Morgunblaðið - 27.09.1998, Side 10

Morgunblaðið - 27.09.1998, Side 10
Hjarta íslens Rætt við Björn Ólaf Hallgrímsson, formann stjórnar Reykja- lundar, um þá miklu uppbyggingu í þágu sjúkra, sem ákveðið hefur verið að ráðast í á Reykjalundi „SÍBS er staðráðið í að gera Reykjalund að endurhæfingarmiðstöð framtíðarinnar. Við erum að stíga stórt skref fram á við. Ýmsir þröskuldar hafa staðið okkur í vegi. Við höfum beðið færis og safnað kröftum en nú blásum við til leiks." sagði Björn Ólafur Hallgrímsson formaður stjórnar Reykjalundar í viðtali. „Það nægir ekki að Reykjalundur lifi á fornri frægð, hann verður sem endranær að þróast með þeirri bestu þekkingu og nýjungum í endurhæfingu sem völ er á. Þar nefni ég til dæmis vatnsmeðferð, sem auðveldar mjög að ná árangri í endurhæfingu og sjúkraþjálfun". Það reyndist ekkert létt verk að ná í Björn Ólaf Hallgrímsson, þegartaka átti við hann viðtal. Hann er nýkominn af fundi hjá SÍBS, og þegar í hann næst, er það í gegnum gemsa. Hann er nefnilega á Vesturlandsveginum á leiðinni upp á Reykjalund á annan fund. Það er eitthvað mikið að gerast. Björn Ólafur er formaður stjórnar Reykjalundar en situr auk þess í stjórn SÍBS. Þrátt fyrir allar breytingarnar í þjóðfélaginu breytist það þó ekki, - að ævinlega finnast menn sem fórna af tíma sínum í ýmis störf fyrir SÍBS og Reykjalund án þess að endurgjald sé sett á oddinn. Árangur og þakklæti eru mörgum verðmætari en fjármunir. Reykjalundur má ekki staðna Björn Ólafur er hæstaréttarlögmaður og rekur stofu innst við Suðurlandsbraut. Hann gefur sér góðan tíma til að ræða málefni Reykjalundar, en þar hefur hann verið stjórnarformaður í næstum fimm ár. Hann kom inn í starfsemina gegnum Astma- og ofnæmisfélagið sem er eitt þeirra félaga sem fengið hefur aðild að SÍBS í tímans rás. Forystumenn berklasjúklinga fyrir aldarfjórðungi voru bæði víðsýnir og framsýnir og ákváðu að taka undir sinn verndarvæng fleiri samtök sjúklinga, þegar Ijóst þótti að berklaveikin væri nánast yfirunnin. Síðar hafa svo Landssamtök hjartasjúklinga bæst í hópinn og lætur þá nærri að félagatal SÍBS sé orðið um 6 þúsund manns. SÍBS er nú komið á sjötugsaldurinn og mun vera elst íslenskra sjúklingafélaga og fjölmennast. Birni Ólafi er greinilega mjög hugleikið að efla enn og styrkja Reykjalund. Góð þjónusta á að verða enn betri. „Við ætlum ekki að stækka reksturinn núna með fjölgun sjúkrarúma, hvað sem síðar verður, en þau eru um 170 í dag. En við ætlum að stórbæta þjónustuna og gera hana árangursríkari. Reykjalundur má ekki staðna. Hann skal verða í forystu endurhæfingarstarfs hérlendis og jafnvel erlendis eins og hann hefur ætíð verið. Með fyrirhugaðri byggingu sundlaugar, þjálfunarlaugar og stórum þjálfunarsal komum við upp nýju þjálfunarferli eða stórendurbættu. Fyrst og fremst verður það gagnvart þeim sem eru inniliggjandi sem þjónustan batnar. En það opnast um leið ýmsir nýir möguleikar til þjónustu í anda markmiða SÍBS. Þarna er í dag lítill tækjasalur, mjög óhentugur hópþjálfunarsalur og pínulítil þjálfunarlaug á mjög óhentugum stað niðri í kjallara. Núverandi aðstaða er dreifð í byggingum Reykjalundar og því mjög óþénug, auk þess sem flytja hefur þurft sjúklinga- hópa til sund- og þrekþjálfunar í sundlaug Mosfells- bæjar. Með nýbyggingunum einföldum við því ýmsa þætti sem eru til trafala í dag. Laugar- og þjálfunarbygging verður í beinum starfstengslum og tengjast um leið núverandi þjálfunarbyggingu í stað þess að vera slitið í sundur hvert frá öðru. Með þessu móti verður minna um tilflutning starfsfólks og sjúklinga milli staða, vinnuafl og ýmis kostnaður sparast og dýrmætur tími nýtist til muna betur. Á hinn bóginn leiðir aukið endurhæfingarrými af sér einhvern viðbótarkostnað í rekstri, en ég tel kostnaðaraukann verða hverfandi, þegartillit er tekið til þess sem á móti sparast", sagði Björn Ólafur þegar hann er beðinn að lýsa í stuttu máli þeim framkvæmdum sem framundan eru á Reykjalundi. Menn koma út með nýja lífssýn Björn Ólafur er hreykinn af þeim árangri sem ótvírætt hefur náðst á Reykjalundi, fyrst í stað með berklasjúklinga og síðustu tvo áratugina með sjúklinga með hina ýmsu sjúkdóma, sem flestir hafa hlotið mikla bót og endurnýjun krafta sinna með árangursríkri endurhæfingu á Reykjalundi. „Mér er sagt af mörgum sem til þekkja og reynt hafa að menn komi gjörbreyttir frá okkur, ekki bara

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.