Morgunblaðið - 14.08.1998, Side 53

Morgunblaðið - 14.08.1998, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 53 '•» FÓLK í FRÉTTUM Sagði frá slagsmálum og rifrildum EINKALÍF leikkonunnar Farrah Fawcett hefur nú verið skráð í opin- berar bækur efth- að hún bar vitni fyrir rétti í Santa Monica fyrr í vik- unni. Fawcett kærði fyirverandi kærasta sinn, leikstjórann og hand- ritshöfundinn James Orr, fyrir lík- amsrás og var vitnisburður leikkon- unnar tilfinningaþrungin og féllu tár þegar hún lýsti atburðinum. „Hann greip í mig, við tókust á og ég endaði á jörðinni. Eg man óljóst eftir átökunum utan þess að ég reyndi að komast upp. Að lokum barði hann hausnum á mér í jörðina," sagði Fawcett áður en hún brotnaði saman og grét í vitnastúkunni. Leik- konan, sem er 52 ára gömul, hlaut mikið lof fyrir að leika fórnarlamb heimilisofbeldis sem leitar hefnda í myndinni „The Burning Bed“ fyrir nokkrum árum. Fawcett sagði frá því að hún og Orr hefðu farið að rífast á veitingahúsi eftir að aðdáandi bað um eiginhand- aráritun. Eftir þras snéru þau til heimilis Oit þar sem þau héldu áfram að rífast. í miðju rifrildi segist leik- konan hafa stormað út úr húsi Orr og sagt að sambandinu væri lokið. Það varð til þess að hann lét ófógur orð falla og skellti hurðinni. Þá viður- kennir Fawcett að hafa brotið h'tinn glugga í hurðinni því ummæli hans hefðu verið óviðunandi. Við þetta magnaðist rifrildið og lauk með því að hinn 44 ára gamli Orr barði höfði Fawcett í jörðina. Hann sleppti henni lausri þegar hún sagðist vera slösuð og fyndi mikið til. Farrah Fawcett sagðist ekki hafa farið til lögreglunnar því hún óttaðist að Oit yrði handtekinn og fór ekki á sjúkrahús af ótta við að einhver myndi tilkynna lögreglu atvikið. Hún LEIKKONAN Farrah Fawcett talaði við blaðamenn eftir að hafa borið vitni í máli saksóknara gegn fyrrverandi kærasta hemiar, James Orr. LEIKSTJÓRINN og hand- ritshöfundurinn James Orr gengur hér úr dómhúsinu f Santa Monica en hann er ákærður fyrir líkamsárás. viðurkenndi að hafa snúið aftur til heimil- is Orr með aðstoðarkonu sinni daginn eftir og brotið fleiri rúður í húsinu og í bíl hans með hafnaboltakylfu. Hún skýrði einnig frá því að þau hefði haldið áfram að hittast eftir atvikið og jafnvel farið saman í frí til Karíbahafsins. Það var ekki Fawcett sem kærði Orr og mætti hún til réttar eftir að hafa feng- ið stefnu frá saksóknara. Orr segist vera saklaus og að sögn lögfræðings hans er leikstjórinn eingöngu sekur um að hafa verið í sambandi með „stjómlausri" konu. James Orr og Farrah Fawcett kynnt- ust árið 1995 við tökur á myndinni „Man of the House“ sem Orr leikstýrði. Ef hann verður sakfelldur fyrir líkamsárásina á hann yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisvist og 12 þúsund dollara sekt. Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fólks í fasteignaleit V& - v.mbl.is/fasteignir BORG ÞAR SEM TIIVIINN STENDUR í STAÐ’ BORG ÞAR SEM ÓTTINN LIFIR! BORG ÞAR SEM ENGINN ER ÓHULTUR! AND WILLIAM HURT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.