Morgunblaðið - 14.08.1998, Side 47

Morgunblaðið - 14.08.1998, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 47 Sagan um Bing Dao II Frá Hilmari Þór Guðmundssyni: ÞESSI fáu orð sem á eftir koma eru til að fyrirbyggja allan misskilning eiganda Bing Dao. í bréfi mínu sem stílað var á Bing Dao sagði ég mis- góða hluti, þeir standa allir. Ekki ætla ég að draga eitt aukatekið orð til baka en þai sem eigandi Bing Dao, Kristján Sverrisson, hefur fundið sig knúinn til að hringja í mig heim og kalla mig „uppa“, „yfír alla hafinn" og „ómerkilegan" þá vil ég að eftirfarandi komi fram: Eigandi Bing Dao hringdi í mig og sagðist vera leiður yfir því sem hafði gerst, hann bauð endur- greiðslu og fría máltíð. Þetta gerði hann sama morgun og greinin „Sag- an af Bing Dao“ birtist. Fannst mér þetta höfðinglegt af eigandanum og taldi ég að gagnrýni okkar hefði komið til góða og að það ætti að fyr- irbyggja svona leiðindi í framtíð- inni. Ég var glaður og tók orðum hans sem orðum góðs rekstraraðila, sem vill gera vel við þann sem er ekki ánægður. En ekki var Adam lengi í Paradís. Eftir mótskrif eigandans í Morgunblaðinu (sem ég las af áhuga) þá sá ég að hér var kýrin að verja kálf sinn. Auðvitað er það ekki jákvætt að fá slík ummæli í blaðinu en hver sá sem væri í okkar sporum hefði gert slíkt hið sama. Eigandi Bing Dao sagði við mig í símtali sem hann átti við mig að hann hefði Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur: Stofnun Auðlindasjóðs landsmanna SJÓÐUR þessi yrði ekki sjóður peninga í eiginlegum skilningi, held- ur sjóður atvinnutækifæra lands- manna í formi hins margnefnda „kvóta“ í aðalatvinnugreinum þjóð- arinnar, landbúnaði og sjávarútvegi, atvinnugreinum er hvor um sig byggist á lífríki jarðar. Eðli málsins samkvæmt er afkoma mannsins því háð skilyrðum þeim er maðurinn hefur skapað, til nýtingar þeirra auðlinda er sá hinn sami hefur yfir að ráða. Ákveðið hlutfall af veiddum afla úr sjó, t.d. 10% á ári, myndu nytjaaðilar í sjávarútvegi þurfa að greiða til baka í sjóð þennan, í formi aflaheim- ilda, sem og ákveðið hlutfall af fram- leiðslu lögbýla, t.d. 10% á ári myndu greiðast til baka í sjóðinn 1 formi greiðslumarks. Markmið sjóðsins yrði fyrst og fremst að stýra nýtingu auðlinda, með tilliti til umhverfis og landfræðilegra sjónarmiða, með áherslu á fulla þátttöku af Islands hálfu hvað varðar alþjóðlegai’ sam- þykktir og skuldbindingar um vemdun umhverfisins. Jafnframt yrði þetta leið út úr þeim ógöngum er núverandi sjávarútvegs- og land- búnaðarstefna hefur leitt okkur í. Úthlutun úr sjóði þessum byggðist síðan á úthlutun aflaheimilda og geiðslumarks, til handa þeim er hygðust snúa sér að lífrænni ræktun landbúnaðarafurða og sjálfbærri nýtingu sjávarafurða í sátt við um- hverfið. Island taki frumkvæði þjóða í varðveislu auðlinda Island hefur nú þegar sérstöðu, hvað varðar legu landsins, fiskimiðin og náttúruauðlindir í formi ómeng- aðra orkugjafa. Þessa sérstöðu eig- um við ekki að nota til þess að fá undanþágu til þess að menga meira, eins og virtist uppi á teningnum í Kyoto, heldur eiga frumkvæði að því að hefja á loft umhverfissjónarmið er geta skapað öllu mannkyni betri skil- yi'ði tilvistar á þessari jörð. Hver heilvita maður gerh- sér grein fyrir því, að endalaust verður ekki hægt að ganga á auðlindir jarðai’ án þess að lífríkið umbreytist til hins verra fyrir okkur íbúana. Spyrja má, hve talað við alla sem ég „rakkaði niður" og þau ætluðu öll að ski’ifa í blaðið og jafnvel hringja í mig. Ég ætlaði ekki að rakka einn né neinn niður og ef einhverjir taka persónulega til sín það sem skrifað var þá er það al- farið þeirra mál. Ég bað eigandann vinsamlega ekki að dreifa símanúm- eri mínu til þeirra sem eru ánægðir með Bing Dao, sem eru án efa fjöl- margir. En það breytir ekki að neinu leyti því sem gerðist hjá mér og vinum mínum þetta kvöld, sama hvað oft er hringt í mig og hverjir það eru. Án efa eru margir mjög ánægðir með staðinn, sem er bara besta mál, en ég er ekki í þeim hópi. Ég er einn af þeim sem voru ekki sáttir og fannst að þjónustan hefði mátt vera mun betri. Ef ég hef móðgað einhvern með skrifum mín- um þá verður bara svo að vera. Ég lýsti kvöldinu eins og ég og vinir mínir upplifðu það. Drógum við ekkert undan né bættum við. Tel ég að kröftum eiganda Bing Dao séu betur varið í að laga vandann en að rífast og skammast við fyrrverandi viðskiptavini í síma. Ef það telst mikið af vorum daglegu þægindum eru lífsnauðsynleg og hve mikill hluti íbúa jarðar hefur enn ekki hugmynd um þessi sömu þægindi. Meðan hluti Islendinga hefur efni á því að kaupa rándýr lyf, við kvillum öllum, vantar hluta mannskyns lyf við hálsbólgu, sem kann að vera dauðaorsök þeirra hinna sömu þar í landi. Ódýi’ari og betri lyf eru því forenda þróunar í rétta átt. Þar kann ísland einnig að taka frumkvæði í framtíðinni. Hræðsla okkar Islendinga við að skera okkur úr á einhvern hátt, end- ui-varpar oftai’ en ekki minnimáttar- kennd sem er óþörf hjá þjóð þar sem hver maður kann að lesa og skrifa og hefur þar með möguleika til frekari menntunar. Aukin menntun á hins vegar að skila okkur fleiri hæfileika- ríkum einstaklingum, til þess að leysa krefjandi verkefni, í stað þess að skapa þau. Forsenda þróunar er skynsam- leg nýting auðlinda allra Því miður virðist sem hin almenna mannlega skynsemi fái ekki notið sín sem skyldi lengur, vegna hinna gegndarlausu gróðasjónai’miða, er telja aðeins í stigum hlutabréfa á verðbréfamörkuðum, einnig hér á Is- landi. Lýðræði á góðri leið með að verða mjög afstætt hugtak. Einn gámur af íslenskri fegurð á síðum Playboy, hvað mörg störf í gámum til útlanda? Samkvæmt upplýsingum Fiskifélagsins, hafa tapast 2.000 störf á árunum 1989-1995. Það er hverjum manni ljóst að misviturleg- ar ráðstafanii’ hafa fært nokkrum mönnum ókeypis aðgang að fiskimið- um landsmanna, með framsali veiði- heimilda í formi kvóta, og samþykkt vú’ðist vera af „framstæðum sjálfs- sóknarmönnum“ en eins og það brask varð til mun það ganga til baka með söfnun veiðiheimilda í Auðlindasjóð landsmanna, er myndi útdeilast jafnt á meðal þegnanna til atvinnu- og verðmætasköpunar. Samtímis munu íslendingar gefa þjóðum heims fordæmi um sjálfbæra vitræna þróun í stað stöðnunar, með heildai-yfii-sýn í skipulagi hagsmuna- mála er varða ekki aðeins Islendinga heldui' allt mannkyn er byggir þessa jörð. GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR, Eiðistorgi 3, Seltjarnarnesi. fagmannlegt að hringja í fólk heim til þess og hóta því að þessi og hinn séu að fara að skrifa á móti því þá er ég ekki sá fagmaður sem til þarf. Kæri eigandi Bing Dao, þó að for- setinn sjálfur skrifi á móti mér þá breytir það ekki staðreyndum máls- ins; óánægju okkar með kvöldið. En eitt er víst að eitthvað hlýtur að vera til í gagnrýni minni þar sem eigandinn hringir í mig og vill rífast um málið, með nafnaköllum og leið- indum. Vona ég að það hafi hann gert í bræði sinni og meini ekki það sem hann sagði, því hvorki er ég „uppi“ né „ómerkilegur“. Þrátt við það sem eigandi Bing Dao hélt fram við mig í einu símtali sínu þá standa vinir mínir hundrað prósent að baki mér og er ég, þrátt íyrir allt sem hann heldur fram, ennþá vinsæll meðal vina minna. Já, og meðan ég man, okkur var aldrei boðinn eftirréttur né kaffi því án efa hefðum við þegið það. Okkur var aldrei boðið reyklaust borð og þegar við báðum um slíkt var okkur tjáð að ekki væri um neitt slíkt að velja. Við fengum aðalréttina á litl- um diskum sem dugðu varla fyrir tvo og þess vegna urðum við að fá ábót á réttina, ekki vegna græðgi eða gæða matarins, einfaldlega til að fá bita á hvern disk. Málinu er lokið af minni hálfu enda vægir sá sem vitið hefur meira. Ætla ég ekki að rífast um þetta meir, hef ég sagt meiningu mína og þar við situr. Gagnrýni sem þessa mega eigendur og þjónustu- fólk ekki taka sem persónulega árás á sig heldur sem ábendingu um það sem betur má fara. Ætla mætti að eigendur veitingahúsa myndu sjá sér hag í að hlusta á viðskiptavini sína til að bæta ímynd og þjónustu staðarins í stað þess að ráðast á óá- nægða viðskiptavini og bera upp á þá lygar og ósannindi. Tel ég að veitingastaðurinn afli sér ekki fleiri viðskiptavina með þess háttar „aug- lýsingum". En ef þú, kæri Kristján, hefur áhuga á að standa í frekari rökræðum og skítkasti við fyrrver- andi viðskiptavini geturðu mótmælt gagnrýni Jónasar Kristjánssonar í Fókus 7. ágúst sl. þar sem hann gaf veitingahúsinu Bing Dao 0 stjörnur. En mundu að lokum, Kristján minn, það er sama þótt viðskipta- vinur þinn sé „uppi“, „yfir alla haf- inn“ eða „ómerkilegur“, hann hefur samt alltaf rétt fyrir sér. Kær kveðja. HILMAR ÞÓR GUÐMUNDSSON, Ijósmyndari. - frábær föt fyrir flotta krakka og enn höldum við áfram að bjóða frábær föt á góðu verði Skólatiboð: Vesti, 3 bolir og taska................2.990 kr. Gallabuxur og peysa ..................2.490 kr. Ungbarnatilboð: Peysa og sokkar..........................990 kr. Ungbarnagalli og samfella................990 kr. Galli og parketsokkar....................690 kr. í Hafnarfirði og Kirkjuvegi 10 í Vestmannaeyjum Frumkvæði og djörfung’ í stað stöðnunar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.