Morgunblaðið - 11.08.1998, Side 64
Atvinnutryggingar
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Þýskra feðga er saknað eftir að flugvél týndist nálægt Höfn í gær
Myrkur og1 erfíðar
aðstæður hömluðu leit
LEIT var hætt á miðnætti að flug-
vélinni sem týndist með þremur
mönnum norðaustur af Höfn í
Hornaflrði í gærdag. Von var á síð-
ustu leitarmönnum til byggða rétt
fyrir klukkan eitt. Ekki var viðlit að
leita lengur vegna myrkurs og erf-
_^.iðra leitarskilyrða. Vildu stjórnend-
ur leitarinnar ekki tefla öryggi
björgunarsveitarmanna í tvísýnu
því víða leyndust hættur í fjalllend-
inu, skriður og hættulegir klettar.
Þýskir feðgar voru um borð í vél-
inni, flugmaðurinn og tveir synir
hans. Flugmaðurinn er 46 ára gam-
all og synir hans eru 20 ára og 12
ára. Voru þeir að koma frá Reykja-
vík og ætluðu að lenda á Höfn til
þess að taka eldsneyti áður en þeir
héldu til Færeyja.
Tilkynnti að hann
væri í aðflugi að Höfn
Fiugmaðm- vélarinnar tilkynnti
um kiukkan 12.45 að hann væri í að-
flugslínu við flugvöllinn á Höfn.
Klukkan 13 nam radarinn á Stokks-
nesi neyðarkall flugvélarinnar en
leit björgunarsveita hófst klukkan
14. Að sögn Arna Birgissonar hjá
stjómstöð leitarinnar á Höfn voru
leitarskilyrði mjög erfið í gær,
þungskýjað, þoka og rigning auk
þess sem leitarsvæðið er illt yfir-
ferðar. Um 150 björgunarsveitar-
menn leituðu í gær.
Undir kvöld bættist við 220
manna liðsstyrkur björgunarsveit-
armanna allt frá Egilsstöðum suður
'*■' ’til Reykjavíkur. Sá mannskapur var
settur í hvfld við komuna til Hafnar
og átti að ræsa hann til leitar við
birtingu í morgun. Um 400 manns
munu því leita flugvélarinnar í dag
og verður leitarsvæði stækkað.
Vonast er til að þyrla Landhelgis-
gæslunnar geti tekið þátt í leitinni
en hún varð frá að hverfa vegna lé-
legs skyggnis í gær.
Leit var skipulögð á 50 ferkfló-
metra svæði í gær. Aðalleitin var í
kringum svonefndan Náttmálstind
á um 13 ferkflómetra svæði. Þar var
Morgunblaðið/Garðar Sigurvaldason
FEÐGARNIR sem saknað er lentu í óhappi við Mývatn í síðustu viku. Var
myndin þá tekin af flugmanninum og sonum hans tveimur við vélina.
síðast vitað um ferðir flugvélarinn-
ar, að sögn leitarstjórnar. Einn leit-
armanna, sem Morgunblaðið ræddi
við í gær, sagði að þétt þoka hafí
verið niður í miðjar hlíðar og
skyggni slæmt og efst á tindum hafí
skyggni ekkert verið.
Voru í sumarleyfí hér
og ætluðu að æfa flug
Faðirinn og eldri sonur hans eru
báðir með flugréttindi. Þeir hafa
báðir flogið um það bil 700 flugtíma.
Voru þeir hér í sumarleyfi sínu að
æfa flug. Þeir komu hingað til lands
í síðustu viku frá Færeyjum og
lentu fyrst á Höfn þar sem þeir
voru tollafgreiddir. Flugu þeir til
fleiri staða, svo sem til Akureyrar
og Reykjavíkur.
Til Mývatns komu þeir miðviku-
daginn 5. ágúst sl. Þegar þeir lentu
á flugvellinum við Mývatn varð það
óhapp að hjólbarði sprakk við lend-
ingu. Rann vélin þversum á flug-
brautinni. Vélin skemmdist ekki að
öðru leyti og engin meiðsli urðu.
Flugvél Þjóðverjanna er eins-
hreyfils af gerðinni Piper Saratoga
og er hún skrásett í Bandaríkjunum.
■ Leitarsvæðið erfitt/4
Morgunblaðið/Þorkell
LEITIN skipulögð í stjórnstöðinni á Höfn í gærkvöldi.
Afkastageta álvers Norðuráls eykst dag frá degi
60 ker í notkun í
lok þessa mánaðar
Komutími
Keikos
staðfestur
KEIKO-stofnunin í Banda-
ríkjunum sendi frá sér frétta-
tilkynningu í gærkvöldi þar
sem staðfest er að háhyrning-
urinn mun koma til Vest-
mannaeyja að morgni
fimmtudagsins 10. september
nk.
Daginn áður verður Keiko
settur um borð í C-17-flutn-
ingaflugvél bandaríska hers-
ins. A leiðinni til Islands mun
hún taka eldsneyti úr sér-
stakri eldsneytisvél sem fylg-
ir henni. Áætluð lending er
klukkan 9 að morgni í Vest-
mannaeyjum.
FRAMLEIÐSLA gengur nokkurn
veginn samkvæmt áætlun í álveri
Norðuráls á Grundartanga. Fram-
leiðslugetan eykst jafnt og þétt og
hafa nú verið tekin í notkun 30 ker
af alls 60 í fyrri áfanga%
Að sögn Þórðar S. Óskarssonar,
framkvæmdastjóra starfsmanna-
og stjórnunarsviðs Norðuráls, er
gert ráð fyrir að önnur 30 ker verði
komin í gang í lok þessa mánaðar
og þar með verði helmingur verk-
smiðjunnar kominn í rekstur.
Ekki verður byrjað að gangsetja
hin 60 kerin í síðari hluta áfangans
fyrr en í nóvember eða á þeim tíma
sem Landsvirkjun er reiðubúin að
útvega orku, að sögn Þórðar. Þá má
gera ráð fýrir ef allt gengur að ósk-
um að verksmiðjan verði komin í
fullan rekstur í lok ársins, að hans
sögn.
18.000 tonna súrálsfarmur
losaður með nýjum búnaði
Vandamál komu upp í júní við
losun súráls úr skipinu MS-Stril-
berg yfír í súrálsgeyma Norðuráls
vegna bilunar í tækjabúnaði skips-
ins. Þessi vandamál eru nú að baki
þar sem Norðurál hefur tekið í
notkun nýjan og fullkominn losun-
arbúnað.
Var 18.000 tonna farmi dælt með
hinum nýja búnaði úr súrálsskipi
sem kom 4. ágúst með hráefni frá
Surinam. Var losun lokið síðdegis 7.
ágúst. „Þetta er alveg nýr losunar-
búnaður, sem virkaði mjög vel,“
sagði Þórður. Nú starfa um 115
starfsmenn í álveri Norðuráls á
Grundartanga.
Hannes
Hlífar vann
sterkt mót
HANNES Hlífar Stefánsson
stórmeistari vann sigur á
skákmóti sem fram fór í
Antwerpen í Belgíu og lauk
síðastliðinn sunnudag.
Hlaut hann 7‘A vinning af 9
mögulegum og varð einn I
efsta sæti, hálfum vinningi yfir
helstu keppinautum sínum.
Mótið var bæði sterkt og fjöl-
mennt en frammistaða hans á
mótinu svarar til 2.744 skák-
stiga sem er með því hæsta
sem íslenskur skákmaður hef-
ur náð.
Þetta er annar sigur Hannes-
ar á skákmóti á stuttum tíma.
■ Stórglæsilegur sigur/52