Morgunblaðið - 27.09.1998, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 27.09.1998, Qupperneq 7
Haukur Þórdarson, yfiriæknir a Reykjalundi Samvinna við sjúklinga félög er mjög æskileg Haukur Þórðarson, yfirlæknir á Reykjalundi, hefur starfað þar í rúm 36 ár og lætur af störfum vegna aldurs nú um áramótin. Við spyrjum hann fyrst hvers vegna Reykjalundur hefði orðið miðstöð endurhæfingarstarfs á íslandi. - Endurhæfing sem þjónustuþáttur fór að gera sig gildandi hér á íslandi um miðja öldina. Reykjalundur hóf starfsemi sína árið 1945 og sú starfsemi var vissulega endurhæfingartilboð þess tíma. Þegar berklarnir voru horfnir breyttist hlutverk Reykjalundar. Segja má að endurhæfingarstarfsemin hafi þróast þar eftir hendinni, en það var að sjálfsögðu ásetningur okkar að mæta þörf landsmanna á þessu sviði. Horft til nýrrar aldar Nú, þegar horft er til nýrrar aldar, er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir með hvaða hætti við mætum aukinni þörf fyrir endurhæfingu. Sú ákvörðun að hefja hér byggingu þjálfunarhúss og sundlaugar er liður í að skipuleggja endurhæfingarstarfið á Reykjalundi á fyrstu áratugum næstu aldar. - Má ekki hugsa sér að Reykjalundur yrði mun stærri stofnun en hún er í dag? - Reykjalundur er í dag allstór stofnun á íslenskan mælikvarða með 170 rúm. Ég held að ekki sé grundvöllur að fjölga þeim, en það má auka gegnumstreymið, fjölga þeim sem koma og fara, með skilvirkari vinnubrögðum í endurhæfingunni. - Er hugsanlegt að stór félagasamtök, t.d. verkalýðsfélög, kæmu til samstarfs við ykkur, kannski með eignaraðild? - Ég sé ekki hvernig það gæti orðið, en samvinna við sjúklingafélög er mjög æskileg. Það hefur myndast samstaða með einum fimmtán félögum sjúklinga og fatlaðra um söfnunina sem er framundan. Kannski gætu myndast fleiri slíkir stuðningshópar í framtíðinni í sambandi við starfsemina hér. - Hvernig má nýta nýju aðstöðuna fyrir aðra en þá sem dvelja á Reykjalundi? - Við sjáum fyrir okkur að geta nýtt þessa aðstöðu fyrir aðra eftir að vinnudegi sjúklinganna lýkur hér- frá um klukkan 5 síðdegis og fram eftir kvöldi og jafnvel um helgar. Það er rekin HL stöð í Reykjavík með ágætum og það kann að vera þörf fyrir aðra slíka hér á þessu svæði. Slík aðstaða gæti skapast hér. Rekstrarerf iðleikar - Við erum flest mjög ánægð með Reykjalund, en er eitthvað sem vantar eða gera má betur? - Það er alltaf barningur með sjálfan reksturinn, fjárhagsgrunninn, og fer versnandi. Við reynum að sinna þörfum sem flestra sjúklingahópa. Við teljum að nú sé nægilegt framboð á þjálfun fyrir hjarta- og lungnasjúklinga. Á gigtar- og miðtaugasviðum önnum við ekki eftirspurn, en aðrir aðilar eru með endurhæfingartilboð fyrir þessa sjúklingahópa. Það hefur verið rætt um sértæka endurhæfingu fyrir krabbameinssjúklinga en málið er enn á umræðustigi. - Nú ertu að láta af störfum sem yfirlæknir um áramótin. Hvað er þér efst í huga við þau tímamót? - Já, ég hef starfað hér í rúm 36 ár. Á þessum tíma hefur orðið gífurleg og jákvæð breyting á rekstrinum og það er vissulega ánægjulegt að líta til baka yfir þetta tímabil. Það kemur maður í manns stað og ég hef engar áhyggjur af þróun endurhæfingar hér á Reykjalundi í framtíðinni. Landssöfnun 2.-4. október fyrir endurhæfingu á Reykjalundi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.