Morgunblaðið - 14.08.1998, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 39
sama frá öðrum. Oft var erfitt að
standa undir „nafni“ ömmunnar, og
má kannski segja að þar hafi á köfl-
um skrattinn hitt fyrir ömmu sína
(eða öfugt). Því miður vorum við
ekki alltaf sáttar hvor við aðra, en
væntumþykja beggja til hvor annar-
arr var óumdeilanleg.
Elsku amma mín, ég veit þér þóttu
„hálf hallærislegar" minningargrein-
ar dagblaðanna, ritaðar í bréfsformi
til hinna látnu. Ég ætla nú samt að
taka „sénsinn“ á að þú getir gluggað
í Moggann í hinu framandi landi sól-
arinnar. Takk fyrh- allt sem við bröll-
uðum saman í gegnum tíðina, þær
stundir munu seint gleymast.
Lífið eins og Ijóð eða saga,
ljóð um nætur og daga,
allt sem kemur og fer,
liðinn tími og minningar sem
sækja á mig,
sérhver mynd sem fylgir mér.
Allar hugans uppsprettuhndir
okkar fortíðarmyndir
birtasthéreðaþar,
æsku draumar og augnablik
sem enginn fær breytt,
allt það líf sem áður var.
Ævin styttist okkur finnst
semárinlíðihraðar.
í eldi tímans mun allt það brenna
sem áður var til staðar.
Nóttin full af stjömum sem stara
stund sem verður að fara
eins og draumfagurt lag.
Tíminn líður og nóttin verður
minningin ein,
sóhn vekur nýjan dag.
Ljúfar stundir, hðin tíð
og líf sem allir sakna.
Við pjótum lífsins þegar nætur hða
ognýirdagarvakna.
(Pýð. Kristján Hreinsson.)
Marta Jörgensen.
Elsku amma mín, það er sárt til
þess að hugsa að þú sért búin að
kveðja þetta líf. Við vorum alltaf
miklar vinkonur og komst þú heim á
Bakkafjörð á hverju ári meðan þú
hafðir heilsu til. Spilastokkurinn
heillaði okkur mjög og eyddum við
Ávallt var mjög ánægjulegt að
koma í Gnoðarvoginn og heimsækja
Geira og Pöllu. Heimili þeirra var
smekklegt og gestrisnin eins og best
verður á kosið. Á stórafmælum kom
sér vel að íbúðin er stór. Þá var
venslafólki og vinum boðið til mikill-
ar veislu. Eins og gefur að skilja
mæddi undirbúningurinn mest á
húsmóðurinni og sameiginlega
kunnu hjónin að taka á móti gestum.
Síðasta stórafmæli húsmóðurinnar
féll í skugga þungbærra veikinda.
Oddgeir var leigubílstjóri og vann
oft langan vinnudag. Það kom því
mest í hlut Pálínu að annast dagleg
umsvif, koma börnum í skólann, gera
innkaup, annast matreiðslu, þvotta,
hreinlæti og margt fleira sem of
langt yrði upp að telja.
Húsmóðirin var dugleg og ósér-
hlífin og öll þessi störf leysti hún af
hendi með mikilli prýði.
Þá vil ég ekki láta hjá líða að geta
þess að Pálína var mikil blómarækt-
unarkona. Hún átti dálítið gróðurhús
í garðinum á bak við íbúðarhúsið.
Þar undi hún löngum stundum, hlúði
að og annaðist blómin sín af mikilli
kostgæfni. Það var gaman að koma
og skoða þessa undurfógru blóma-
paradís. Stundum gaf blómadrottn-
ingin gestum sínum að skilnaði
rauða rós eða annað skrautblóm.
Pálína var mjög félagslynd og átti
gott með að umgangast fólk. Um
árabil var hún í stjóm Kvenfélags
bifreiðastjórafélagsins Hreyfils.
Konurnar í stjórninni og fleiri unnu
mikil sjálfboðaliðastörf, undirbjuggu
og héldu m.a. basara og skemmtanir
í fjáröflunarskyni fyrir góðgerðar-
starfsemi.
Hjónin voru samhent í hvívetna.
Þeim þótti gaman að fara út öðru
hvoru og skemmta sér. Þau höfðu
bæði farið á dansskóla og þótti sér-
staklega gaman að dansa. Ferðalög
voru líka þeirra yndi. Á yngri árum
fórum við hjónin og Geiri og Palla
stundum saman í veiðiferðir. Þá
slógum við niður tjöldum við eitt-
hvert fjallavatn og veiddum grimmt
urriða og bleikju. Þetta voru dýr-
heilu dögunum í að spila og kenndir
þú mér mörg spil og sagðir mér sög-
ur frá því þegar þú varst ung í
Garðakoti. Við gátum gert margt
skemmtilegt þegar ég var í 10. bekk
í Reykjavík, því að þá var svo stutt á
milli okkar og fórum við oft um alla
borgina til að spila félagsvist og
munaði þig ekkert um þetta ferðalag
okkar, því þú varst svo dugleg.
Við skrifuðumst alltaf á, þú varst í
Reykjavík og ég á Bakkafirði og var
alltaf eins og þessi litlu bréf mín
gleddu hjarta þitt meira en allt ann-
að. Vel orðuð bréf sendir þú mér tíl
baka og þegar þú fórst úr landi fékk
ég falleg póstkort frá þér, en þú hafð-
ir yndi af því að vera á ferðalögum og
vera í útlöndum og njóta sólarinnar.
Heilagi faðir
lýs þú mér.
Svo ljós þitt
megi lýsa mér.
Um myrkvaða dali
ogþröngavegi.
Trú mín á þér
hún bresti eigi.
Umjarðarvegu
myrkrið er.
Enhjartamitt
éggeymiíþér.
Rata ég svo
með Ijós þitt hér
og bið þig Guð faðir
að hjálpa mér.
Heimili þitt var stórglæsilegt og
ekki vantaði dugnaðinn hjá þér,
handavinnan þín var falleg og allt
svo nákvæmlega unnið, eins og Ála-
fosspeysurnar sem þú prjónaðir í
mörg ár.
Þú varst hrein og bein í tali og
mjög tilfinningarík. Þú baðst mig að
koma til þín þegar ég talaði við þig í
síma, nokkrum dögum áður en þú yf-
irgafst þetta líf, það var eins og þú
vissir að þinn tími væri kominn.
Ég kveð þig amma mín, megi Guð
og englarnir vera með þér í sælu-
reitnum þínum.
Elsku amma Steina og fjölskylda,
Guð veiti ykkur styrk.
Sólveig Helga Ákadóttir.
legar ferðir sem ekki gleymast.
Hjónin ferðuðust einnig talsvert
erlendis. Sólarlandaferðir fóru þau
margar. Skemmtilegt ævintýri að
bregða sér á nýjar slóðir og njóta
skemmtana á suðrænum sólar-
ströndum.
Nú hefur Pálína lagt upp í hinstu
ferðina til ókunna landsins handan
móðunnar miklu. Ný fegurð birtist
og henni mun vissulega verða fagnað
og tekið opnum örmum.
Að leiðarlokum er margs að minn-
ast og margt að þakka. Við Heiða
sendum Oddgeiri, Sigurði, Valdísi,
Einari, Rúnari og fjölskyldum þeirra
hugheilar samúðarkveðjur. Megi al-
góður guð styðja ykkur og styrkja.
Minningin lifir um góða og ástríka
eiginkonu, móður og ömmu. Guð
blessi ykkur öU.
Ármann Kr. Einarsson.
Elsku amma. í fáeinum orðum
langar okkur systkinin til að minnast
þín. Margar góðar minningar rifjast
upp í huga okkar og geymum við
þær í hjörtum okkar. Hugrekki og
bjartsýni í langvarandi veikindum
þínum var þinn helsti styrkur.
Pú komst í hlaðið á hvítum hesti.
Pú komst með vor í augum þér.
Eg söng og fagnaói góðum gesti
og gaf þér hjartað í bijósti mér.
Þó h'ði dagar og líði nætur,
má lengi rekja gömul spor.
Pó kuldinn næði um daladætur,
þá dreymir allar um sól og vor.
(DavíðStef.)
Amma, við biðjum Guð að blessa
þig-
Þín bamabörn
Guðrún Pálína, Ása
Sigurbjörg,
Kristjana Dröfn og
Steinar Hreinn.
• Fleiri minningargreinar um
Pálinu Sigurðardóttur bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
+ Ásgrímur Pét-
ursson Lúðvíks-
son húsgagnabólstr-
ari fæddist í
Reykjavík 2. nóv-
ember 1916. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 6.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Lúðvík Hjálm-
ar Ásgrímsson,
pípulagningameist-
ari, járnsmiður og
vélstjóri, f. 29.1.
1893, d. 20.6. 1970,
og Guðrún Eiríks-
dóttir, f. 20.9. 1885, d. 9.8. 1960.
Ásgrímur átti tvær alsystur,
Guðrúnu, f. 9.12. 1918, d. 7.4.
1933, og Ragnheiði, f. 9.4. 1923,
d. 16.11. 1927. Hálfsystkini Ás-
gríms sammæðra voru Sveinn
Sveinsson, f. 13.6. 1907, d.
17.12. 1942, og Margrét G.
Sveinsdóttir, f. 23.1. 1912, d.
5.7. 1994. Hálfbróðir Ásgríms
samfeðra er Lúðvík Lúðvíksson,
f. 29.9.1938.
Hinn 25. maí 1940 kvæntist
Ásgrímur eftirlifandi eigin-
konu sinni, Þórunni Egilsdótt-
ur, f. 12.8. 1912. Foreldrar
hennar voru Egill Þórðarson,
skipstjóri frá Ráðagerði, f.
Mig langar til þess að minnast
Ásgríms Lúðvíkssonar, vinar míns
og samstarfsmanns til margra ára.
Leiðir okkar lágu saman í starfs-
greinum okkar. Hann var mikill og
góður fagmaður og áttum við góð
viðskipti hér áður fyrr. Traustur
var hann á því sviði og aldrei voru
gerðir neinir skriflegir samningar í
þeim efnum. Þess þurfti ekki með,
því orð stóðu. Við vorum samstarfs-
menn hjá Landssambandi iðnaðar-
manna. Hvor fyrir sína iðngrein.
Hann var ákveðinn í skoðunum
og hikaði ekki við að setja þær fram
þótt hann vissi að þær væru ekki
allra. Einnig var hann fús til þess að
virða skoðanir manna og taka tillit
til þeirra. Ásgrímur tók gjaman
málstað fámennari iðngreina og
vildi að þær fengju góða afgreiðslu
á sínum málum.
Ég þakka Ásgrími samfylgdina
og votta aðstandendum hans samúð
mína.
Einnig sendi ég kveðjur frá
starfsmönnum Húsgagna Co.
Karl Maack.
í dag kveðjum við bólstrarar
heiðursfélaga Meistarafélags
bólstrara, Ásgrím P. Lúðvíksson, í
senn með söknuði og einnig mikilli
virðingu. Nafn Ásgríms heitins og
saga bólstrunar á íslandi eru svo
samofin að fullyrða má að enginn
annar aðili hafi haft eins mikil áhrif
á iðngreinina og hann. Sem dæmi
um það má geta þess, að Meistara-
félag húsgagnabólstrara var aðeins
fjögurra ára þegar Ásgrímur hóf
sitt nám í húsgagnabólstrun, en þá
hafði sú iðngrein ekki enn hlotið það
nafn og nefndist húsgagnasmíði.
Ásgrímur hóf nám í húsgagna-
bólstrun árið 1932 hjá dönskum
bólstrarameistara, Moller, sem rak
verkstæði á Skólabrú, en lauk því
1937 hjá Konráð Gíslasyni, einn af
þeim allra fyrstu sem tóku sveins-
próf í húsgagnabólstrun á íslandi.
Árið 1940 fékk Ásgrímur meist-
arabréf og sama ár hóf hann eigin
rekstur, Bólstrun Ásgríms, þar til
hann lét reksturinn í hendur sonar
síns, Egils, árið 1988. Frá árinu 1952
var verkstæði hans á Bergstaða-
stræti 2, en áður á nokkrum stöðum
á sömu slóðum í miðbæ Reykjavík-
ur. Hjá Ásgrími útskrifuðust um
tugur sveina í húsgagnabólstrun,
þeirra á meðal tveir synir hans.
, Þau eru því ófá húsgögnin sem
Ásgrímur hefur farið höndum um
síðastliðna sex áratugi og bera þau
snilldarhandbragði hans fagurt
vitni, enda hann í hópi þeirra bólstr-
3.11. 1886, d. 6.1.
1921, og Jóhanna
Halldóra Lárus-
dóttir frá Gerðu-
bergi í Eyjahreppi í
Hnappadalssýslu, f.
9.12. 1886, d. 21.12.
1962. Börn Ásgríms
og Þórunnar eru: 1)
Egill, bólstrara-
meistari, f. 1.4.
1943, kvæntur Sig-
ríði Lúthersdóttur
og eiga þau tvö
börn. 2) Ragnheið-
ur Margrét, kenn-
ari, f. 12.3. 1946,
gift Guðbjarti Sigfússyni verk-
fræðingi og eiga þau þrjú böm.
3) Ásgrímur Þór, bólstrara-
meistari og verslunarmaður, f.
22.11. 1948, kvæntur Mörtu
Kristínu Sigmarsdóttur kenn-
ara og eiga þau þrjú börn, auk
þess sem Ásgrímur átti son fyr-
ir. 4) Jóhann Gunnar, viðskipta-
fræðingur, f. 2.6. 1952, kvænt-
ur Herdísi Alfreðsdóttur hjúkr-
unarfræðingi og eiga þau tvö
börn, auk þess sem Jóhann
Gunnar á tvö böm af fyrra
lijónabandi.
Útfor Ásgríms fer fram frá
Dómkirkjunni i dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
ara sem staðið hafa fremst í fag-
mennsku hér á landi. Sem dæmi um
það má nefna, að árið 1961 var
hann, ásamt Friðriki Þorsteinssyni
húsgagnasmíðameistara, sæmdur
gullmedalíu á Der Deutsche Hand-
werksmesse, sem veitt var af for-
seta Bæjaralands, Ludwig Erhard,
fyrir framúrskarandi handverks-
verk.
Félags- og hagsmunamál bólstr-
ara lét Ásgrímur sér annt um, fyrst
sem lærlingur og sveinn, en síðar
svo um munaði fyrir Meistarafélag
húsgagnabólstrara. Það yrði æði
langt mál að telja upp öll þau störf
sem hann vann fyrir samtök bólstr-
ara á sinni löngu starfsævi. Fyrst
og fremst má þó nefna að hann var
formaður Meistarafélagins í 23 ár,
frá 1952-1975, lengur en nokkur
annar, prófnefndarmaður áratugum
saman og formaður prófnefndar
lengi, í samninganefndum fyrir
meistara og í stjóm Landssam-
bands iðnaðai-manna í um 30 ár.
Ýmislegt er þó ótalið í þessu sam-
bandi og sem þakklætisvott fyrir
fómfysi sína var Ásgrímur gerður
að heiðursfélaga Meistarafélags
húsgagnabólstrara árið 1993 og
sæmdur gullmerki Landssambands
iðnaðarmanna árið 1982.
Sl. vor hélt Meistarafélagið kaffi-
samsæti í tilefni af því að 70 ár vom
liðin frá stofnun þess. Þar heiðraði
Ásgrímur P. Lúðvíksson, ásamt hin-
um tveimur heiðursfélögum Meist-
arafélagsins, okkur aðra félags-
menn með nærveru sinni. Það er
Ijúf endurminning að rifja þá kvöld-
stund upp, þar sem Ásgrímur rifjaði
upp ýmislegt frá fyrri dögum, en
jafnframt sorglegt að hugsa til alls
þess fróðleiks sem þessi gamli for-
ingi okkar bólstrara bjó yfir um
sögu bólstrunar á íslandi og hverf-
ur nú með honum. Eitt mun þó ekki
gleymast, þótt höfðinginn Ásgrímur
P. Lúðvíksson sé genginn á vit for-
feðra sinna. Það er minningin um
stóran mann, bæði í eiginlegri og
óeiginlegri merkingu þess orðs,
mann sem samferðamenn hans báru
mikla virðingu fyrir og sem svo
sannarlega hefur markað spor sín í
iðnsögu Islendinga.
Við bólstrarar höfum misst mikið,
en meiri er missir ástvina hans og
þeim sendir Meistarafélag bólstrara
hugheilar samúðarkveðjur. Blessuð
sé minning Ásgríms P. Lúðvíksson-
ar.
Stjórn Meistarafélags bólstrara.
Til að fylgja sinni sannfæringu í
hvívetna þarf bæði kjark og þor, en
ÁSGRÍMUR
LÚÐVÍKSSON
það er ekki nóg til að árangur náist.
Þá þarf líka dugnað og eljusemi í
ríkum mæli. Alla þessa kosti hafði
Ásgrímur til að bera. Hann var einn
af þessum menntuðu iðnaðarmönn-
um sem lagði metnað sinn í vönduð
vinnubrögð, hjá honum var það
næst besta einfaldlega ekki nógu
gott.
Við Ásgrímur kynntumst þó
fyrst og fremst vegna starfa okkar
fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Störf fyr-
ir stjómmálaflokka færir mönnum
bæði sigra og ósigra, í báðum til-
fellum var Asgrímur hinn trausti
félagi sem alltaf var gott að leita til.
Við störfuðum saman í Fulltrúaráði
sjálfstæðisfélaganna og Hverfafé-
lagi Hlíða- og Holtahverfis í mörg
ár. Þetta voru umbrotatímar, sam-
starfsörðugleikar í æðstu stjórn
flokksins svo mikið reyndi á félags-
einingar flokksins og oft var erfitt
að halda þeim saman. I þessum um-
brotum voru skoðanir oft skiptar í
stjóm Fulltrúaráðsins sem eðlilegt
var. Ásgrímur tók snemma þá af-
stöðu að Fulltrúaráð sjálfstæðisfé-
laganna í Reykjavík væri megin
stoð flokksins og þau samtök
mættu alls ekki klofna á hverju sem
dyndi. Þessari stefnu tókst að
framfylgja og hefur það vafalítið
bjargað flokknum frá varanlegum
klofningi.
Ég minnist þeirra stunda þegar
við Ásgrímur hittumst á fundum og
ræddum málin. Flokksbundnir
menn hafa sætt miklu aðkasti á síð-
ustu áram, þeir em afgreiddir í hin-
um „frjálsu" fjölmiðlum sem þrælar
og þöngulhausar. Mönnum þar á bæ
virðist fyrirmunað að skilja hvaða
þýðingu það hefur fyrir þjóðina að
velja hæfa menn til forystu í stjóm-
málaflokkunum hennar og marka
þeim stefnu. Þeir skilja heldur ekki
hvaða félagsmálaskóli það er að
starfa innan jafn sterkra og fjöl-
mennra stjómmálasamtaka og
Sjálfstæðisflokkurinn er.
• Allt þetta skildi Ásgrímur vel,
hann skildi nauðsyn þess að starfa
saman og komast að sameiginlegri
niðurstöðu jafnframt því sem hann
var gamansamur og gat oft lyft um-
ræðunum upp á léttara stig þegar
mest lá við.
Ég votta fjölskyldu Ásgríms og
ættingjum öllum innilega samúð.
Hans minning mun lifa.
Jónas Elíasson.
Kveðja frá Lions-
klúbbnum Þór
í dag kveðjum við Lionsmenn í
Þór góðan félaga og vin, Ásgrím P.
Lúðvíksson. Hann gekk í klúbbinn í
október 1975. Við fundum það fljótt
að þar var kominn góður liðsmaður
með mikinn félagsþroska enda bú-
inn að starfa að félagsmálefnum
iðnaðarins um margra ára skeið.
Ásgrímur var kjörinn varafor-
maður Lionsklúbbsins Þórs tímabil-
ið 1980-81 og þurfti þá með skömm-
um fyrirvara að taka við stjóm
klúbbsins þar sem formaðurinn for-
fallaðist. Hann var síðan kosinn for-
maður næsta tímabil á eftir og
gegndi því formennsku í hálft annað
ár samfleytt. Ásgrímur stýrði fund-
um af röggsemi og festu hins
þroskaða félagsmanns. Alla tíð með-
an heilsan leyfði tók hann virkan
þátt í félagsstarfinu, sat í mörgum
nefndum, oft sem formaður.
Vegna heilsuleysis fækkaði kom-
um Asgríms á fundi hjá okkur síð-
ustu ár. Þá var hans saknað og
reyndu nokkrir félagar að auðvelda
honum fundarsókn með því að
sækja hann og aka honum heim af
fundum.
Ásgrímur var léttur og ræðinn,
margfróður og fróðleiksfús. Hann
tók því oft virkan þátt í umræðum
þegar utanaðkomandi menn héldu
erindi á fundunum.
Við Þórsfélagar höfum undanfar-
ið þurft að horfa á eftir nokkmm
okkar elstu félögum yfir móðuna
miklu. Nú er Ásgrímur, sem var
aldursforseti Þórs til margra ára,
fallinn. Við kveðjum þessa félaga
með söknuði.
Við sendum eiginkonu Ásgríms
og öðmm aðstandendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.