Morgunblaðið - 14.08.1998, Side 50

Morgunblaðið - 14.08.1998, Side 50
50 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ ■k • iolso • popp iöngktkur Bhct/Trottvr/McLfiod Sýningar hefjast kl. 20.00. Ósóttar pontanir í kvöld fös. 14. ágúst — lau. 15 ágúst, næst síðasta sýning. Sýningar hefjast kl. 20.00. Miðasala sfmi 551 1475. Opin alla daga kl. 15-19. Símapantanir frá kl. 10 virka daga og frá kl. 13 um helgar. SUMARTÓNLEIKARÖÐ KAFFILEIKHÚSSINS „Gullaldardjass og Humarhátíð" Djassdansleikur í anda stríðs- áranna með Þóru G. Þórisdóttur og hljómsveit í kvöld 14/8 kl. 22.30, laus sæti r Matseðill Humarhátíðar N Hvítlauksrístaðir humarhalar í Camus- koníakssósu bornir fram með fersku salati og heimabökuðu brauði _____Og: Ástleitinn eftirréttur._ Miðasala kl. 15 til 18 alla virka daga Miðapantanir allan sóiarhringinn í síma 551 9055. Netfang: kaffileik@isholf.is lau. 15/8 kl. 23 Örfá sæti laus fim. 20/8 kl. 21 Örfá sæti laus fös. 21/8 kl. 21. Miðaverð kr. 1100 fyrir karla kr. 1300 fyrir konur Vöröufélagar Ll fá 30% afslátt Sýnt í íslensku óperunni Miöasölusími 551 1475 Gamanleikrit í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar Miöaverö aöeins kr. 790,- Innifalið í verði er: Miði á Hróa hött Miði í Fjölskyldu -og Húsdýragarðinn Fritt í öll tæki í garðinum Hestur, geitur og kanínur eru í sýningunni Sýningin fer fram í sirkustjaldi Miðasala: 562 2570 * Nótt&Dagur Söngleikja-leikritið í Fjölskyldu -og Húsdýragarðinum Fös. 14. ágúst kl. 14.30 Lau. 15. ágúst kl. 14.00 og 16 Sun. 16. ágúst kl. 14.00 ÞJOMN f s ú p u n n i íkvðld kl. 20 UPPSELT lau. 15/8 kl. 20 UPPSELT lau. 15/8 kl 23.30 aukasýn./midn. sun. 16/8 kl. 20 örfá sæti laus fim. 20/8 kl. 20 örfá sæti laus fös. 21/8 kl. 20 UPPSELT fös. 21/8 kl. 23.30 aukasýn./miðn. sun. 23/8 ki. 20 örfá sæti laus Mlðasala opln kl. 12-18 ósóttar pantanir seldar dagíega Miðasölusími: 5 30 30 30 MYNDBOND N ísnai d í vanda Njósnarinn (The Secred Agent)__________ Drama / njósiiasaga ★ ★'/2 Framleiðsla: Norma Heyman. Leik- stjórn og handrit: Christopher Hampton. Kvikmyndataka: Denis Lenoir. Tónlist: Philip Class. Aðal- hlutverk: Bob Hoskins, Patricia Arquette. 91 mín. Bandarisk. Mynd- form, ágúst 1998. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. ADOLF Verloc (Bob Hoskins) rekur vafasama verslun í Soho hverfi Lundúna við lok 19. aldar. Hann á fagra unga eiginkonu og hjá þeim býr þroskaheftur bróðir hennar. Mikil ástúð ríkir milli systkin- anna og Minnie Verloc (Patricia Arquette) er ánægð með hversu vel fer á með bróðumum og eiginmanninum sem gerir allt til að halda henni ánægðri. Verloc lifir hinsvegar tvöföldu lífi, því hann er njósnari fyrir rússnesku keisarastjómina, sem borgar honum fyrir að hafa auga með öfgasinnuðum anarkist- um, sem hafa hlotið pólitískt hæli í Englandi. Þegar nýr sendiherra tekur við völdum neyðist njósnar- inn til að breyta um starfssvið, því hann verður að skipuleggja sprengjutilræði. Það er glæstur hópur sem stendur á bak við „Njósnarann“. Handritshöfundur og leikstjóri er enginn annar en Christopher Hampton, sem á að baki meistara- verk á borð við „Dangerous Liai- sons“ og „Carrington". Myndin er byggð á skáldsögu Josephs Con- rad, þess hins sama og skrifaði „Heart of Darkness", söguna sem meistaraverk Francis Ford Coppola, „Apocalypse Now“, var byggð á. Og þótt myndin sé vissu- lega ágæt vantar mikið á að hún sé það meistaraverk sem efni stæðu til. Mikið er lagt í raunsæislega sviðsmjmd og kvikmyndatakan er einfaldlega stórkostleg. En þrátt fyrir að stjörnumprýddur leikara- hópurinn standi sig vel, vantar neistann sem hefði getað keyrt upp kraftinn í frásögninni. Ástríð- ur og tilfinningar, sem era undir- rót atburða, verða ekki nógu áhugaverðar til að sagan gangi al- mennilega upp. En umgjörðin er sannarlega glæsileg og myndin þess virði að sjá, þótt ekki væri nema fyrir myndatökuna. Guðmundur Ásgeirsson NÝJASTA breiðskífa Lhooq er tek- in til umfjöllunar í nýjasta hefti tón- listartímaritsins Q og fær tvær stjörnur og miðlungsdóma. í breska tímaritinu FHM fær breiðskífan af- bragðs dóma eða 4 stjörnur af 5 mögulegum. „Áður en Sykurmolarnir komu til sögunnar hefði tilhugsunin um „trip-hop“-hIjómsveit frá Islandi að hita upp fyrir David Bowie vakið óstöðvandi hlátur,“ segir í FHM. „Samt sem áður eru íslenskar hljómsveitir teknar góðar og gildar á sviði popptónlistar. LHOOQ með hina ungu Söru Guðmundsdóttir í fararbroddi hefur sent frá sér svalandi fyrstu plötu í anda Portis- Líf í Lhooq head og er hljómurinn nógu gríp- andi til þess að útsendarar hljóm- plötufyrirtækja geri sér ferð norður á bóginn í leit að nýju uppgötvun- um.“ I dómi Q segir: „Það er erfitt að komast hjá samanburði við Björk: Hin 19 ára Sara Guðmundsdóttir deilir ættlandi og stundum, eins og í Losing Hand og Missile, raddbeit- ingu Sykurmolans fyrrverandi. Þar með er það líka upptalið." Ennfremur segir í dómnum að hljómsveitin skapi „trip-hop“- stemmningu af slíkri ákefð að tón- listin verði jafnvel of draumkennd og söngkonunni takist ekki að beisla stemmninguna. Engu að síður fær sveitin hrós fyrir lögin More to Life og Bern og klykkir gagnrýnandinn Anthony Thornton út með orðunum: „En það er John-Barry-í-diskói hljómur Peeping Tom sem færir sönnur á að það er líf í Lhooq.“ Sýning á matsölustað Jerrys Seinfelds AÐEINS brotabroti af þeim sem sóttust eftir að komast á sviðs- spaug Jerrys Seinfelds á Broad- way tókst að verða sér úti um miða. Hinir geta huggað sig við að þeir geta heimsótt „Monk’s Cafe“, þ.e. leikmyndina af matsölustaðn- um sem gjarnan var sögusvið gam- anþáttanna um Seinfeld. Henni hefur verið komið fyrir á Queens-safninu í New York. Þar verður básinn þar sem Jerry ræddi við George, Elaine og Kramer í ófáum þáttum þau níu ár sem þeir vora sýndir á NBC-sjónvarpsstöð- inni. Einnig verður hægt að skoða potta og pönnur, sinneps- og tómatsósuflöskur og raslakörfur. Þá verða búningar af leikurunum til sýnis, m.a. póstburðarbúningur Newmans. Þótt safngestum standi ekki til boða að tylla sér í básinn þar sem Seinfeld var fastagestur í níu ár rekur safnið kaffihús og þar verða nokkrir réttir úr þáttunum á boðstólum, m.a. svartar og hvítar kökur, ávaxtadrykkir, Drake’s- kökur með kaffibragði og Pez-sæl- gæti. FÖSTUDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Stöð 2 ► 21.00 Sígaunar á írlandi eru í brennidepli í I vesturátt (Into the West, ‘93), vandamálamynd af högum þessarar rótlausu þjóðar á eyjunni grænu. Gabriel Byrne leikur drykkfelldan föður tveggja drengja sem lenda í hremmingum útaf gæð- ingi sem afi þeirra gefur þeim. Þrátt fyrir góðan mannskap; handritshöf- undinn Jim Sheridan, leikkonuna El- len Barkin og leikstjórann Mike Newell, þá stafar engum töfraljóma af þessari metnaðarfullu mynd. Einna helst fyrir stálpaða krakka. ★★ Sýn ► 21.00 Brittaniu sjúkrahúsið (Brittania Hospital, ‘82). Sjá umsögn í ramma Sjónvarpið ► 22.20 Fanny, (‘61), er gerð eftir samnefndu leikriti Marcels Pagnol um unga stúlku sem situr uppi með lítið barn þegar faðirinn stingur af til sjós. Myndin hlaut fjöl- margar Óskarsverðlaunatilnefningar á sínum tíma. Maltin gefur ★★★ og segir gömlu sjarmörana Charles Boyer og Maurice Chavalier gefa myndinni lit. Með Leslie Caron. Leikstjóri Joshua Logan. Sýn ► 22.35 Sannur meistari (Saga Ray Mancini - Heart of a Champion, ‘85). Sagan af fjaðurvigtarmeistaran- um „Boom Boom“ Mancini. Fyrir að- dáendur hinnar „göfugu sjálfs- varnaríþróttar“ (eða hitt þó heldur). Maltin gefur þessari sjónvarpsmynd meðaleinkun. Stöð 2 ► 22.45 Michael Collins, (‘96) er íburðarmikil, málgefin mynd um frægustu frelsishetju íra á þess- ari öld. Liam Neeson fer þolanlega með titilhlutverkið, en hann og gæðaleikstjórinn Neil Jordan hafa oftast gert betur. Það vantar sálina og taugakerfið. Alan Rickman stend- ur uppúr kunnum en tilþrifalitlum aukaleikarahóp. ★★'/2 Stöð 2 ► 00.55 Apollo 13, (‘95). Endursýning á marglofaðri úrvals- mynd. ★★★★ Sýn ► 00.30 Af öðrum heimi (Not Like Us, (95), mun vera vísinda- skáldsöguleg spennumynd um yftr- náttúruleg dauðsföll í amerískum smábæ. Meðal leikenda er pólska þokkadísin Joanna Pacula og viðund- rið Paul Bartel. Frumsýning. Stöð 2 ► 3.10 Höfuð uppúr vatni Ho’det Over Vandet, ‘94). Þetta er norska frumútgáfan, varist banda- rísku eftirlíkinguna einsog heitan eldinn. Gamall kærasti heilsar uppá nýgifta konu á brúðkaupsferðalagi í norska skerjagarðinum. Þokkaleg meðalmynd. ★ Sæbjörn Valdimarsson Spítalalíf að hætti Andersons Sýn ► 21.00 Brittania-sjúkra- húsið (Brittania Hospital), ★★★, er ein af grandvallar- myndum breska leikstjórans Lindsay Andersons, ásamt If..., (‘69), 0, Lucky Man, (‘73) og This Sporting Life, (‘63). Þeirra síst, engu að síður forvitnileg, sem öll önnur verk þessa sér- stæða listamanns og furðufugls. Myndin er skemmtileg satíra sem segir af ótrúlegri ringulreið er skapast á spítala þar sem eng- inn á sjö dagana sæla þegar drottningarmóðirin ætiar að koma í heimsókn. Gerir ósvikið grin að hinni bresku þjóðarsál og stígur skrefið inní hið yfirnátt- úrulega þegar Malcolm McDowell lendir á skurðarborð- inu. Auk hans fara Leonard Rossiter, Joan Plowright (sem drottningarmóðirin), Alan Bates og Marsha Hunt með stór hlut- verk. Villtur húmor, en varla fyr- ir aila.***

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.