Morgunblaðið - 11.08.1998, Qupperneq 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Stórglæsilegur
sigur Hannesar
Hlífars
í DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Athyglisverð
grein
í MORGUNBLADINU
fostudaginn 24. júlí er at-
hyglisverð grein eftir
Ásgeir Sverrisson sem
hann nefnir „Valdið og
fólkið“ og fær mann til
að hugsa nánar um sam-
skipti lögreglu og borg-
ara. Sennilega er lög-
reglan haldin of mikilli
refsigleði gagnvart bíla-
eigendum.
Nú á tímum hins mikla
hraða og áreitis, sérstak-
lega á ungt fólk, er það
mikil refsing að taka bíl-
inn af því fyrir kannski
smá yfirsjón eins og er
einstæð móðir þeytist á
síðustu stundu inn í búð
áður en hún sækir barnið
á leikskólann, leggur
bílnum öfugt og fær
mörg þúsund króna sekt
sem hún á ekki fyrir. Það
á ekki að vera tilgangur
lögreglunnar að gera
sem flesta að afbrota-
mönnum.
Það gera allir yfirsjón-
ir, það eigum við að
muna. Ég held að besta
ráðið væri hin gamal-
kunna gulrót. Gerir þú
ekkert af þér t.d. í þrjú
ár verða yfirsjónir þínar
strikaðar út. Prófum það
nú um tíma. Það voru
mjög merkileg tíðindi
sem fréttamenn mættu
taka til frekari umræðu
þegar Þórhildur Líndal
fræddi okkur um að það
kostaði jafnmikið að vera
1 ár í Harvard og eitt ár í
fangelsi. Það kostaði
þjóðfélagið jafn mikið.
Það er mjög áríðandi
að vinsamlegt andrúms-
loft sé milli lögreglu og
borgara og það er nú
mikill munur á eitur-
lyfjasölum, bama-
nauðgurum og þessu
venjulega fólki sem verð-
ur lítilsháttar á í mess-
unni í umferðinni.
Lögreglan á að muna
að við hrösum öll á lífs-
leiðinni.
Kona.
Veðsetning
veiðiheimilda!
NÚ ÞEGAR fyrirsjáan-
leg er sala á ríkislána-
stofnunum hlýtur að
vakna spurning um það
hvar útvegsmenn er
veiðiheimildir hafa
standa gagnvart þjóðar-
eigninni svokölluðu, ef
þeir hafa þurft að veð-
setja heimildirnar og
veðhafarnir eru þær
lánastofnanir er ríkis-
stjómin ætlar nú að
setja á markað og selja
bæði innlendum og er-
lendum peningamönn-
um, því enginn kaupir
lánastofnanir án þess að
hafa til þess fjárráð. Þó
má finna dæmi til þess
er SÍS ætlaði að kaupa
gjaldþrota banka og var
sjálft þá nánast þrotabú.
Nú þegar bankarnir
era orðnir eign hluthafa
og eftir aflatregðuár
gæti svo farið að þessir
bankar væru orðnir
einkaeigendur að öllum
fiskveiðiheimildum á Is-
landsmiðum, því þótt
sj ávarútvegsráðherr a
hafi þröngvað fáráðum
þingmönnum til að sam-
þykkja veðheimildirnar
á einhverjum forsend-
um, sem ekki eru kunn-
ar alþjóð, þá verður víst
aldrei komist hjá því að
hann, viljandi eða af
glópsku, hefur komið því
svo fyrir að hin margum-
talaða „þjóðareign"
verður komin í eigu
fárra peningafursta ef
aflabrestur verður og
bankarnir ganga að veð-
unum.
Oheillaspor var stigið
er framsal, sala og veð-
setning á aflaheimildum
var heimiluð af þingi. Þá
vegur það þungt á meta-
skálunum fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn í næstu
kosningum er kjósendur
hans átta sig á „kvóta-
glæpnum".
Jón Hannesson,
190921-3609.
Koma vel
fram
ÉG VIL koma þvi á
framfæri að mér finnst
þulir ríkissjónvarpsins
koma mjög vel fram.
Yfirburði hefur samt
Ragnheiður Elín
Clausen. Hún ber af þul-
um sjónvarpsins hvað
varðar framburð og
skýra rödd.
Tapað/fundið
Gleraugu týndust
GLERAUGU í svörtu
pallíettuhulstri týndust
miðvikudaginn 29. júlí
við Borgarholtsbraut eða
Snæland í Fossvogi.
Finnandi láti vita í síma
553 8377, fundarlaun.
Budda týndist
BUDDA, lítil og svört,
með tveimur kortum í,
týndist nálægt Sól og
sælu í Hafnarfirði. Skil-
vís finnandi hafi sam-
band í síma 565 5607.
Dýrahald
Köttur í óskilum
VIÐ Tryggingastofnun
Grettisgötumegin hefur
verið köttur á vappi í
nokkra daga, greinilega
týndur. Kisi er u.þ.b. 5-6
mánaða, ómerktur en
með rauða glitrandi ól.
Er grábrúnleitur með
gular slettur á enni og á
feldi, hvíta bringu og
hvítt framan á annarri
loppu. Mjög fríður og
gæfur. Föstudaginn 7.8.
var farið með köttinn
upp í Kattholt. Eigandi
vinsamlega vitji kattar-
ins þar.
Páfagaukur
í óskilum
PÁFAGAUKUR, gulur
með grænu, fannst við
Sundlaugavegi sl. sunnu-
dagkvöld. Upplýsingar í
síma 699 6911.
S.G.
Víkveiji skrifar...
SKAK
Antwerpon, 1—9. ágúst
„LOST BOYS“ SKÁKMÓTIÐ
Hannes Hlífar Stefánsson sigraði
á geysistcrku opnu skákmóti.
HANNES Hlífar Stefánsson, stór-
meistari, vann stórglæsilegan sigur á
„Lost Boys“ skákmótinu sem fram
fór í Antwerpen í Belg-
íu dagana 1.-9. ágúst.
Hannes hlaut 7Vá vinn-
ing í 9 umferðum og
varð einn í efsta sæti,
hálfum vinningi á und-
an helstu keppinautum
sínum. Helgi Olafsson,
stórmeistari, stóð sig
einnig mjög vel á mót-
inu, hlaut 614 vinning og
lenti í 5.-10. sæti.
Mótið var bæði sterkt
og fjölmennt. I A-riðli
vora keppendur 120.
Árangur Hannesar er
sérlega eftirtektarverð-
ur fyrir þá sök að 16
stórmeistarar kepptu á
mótinu, þar af sex með
meira en 2.600 skákstig. Auk þess
tefldi Hannes við alla helstu keppi-
nauta sína um efsta sætið. Andstæð-
ingar hans voru þessir:
1. Riehard Meulders 2.275 FM 1 v.
2. Kim Le Quang 2.345 FM 1 v.
3. Per Ove Egeli 2.3301 v.
4. Zurab Azmaiparashvili SM 2.655 0 v.
5. Marat Dzhumaev AM 2.435 1 v.
6. Erik van den Doel IM 2.480 1 v.
7. Boris Avrukh SM 2.565 1 v.
8. Jeroen Piket SM 2.605 1 v.
9. Rafael Leitao AM 255014 v.
Eins og sést á þessari upptalningu
tapaði Hannes einni skák, gegn
Azmaiparashvili, og gerði eitt jafn-
tefli í siðustu umferð, til að tryggja
sér efsta sætið. Einn athyglisverð-
asti sigur Hannesar var gegn hol-
lenska stórmeistaranum Jeroen Pi-
ket (2.605), en Hannes vann skákina
í einungis 18 leikjum:
Hvítt: Hannes Hlífar
Svart: Piket
Sikileyjarvörn
1. e4 - c5 2. Rf3 - Rc6 3. d4 - cxd4
4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - d6 6. Bg5 -
e6 7. Dd2 - a6 8. 0-0-0 - h6 9. Be3 -
Be7 10. f3 - Rxd4 11. Bxd4 - b5 12.
Kbl - Da5?!
Svarta drottningin er líklega betur
komin á c7, en þar er hún venjulega
staðsett í þessu afbrigði Sikileyjar-
varnar.
13. a3 - Hb8 14. f4! - b4
Gallinn við staðsetningu svörtu
drottningarinnar sést t.d. á því að
svartur getur nú ekki hrókað, 14. -
0-0 er svarað með 15. Rd5
15. Bxf6! - Bxf6?
Betra var 15. - gxf6, þótt hvítur
standi vel eftir 16. Ra2.
16. Dxd6 - Hb6 17. axb4 - Dxb4?
Piket hlýtur að hafa yfirsést næsti
leikur Hannesar, en svarta staðan
var töpuð. Eina leiðin til að fresta
uppgjöfinni var að fara út í endatafl
tveimur peðum undir: 17. - Hxd6 18.
bxa5 - Hxdl+ 19. Rxdl - g5 þótt út-
litið sé ekki glæsilegt.
18.Bb5+! og svartur gafst upp því
hann tapar miklu liði eða verður mát
eftir 18. - Hxb5 19. Dc6+ - Ke7 20.
Dc7+ - Bd7 21. Dxd7+ - Kf8 22.
Dc8+ - Ke7 23. Hd7 mát.
Það er sjaldgæft að stórmeistari
með yfir 2.600 stig sé svo grátt leik-
inn og með tapinu glataði Piket for-
ystunni á mótinu í hendur Hannesai-.
Frammistaða Hannesar í mótinu
svarar til 2.744 skákstiga og er þetta
líklega besti árangurinn á ferli hans.
Efstir á mótinu urðu:
1. Hannes H. Stefánsson 7V4 v.
2. Zurab Azmaiparashvili 7 v.
3. Rafael Leitao 7 v.
4. Jeroen Piket 7 v.
5. -10. Helgi Ólafsson 614 v.
Boris Avrukh 614 v.
Loek van Wely 614 v.
Raj Tischbierek 614 v.
Dimitri Reinderman 614 v.
Ivan Sokolov 614 v.
Dan Zoler 614 v.
Ýmsir heimsþekktir
stórmeistarar urðu að
sætta sig við færri vinn-
inga. Þannig fékk Mich-
ael Gurevieh (2.610) 6
vinninga og franski
stórmeistarinn Joel
Lautier (2.625) fékk 5‘Á
vinning. Helgi Ólafsson
tefldi við Lautier og
vakti skák þeirra mikla
athygli. Helgi fékk
mjög erfiða stöðu og
missti peð, en tókst að
tryggja sér jafntefli á
ævintýralegan hátt.
Þetta er annar sigur Hannesar á
skákmóti á stuttum tíma, en í síðasta
mánuði sigraði hann á opna Kaup-
mannahafnarmótinu. Með þeim sigri
tók hann jafnframt forystuna í nor-
rænu bikarkeppninni, sem VISA
stendur fyrir.
Fimm íslendingar
keppa á Spáni
Fimm íslenskir skákmenn taka nú
þátt í opnu skákmóti á Spáni. Mótið
fer fram í borginni Badalona,
skammt fyrir norðan Barcelona.
Þetta er í 24. skipti sem mótið er
haldið og era þátttakendur u.þ.b.
200.
Sjö umferðum er nú lokið á mót-
inu og að þeim loknum er vinninga-
fjöldi Islendinganna þessi:
Bragi Þorfinnsson 5'4 v.
Jón Viktor Gunnarsson 5 v.
Amar E. Gunnarsson 5 v.
Bergsteinn Einarsson 414 v.
Jóhann H. Ragnarsson 4 v.
Þrátt fyrir góðan árangur á Bragi
ekki möguleika á alþjóðlegum
áfanga, en hann hefur m.a. mætt
tveimur stigalausum andstæðingum.
Mótið er dýrmæt reynsla fyrir þessa
ungu skákmenn, sem fá að kynnast
því hvernig er að tefla á suðlægum
slóðum. Hitinn í Badalona fer yfir 30
gráður þessa dagana og getur gert
mönnum erfitt fyrir. Það er hins veg-
ar ekki ónýtt að hafa Jóhann H.
Ragnarsson með í hópnum, því hann
hann hefur teflt töluvert á Spáni og
er vel að sér í spænskunni.
Keppni taflfélaga
á SV-Iandi
Öfugt við það sem gerist annars
staðar í Evrópu má segja að skáklífið
leggist í dvala yfir sumarmánuðina
hér á landi. Nú styttist hins vegar í
að skákmótahald hefjist hér aftur af
fullum krafti. Fyrsta merkið um það
er hraðskákkeppni taflfélaga á Suð-
vesturlandi. Átta taflfélög taka þátt í
keppninni sem nú er haldin í fjórða
skipti. Það var Taflfélagið Hellir sem
átti frumkvæðið að þessari keppni.
Keppnin fer fram með útsláttar-
fyrirkomulagi og er þremur viður-
eignum af fjóram lokið í fyrstu um-
ferð keppninnar. Úrslitin urðu þessi:
Hellir - Skákfélag Hafnarfj. 4214-29'A
Tafif. Garðab. - Taflf. Akraness 3914-3214
Taflf. Reykjav. - Taflf. Kópav. 39'/2-32>/2
Viðureign Skákfélags Reykjanes-
bæjar og Skákfélags Selfoss og ná-
grennis er ólokið.
Einar Hjalti Jensson náði bestum
árangri í viðureign TR og TK, hlaut
10 vinninga af 12 mögulegum. I
viðureign Hellis og Skákfélags Hafn-
arfjarðar stóð Ingvar Ásmundsson
sig best, fékk 814 vinning af 12.
Margeir Pétursson
Daði Örn Jónsson
FYRR á þessu ári kom út í
Bandaríkjunum bók eftir Rich-
ard Holbrooke, aðalsamningamann
Bandaríkjastjómar í Bosníudeil-
unni, sem nú hefur verið tilnefndur
sendiherra Bandaríkjanna hjá Sa-
meinuðu þjóðunum. I bók þessari
lýsir Holbrooke aðdraganda
Dayton-samkomulagsins, sem
leiddi að lokum til friðar í Bosníu.
Síðustu kaflar bókarinnar fjalla um
þróun mála á fyrstu mánuðum
þessa árs.
í stuttu máli er langt síðan Vík-
verji hefur lesið jafn vel skrifaða
bók um samtímaatburði. Jafnframt
bregður Holbrooke upp mjög
skýrri mynd af stöðu mála á
Balkanskaga, svo að lesandi, sem
hefur fylgzt með þessum atburðum
úr fjarlægð, hefur í fyrsta sinn
möguleika á að a.m.k. byrja að
skilja hvað þama var um að vera.
Enginn vafi er á því, að Hol-
brooke og samstarfsmenn hans
hafa unnið mikið afrek með friðar-
samningunum, sem gerðir voru í
Bosníu. Þótt starfsvettvangur hans
hafi verið mun þrengri en Kissin-
gers á sínum tíma er tæpast hægt
að verjast þeirri hugsun, að þama
sé kominn fram á sjónarsviðið nýr
forystumaður í Bandaríkjunum á
sviði alþjóðamála, sem líklegt megi
telja að láti að sér kveða á næstu ár-
um. Verði Albert Gore, varaforseti
Bandaríkjanna, kjörinn forseti í
næstu forsetakosningum að rúmum
tveimur áram liðnum er ekki ólík-
legt, að frami Holbrookes eigi eftir
að verða mikill, en hann var í hópi
stuðningsmanna Gore, þegar hann
barðist fyrir útnefningu sem for-
setaefni demókrata á sínum tíma.
Þeim, sem á annað borð hafa
áhuga á að öðlast skilning á Bosn-
íudeilunni er eindregið ráðlagt að
lesa bók Richard Holbrooke, sem
nefnist „To End a War“ og er gefin
út af Random House, bókaforlag-
inu í New York.
xxx
VEGIR með varanlegu slitlagi,
og nú síðast Hvalfjarðargöng-
in, hafa breytt Islandi. Þetta er
nýtt land. Eitt af því, sem hefur
gerzt í kjölfar hinnar nýju vega-
gerðar, er að byggðir hafa færzt
saman. Það er nokkuð langt um lið-
ið frá því að höfuðborgarsvæðið og
byggðarlögin fyrir austan fjall
urðu svo nátengd, að það tekur
ekki lengri tíma að aka til Hvera-
gerðis en á milli sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu. Enda er um-
ferðin á þessu svæði mikil.
Þetta hefur svo aftur leitt til
þess, að á Suðurlandi hafa á undan-
förnum árum verið opnuð ný þjón-
ustufyrirtæki, sem vert er fyrir
höfuðborgarsvæðisbúa að gefa
gaum. Eitt slíkt er lítið veitingahús
á Stokkseyri, sem nefnist Við
fjöruborðið. Það stendur skammt
frá sjónum í gömlu húsi en þar er
óhætt að fullyrða að hægt er að fá
bezta og jafnframt ódýrasta hum-
ar, sem kostur er á, í veitingahúsi á
íslandi. Það er vel þess virði að
skreppa þangað austur eina kvöld-
stund og kynnast þessum
skemmtilega stað.
xxx
FYRIR skömmu varð hörmulegt
dauðaslys, þegar erlendir
ferðamenn reyndu að komast hjá
því að aka á kindur, sem skyndi-
lega stukku upp á veginn, þar sem
þeir vora á ferð. I framhaldi af
þeim sorglega atburði urðu nokkr-
ar umræður um lausagöngu sauð-
fjár og haft var á orði, að Islend-
ingar kynnu betur að varast þær
hættur en útlendingar. Þetta er
áreiðanlega ofmælt.
I fyrrakvöld var Víkverji að aka
niður af Hellisheiði og þar var eng-
ar kindur að sjá. Á sekúndubroti
skauzt kind fram fyrir bifreið Vík-
verja, sem var á innan við 90 km
hraða eins og lög leyfa á þeim slóð-
um. Kindin hafði bersýnilega
ásamt lambi verið í lægð við vegar-
brúnina og engin leið að veita
henni eftirtekt.
Það munaði hársbreidd að hún
yrði fyrir bílnum og hefði verið úti-
lokað að koma í veg fyrir það með
sérstökum aðgerðum af hálfu bíl-
stjóra, sem hemlaði að sjálfsögðu
skyndilega. Á eftir Víkveija var
löng röð bíla á svipuðum hraða.
Það var líka hundaheppni, að þeir
lentu ekki allir í einni árekstrarkös
og ómögulegt að vita hvaða slys
hefðu orðið á fólki, ef svo illa hefði
farið.
Þetta er gersamlega óviðunandi
ástand. Það er af og frá, að það sé
hægt að þola lausagöngu sauðfjár á
svæðum, þar sem svo mikil umferð
er eins og á þessum fjölfarna þjóð-
vegi. Lögreglan hefur náð góðum
árangri í að hægja á umferðinni.
Næsta aðgerð hennar hlýtur að
vera að sjá til þess, að fé verði
smalað saman á landsvæðum, þar
sem fjölfamir þjóðvegir liggja um
og það flutt annað.
Og svo eiga bfleigendur að borga
bændum skaðabætur!!
Hannes Hlífar
Stefánsson