Morgunblaðið - 11.08.1998, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998 51
FRÉTTIR
Úr dagbók lögreglunnar
Sérstaklega hugað
að notkun bilbelta
7. til 10. ágúst
TALSVERT var um fólk í miðbæn-
um um helgina, einkum aðfaranótt
sunnudags, og þá virtist á tímabili
sem samskipti manna á milli gengju
treglega. Vegna þessa varð að hand-
taka nokkra borgara vegna fram-
ferðis þeirra og oft héldu samskiptin
áfram að vera erfið eftir að lögregl-
an kom til.
Umferðarmál
Lögi-eglan mun á næstunni huga
sérstaklega að notkun öryggisbelta
og vill því eindregið koma þeim
skilaboðum til ökumanna og farþega
að nota þau í hvert sinn sem ekið er
í bíl. Ökumenn sem staðnir verða að
því að aka án þess að hafa spennt ör-
yggisbelti mega búast við að verða
stöðvaðir af lögreglu. Sekt fyrir að
aka bifreið án þess að hafa öryggis-
belti spennt er fjögur þúsund krón-
ur en sektir eru hærri fyrir að gæta
þess eigi að sérstakur öryggisbún-
aður fyrir börn sé ekki notaður, eða
átta til tíu þúsund. Um helgina voru
13 ökumenn og farþegar kærðir
vegna vanrækslu á því að nota ör-
yggisbelti.
Hraðakstur
Nokki-ir ökumenn voru teknir fyr-
ir of hraðan akstur um helgina og
virðist sem ökuhraðinn í borginni sé
því miður aftur að hækka. Aðgerðir
lögreglu í vor og sumar urðu til þess
að mjög sló á ökuhraða og varð um-
ferðin mun afslappaðri og þá um leið
hættuminni fyrir alla vegfarendur,
sem var markmið aðgerðanna. Hins
vegar hafa því miður ekki allir verið
sáttir við þessar aðgerðir og gildi
reglugerðar dómsmálaráðuneytis
verið dregin í efa með lagatæknileg-
um rökum. Það er von lögreglu að
von bráðar fáist endanleg lausn um
þessi deiluatriði þannig að lögreglu
verði gert kleift að tryggja sem best
öryggi allra í umferðinni, sem er
henni mikið kappsmál. Það er mjög
brýnt einkum þegar litið er til þess
að nú er stutt í upphaf skólaárs og
aðgerðir lögreglu hafa ekki síst ver-
ið á þeim svæðum sem eru í kring-
um skóla og barnaheimili.
Fjórir ökumenn voru stöðvaðir
um helgina fyrir of hraðan akstur og
voru þeir allir sviptir ökuréttindum.
Ellefu ökumenn voru stöðvaðir
vegna gruns um ölvun við akstur um
helgina, einn þeu-ra eftir að hafa ekið
á ljósastaur á Höfðabakka við Fálka-
bakka um hádegisbil á laugardag.
Mikil mildi var að ekki hlutust af
slys er hemlabúnaður virkaði ekki á
jeppabifreið sem ekið var á Lauga-
ÁRVÍK
ÁRMÚLA1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295
vegi um miðjan laugardag. Jeppabif-
reiðin rann stjórnlaust utan í tvö
ökutæki auk þess að aka niður fjóra
ljósastaura (þrjá litla) og endaði síð-
an ökuferðina á blómakeri og glugga
verslunar.
Innbrot - þjófnaðir
Athygli vekur að aðeins eitt inn-
brot hefur verið tilkynnt til lögreglu
um helgina en þrettán þjófnaðir.
Kona var handtekin á fóstudag eftir
tilkynningu til lögreglu um að hún
gengi á Laugaveginum í nýjum pels
með verðmiða utan á. Þótti tilkynn-
anda hugsanlegt að gleymst hefði að
greiða fyrir flíkina. Það reyndist
rétt og konan því færð í fangahús
lögreglu.
Skemmdarverk - veggjakrot
Tvær 16 ára stúlkur voru hand-
teknar eftir að hafa unnið skemmdir
á húsvegg í Thomsensundi. Stúlk-
urnar voru fluttar á lögreglustöð og
hald lagt á tæki þeirra. Þær mega
vænta sektargerðar frá lögreglu
vegna skemmda sem þær unnu.
Unglingasamkvæmi
Lögreglan varð að leysa upp mik-
ið unglingasamkvæmi í austurborg-
inni að morgni sunnudags. Þar hafði
húsráðandi ekki ráðið að fullu við
framferði gesta sinna svo kalla varð
lögreglu til aðstoðar. Komið hafði til
handalögmála milli gesta og ein-
hverjir þeirra hlotið sár af. Gestirnir
voru því fluttur á slysadeild, til for-
eldra sinna eða í fangahús.
Líkamsmeiðingar
Til átaka kom milli tveggja manna
við Ofanleiti að morgni laugardags.
Flytja varð annan manninn á slysa-
deild til aðhlynningar. Kona var síð-
an handtekin eftir að hún hafði kýlt
lögreglumann í andlitið þar sem
hann var að vinna að rannsókn máls-
ins. Ekki liggur ljóst fyrir hvað kon-
unni gekk til en hún var flutt á lög-
reglustöðina fyrir varðstjóra.
Piltur á átjánda ári veitti lög-
reglumanni áverka í andliti og auga
er lögreglumaðurinn hugðist hafa
afskipti af honum vegna framferðis
hans. Atburðurinn átti sér stað á
Lækjartorgi skömmu eftir miðnætti
á sunnudag. Pilturinn, sem var ölv-
aður, var fluttur til vistunar í fanga-
hús lögreglu.
Ráðist var að konu á Laugavegi
við Skólavörðustíg að morgni sunnu-
dags. Konan var flutt á slysadeild til
aðhlynningar en ekki er vitað um
árásarmann. Að kvöldi sunnudags
urðu lögreglumenn að hlaupa uppi
heimilisföður sem skömmu áður
hafði lagt íbúð fjölskyldu sinnar í
rúst í austurborginni.
Fíkniefnamál
Við leit lögreglumanna í bifreið
einstaklings sem þekktur er fyrir
fíkniefnaviðskipti fannst nokkurt
magn efna, bæði hass og amfetamín.
Maðurinn var handtekinn og fluttur
í fangahús.
Annað
Lögreglu var tilkynnt um ung-
barn sem væri á bílastæði í Selja-
hverfí að morgni laugardags. Svo
virðist sem drengurinn, sem var
tveggja ára, hafí farið út úr húsi for-
ráðamanna án þeiri-a vitundar á vit
ævintýra. Honum var komið í ör-
uggt skjól á ný.
Par sem var við skemmtun í
Breiðholtshverfi að morgni sunnu-
dags varð fyrir því óhappi að falla
rúma þrjá metra ofan af svölum.
Parið, sem hafði komið sér þægilega
fyrir úti á svalarhandriði, féll aftur
fyrir sig. Þau voru bæði flutt á
slysadeild til aðhlynningar.
Að morgni sunnudags var til-
kynnt um að karlmaður hefði fallið
úr tré sem hann hafði klifrað upp í á
Laugavegi við Frakkastíg. Maður-
inn var fluttur á slysadeild til að-
hlynningar vegna höfuðáverka, en
ekki liggur ljóst fyrir hvað mannin-
um gekk til.
BREYTT HEIMIUSFAMG
Erum flutt á Suðurlandsbraut 52
(bláu húsin viö Faxafen).
Opnunartilboð á skóm næstu daga
10-30% afsláttur
SJúkravörur
RÝMINCARSALA
á úrum og skartgripum
í örfáa daga
Allt að 50%
afsláttur
Úr og Skartgripir,
Strandgötu 37, Hafnarfirði,
sími 565 0590
SÍIVIA
TORG
Upp
spretta
upplýsiagar!
Símatorg er upplýsingaþjónusta sem
einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki
geta nýtt sér, ýmist til að veita
upplýsingar eða nálgast þær.
Á Símatorginu er að finna fjölbreyttar
upplýsingar um vöru og þjónustu
sem lesnar hafa verið inn á
sjálfvirkan símsvörunarbúnað.
Þú getur, þér að kostnaðarlausu,
læst aðgangi að öllum eða
þremur efstu flokkum Símatorgsins.
Þú getur pantað læsingu að Símatorginu
og fengið nánari upplýsingar hjá
Þjónustumiðstöð Simans
í gjaldfrjálsu númeri 8oo 7000.