Morgunblaðið - 14.08.1998, Side 54
54 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998
MORGUNB LAÐIÐ
«r
FÓLK í FRÉTTUM
UTSOLULOK
Á LAUGARDAG
Hoems l aagar enir
\
Enn meiri verðlækkun
flllt að
% afsl.
kn:cxkr3
Mán.-fim. frá kl. 10-18
Fös. frá ki: 10-18.30
Lau. frá kl. 10-16
Langur laugardagur
frá kl. 10-17
KNSCXK R3 0X
Laugavegi 62, sími 5515444
Hugmyndafrelsi og léttleiki
Hljómsveitin Mary Poppins sendi á dögun-
um frá sér geisladiskinn Promo og
hyggst þreifa fyrir sér á erlendum mörk-
uðum. Rakel Þorbergsdóttir talaði
við Gunnar Bjarna Ragnarsson, annan
meðlim sveitarinnar.
ARY Poppins hefur
verið starfandi í
tæpt ár og segja má
að hún sé arftaki Jet
Black Joe og Jets
sem Gunnar Bjarni
var í áður. Geislaplatan Promo
er sú fyrsta sem Mary Poppins
sendir frá sér en á henni
er að fínna sex Iög, þar
af eitt gamalt Jet Black
Joe lag og lag Davids
Byrne „Psycho Killer.“
„Ég fór fljótlega að leita
að nýjum söngvara þegar
Páll Rósinkrans ákvað að
hætta í Jet Black Joe en það
gekk mjög illa. Ég ákvað því
að gera sólóplötu sem breytt-
ist í það að verða hljómsveitin
Jets. Hana skipuðu mennirnir
sem nú eru hljómsveitin Vínyl
en ég hætti því samstarfi og
stofnaði Mary Poppins ásamt
Snorra Snorrasyni söngvara.
Hann er með mjög kraftmikla
rödd og fyllti skarðið sem Palli
hafði skilið eftir sig.“
Leiðir Gunnars Bjarna og
Snorra lágu saman í gegnum
sameiginlegan vin og samstarf
þróaðist smám saman með
þeim. Þeir félagar fá aðra tón-
listarmenn til liðs við sig á plöt-
unni og þegar þeir spila á tón-
leikum en engir
fastir menn hafa
verið ráðnir í þau
störf.
„Ég myndi
flokka tónlistina
okkar sem popp ”
frekar en rokk. Ég get sett
ákveðið samasemmerki á milli
Jet Black Joe og Mary Poppins.
Ég samdi stóran hluta af því
sem Jet Black Joe sendi frá sér
og hef ekkert breytt tónlistar-
stíl minum þótt ég prófí
mig áfram með
njj'a
hluti. Ég er mjög ánægður með
það sem ég hef verið að gera
og við tökum til dæmis eitt Jet
Black Joe lag á nýja disknum.
Við erum alveg ófeimnir við
það því góðar melódíur eru
timalausar og ekki hægt að
flokka þær undir tísku og
strauma."
Að sögn Gunnars Bjarna er
markmiðið að reyna fyrir sér á
erlendum mörkuðum og vísar
nafn geislaplötunnar, Promo, í
markmið hennar sem er
að kynna tón-
list
Mary Poppins. „Þetta er byij-
unin á því sem koma skal og
við verðum tilbúnir með aðra
plötu fyrir jól sem verður með
helmingi fleiri lögum. Svo er-
um við að vinna með fyrirtæk-
inu Image Bank að margmiðl-
unardiski sem inniheldur meðal
annars sex myndbönd. Þar er-
um við einnig að koma ímynd
okkar á framfæri og
boðið er — ______
Rokkarar
í jákvæð-
um
skilningi
„Þetta er
byrjunin á
því sem
koma skal“
upp á aukalög sem ekki eru á
plötunni. Sú tónlist fylgir ekki
sömu popplínu og platan og fer
meira út í þær tilraunir sem við
höfum verið að gera saman og í
hvor í sínu lagi.“
Gunnar Bjarni segir stefnuna
ekki setta á neitt ákveðið land
enda sé tónlistarheimurinn orð-
inn svo lítill með tilkomu tækn-
innar. Markaðurinn sé ekki
lengur bundinn við lönd og
poppið sé vinsælt hvar sem
komið sé niður í heiminum.
„Við höfum þann háttinn á að
vera með marga umboðsmenn
erlendis og ef þeir útvega okk-
ur einhveija samninga
eða störf fá þeir pró-
sentur af þeim launum.
Við erum því í raun
ekki bundnir einum eða
neinum og gefum öllum
tækifæri til að koma
tónlist okkar á framfæri.“
Nafn sveitarinnar er tilvísun
í hina frægu söguhetju Mary
Poppins sem flaug um á regn-
hlíf með bros á vör. Þeir félag-
ar ákváðu að hljómsveitin
skyldi bera kvenmannsnafn og
fannst Mary Poppins henta
prýðilega. „Mary má túlka sem
gleði og er oft notað í líkinga-
máli. Poppins er náttúrlega
popp auk þess sem kerlingin
sjálf er innblástur. Hún flýgur
um á regnhlíf og rennir sér öf-
ugt um stiga sem sýnir ákveð-
ið hugmyndafrelsi og létt-
leika.“
Útlit Snorra og Gunnars
Bjarna er rokkaralegt, báð-
ir með sítt og veglegt hár,
og því eðlilegt að spyija
hvort þeir séu hinir
dæmigerðu rokkarar.
„Týpískur rokkari!
Mér hefur fundist það
HLJÓMSVEITIN Mary Popp-
ins vinnur að margmiðlunar-
diski þar sem ímynd sveitar-
innar eru gerð góð skil.
vera frekar neikvætt hugtak og
yfírleitt er vísað í það þegar
eitthvað hefur farið úrskeiðis,
þá venjulega tengt eiturlyfjum
og rugli. Við Snorri erum mjög
ólíkir og hann er ábyrgur fjöl-
skyldufaðir sem þarf að skipta
um gír oft á dag. Ég myndi þá
frekar segja að við værum
rokkarar í jákvæðnum skiln-
ingi.“
Hvort sem þeir félagar flokk-
ast sem popparar eða rokkarar,
með villta eða væmna ímynd, er
ljóst að tónlistin skipar stóran
sess í Iífi þeirra þessa dagana
og unnið er sleitulaust að næstu
geislaplötu. „Ég hef verið að
vinna nánast allann sólarhring-
inn frá því ég byijaði í tónlisý-
inni og sleit á öll lyrri bönd. Ég
held að ég hafí meira að segja
sagt upp kærustunni og íbúð-
inni á sinum tíma og tekið al-
gjöra u-beygju í lífínu,“ sagði
Gunnar Bjarni sem er bjartsýnn
á að erfíðið beri árangur.
HUITASUNNUKIRKIAH
FÍLADELFÍA KYNNIR:
liimiiiiD
BROAUUtfAY
mœti. AGúsna-ztoo
Forsalaaðgöngumiðaí
Versluninni Jötu • Hátúni 2
Miðaverð kr. 1.50ÍT
Á báða tónleikana kr. 2.200