Morgunblaðið - 14.08.1998, Side 28

Morgunblaðið - 14.08.1998, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Kryddlegin hjörtu og eldsteikt nýrn. # Smjörsteiktur smokkfiskur í sætu chilly. # Kókosristuð hörpuskel með eplum og karrý. # Öðuskel í kryddjurtum með ostatoppi. Hvítvínssoðinn kræklingur. # Hunangssteiktur steinbitur með soya og engifer. # Eldsteikt tindabykkja í dökku koníakssmjöri. # Rósarsteiktur lambavöðvi með grænpiparsósu. # Braseruð kanína með ólífum, tómat og basillaufum. Heimalagaður ís # Ofnbökuð kanilepli # Súkkulaði- og bananamús Sími: 435-6700 ------------------«^20 Mörkinni 3 • sími 588 0640 E-mail: casa@islandia.is • www.cassina.it • www.roset.de • www.zanotta.it • www.artemide.com • www.flos.it • www.ritzenhoff.de • www.alessi.it • www.kartell.it • www.fiam.it • www.fontanaarte.it www.mbl.is AÐSENDAR GREINAR Vorum skuldunautum Formaður! Eg hef verið að taka til í flokks- skúffunni hjá mér af því að ég ætla að skilja við flokkinn. Par rakst ég á bréf sem mér barst frá þér skömmu fyrir landsfundinn sem haldinn vai- á dögunum. Þar skýrirðu frá heldur bágri fjárhags- stöðu flokksins. Þú segir að við end- urskoðun bókhaldsins hafi komið í Ijós „að skuldir flokksins voru miklu hærri en menn höfðu áður talið og gert flokknum grein fyrir á lands- fundi 1995. Samkvæmt þeim upplýs- ingum áttu skuldir flokksins að vera á bilinu 33-35 milijónir króna ..." Og áfram: „Við endurskoðun bókhaldsins kom hins vegar í ljós að skuldirnar voru 52 milljónir króna. Allt eru þetta skuldir sem urðu til á og fyrir árið 1995 og tengjast aðallega kosn- ingum það ár og árið á undan.“ Að vonum er þér um og ó en lætur þó ekki deigan síga heldur hvetur okkur til að opna budduna, því ef all- ir legðust á eitt og borguðu oft og helst mikið í senn þá yrði þetta lítið mál fyrir flokkinn og myndi styrkja hann í „mikilvægu pólitísku starfi“ (hvað sem það þýðir nú, eftir á að hyggja!) og segir: „... bið ég þig að taka þessari beiðni vel ef vilji er til að halda starfseminni áfram.“ Niðurlagsorð bréfsins gengu mér hjarta nær og höfðu þau áhrif á mig að ég er sestur við að skrifa þér. Þú lýkur bréfinu svona: „Með von um að með samstöðu getum við bætt fjárhagsstöðu flokks- ins og greitt skuldir hans sem um leið eru skuldir okkar allra.“ Bréf þitt vekur ýmsar áleitnai- spurningar. Fyrsta spumingahrinan hljóðar svo: Hver gaf þessar röngu upplýsingar á landsfundinum 1995, hver hafði unnið þær í hendur þess sem veitti þær og samkvæmt hvaða gögnum voru skuldirnar 33-35 milljónir? Hvaða gögn komu í ljós eftirá, hvenær og hvemig og hvar höfðu þau verið þessi gögn þegar verið var að útbúa ársreikningana? Var verið að falsa bókhaldið eða hvað, og hver var þá að því? Hafði þetta „lítilræði" bara gleymst? Eða vora þeir sem véluðu um fjármál flokksins næst á undan þér ekki talnagleggri en þetta? Þú segir að þessar skuldir hafi orðið til „á og fyrir árið 1995 og tengjast aðallega kosningum það ár og árið á undan“. Þá er það hrina tvö: Eg vil þó geta þess fyrst að þar sem þú talar um kosningar 1995 vona ég að þú eigir við þingkosning- ar sem haldnar vora það ár en ekki formannskosningamar í flokknum og geng út frá því að svo sé: Hver stofnaði til þessara skulda, af hvaða tilefni og hvað vai- skuldfært? Hver stýrði peningamálum fram á haust- daga 1995 og í umboði hvers og und- ir eftirliti hverra? Og: Til hvaða skulda var stofnað og hjá hverjum á vegum flokksins í kosningum 1994? Þá er komið að því að inna eftir hinu sem ekki er minnst á í bréfinu. Það er nokkuð sem hef- ur verið á flestra vitorði fyrii’ þessa miklu end- urskoðun á fjármálum flokksins. Þetta er eins konar óstaðfest þjóðar- leyndarmál af því kyni sem allir fjölmiðlamenn landsins ákváðu að fara í þagnarbindindi um og tímabært að upplýsa nú ef rétt er en kveða nið- ur ef rangt er. Því er spurt: Er það rétt að forveri þinn í formennsku ásamt framkvæmda- stjóra flokksins hafi haft nánast óheftan aðgang að sjóðum hreyfing- arinnar til einkanota í gegnum krítar- kort eða á einhvem annan hátt? Höfðu þeir tvímenningar fundið upp á þessu bragði til búdrýginda hjá sér Ég vil fá að vita, hvað ég er að borga fyrir, segir Ulfar Þormóðsson í opnu svarbréfi til formanns Alþýðubandalagsins. með vitund framkvæmdastjórnar flokksins? Hversu háar upphæðir vora þama á ferðinni? Vora hlunnindi þessi talin fram til skatts? Og áfram: Er það rétt að einn af fram- kvæmdastjórum flokksins og nú einn af oddvitum sameiningarferilsins (pólitískt orðfæri jafnaðarmanna) í nágrannasveitarfélagi við mig hafi notað ávísanahefti flokksins eins og sitt eigið og bókhaldar- ar hreyfingarinnar setið löngum stundum við að flokka nótur af veitinga- húsum borgarinnar frá rekstramótum flokks- ins? Mig langar líka að inna eftir því hvaða lög- giltur endurskoðandi undirritaði flokksreikn- inga fyrir og eftir skuldaaukningu. Allt þetta þætti mér vænt um að fá að vita, vegna þess að nú, eftir landsfund, er komið í ljós að búið er að veð- setja flokkinn minn. Þú segir að menn eigi ekki að hlaupa frá skuldunum. Því er ég innilega sammála, tek undir með þér og tel sjálfsagt að rukka Hjörleif, því ég er viss um að Hannibal hefur þurft að borga sitt við brottfór svo ekki sé minnst á annan formann flokksins og nær í tímanum. Það er vegna þess hversu sam- mála ég er þér í skuldaskilamálum að ég hef lagt fyrir þig þessar spurn- ingar á opinberum vettvangi. Eg vil fá að vita hvað ég er að borga fyrir áður en ég reiði fram féð. Loks er þá komið að þvi að spyrja hver minn hlutur er í þessum skuld- um. Eg ætla að reyna, „í anda þeirr- ar samábyrgðar sem flokkurinn hef- ur alla tíð staðið fyrir“, að borga minn part fyrr en síðar svo ég hafi það ekki á tilfinningunni þegar ég fer með hugsjóninni á burt úr flokknum að ég sé tengdur honum skuldaböndum um ókomna tíð. Með ósk um skjót svör og greið og þakklæti fyrir samfylgdina á liðnum ái-um og áratugum. Höfundur er rithöfundur og fyrr- verandi biaðamaður. Um aflagjald og erfðarannsóknir AÐ UNDANFÖRNU hafa menn komið að máli við mig og spurt mig álits á erfðarannsóknum Kára Stef- ánssonar og hafa viljað vita hvaða afstöðu ég og félagar mínir í Sam- tökum um þjóðareign hafa til þeirra og íslenzkrar erfðagreiningar hf. Stjómin hefur ekki fjallað með formlegum hætti um þetta mál enda þótt við höfum oft rætt það. Það sem hér fer á eftir er því algerlega á mína ábyrgð og ber ekki að túlka sem skoðun Samtakanna. Fiskimiðin umhverfís ísland era þjóðareign. Það hefur verið ákveðið með lögum frá Alþingi. Landhelgis- stríð hafa verið háð á kostnað ís- lenzku þjóðarinnar til þess að fá aðrar þjóðir til að viðurkenna þenn- an eignarrétt. Hálendi íslands er sameign íslendinga. Fyrir því eign- arhaldi er aldagömul hefð. Þegar einhverjum einstaklingum, hópum, félögum eða sveitarstjórnum er af- hentur nytjaréttur og réttur til gjaldtöku af þessum auðlindum er brotið gegn eignarrétti almennings og það sem alvarlegast er: komið er fótum undii- lénsveldi. Lénsveldi er búið að brjóta á bak aftur víðast hvar um heiminn og við kennum í sögubókum að það heyri til sögunni og meira að segja höfum við í stjórnarskrá ákvæði sem banna arf- geng sérréttindi og titla. Við höfum á íslandi lög um höf- undarrétt og margvíslega löggjöf sem verndar eignarhald manna á hugverkum og uppgötvunum. Þegar Kári Stefánsson setti á stofn fyrir- tæki sitt kom hann að ónumdu landi í þeim skilningi, að sú þekking og Borðdúkar U p p s e t n i n g a b ú ð i n H v c r I i s g b t u 7 4, s í m i 55 2 5 27 0 Nýr og glæsilegur haust- og vetrarlisti Fæst í öllum helstu bókaverslunum f'fe&MOWSími 565 3900 ------- Fax 565 2015 þær upplýsingar sem til voru um heilsufar Islendinga höfðu ekki verið settar saman í eina skjóðu og engum hafði áður dottið í hug að breyta mætti þeim í verðmæti. Hann er því upphafsmaður - frum- herji. Það má segja að Kári hafi komið með hugmyndir sem hann fékk fjárfesta til að trúa á. Hér verður eng- in tilraun gerð til að hafa uppi neina afstöðu til tæknimála svo sem dulkóðunar. Það mál er alveg sér á báti. Það er spurningin um auðlindagjald sem að okkur snýr. Er Kári að nýta auð- lind og ber þá þjóðinni eitthvert gjald fyrir þær nytjar? Til þess að * Islenzk erfðagreining á ekki að greiða auðlindaskatt, segir Bárður G. Halldórsson, þar eð hún er ekki að nýta auðlind nema að takmörkuðu leyti, heldur skapa auðlind. unnt sé að tala um auðlind verður að vera vissa um verðmæti. Með öðrum orðum: Ef þær upplýsingar sem Kári og félagar hans safna saman og vinna úr verða fyrir at- beina þeirra að einhverjum verð- mætum - sem engan veginn er víst að verði - þá má fara að velta því fyrir sér hvort þjóðinni sem vænt- anlegum eiganda að forfeðrum sín- um og upplýsingum um sig sem heild beri eitthvert afgjald - ekki fyrr. Við vitum að þegar róið er til fiskjar og afla landað verða til verð- mæti. Þessi verðmæti þóttu til skamms tíma einskis eign þar til þeim hafði verið landað. Þá urðu þau sameign sjómanna og útgerðar- manna. Stjórnmálamenn settu lög og gerðu óveiddan físk að sameign þjóðarinnar en gáfu síðan fáum út- völdum nytjaréttinn. Þannig lögðu þeir grann að léns- veldi. Upplýsingar um heilsufar íslendinga eru ekki verðmæti fyrr en lokið hefur verið við að safna þeim upplýs- ingum saman og til þess kostað æmu fé. Verðmætið verður ekkert fremur en skáldsaga sem aldrei kemur út - ef ekki tekst að koma upplýs- ingunum saman og gera þær að söluvöru. Hugsum okkur að Kári væri að semja ævisögu. Ef hún kemur út er ástæða til að ætla að þegar greiddur hefur verið kostnað- ur við útgáfuna fái hann eitthvað í sinn hlut og sá sem sagan er samin um sömuleiðis eitthvað í sinn hlut. Nú hefur Kári lýst þvi yfir, að verði einhver lyf þróuð upp úr rannsókn- um hans og félaga hans, þá verði þau lyf sameign þjóðarinnar og af- hent henni ókeypis. Þessu má líkja við aflagjald - en Samtök um þjóð- areign hafa lengi bent á þann mögu- leika að í stað veiðileyfagjalds verði lagt á aflagjald sem komi á veiddan fisk við löndun. Niðurstaða mín er því þessi: ís- lenzkri erfðagreiningu ber ekki að gi-eiða auðlindagjald af því að hún er ekki að nýta auðlind nema að mjög takmörkuðu leyti heldur er hún að búa til hugsanlega auðlind. Það hefði aldrei hvai-flað að neinum að leggja auðlindaskatt á Hrafna- Flóka! Hugsanlega á þjóðin ein- hvern „höfundarrétt" en varla fyrr en bókin hefur verið skrifuð! Út í þá sálma er ekki vert að fara að sinni. Spurningum um siðferði og rétt ein- staklinga til leyndar um sjálft sig og heilsufar sitt verður ekki sinnt hér en það látið öðrum eftir. Hins vegar er full ástæða til að þakka Kára Stefánssyni fyrir ævintýralegt frumkvæði hans og óska honum og fyrirtæki hans góðs gengis. Vonandi verða honum einhver verðmæti úr rannsóknum sínum þjóðinni allri til hagsbóta og vísindunum sem eins og allir vita „efla alla dáð“ og verða því öllum íslendingum til farsældar. Höfundur er varaformaður Sam- taka um þjóðareign. Bárður G. Halldórsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.