Morgunblaðið - 14.08.1998, Side 37

Morgunblaðið - 14.08.1998, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 37 I I ! 1 1 S 4 5 4 4 I 4 5 4 4 + Sumarrós var fædd 3. jtílí 1908 á Ytrahóli, Glæsi- bæjarhreppi, Eyja- firði. Foreldrar hennar voru hjónin Rósa Kristjánsdótt- ir, fædd á Hamri í Þelamörk 28. jantí- ar 1865, d. 15. mars 1955 í Reykjavík, og Guðjón Einar Mana- sesson bóndi, fædd- ur að Steðja, Þela- mörk, 3. október 1864, d. 12. septem- ber 1941 á Akur- eyri. Þau fluttu að Ytri-Reistará í Möðruvallasókn, hættu þar bú- skap 1913 og skildu. Þá var Sumarrós 5 ára. Eftir það ólst htín upp hjá móður sinni, er fór að Lönguhlíð í Hörgárdal og var einnig í Oxnadal. Sumarrós átti ellefu alsystk- ini og einn hálfbróður og eru þau öll Iátin. Sumarrós flutti til Akureyrar 14 ára og vann þar í Gefjun og var í vist. 19 ára göm- ul flytur htín til Reykjavíkur, fer þar í vist og vinnur sfðan á Farsótt og á Vífilsstöðum. Gift- ist 10. okt. 1934 Guðmundi Jtíl- Elsku amma, nú ert þú fallin frá eftir margra ára veikindi. í sorg okkar rifjast upp þær samveru- stundir sem við áttum. Rósa systir kynntist þér fyrst og varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera skírð í höfuðið á þér. Húsið á Framnesveginum verður ávallt sá staður sem við systkinin munum minnast sem heimilis þíns, þó svo að við höfum mest verið hjá ykkur afa úti á Lynghaga. Snemma fluttumst við til útlanda og voru því sumar- og jólafrí eini tíminn sem okkur gafst til að heimsækja ykkur. En því mið- ur voru þessar heimsóknir alltof fá- ar. Ávallt tókst þú hlýlega á móti okkur og var slegið upp veislu í hvert sinn sem við komum. Matur- inn, gosið, sælgætið, það var eins og þú værir að taka á móti aðalsfólki þegar við systkinin birtumst. Þú veiktist fljótlega eftir að við fórum að vera meira hér á landi. Engu að síður tókstu ávallt eins á móti okk- ur, brosandi, hlýleg og ástrík. Allt vildirðu fyrir okkur gera. Meira að segja í þínum hörðustu tímum nú síðustu ár varstu ávallt svo brosmild og gefandi. Við munum aldrei gleyma því hlýlega andrúms- lofti sem fylgdi þér, elsku amma. Þú áttir einstaklega auðvelt með að lýsa upp herbergið með brosi þínu. Núna munu englanir njóta samveru þinnar. Við vitum að þér líður vel núna. Nú þarftu ekki lengur að berjast við þessi erfiðu veikindi. Baráttunni er lokið. Nú tekur betri tími við hjá þér og er himnaríki ein- um engli ríkara. Elsku amma, við viljum um leið og við kveðjum þig í hinsta sinn þakka þér fyrir samveruna hér á jörðu. Við biðjum góðan guð að veita afa, Lillu, Nonna og pabba styrk á þessari erfiðu stundu. Þín barnabörn Rósa og Óskar. Elsku Rósa amma mín hefur nú kvatt þennan heim og lagt upp í sína hinstu för. Ekld efast ég um að ljós Guðs muni skína bjart og taka vel á móti henni. Amma bjó yfir miklum styrk, hún var mjög trúuð og guðrækin kona og fékk oft leið- sögn gegnum drauma sína sem kom fjölskyldu hennar vel. Hún var mjög prúð og settleg en jafnframt mjög kærleiksrík við alla. Þó að skólaganga ömmu hafi ekki verið löng var hún mjög víðlesin og fróð- leiksfús og hafði hún sérstaka unun af ljóðum. Ung að árum lærði amma á orgel og náði hún langt á þeirri braut hvað hæfni varðaði og hafði hún yndi af. Tók hún sig oft til þegar íusi Jónssyni, f. 12. jtílí 1908 í Reykja- vík. Foreldrar hans voru hjónin Guðrtín Guðmundsdóttir fædd að Götu í Hrunamanna- hreppi, 20. ágúst 1872, d. 16. júlí 1966 í Reykjavík, og Jón Jóhannsson fæddur í Reykjavík 6. okt. 1875, d. 31. okt 1955 í Reykja- vík. Börn Sumar- rósar og Guðmund- ar eru Jón Haf- steinn, f. 19.1. 1937, maki Hrafnhildur Matthíasdóttir. Svanhildur, f. 12.4. 1943, maki Pálmi Stefánsson. Karl Krist- ján, f. 29.8. 1946, maki Ólöf Alla Óskarsdóttir. Barnabörn eru ellefu og barnabarnaböm em ljórtán. Sumarrós og Guðmundur bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík. Fyrst á Framnesvegi 8 í 44 ár, Lynghaga 24 í 10 ár, og á Hrafnistu í 10 ár. Útför Sumarrósar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. tími gafst og spilaði þá hin ýmsu stóru klassísku verk sem hljómuðu fagurlega um allt húsið öllu heimil- isfólki til mikillar ánægju. Eg ólst upp í húsinu hennar fyrstu sex árin. Þetta var sannköll- uð stórfjölskylda því að fjölskyldu- tengslin voru mikil þar sem börn og barnaböm byrjuðu flest sinn bú- skap á Framnesveginum. Þar var ávallt mikill gestagangur og var alltaf eins og húsmóðirin ætti von á öllum þessum gestum því svo mynd- arlega var tekið á móti fólki og alltaf dekkaði amma borðið inni í stofu. Heimilið ykkar afa var mjög fal- legt og bar af öðrum heimilum hvað glæsileika og snyrtimennsku varð- aði. í húsinu ykkar ríkti góður andi og þar var mikið hlegið og spjallað saman. Elsku amma hafðu þökk fyrir allt. Guð blessi þig. Elsku afi megi þú njóta blessunar Guðs. Steinunn B. Jónsdóttir. Látin er í hárri elli elskuleg tengdamóðir mín Rósa Guðjóns- dóttir. Hugurinn leitar 45 ár aftur í tímann þegar ég ung stúlka kem í fyrsta sinn inn á hennar fallega heimili með syni hennar. Við vorum að byrja að draga okkur saman. Eg man að ég kveið mikið fyrir að koma í fyrsta sinn í heimsókn, en það var alger óþarfi, hún var ekkert nema elskulegheitin við mig og þá ekki síður tengdapabbi hann Guð- mundur. Hafa þau alla tíð reynst mér vel og haldið upp á mig. Það kom oft fyrir þegar við sátum tvær saman og vorum að spjalla að hún sagði mikið vildi ég óska þess að ég ætti þig elskan mín. Þá svaraði ég að hún ætti nú dálítið í mér því ég væri nú tengdadóttir hennar, þá brosti hún og sagði já það er alveg rétt hjá þér. Á Framnesvegi 8 ríkti oft mikil glaðværð sem er í minnum höfð. Þar var mikil gestrisni og oft margt um manninn. Það reyndi mikið á sjómannskonur í þá daga að sjá um allt og skipuleggja, tengdamóðir mín hafði þá hæfileika ómælda. Húsbóndinn var mikið á sjónum. Sonur hennar hefur sagt mér að oft hafi hún átt langar andvökunætur í vondum veðrum og í stríðinu þegar hættur voru miklar í siglingum. Ailt fór þetta vel hjá tengdapabba sem stundaði sjó í tæp 40 ár og var hann afar farsæll. Þau byrjuðu að búa 26 ára. Keyptu sér þá strax húsið við Framnesveg 8 í Reykjavík þar sem þau bjuggu í í rúma fjóra áratugi. Þegar aldurinn færðist yfir, fannst þeim tímabært að flytjast að Hrafn- istu í Reykjavík þar sem Rósa lést, en Guðmundur dvelur þar enn og bið ég guð að varðveita hann og styrkja í sorg sinni. Að leiðarlokum vil ég þakka þau góðu kynni og hlý- hug er ég ávallt mætti hjá Rósu. Blessuð sé minning hennar. Hrafnhildur Matthíasdóttir. Elsku Rósa amma mín er látin. Upp í hugann koma góðar minning- ar um yndislega konu. Fyrstu minn- ingar mínar um Rósu ömmu eru þegar ég fjögurra ára hnáta úr Kópavogi kom í heimsókn á Fram- nesveg 8. Amma mín útbjó nesti og við fórum gangandi út í Orfirisey á góðum vordegi. Hálfu ári seinna flutti ég á Fram- nesveg 8 og bjó þar næstu 10 árin. Heimili afa og ömmu var mjög myndarlegt. Garðurinn fyrir fram- an húsið var lítill en hann vakti at- hygli fyrir falleg blóm og góða um- hirðu. Amma og afi áttu sumarbústað skammt frá Lögbergi þar sem þau dvöldu mikið á sumrin og eru mér minnisstæðar strætóferðir með þeim upp í bústað. Þegar við amma gengum um hraunið við sumarbú- staðinn sagði hún mér margar sög- ur um álfa og huldufólk. Á kvöldin var setið og spilað við lýsingu frá olíulukt. Þegar ég byrjaði minn bú- skap þótti sjálfsagt að ég flytti aft- ur í fjölskylduhúsið við Framnes- veg. Þá var það amma mín sem kom stundum með mér í stuttar ökuferðir og hafði hún mjög gaman af því. Amma tók alltaf vel og fagnandi á móti mér þegar ég kom í heimsókn og alltaf þakkaði hún mér innilega fyrir að hafa komið. Oft minntist amma á það hvað hún átti góða móður og veit ég að hún tekur vel á móti yngsta baminu sínu. Elsku amma, ég og fjölskylda mín þökkum þér fyrir allar sam- verustundirnar og biðjum algóðan guð að styrkja afa minn. Elsku amma njóttu eilíflega guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá, Þú varst okkar ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartkær amma, far í friði, fóðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver, inn á landið unaðsbjarta, englar drottins fylgi þér. (Höf. ókunnur.) Matthildur Jónsdóttir. Elskuleg móðir mín og besta vin- kona er látin. Hún varð 90 ára. Hugurinn reikar til æskunnar þeg- ar hún var ein með okkur systkinin, en faðir okkar var sjómaður og því mikið að heiman. Hún hafði mikið yndi af ferðalögum, tónlist, góðum bókum og las mikið. Þegar við tvö yngri systkinin vorum háttuð á kvöldin var Ijósið slökkt og mamma settist við harmonium orgelið sitt og spilaði klassíska tónlist sem við sofnuðum út frá. Hún hafði lært í tvo vetur þegar hún var ung og gat spilað næstum hvað sem var. Ég var ekki gömul þegar hún fór með mig í leikhús og á tónleika. Á jóladag safnaðist ættin saman heima hjá okkur og mamma spilaði á orgelið og allir sungu og gengu kringum jólatréð. Meðan barnatím- inn var í útvarpinu bar hún matinn fram og þetta var ekkert mál. Sama hve margir voru mættir. Alltaf var mikil hátíð þegar pabbi kom af sjónum, en hann var á tog- urum og oft í siglingum. Stundum var siglt tvisvar með aflann og síð- ann komið heim. Var sama á hvaða tíma sólarhrings hann kom, við krakkarnir drifum okkur á fætur. Oft voru gestir hjá okkur að norð- an. Sumir gistu en aðrir komu bara í heimsókn. Mamma var yngst af 12 SUMARRÓS GUÐJÓNSDÓTTIR systkinum og hafði gott samband við ættingja sína alla tíð. Húsið á Framnesvegi 8 var eigin- lega alltaf fjölskylduhús. Allir sem leigðu hjá mömmu og pabba urðu vinir þeirra ævilangt. Lengi bjuggu hjónin Þórunn og Þorgeir í kjallar- anum með börnin sín tvö og mæðg- unar Sigríður, María og Ingibjörg á loftinu, seinna bættist Birgir sonur Maríu í hópinn. Loftið var leigt fyrir heimilisaðstoð en mamma var veik- byggð. Tvisvar sinnum þurfti hún að leysa upp heimilið sökum veik- inda og senda okkur hvert í sína átt- ina. Tók það mikið á hana. Ég var svo heppin að fara á gott heimili Jó- hanns frænda og Rristrúnar konu hans í Auðarstræti 17. Samt sem áður man ég enn eftir þessari sterku þrá að sameinast fjölskyld- unni. Gleðin var því mikil þegar við sameinuðumst aftur. Ljósið í stofuglugganum á Framnó sást vel niður Ránargötu. Ég man hve mér hlýnaði ávallt um hjartaræturnar, er ég kom gang- andi heim er dimmt var orðið. Þetta ljós var táknrænt fyrir mömmu. Seinna áttum við systkinin eftir að byrja búskap á loftinu og í kjall- aranum og síðar barnabörnin. Allt fór þetta framm í vináttu og róleg- heitum. Aldrei nein leiðindi. Hún mamma naut þess að hafa hópinn sinn í kringum sig. Á efri árum fór hún í heimsóknir til Kristjáns sonar síns og Öllu konu hans. Bæði til New York og Lúxem- borg. Þau ferðuðust víða með hana og oft minntist hún þessara ferða. Elsku mamma mín, hvað það var gott að leita til þín á því tímabili sem ég sjálf átti við veikindi að stríða. Þú sldldir mig alltaf svo vel. Þið Pálmi maðurinn minn, urðuð strax góðir vinir. Pálmi og börnin mín Jóhann Þröstur og Svanhildur Rósa senda þér kveðjur og þakkir fyrir ljúfa samveru. Að lokum vil ég þakka Hrafnhildi mákonu minni fyrir alla umhyggju sem hún sýndi þér. Ég vil líka' þakka starfsfólkinu á Hrafnistu í Reykjavík fyrir árin sem þú varst þar. Ég var erlendis 4 seinustu árin þín og kom bara í fríum heim. Krist- ján bróðir og fjölskylda, voru líka mikið erlendis og var því gott að vita af þér í góðum höndum. Elsku pabbi minn, þið mamma hafið átt saman 72 ár. Guð gefi þér styrk í sorginni. Því aðeins færð þú heiðrað og metið þína móður, að minning hennar verði þér alltaf hrein og skír, og veki hjá þér löngun til að vera öðrum góður og vaxa inn í himin - þar sem kærleikur býr. (Davíð Stefánsson.) Hvíl í friði. Svanhildur. Ung húsmóðir, sjómannskona, með góðvild í augum og fasi. Gott hjartalag og hlýja í samskiptum við aðra skildu eftir sig stór gæfuspor á vegferð þeirra er ungir að árum nutu hjálpsemi og örlætis á heimili hjónanna, hvort heldur það voru námsmenn eða þeir sem ekki áttu athvarf við komu sína til Reykjavík- ur fyrst í stað. Ljóðelsk og tónelsk setti hún það svipmót á heimilið. Hún vann jafnan viturlega úr sorg og mótlæti. Ekki síst er hún þurfti að fara frá þrem ungum bömum til sjúkradvalar á Vífilsstaði. Þannig gat hún af yfir- vegaðri rósemi komið því svo fyrir að fjölskyldan sameinaðist á ný. Ef til vill hafa þá sprottið þær rætur samheldni og ástríkis sem foreldramir, ungir þá og börn þeirra þrjú og makar hafa hlúð að af aðdáunarverðri alúð alla mörgu áratugina, allt til þessa dags. Víst er að níræð kona verður ekki kvödd með tregatárum er hún lýkur jarðlífi, heldur gleði sem hún hefur sjálf búið samferðafólki alla sína ævi og varpar nú birtu á liðna tíð í hinstu návist. Hér verður drúpt höfði í ómældu þakklæti fyrir handleiðslu og sanna vináttu, allt frá því bróðursonur hennar, Hreiðar, aðeins tíu ámm yngri, kom á heimili þeima hjóna, fyrir meira en fimmtíu ámm, þá námsmaður. Samhentur eiginmaður bíður nú síns tíma. Honum, börnum þeirra og fjölskyldum em sendar vinar- kveðjur, einnig frá sonum Hreiðars og fjölskyldum þeirra. Minning sjómannskonunnar á eftir að varða veg kærleika, þeirra er til hennar hugsa. Jenna Jensdóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT LEÓSDÓTTIR, lést á Sjúkrahúsi ísafjarðar þriðjudaginn 11. ágúst siðastliðinn. Jóhann Júlíusson, Kristján Jóhannsson, Inga Ólafsdóttir, Leó Jóhannsson, Erika Jóhannsson, Jónfna Högnadóttir, Birgir Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, LAUFEY HELGADÓTTIR, Sólvallagötu 39, lést á Landspítalanum laugardaginn 8. ágúst síðstliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Matthías Sverrisson, Þráinn Sverrisson. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall okkar ástkæru, ÁGÚSTU KRISTÓFERSDÓTTUR, Staðarhóli við Dyngjuveg, Reykjavík. Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir ástvinir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.