Morgunblaðið - 27.09.1998, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 27.09.1998, Qupperneq 3
Sem barn heillaðist ég af Reykjalundi. Umfram allt vegna þess að þar voru Legókubbarnir framleiddir. Fyrir mér voru þeir makalaust skemmtilegt fyrirbæri, uppspretta takmarkalausra möguleika og ótal ævintýra þegar kubbi var raðað við kubb og draumahús og hallir risu og leikurinn lifnaði. Enn tengist Reykjalundur ævintýrum í huga mínum, ævintýrum raunverulegrar uppbyggingar í þágu umönnunar og endurhæfingar. Uppbyggingin á Reykjalundi og það starf sem þar er unnið er einstakt undur og ævintýri. ( skugga heimsstyrjaldar tóku berklasjúklingar höndum saman við ódeiga hugsjónamenn og kölluðu á samstarf og samstöðu landsmanna um átak til endurhæfingar. Þeir náðu einstæðum árangri. Þjóðin öll hefur uppskorið ríkulega, í betri heilsu og líðan hinna ótal mörgu sem hafa sótttil Reykja- lundar bót meina sinna og efldan þrótt og endurnýjað þrek til að takast á við lífið. ísland er til muna auðugra fyrir vikið. Stöðugt eykst þörfin á endurhæfingu og kröfurnar vaxa um skjóta og góða þjónustu. Þegar SÍBS leitar nú til þjóðarinnar um aðstoð við að efla og auka þennan þátt starfseminnar á Reykjalundi þá megum við ekki láta okkar hlut eftir liggja. Við skulum muna að við stöndum í þakkarskuld sem þjóð. Við njótum svo margs vegna gjafmildi og örlæti fólks sem hefur verið reiðubúið að láta gott af sér leiða. Hvar værum við stödd án þess? Nú er leitað til okkar um hjálp. Ég vil með gleði leggja því lið með svolitlu fjárframlagi, leggja af mörkum lítinn kubb í uppbygginguna á Reykjalundi. Vertu með! Ég er þakklátur vegna þessa árangurs sem ég hef séð af starfinu þar og þakklátur fyrir að fá að taka þátt í því ævintýri. Ég bið Guð að blessa Reykjalund, allt sem þar er unnið og starfað og sérhvern þann sem þangað leita hjálpar, og framlögin okkar stór og smá til þessa mikilvæga verkefnis. r----------------------------------------------------------------------------------------------- Tll lesenda Þetta blað, sem er aukaútgáfa af SÍBS fréttum, er fylgirit Morgunblaðsins og kemur út í yfir 60 þúsund eintökum. í blaðinu er gerð grein fyrir væntanlegum framkvæmdum á Reykjalundi og landssöfnuninni sem hefst í Ríkissjónvarpinu nk. föstudag. Ennfremur koma fram í viðtölum og öðrum skrifum ýmsar upplýsingar um SÍBS, Happdrætti SÍBS, Reykjalund og stöðu endurhæfingarmála. Að blaðinu hafa, auk SÍBS félaga, unnið Auglýsingastofan Hér og Nú, Jóhannes Long Ijósmyndari, Jón Birgir Pétursson blm. og Steindórsprent Gutenberg. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Sigurjón Jóhannsson. ^^lwnniii hhhhhhhhhhhh 'ihihiwmiiiiwk Landssöfnun 2.-4. október fyrir endurhæfingu á Reykjalundi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.