Morgunblaðið - 11.08.1998, Síða 60

Morgunblaðið - 11.08.1998, Síða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ MIÐAVERÐ KR. 500 Á ALLAR MYNDIR~<L. 5 OG 7 OG KR 600 KL. 9 OG 11 j NIKOLAJ COSTER WAtDAL/ MADSMimLSEN PÁLlNAJÓNSDÚWR & Laurence LelksUórl: SIMON STAHO ASalframletBentlur PETER AALBÆK JENSEN og FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON Framleltiandl FlENRIK DANSTRUP Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. b. i. 12. ■ 1 FYRIR ■I 990 FUIJKTA ? FERDU í BÍÓ Alfabakka 8, simi 587 8900 og 587 8905 Hagatorgi, sími 552 2140 WILUS Einhser veit ol mikið Duimal sem enginn átti að geta leyst. Lögpegtumaður sem enginn getur stöðvað |DAN AYKROYD JOHN GOODMAN Tilboö 400 kr. Tilboð 400 kr. www.samfilm.is DUCHOVNY segir hann og Anderson eiga gott vinnusamband þar sem þau treysti hvort öðru full- komlega. Þau hittist hins vegar aldrei utan vinnunar. Duchovny tjáir sig um kvenréttindi NÝJA bíómyndin með skötuhjúun- um Scully og Mulder í sjónvarps- þáttaröðinni Ráðgátum heitir X-Fi- Ies: Fight the Future. Leikarinn David Duchovny fór í viðtal um myndina til The Guardian á dögun- um. Eftir að hafa rætt kvikmyndina fer blaðamaður að ýja að baráttu meðleikara hans Gillian Anderson til að fá jafnhátt kaup og hann. Þetta umræðuefni fer greinilega í taugarnar á Duchovny því hann lét eftirfarandi eftir sér hafa; „Sann- leikurinn er sá að í Hollywood vinnur maður sér inn eins mikla peninga og mögulegt er. Ef Gillian fær minna útborgað en ég, á hún að kenna umboðsmanninum sínum um það, lögfræðingnum eða sjálfri sér en ekki mér eða kynferði sínu. Demi Moore er betur launuð en ég, samt vinn ég jafnmikið og hún. Er það af því að hún er kona, af því að hún hefur brjóst? Mér finnst eins og Gillian sé að ýja að því að ég fái of mikið borgað, og það fínnst mér ósmekklegt af henni.“ Og eitthvað er hann pirraður út í konur gæskurinn; „Mér fínnst óþol- andi þegar konur vilja meira en jafnrétti sér til handa. Konur og menn eru mjög ólík. Samfélagið á að meðhöndla þau á sama hátt, þau eiga að fá sama kaup fyrir sömu vinnu og allt það. En að segja að við séum ekki ólík, það er hreint bull,“ sagði Duchovny í sama við- tali. Blaðamaður kemur að því að Mulder bjargi Scully oftar en öfugt í þáttunum. „Þetta er fáránlegt. Mulder hefur tapað öllum slagsmál- um sem hann hefur lent í í þáttun- um, en Scully unnið öll. Samt er hún mun minni en ég og ekki jafn- sterk og það ætti því að vera öfugt. En þar sem hún er kona er ekki hægt að láta hana tapa. Konur eru heilaþvegnar af því að konur verði að hafa sama rétt og karlar og líka af því að þeim geti ekki mistekist." Svo mörg voru þau orð. JONATHAN Dylan Thomas ætlar að einbeita sér að skól- anum í vetur. Thomas kveður Handlaginn heimilis- föður JONATHAN Taylor Thom- as, sem leikur son Tims Al- lens í Handlögnum heimilis- föður, hefur ákveðið að hætta í þáttunum eftir tvo fyrstu þættina í haust. Thomas segist vilja fá tíma til þess að undirbúa sig und- ir góðan háskóla. Eftir fyrstu tvo þættina mun Thomas yfírgefa heim- ilisfóðurinn handlagna og verður skýringin sú að hann ætli á starfsþjálíunarnám- skeið til þess að fá útrás fyr- ir áhuga sinn á umhverfis- málum.“ Thomas sagði í yfírlýs- ingu að hann væri „þakklát- ur“ yfírmönnum Disney fyr- ir að styðja þá ákvörðun „að einbeita mér betur að nám- inu“ og „ég á virkilega eftir að sjá eftir öllum hlátrun- um“. Áttunda tímabil Handlag- ins heimilisfóður hefst í vet- ur og er talið að þetta verði það síðasta. A sldðum Star Trek PARAMOUNT-kvikmynda- verið hefur greitt tæpa 9 milljarða fyrir heimildar- myndina „Trekkies“ sem fjallar um áhangendur fram- haldsþáttanna og kvikmynd- anna um Star Trek. Ekki hefur verið ákveðið hvenær myndin verður frumsýnd. Heimildarmyndin var tek- in upp á 12 mánaða tímabili frá 1996 til 1997 og er henni leikstýrt af Roger Nygard. Þar eru viðtöl við aðalleik- ara myndanna og þáttanna, meðal annars Leonard Nimoy, Brent Spiner og Ka- te Mulgrew. En það sem mesta athygli vekur er umfjöllun um áhan- gendurna, meðal annars mann sem tók upp nafnið James T. Kirk árið 1974, konu sem vakti athygli fjöl- miðla þegar hún mætti í St- ar Trek-búningi í kviðdóm, stofnanda tungumálaskóla í Minnesota þar sem fólk get- ur lært klingon og tann- læknastofu í Orlando þar sem allt starfsfólkið er í Star Trek-búningum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.