Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 27
Ur ýmsum áttum Gott að vera hérna og starfsfólkið er frábært Sverrir Örn Ólsen, úr Njarðvíkum sat á bekk úti undir beru lofti á Reykjalundi. Hann lá fram á hækjurnar og naut veðurblíðunnar. Stór, kröftugur maður með hækjur. Hvað hafði komið fyrir? - Ég lenti í tveimur bílslysum og er hér í endurhæfingu. Ég hlakkaði til að koma hingað því ég hafði heyrt látið vel af staðnum úr mörgum áttum. Ég hef trú á því að ég nái mér á strik aftur. - Hvernig lentirðu í þessum slysum? - í fyrra skiptið lenti ég í því að mæta bílstjóra sem hafði sofnað undir stýri en hitt slysið var í snjókófi - kannski átti ég ekkert að vera á ferðinni þá. En þetta fór svona. - Hvað ertu búinn að vera lengi hérna? - Þetta er þriðja vikan mín. Það er gott að vera hérna og starfsfólkið er frábært. „Ég hef margar ástæður til að styðja þetta átak. Það er mikils virði fyrir hjartasjúklinga að byggja upp þrek að aðgerð lokinni. Þá er ekki síður mikilvægt fyrir börn, sem eru t.a.m. með ör um allan líkamann eftir hjartaskurð, að geta farið í sund með börnum sem eins er ástatt hjá. Alltof mörg börn, sem bera einhverskonar lýti eða eru fötluð, vilja ekki sýna sig á stóru sundstöðunum. Því styð ég nýja sundlaug á Reykjalundi". (Margrét M. Ragnars, stjórnarmaður í Landssamtökum hjartasjúklinga). „Oft er þörf en nú er nauðsyn. Kæru landsmenn, ég veit að þetta framtak fær góðan hljómgrunn hjá þjóðinni og átakið mun ganga vel". (Hjalti Ragnarsson, formaður Félags heilablóðfallsskaðaðra). Heilsan er dýrmætasta eign hvers manns. Hvaða hlutverk getur verið göfugra en að aðstoða þá sem hafa glatað henni til að öðlast hana að nýju? Það getum við gert - hver og einn - með framlagi til endurhæfingarstöðvarinnar að Reykjalundi. (Sigurrós Sigurðardóttir, Geðvernd). V_______________________________________________________________________________________________________/ Landssöfnun 2.-4. október fyrir endurhæfingu á Reykjalundi V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.