Morgunblaðið - 14.08.1998, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra, Ástríður Thorarensen, eiginkona hans, og Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku landsijórnarinnar, skoða
Hvalseyjarkirkju í gær. Kirkjan er talin hafa verið reist af norrænum mönnum í kringum árið 1300 og er um 20 km frá bænum Qarqortoq. í dag
verður svipast um á slóðum Eiríks rauða í Brattahlíð og haldið heim á leið síðdegis.
Mikilvægl að samskipti
þjóðanna verði efld
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
og Jonathan Motzfeldt, formaður
grænlensku landstjórnarinnar, eru
á einu máli um að mikilvægt sé að
efla samskiptin á milli Grænlands,
Islands og Færeyja og segja að sú
ákvörðun að koma á reglubundn-
um fundum milli forystumanna
þessara landa sé mikilvægt skref í
þá átt. Kom þetta m.a. fram í sam-
tali við forsætisráðherra og land-
stjórnarformanninn í gær, en það
var þriðji og næstsíðasti dagurinn
í opinberri heimsókn ráðherrans
til Grænlands.
Jonathan Motzfeldt segir að
samskiptin milli íslands og Græn-
lands hafi aukist og styrkst á und-
anförnum árum, t.d. hafi einstakir
fagráðherrar landanna haft meira
samstarf en oft áður og telur hann
mikilvægt að svo verði áfram.
Fundurinn með forsætisráðherra
Islands á þriðjudag hafi verið enn
eitt dæmið um meiri samskipti
landanna, en eftir fundinn hafi
hann og ráðherrann undirritað yf-
irlýsingu um frekara samstarf á
ýmsum sviðum, t.d. í mennta-,
heilbrigðis- og orkumálum.
Davíð Oddsson forsætisráðherra er nú stadd-
ur í opinberri heimsókn á Grænlandi ásamt
eiginkonu sinni, Astríði Thorarensen. Arna
Schram blaðamaður og Kristinn Ingvarsson
ljósmyndari fylgdust með för þeirra um
Suður-Grænland í gær þar sem kirkjurúst-
imar á Hvalsey voru m.a. skoðaðar.
Davíð Oddsson tekur undir þau
orð Motzfeldts að samskipti land-
anna hafi aukist. Forystumenn
landanna hafi fundað reglulega
fyrir u.þ.b. 10-15 árum, en þeir
fundir hafi hins vegar fallið niður.
„Nú ætlum við að taka upp reglu-
leg samskipti á nýjan leik og verð-
ur fyrsti fundurinn haldinn í
Reykjavík um mánaðamótin októ-
ber, nóvember,“ segir hann og
bætir þvi við að viljinn til þess að
halda slíka fundi reglulega sýni
fram á samstarfsvilja manna á
norðurslóðum.
Motzfeldt nefnir ýmsar ástæður
fyrir því að Grænlendingar vilji
eiga gott samstarf við Islendinga.
I því sambandi bendir hann m.a. á
það að brýnt sé að Grænlendingar
og íslendingar komi sér saman um
hvernig nýta beri fiskistofnana í
Norður-Atlantshafi á skynsamleg-
an hátt. Auk þess telur hann nauð-
synlegt að Færeyjar og Noregur
komi einnig að þeim málum.
Þannig yrði málflutningur þessara
landa sterkari út á við, ekki síst
gagnvart Evrópusambandinu.
„Út frá sjónarhóli Islendinga er
augljóst að það þarf að vera náið
samstarf milli Grænlands og ís-
lands þannig að það komi aldrei
upp einhver misskilningur milli
þjóðanna varðandi nýtingu á stofn-
um, til að mynda fiskistofnum sem
auðvitað ferðast á milli landamæra
án þess að gera boð á undan sér.
Okkur hefur fundist vanta dálítið
upp á að þarna séu hlutirnir í nógu
góðum skorðum," segir Davíð.
Þeir tala einnig um frekara sam-
starf landanna á fleiri sviðum, t.d.
á sviði orkumála, en Grænlending-
ar hafa hug á því að byggja fleiri
vatnsorkuver. Þar horfa þeir til
þekkingar íslendinga og að sögn
Davíðs verður farið nánar ofan í
það samstarf á næstu vikum. Fleiri
mál eru ofarlega í huga ráðherra
og formanns landstjórnar og seg-
ist Davíð stoltur af því að löndin
skuli taka höndum saman um það
að varðveita minjar í Brattahlíð.
„Eg held að við ættum einnig að
taka þátt í því að varðveita kirkj-
una í Hvalsey, sem er mjög merki-
leg, en það vantar ekki mikið upp á
til þess að endurreisa einn vegg-
inn, sem hefur hallast mikið.“
Halldór
Ásgrímsson
Utanríkisráðherra
í Afrfkuheimsókn
Stjórnmála-
samband
við Malaví
undirritað
Lilongwe, MalavívMorgunblaðið.
HALLDÓR Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra og Mapopa
Chipeta, starfsbróðir hans í
Malaví,
undirrituðu
í gær yfir-
lýsingu um
stjórnmála-
samband
Islands og
Malaví.
Lilongwe,
höfuðborg
Malaví, er
fyrsti við-
komustaður
utanríkisráðheiTa í tíu daga
opinberri heimsókn hans til
fjögurra Afríkuríkja.
Halldór Ásgrímsson sagði
við undirritunina að tengsl Is-
lands og Malaví hefðu lengi
verið góð og Islendingar væru
ánægðir með að hafa getað
veitt Malövum þróunaraðstoð.
Halldór sagði tilgang heim-
sóknar sinnar ekki sízt þann
að kanna tækifæri til frekari
þróunarsamvinnu landanna.
Þróunarsamvinnustofnun hef-
ur starfað í Malaví frá 1989.
Mapopa Chipeta sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að
stjómvöld í Malaví legðu mikla
áherzlu á að koma á stjóm-
málasambandi við vestræn ríki
á borð við ísland. „Malaví var
lengi einangrað á alþjóðavett-
vangi og tók ekki fullan þátt í
samfélagi ríkja. Stjómmála-
samband við ríki eins og ísland
gefur okkur tækifæri til að
eignast nýja bandamenn, læra
af þeim og treysta tengslin til
frambúðar. Þess vegna lítum
við á þessa heimsókn sem eina
þá mikilvægustu á árinu,“
sagði Chipeta.
Ráðherrann sagðist vænta
mikils af frekari þróunarsam-
vinnu við Island. Hann nefndi
sérstaklega fiskveiðar, skóg-
í'nalrf
-X CbiVb,
U/-ií 1 V» w rr ríí a Ó1
ncnuj igUiomai
menntamál.
Fjölflokkakerfi var tekið
upp á Malaví fyrir fjómm ár-
um, er einræðisherrann
Hastings Kamuzu Banda lét af
völdum. Halldór Ásgrímsson
mun í dag eiga fund með Bakili
Muluzi, forseta landsins, og
fjölda ráðherra í ríkisstjórn
hans. Þá mun ráðherrann
kynna sér verkefni Þróunar-
samvinnustofnunar í Malaví.
Mæðgur saman á
fiðlutónleikum
EVA Mjöll Ingólfsdóttir fiðluleik-
ari, sem búið hefur erlendis í
nærri tvo áratugi, er stödd hér á
landi og verður með tvenna tón-
leika á næstunni, þá fyrri á morg-
un i kirkjunni í Stykkishólmi.
Eva Mjöll hefur gert víðreist um
dagana. „Ég fór 19 ára út til Brus-
sel í nám og þaðan til Genfar, síð-
an til Amsterdam, Bandaríkjanna,
Japan og fleiri staða.“ Inni á milli
búferlaflutninga, í á 17. ár, hefur
hún dvalið samtals 2 ár á íslandi,
annað þeirra árið sem hún átti
dóttur sína, Andreu.
Það heyrir til nokkurra tíðinda
að Andrea, sem nú er níu ára göm-
ul, mun leika á hvorum tveggju
tónleikunum með móður sinni.
Andrea segist hafa byijað að leika
á fiðlu Qögurra ára gömul og er
staðráðin í því að verða einleikari.
Þær mægður eru staddar hér á
landi í stuttu frfi en búa í New
York ásamt eiginmanni og föður,
Kristni Helgasyni, sem er háttsett-
ur tæknilegur ráðgjafi við stjórn-
sýsludeild Sameinuðu þjóðanna á
stefnumótunarsviði. Fjölskyldan
mun búa áfram í New York um
sinn en er þó farin að huga að
heimför.
Eva Mjöll og Andrea eru ný-
komnar frá Frakklandi þar sem
þær sátu sumarnámskeið Tours.
„Á námskeiðið koma margir ungir
og efnilegir tónlistarmenn en
ennig reyndir einleikarar. Flestir
kennararnir voru rússneskir og all-
ir höfðu lært hjá David Oistrach.
Það var ómetanlegt fyrir mig að fá
að fylgjast með þeim að störfum.
Morgunblaðið/Arnaldur
MÆÐGURNAR Eva Mjöll Ingólfsdóttir og Andrea Kristinsdóttir.
Kröfurnar eru svo miklar."
Mæðgurnar halda utan innan
skamms en Eva Mjöll kemur aftur
í október til að kynna geisladisk
sinn sem kemur út í september á
vegum Japis. Á tónleikunum
flytur Eva Mjöll verk eftir Bach,
m.a. Partitu nr. 2, Sónötu eftir
César Franck, verk eftir Kreisler
og „Meditation“ eftir Thais. Andr-
ea, ætlar m.a. að leika Csardas eft-
ir Monti og „Mazurka" eftir Wieni-
awski.
Ekki ætti að spilla fyrir væntan-
legum áheyrendum að vita að fiðla
Evu Mjallar er sögufrægur gripur.
„Hún er smiðuð af rússneska fiðlu-
smiðnum Goffriller árið 1720. Eig-
andinn á undan mér, Dmitri Tziga-
nov, var einn af þessum allra fræg-
ustu. Hann frumflutti t.d. mörg
verk eftir Prokofíev og Shosta-
kovítsj og sá síðarnefndi samdi
kvartett nr. 12 sérstaklega fyrir
Tziganov. Rússunum í Tours þótti
mikið til koma að ég léki á svona
gersemi!"
Tónleikarnir í Stykkishólmi
heijast klukkan 17 á morgun,
laugardaginn 15. ágúst. Þeir
seinni verða sunnudaginn 23.
ágúst í kirkjunni í Hveragerði og
hefjast á sama tíma. Undirleik
annast Peter Máté, píanóleikari
frá Tékklandi sem kennir um þess-
ar mundir við Tónlistarskólann í
Reykjavfk.