-
an kölluðum hana, hún var þessi
persóna sem skilur svo mikið eftir,
svo stórt tómarúm.
Elsku Ragna, ímynduð tengda-
mamma, ég þakka þér fyrir okkur
öll. Guð veri með þér og börnunum
þínum fjóram og allri þinni stóra
fjölskyldu.
Kveðja,
Margrét Brynjólfsdóttir.
Persónuleg,
alhllða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Einarsson,
útfararstjðri
Sverrir Olsen,
útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
AUan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
+
Ástkær faðir okkar, bróðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓN KRISTINN VILHJÁLMSSON,
Tjarnarlundi 14F
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
10. ágúst.
Fríða Margrét Jónsdóttir,
Vilhjálmur Jónsson, Sandra Jónsson,
Valgerður Jónsdóttir, ívar Harðarson,
Ásgeir Jónsson,
Valgerður Vilhjálmsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær sonur okkar, fóstursonur, bróðir og
bamabarn,
JÓHANN ÞÓR JÓHANNSSON,
Háengi 8,
Selfossi,
er lést af slysförum mánudaginn 3. ágúst,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju miðviku-
daginn 12. ágúst kl. 13.30.
Jóhann Þorvaldsson, Dagbjört K. Ágústsdóttir,
Hulda Snorradóttir Jóhann Finnsson,
Snorri Þór Jóhannsson,
Þorsteinn Jóhannsson,
Ágúst Jóhannsson
og aðrir aðstandendur.
+
Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÁSGRÍMUR P. LÚÐVÍKSSON,
vistheimilinu Seljahlíð,
Reykjavík,
áður til heimilis í Úthlíð 10,
sem lést fimmtudaginn 6. ágúst, verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn
14. ágúst kl. 13.30.
Þórunn Egilsdóttir,
Egill Ásgrímsson, Sigríður Lúthersdóttir,
Ragnheiður M. Ásgrímsdóttir, Guðbjartur K. Sigfússon,
Ásgrímur Þ. Ásgrímsson, Marta K. Sigmarsdóttir,
Jóhann G. Ásgrímsson, Herdís Alfreðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg eiginkona, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
PÁLÍNA SIGURÐARDÓTTIR,
Gnoðarvogi 78,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 8. ágúst.
Jarðarförin fer fram frá Langholtsskirkju föstu-
daginn 14. ágúst kl. 15.00.
Oddgeir Einarsson,
Sigurður Oddgeirsson, Kristín Einarsdóttir,
Valdís Oddgeirsdóttir, Jónas Hreinsson,
Einar Vignir Oddgeirsson,
Gunnar Rúnar Oddgeirsson, Inga Barbara Arthur,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Einlægar þakkir færum við öllum þeim fjölda
fólks, sem sýndi okkur einstakan hlýhug og
samúð við fráfall
LEÓS EGGERTSSONAR
fyrrv. aðalféhirðis
Tryggingastofnunar ríkisins,
Neshaga 15.
Heimsóknir ykkar, blómasendingar, minning-
arkort, skeyti, símtöl og annar vináttuvottur
yljaði okkur um hjartarætur og var okkur
ómetanlegur stuðningur.
Fríða Björg Loftsdóttir,
Stefanía Magnúsdóttir, Jón Sigurjónsson,
Jónína Leósdóttir, Árni Leósson,
Ásta Stefánsdóttir, Fjóia Eggertsdóttir
og barnabörn.