Morgunblaðið - 27.09.1998, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 27.09.1998, Qupperneq 30
Ur ýmsum áttum Sagt um Reykjalund Endurborinn „Eftir allt þetta ferli er ég rétt eins og nýendurborinn maður, og það vorum við allir félagarnir, þökk sé afbragðs fagfólki á Reykjalundi" (Þorsteinn Gíslason, fyrrum skipstjóri og fiskimálastjóri í viðtali við Dag um dvöl sína sem hjartasjúklingur á Reykjalundi). Gæfa að vera hérna „Þetta er sér gæfa að fá að vera hérna", segir Ragnheiður og Svala bætir við að blaðamanni sé heimilt að nota efsta stig lýsingarorða yfir alla starfsemina á Reykjalundi. (Úrviðtali í SÍBS fréttum, janúar 1998). Skilar árangri Um 89.6% þeirra sem dvalist hafa á Reykjalundi segja að meðferðin hafi bætt möguleika þeirra á að lifa eðlilegu lífi, eða eins og sjúkdómur þeirra leyfir. Gistihús lækningar og kærleiksþjónustu „Hinir bjartsýnu og djörfu brautryðjendur verð- skulda stuðning allrar þjóðarinnar... Reykjalundur er gistihús lækningar og kærleiksþjónustu. (Sigurgeir Sigurðsson, biskup árið 1947). W e m » ii m §air«iítts6S#ii» G e r tt u 6» e r g r.«í: WEWAm*, - SÍM»! ®£.7 - SM ÆS77 ftr.iQ/ HAMPIÐJAN Handverkið eflir sjálfsstyrk vistmanna Þessar tvær stúlkur voru að föndra þegar okkur bar að garði í iðjuþjálfunaraðstöðu á Reykjalundi. Lára Ólafs- dóttir, til hægri, er að mála gifsmynd sem hún hefur mótað sjálf. Kristín Kristjánsdóttir er hér að skoða málverk eftir annan vistmann, en Kristín var reyndar að vinna við körfugerð í öðru herbergi rétt áður en myndin var tekin. Þær stöllur eru í föndri klukkutíma í senn þrisvar í viku milli 11 og 12. Vistmenn geta valið sér viðfangsefni eftir áhugasviði - málning, gifs, leður, körfugerð, silkimálun, saumar og smíðar. Þetta kom fram í spjalli við Þórunni Gunnarsdóttur, iðjuþjálfa. Hún var spurð hvort þessi tegund iðju- þjálfunar hefði breyst umtalsvert á síðustu árum? - Já, nú er t.d. mikill áhugi fyrir gifssteypu. Körfugerðin er vinsæl núna, en vefnaður hefur lagst af, en kann að blómstra síðar - það eru dálitlar tískusveiflur í þessu sem öðru. Þá er í tísku núna að flétta kransa úr náttúrulegum efnum. Lilja Ingvarsson, yfiriðjuþjálfi, sagði af þessu tilefni að handverkið efldi sjálfsstyrk vistmanna og sjálfs- mynd. Hugað væri m.a. að styrkingu handa og félagsleg samskipti og samvera væri líka stór þáttur í þessari vinnu. - Eru vistmenn áhugasamir? - Mjög áhugasamir. Margir vilja koma og vinna hér utan dagskrár en við höfum hvorki mannafla né húsnæði til að sinna almennum þörfum á þessu sviði. Það væri gaman að geta boðið upp á eitthvað slíkt síðar meir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.