Morgunblaðið - 14.08.1998, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Hvunndagur og
karaoke í landi
hinnar rísandi sólar
Jónas Hallgrímsson sýnir þessa dagana
ljósmyndir frá Japan í Galleríi Geysi.
Geir Svansson fór á sýninguna og
ræddi við ferðalanginn.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
JÓNAS Hallgrímsson, ljósmyndari.
JÓNAS Hallgrímsson var
lengi búinn að ganga
með það í maganum að
fara til Japans. Ekki dró
úr lönguninni þegar hann
kynntíst tveimur japönskum
stúlkum í London, þeim Utako
Miyamoto og Hitomi Terashi,
sem vildu ólmar fá hann í heim-
sókn. „Þegar svo Britísh Airwa-
ys bauð farið á 35 þúsund krón-
ur íslenskar, fram og tílbaka,
frá London, ákvað ég að slá
tvær flugur í einu höggi; heim-
sækja vinkonur mínar og láta
gamlan draum rætast.“
Jónas er 26 ára gamall ljós-
myndari. I júlí síðastliðnum
lauk hann þriggja ára námi í
ljósmyndun í Englandi. Þar af
var hann eitt ár i Bournemouth
en tvö í Redding. Hann vinnur
fyrir sér með skrifstofuvinnu,
hjá Olíufélaginu Esso, en tekur
að sér ljósmyndaverkefni þar
fyrir utan.
„Ég er frekar rólegur í
þessu,“ segir Jónas aðspurður
um framtíðaráætlanir í ljós-
myndun. „Ég tek að mér tíl-
fallandi verkefni en treystí mér
ekki tíl að fara út í þetta í fullri
atvinnumennsku enn sem komið
er. En auðvitað er maður í þessu
í öllum frístundum.“ Þessa
stundina er hann t.d. að vinna að
tveimur plötuumslögum, öðru
fyrir vin sinn, Lárus Sigurðsson
gítarleikara og hitt fyrir Onnu
Halldórsdóttur söngkonu.
Japanir gestrisnir
Ferð Jónasar tíl Japans varði
tíu daga. Hann dvaldi mest í
litlu þorpi skammt frá Tókýó
sem heitír Shizu en skoðaði sig
um í stórborginni og í Chiba og
Yotzikaido sem eru nálægir bæ-
ir. Jónasi fannst stórborgin til-
komumikil en jafnframt heldur
yfirþyrmandi; hann kunni betur
við sig í friðsældinni í Shizu.
„íbúar í Tókýó eru um 12 millj-
ónir en virka daga er sagt að
nærri 20 milljónir manna séu í
borginni!“
I Shizu gisti hann hjá öldungi
einum sem var að læra ensku
upp á eigin spýtur. „Það er
miklu persónulegra að búa í
heimahúsum en á hótelum.“
Tjáskiptí gengu þokkalega vel
fyrir sig. „Japanir eru ekki van-
ir Evrópubúum en þeir eru
greiðviknir og fúsir til að veita
manni aðstoð. Það gekk ágæt-
lega að bjarga sér þótt maður
kunni ekki stakt orð í japönsku
og gætí ekki lesið á öll umferð-
arskiltín og götumerkingar.
Þetta reddaðist allt einhvern
veginn.“
Ljósmyndir Jónasar eru lát-
lausar og óformlegar. Margar
þeirra sýna hversdagslegt líf í
stórborginni og sjónarhorn
ferðalangsins á það. „Ég ákvað
að nálgast þetta verkefni eins
og venjulegur ferðamaður.
Hafði eina 35mm vél meðferðis.
Hélt þessu eins einföldu og
hægt er. Var ekkert að flækja
málin.“ Sýningin sjálf endur-
speglar þessi óformlegheit;
myndirnar eru órammaðar og
festar á vegg með teiknibólum.
Hógværðin sem einkennir
sýninguna er Jónasi greinilega
eðlislæg. „Það er svo sem ekk-
ert mikið um þessar myndir að
segja. Þær eru einfaldlega
nokkurs konar heimild um
ferðalag mitt. Það er allt og
sumt.“
Karaoke af innlifun
Á einni myndinni er önnur
vinkona Jónasar að syngja kara-
oke með fyrirmynd á sjónvarps-
skjá. En eins og allir vita þá er
þessi íþrótt uppruimin í Japan
og nýtur þar mikilla vinsælda. Á
Vesturlöndum er hún einkum
stunduð á börum. Téð mynd er
þó ekki tekin á bar: „Þessi stað-
ur sem við fórum á, eða réttara
sagj;, sem þær drógu mig á, var
ekki beint bar. Þarna var nokk-
urs konar anddyri og afgreiðsla
fyrir um tíu sérherbergi, hvert
um sig hljóðeinangrað, með
einni svona karaoke-græju, sjón-
varpi og tílheyrandi.
Þessi herbergi getur maður
leigt í hálftíma eða lengur und-
ir einkatima í karaoke. Þarna
inni eru hægindastólar og mað-
ur getur pantað sér veitingar.
Við vorum bara þijú þarna inni.
Vinkonur mínar sungu báðar af
innlifuu og ég söng tílneyddur
eitt lag. Það er víst móðgun að
segja nei. Og eins gott fyrir við-
skiptamenn á ferð að gera sér
það ljóst. En einnig því að það
er ekki til siðs að syngja betur
en gestgjafínn, einkum ef hann
er háttsettur.“
Jónasi þótti uppákoman
skemmtileg og skringileg en
var jafnframt feginn. „Ég vissi
að það stæði til að draga mig á
karaoke-stað og hafði kviðið því
að þurfa syngja fyrir framan
fullan bar af fólki. Ég er ekki
mikill söngmaður.“
Sýning Jónasar í Galleríi
Geysi, Hinu húsinu, Aðalstrætí
2, stendur yfir fram til 23. ágúst
og er opin alla daga vikunnar.
„Ágúst-
þrenna“
„ÁGÚSTÞRENNA“ í Lista-
safni Amesinga verður opnuð
laugardaginn 15. ágúst kl. 15
og stendur til 30. ágúst. Þar
mætast myndlistarmennirnir
Þorbjörg Höskuldsdóttir, Det-
el Aurand og Luigino Valent-
in.
Þorbjörg Höskuldsdóttir er
fædd árið 1939. Hún nam við
Myndlistarskóla Reykjavíkur
og Listaakademíuna í Kaup-
mannahöfn. Þorbjörg hefur
haldið 13 einkasýningar til
þessa og tekið þátt í fjölda
samsýninga hérlendis og er-
lendis. Verk eftir hana eru í
eigu helstu safna landsins.
Auk þess sýnir hún mynd-
skreytingar, sem gerðar voru
fyrir nýútkomna bók: Erotic
Iceland.
Berlín og Bandaríkin
Detel Aurand er fædd árið
1958. Hún ólst upp í Berlín
undir áhrifum ömmu sinnar,
sem var málari. Eftir nám í
stjómmálafræðum við Berlín-
arháskóla sneri Detel sér al-
farið að málverkinu árið 1983.
Síðan þá hefur hún sýnt verk
sín í Sviss, Bandaríkjunum,
Þýskalandi og á Islandi og
jafnframt haldið námskeið.
Málverldn, sem öll em frá
þessu sumri, em án titils og
leggur listakonan áherslu á
mikilvægi þess að „upplifa“
verkin án orða.
Luigino Valentin er fæddur
í Haag árið 1964. Hann ólst
upp í Bandaríkjunum og lærði
við School of Visual Arts í
New York, þar sem hann býr
nú og hefur sýnt verk sín ým-
ist einn eða með öðmm. I
verkum sínum lýsir Luigino
fólki eða einföldum hlutum,
sem fyrir augu ber og veltir
íyrir sér samhengi þeirra við
umhverfið.
Opið kl. 14-17 nema mánu-
daga á sýningartímanum.
MYND af sýningunni í Fiskinum. Mynd af bíl Húberts Nóa myndlistarmanns
en titillinn er: Húbert Nói - R 3551.
MYND af heimili Atla Heimis Sveinssonar. Titill myndar er:
Atli Heimir Sveinsson. Holtsgata hátt (hljóðbært).
Stjörnur miðbæjarins
kortlagðar
ÞORVALDUR Þorsteinsson
myndlistarmaður og Jóní Jóns-
dóttir myndlistarmaður opna
samstarfssýningu í Galleríinu
Fiskinum við Skólavörðustíg á
morgun, laugardag, klukkan
16. Um sljörnuopnun svokall-
aða er að ræða enda er hér
sljömusýning á ferðinni að
sögn Þorvaldar Þorsteinsson-
ar. „Við höfum fengið alís-
lenska stjörnu til að koma og
vera við opnunina og hún mun
leggja hendur sínar í blauta
steypu og það verður vonandi
aðeins byijunin á að breyta
Skólavörðustíg í hið íslenska
Hollywood Boulevard," sagði
Þorvaldur en hann og Jóní
hafa unnið stjörnugötukort
fyrir 101 svæðið í Reykjavík,
miðbæinn, þar sem sést hvar
allt „fræga“ fólkið býr.
Einnig eru á kortinu, sem
framleitt er af fyrirtækinu
Innan handar, upplýsingar
um hvað fræga fólkið borðar,
hvar það kaupir fötin sín og
hvar það skemmtir sér, að
sögn Þorvaldar.
Þorvaldur sagði sýninguna
upphafið á óhjákvæmilegri
þróun. Nú væri 101 svæðið
tekið fyrir en í framhaldi yrðu
önnur svæði hugsanlega
tekin fyrir með sama hætti og
fræga fólkið kortlagt.
Heimildir um yfír 40 íslensk-
ar sljörnur verða á sýningunni.
„Það verða örugglega margir
sárir að komast ekki með í úr-
takið en þetta er bara fyrsta út-
gáfa. Menn geta komist á kortið
seinna,“ sagði Þorvaldur Þor-
steinsson og sagði þau Jóní
væru þreytt en ánægð nú þegar
verkefnið væri komið í höfn.
„Það er ekkert áhlaupaverk að
afla upplýsinga um íslenskar
sljörnur. Leyndin og öryggis-
gæslan er slík.“