Morgunblaðið - 14.08.1998, Side 36

Morgunblaðið - 14.08.1998, Side 36
36 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GÍSLI GUÐMUNDSSON + Gísli Guðmunds- son fæddist í Reykjavík 12. 1917. Hann Iést á Landakotsspítala 8. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingi- björg Gísladóttir, húsfreyja, f. 4. nóv 1882 á Syðri-Brúna- völlum, _ Skeiða- hreppi, Árn., d. 25. júní 1965, og Guð- mundur Magnús- son, sjómaður og síðar fiskmatsmað- ur, f. 15. nóv 1883 í Ananaust- um í Reykjavík, d. 29. jan. 1932. Systkini Gísla voru: Magnús, f. 17. júlí 1910, d. 8. okt. 1991, Óskar, f. 9. okt. 1911, d. 9. sept. 1977, Vilhjálmur, f. 13. maí 1913, d. 27. jan. 1998, Björn, f. 17. júní 1914, d. 24. júlí 1972, Margrét, f. 27. des. 1915, Guð- björg, f. 18. mars 1919, d. 20. ágúst 1945, Haukur, f. 4. júlí 1920, Guðmundur, f. 10. maí 1922, og Baldur, f. 9. júlí 1924. 2. febrúar 1951 kvæntist . i Gísli eftirlifandi eiginkonu sinni, Elínu Helgu Þórarins- dóttur, f. 2. apríl 1925, fyrrv. dómritara. Foreldrar liennar voru Guðný Jónsdóttir, hús- móðir, og Þórarinn J. Einars- son, kennari. Börn Gísla og Elínar eru: 1) Þórarinn, læknir, f. 17. okt. 1951, kona hans Bryndís Benediktsdóttir, lækn- ir, f. 9. ágúst 1951. Þeirra börn eru: Hulda Rósa, f. 12. ágúst 1978, Gísli Hrafn, f. 27. sept. 1980, Elín Helga, f. 9. apríl 1986 og Lís- bet Guðný, f. 17. júlí 1991. 2) Guðný, hjúkrunarfræðing- ur, f. 27. júní 1953. Hennar maður Sig- urgeir Guðinunds- son, umsjónarmað- ur, f. 21. nóv. 1957. Börn: Gísli Hreinn Halldórsson, f. 31. ágúst 1978, Guð- mundur Sigur- björn, f. 18. okt. 1986, Jóhann Ingi, f. 11. okt. 1989, d. 21. júní 1991, og Þórarinn Við- ar, f. 30. jan. 1991. 3) Guð- mundur Ingi, húsasmíðameist- ari, f. 7. maí 1955, kona hans Vigdís Arnheiður Gunnlaugs- dóttir, meinatæknir, f. 11. feb. 1957. Börn þeirra: Valur, f. 9. des. 1980, Fanney, f. 11. júlí 1985, og Haukur, f. 15. apríl 1994. 4) Hrafnkell Viðar, tölv- unarfræðingur, f. 5. maí 1960, kona hans: Björg Eysteinsdótt- ir, hjúkrunarfræðingur, f. 10. sept. 1961. Börn þeirra eru: Margrét Lilja, f. 10. okt. 1989, ojg Snorri, f. 8. sept. 1993. 5) Aður átti Gísli Brynhildi Ósk, bókagerðarmann og myndlist- armann, f. 9. mars 1944, með Þóru Guðrúnu Jónsdóttur. Gísli vann mestan hluta starfsævi sinnar í Reykjavíkur- lögreglunni, eða í 36 ár. Einnig vann hann nokkur ár hjá Plast- prenti. Útför Gísla fer fram frá Langholtskirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég vil í fáeinum orðum minnast tengdaföður míns, Gísla Guðmunds- sonar. Kynni okkar hófust fyrir 30 árum þegar ég kom fyrst inn á heimili þeirra Elínar sem unnusta elsta sonar þein-a, Þórarins. Það var gamlárskvöld, heimilið jóla- skreytt, hlýja og vinsemd einkenndi móttökumar. Þó man ég sérstak- lega eftir móttökum Gísla. Hann ræddi heimsmálin við mig sem jafn- ingja og hlustaði vel eftir mínum skoðunum þó svo ég væri aðeins 17 ára unglingur. Gísli ræddi sjaldan persónuleg mál og spurði fátt um einkahagi fólks, en það var þó ekki svo að það skipti hann ekki máli. Sem dæmi um umhyggjusemi Gísla og góðvild í minn garð vil ég nefna, að þegar okkur Þórarni á námsárunum tókst að aura saman fyrir fyrsta bílnum okkar, gömlum ryðguðum Skoda, sem þó í okkar augum bar af öðrum bílum og varð þess valdandi að við kynntumst persónulega flestum bif- vélavirkjum borgarinnar, hringdi Gísli einn daginn í mig og sagði: „Bryndís mín, ég var að tala við mann sem vinnur með mér í lög- reglunni. Ég ætla að standa fyrir hann vaktir og hann ætlar að kenna þér á bfl. Hann kemur og sækir þig á eftir.“ Bílprófsleysi mitt hafði okkar á milli aldrei borist í tal áður og hann vildi aldrei tala um þessa vinnu sem hann lagði á sig til þess að ég gæti keyrt Skodann á við Þór- arinn. Annað lýsandi dæmi um um- hyggju hans var þegar við fluttum heim frá Svíþjóð með þrjú lítil börn. Ég fór strax í fulla vinnu sem oft vildi teygjast úr. Ég man þó ekki til að ég hafí kvartað hátt yfir heimilis- störfunum. Gísli tengdafaðir minn, þá sjötugur, hringdi og sagði: „Bryndís mín, þú veist ég er hættur í Plastprenti, en ég hef svo mikla orku sem ég þarf að losna við. Mér datt nú svona í hug að ég kæmi til þín og skúraði fyrir þig. Ég er ansi laginn við það.“ Þrátt fyrir úrtölur mínar mætti hann allan þann vetur með fötu og skrúbb og aldrei hefur stóra húsið verið eins hreint. Um borgun var aldrei að ræða og hann vildi ekki minnast á þetta nema sem greiða við sjálfan sig. Mér kemur það oft í hug að Gísli og systkin hans hljóta að vera ein- staklega vel af guði gerð og seigt í þeim, sem marka má hversu þau hafa öll komist vel til manns þrátt fyrir fátækt og erfiðleika í uppvexti. Gísli ólst að mestu upp hjá vanda- lausum og hlaut mjög litla skóla- v > + Eiskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR H. ODDGEIRSSON frá Vestmannaeyjum, Borgarheiði 13v, Hveragerði, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavikur miðviku- daginn 12. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ragna Lísa Eyvindsdóttir, Eyvindur Ólafsson, Sigríður R. Jónsdóttir, Hjörtur Ólafsson, Gunnur Inga Einarsdóttir, Hlynur Ólafsson, Þórdís Magnúsdóttir, Ásta Katrín Ólafsdóttir, Jóhannes Guðmundsson, Lilja Björk Ólafsdóttir, Óskar Óskarsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Andri Örn Clausen, barnabörn og barnabarnabarn. göngu, mest farkennslu í sveit nokkra mánuði í senn sem barn. Hann var eðlisgreindur vel og fróð- leikfús. Einkum hafði hann gaman af sögu og stjórnmálum. Hann kynnti sér mál ýtarlega og myndaði sér sjálfstæðar skoðanir, sem hann hélt vel fram. Bréfin sem hann sendi okkur til Svíþjóðar eru gull- náma. Þau voru yfirleitt margar þéttskrifaðar blaðsíður og hófust alltaf á þessum orðum: „Elsku Þór- arinn og Bryndís, af okkur Ellu er allt gott að frétta, en það er verra ástandið í Afríku...“ eða í næsta bréfi Suður-Ameríku. Síðan íylgdi nákvæm greinargerð um stjórn- málaástandið í þeim heimshluta. Menning, saga og stjórnmál Kín- verja vora honum alla tíð mjög hug- leikin. Hann keypti alla tíð kínversk tímarit og las þau af mikilli elju. Hann lét það ekki hindra sig að þau voru skrifuð á tyrfinni ensku. Hann sat við eldhúsborðið heilu kvöldin með enska orðabók og kínablaðið og fletti upp orðum sem hann skildi ekki og lærði ensku um leið. Hann ræddi kínversk málefni af mikilli kunnáttu og áhuga. Ég man eftir símtölum þar sem hann hringdi og var mikið niðri fyrir og sagði: „Ertu búin að sjá Moggann í dag? Sástu ekki greinina?" Ég hélt þá, að ég hefði misst af skrifum einhvers ná- komins vinar eða ættingja. Nei, það gat þá verið grein um stjórnmálaá- standið í Taívan, sem hann síðan ræddi af mikilli kunnáttu og ef ég einu sinni sem oftar hnaut um kín- versk nöfn eða atburði furðaði hann sig góðlátlega á kunnáttuleysi tengdadóttur sinnar og sagði: „Bryndís mín, þú menntuð mann- eskjan, kannast þú ekki við þetta?“ Það var ekki bara um heimsmálin sem Gísli hafði sjálfstæðar og ákveðnar skoðanir og vai- óhræddur að fara sínu fram. Heilsurækt var honum snemma hugleikin. Hann þótti ekki lítið undarlegur í háttum þegar hann sást hlaupa eftir Ægis- síðunni og taka teygjuæfingar á móts við Sörlaskjólið fyrir 30 árum og enginn var farinn að skokka og teygja. Á þeim áram hristi fólk líka höfuðið yfir sannfæringu hans á hollustu trefjaríkrar fæðu og leit baukana með hveitikíminu, hörfræ- inu og sojabaununum hornauga. Hann fór í sund daglega og stund- aði göngur. Snemma vors var ég á leið til vinnu og klukkan ekki orðin átta að morgni. Þá sá ég Gísla ganga rösklega á móti rokinu á Hverfísgötu. Hann var þá að æfa sig fýrir Kínaferðina. Hann hafði gengið við hækju og staf um tíma vegna krankleika í fótum, en ákvað að staflaus skyldi hann til Kína og með þrotlausum vilja og æfingum tókst það, þó að heilsan brygðist honum í þeirri ferð. Gísli var keppnismaður að eðlis- fari. Hann spilaði brids og tefldi mikið. Hann tók þátt í mótum bæði innanlands og utan og vann til margra verðlauna. Hann spilaði ætíð til vinnings. Hann kom heim að afloknu spilakvöldi og rakti spilið fyrir okkur spil fyrir spil og ekki öf- unda ég þann sem hafði lagt rangt út eða misskilið meldingar. Hann hafði unun af að taka upp spil eða skákir úr blöðum og bókum og æfði sig að tefla við tölvu. Stuttu áður en hann lagði upp í síðustu Kínaferð sína fór ég með honum í búð að kaupa bridsbók og sagnspjöld. Hann talaði þá um Villa bróður sinn sem hann spilaði mikið við en var nýdáinn og ég fann að hann saknaði hans sárt. Gísla afa, Gísla tengdapabba og pabba er sárt saknað á okkar heim- ili og minningin um hann geymist ávallt í huga okkar. Bryndís Benediktsdóttir. Það era rúmir tveir áratugir síð- an ég kynntist Gísla tengdaföður mínum fyrst. Hann tók mér strax opnum örmum, og fannst mér sem ég hefði alltaf tilheyrt fjölskyldunni. Gísli var mjög vel að sér um marga hluti, enda mjög fróður maður og víðlesinn, en hann var að miklu leyti sjálfmenntaður og lærði t.d. ensku að mestu leyti með því að lesa er- lend fréttablöð með orðabók sér við hlið, þar sem hann fletti nýjum orð- um jafnóðum upp og lærði þau. Gísli fylgdist mjög vel með heimsmálum í fréttum, jafnt í útvarpi sem og í dagblöðum, og hafði mjög sjálfstæð- ar og sterkar skoðanir á ýmsum málum. Þegar Gísli varð sjötíu ára bauð hann öllum afkomendum sínum og tengdabörnum til Laugarvatns, sem var einn af hans uppáhaldsstöðum og áttum við þar góða helgi saman. Þetta varð til þess, að upp frá því fórum við alltaf í fjölskylduferð á hverju sumri. Þá var yfirleitt gist í tvær nætur einhvers staðar úti á landi, grillað, farið í gönguferðir, leiki og sund. En Gísli leiddi hópinn, þar sem hann var ákaflega mikið fyrir útivist og hreyfingu. Hann var mjög vel á sig kominn líkamlega og máttum við hin yngri hafa okkur öll við að fylgja honum eftir í fjallgöng- um. Fyrir fáum árum fór annað hnéð að gefa sig og átti hann þá ekki jafn auðvelt með gang og fyrr. Það var erfiður tími fyrir hann þar sem hann gat ekki hreyft sig sem fyrr, en hann hafði t.d. verið vanur að fara í sund daglega. Gísli og Elín höfðu mjög gaman af því að ferðast bæði innanlands og utan og það vora ófáar ferðimar sem þau fóru í, og kynntust þau þá mörgu góðu fólki, þar sem Gísli var mjög opinn persónuleiki og fljótur að kynnast öðrum. Oft fékk Gísli fólk til að grípa í spil eða tefla og hafði hann unnið verðlaun oftar en einu sinni í bridskeppnum. Ég mun sakna samverustundanna sem við áttum saman. Guð blessi minningu hans. Vigdfs. Alltaf þegar ég hitti afa tók hann svo vel á móti mér með kossi og faðmlagi og þannig kvaddi hann mig líka alltaf. Það var alltaf svo gott að tala við afa, hann settist niður hjá manni og ræddi við mann, þannig að mér fannst ég vera mikilvæg manneskja. Mér fannst skemmtilegast þegar við fórum saman í fjölskylduferðirn- ar, þá skemmtu allir sér svo vel saman. Líka á jólunum og á áramót- unum, þá hittust við líka alltaf öll, stórfjölskyldan. Við munum sakna afa sérstaklega mikið á þessum tím- um. Ég mun alltaf sakna hlýju faðm- lags hans. Þín sonardóttir, Fanney. Föðurbróðir minn, Gísli Guð- mundsson, er látinn. Hann starfaði lengst af sem lögregluþjónn í Reykjavík, varð áttræður og einu ári betur. Gísli fæddist í Reykjavík 12. júlí hið örlagaríka ár 1917. Hann fæddist á milli byltinganna tveggja í Rússlandi, febrúarbyltingarinnar og októberbyltingarinnar, en fyrsti veturinn sem hann lifði í Reykjavík hefur lengst af verið nefndur frosta- veturinn mikli. Þann vetur bjó hann í litlum og köldum kjallara í vestur- bæ Reykjavíkurborgar. Það má með vissum rétti segja að Gísli Guðmundsson og jafnaldrar hans hafi lifað heilt söguskeið, enda tala sumir sagnfræðingar nútímans um tuttugustu öld hina skemmri. Spannar hún tímann frá upphafsár- um fyrri heimstyrjaldar 1914 og fram að hruni Berlínarmúrsins 1989. Þessir sögulegu atburðir koma upp í hugann þegar ég minnist Gísla, ekki síst vegna þess hve sag- an var honum hugleikin. Hann fylgdist vel með öllum atburðum og hafði sína persónulegu sýn. Ég var eitt sinn að spyrja hann út í tímana. Síðari heimstyrjöldina bar á góma. Þá mælti Gísli: „Ég var á Vífilsstöð- um og man að ég var að fara í mat þegar ég heyrði að Hitler hefði ráð- ist inn í Sovétríkin. Ég man að ég hugsaði: Nú er maðurinn endanlega orðinn vitlaus. Þetta verður hans bani.“ Ég hef líka heyrt af bréfum sem Gísli ski-ifaði syni sínum og tengda- dóttur, er þau vora erlendis við nám, en í þeim fjallaði hann gjarnan um ástand mála víða um heim, tók eina heimsálfu fyrir í einu. Það er skrýtið að nú þegar flestir telja einsflokkskerfi úrelt er engu líkara en allir séu sammála um allt og fylgi í raun sömu flokkslínunni, einsog um eitt allsherjar einræðis- gallerí sé að ræða. Ég kunni því vel að meta þann eiginleika Gísla að vera ekki endilega á sama máli og meirihlutinn. Það þekkjum við úr bókmenntunum að minnihlutamenn hafa oft meiri málstað. Ég tel að viðhorf Gísla til þjóð- mála hafi mótast talsvert af kreppu- áranum og erfiðleikunum sem þá blöstu við. Hann sagði mér frá harkinu í verkamannavinnu í Reykjavík, sfldveiðum á Siglufirði og bústörfum í Borgarfirði. Þó svo að í frásögnum hans birtist heimur óöryggis og erfiðleika var stutt í skopskynið og hinn mærðarlega krepputón var hvergi að finna í orð- um hans. í blaðagrein velti Gísli því fyrir sér hvort Evrópusambandið gæti komið í veg fyrir vandræði einsog kreppuna með skipulagi sínu og hvatti um leið eldra fólk til að segja frá reynslu sinni af kreppunni. Á þeim áram kynntist Gísli hinum ill- ræmda vágesti berklunum og dvaldi um hrið á Vífilsstöðum. Þrátt fyrir veikindin tókst honum að nýta tím- ann til lesturs og þekkingaröflunar. Gísli hreifst mjög af Kína og Kín- verjum og heimsótti Kína tvisvar sinnum. Síðasta ferð hans til Kína var á þessu ári. Það var viss helgi- blær yfir því að sjá Kína í hinsta sinn. Gísli hafði kynnt sér sögu Kína vel áður en hann fór þangað í fyrsta sinn. Hann las bækur um Kína, ferða- sögur og sagnfræðirit og var áskrif- andi að blöðum einsog Peking Revi- ew og China Bulletin. Hann kenndi sjálfum sér ensku við fróðleiksöflun um Kína og kynnti sér einnig vel sögu annarra landa. Hann sló orð- unum upp og merkti við þau í orða- bókinni. Einhverju sinni þegar ég spurði Gísla hvað væri svona merkilegt við þessa Kínverja vitnaði hann í Alla Spánarfara sem ferðast hafði um allan heim og hélt því fram að Kínverjar væra gestrisnir menn. Þegar Gísli síðan naut gestrisni Kínverja þótti honum Alli hafa haft lög að mæla. Ásamt sínum trygga förunaut, Elínu konu sinni, ferðað- ist hann víða og höfðu þau komið saman í allar heimsálfur nema Ástralíu. Gísli var einsog áður segir fædd- ur í Reykjavík. Hann var sjötti í röðinni af tíu systkinum. Faðir hans var úr Ánanaustum í Reykjavík og rótgróinn Reykvíkingur en móðir hans úr Skeiðahreppi í Árnessýslu. Af systkinunum tíu era nú sex látin. Aðstæður höguðu því þannig að systkinin ólust ekki nema að litlu leyti upp saman. Þau voru send á ýmsa sveitabæi, aðallega í Grímsnes- inu, en áttu eftir að sameinast á ný á heimili móður sinnar í Reykjavík. Gísli dvaldist á Laugardalshólum í Laugardal. Hann lýsti dvölinni þar sem ánægjuiegri. Laugardalshólar vora með stærstu býlum í sveitinni. Hann sagði mér að eitt sinn hefði hann verið sendur eftir brauði að öðrum bæ. Með honum var vinnu- maður og er þeir komu að móbergs- klöpp einni heyrðu þeir drunur í jörðinni. Þeir höfðu jámkarl með- ferðis og börðu nú lengi í steininn, fóra í gegn og fundu hver. Hestur- inn sem Gísli var á tók sprett og hann rúllaði af baki með brauðið í fanginu. Gekk Gísli með brauðið heim en hverinn var síðan notaður til að hita upp alla bæina í grennd- inni. Gísli hafði alla tíð yndi af skáklist og bridgespili. Hann tefldi fyrir lög- regluna á skákmótum og náði oft góðum árangri. Hann þótti líka lag- inn sem lögregluþjónn og beitti fyr- ir sig samræðulist með góðum ár- angri. Sem unglingur sá ég hann oft á Laugaveginum. Hann var oft að spjalla við menn en engan sá ég hann færa burt í járnum. Ég þakka Gísla kynnin. Þau lifa með mér sem línur í ljóði. Elínu konu hans og börnum öllum og barnabömum sendi ég samúðar- kveðjur. Einar Már Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.