Morgunblaðið - 03.10.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.10.1998, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jafnréttisráð um tilnefningu dómara við Mannréttindadómstól Harmað að stjórn- völd virði ekki skuldbindingar JAFNRÉTTISRÁÐ harmar að íslensk stjórnvöld hafi ekki virt lagalegar og alþjóðlegar skuld- bindingar sínar með tilnefningu þriggja karla í embætti dómara við Mannréttindadómstól Evr- ópu, sem tekur til starfa 1. nóvember næstkomandi. Jafnréttisráð segir að þegar aðalritari Evrópuráðsins hafi leitað tilnefninga í embætti dómara frá aðildarríkjum hafi verið vakin athygli á tilmælum ráðherraráðs Evrópuráðsins til aðildarríkjanna um jafnara hlut- fall kynja meðal dómara í hinum nýja Mannréttindadómstól. Ráðherraráðið hefði hvatt rikisstjórnir aðildarríkjanna til þess annars vegar að stuðla að jafnara hlutfalli kvenna og karla við útnefningu í dómstólinn og ti-yggja hins vegar að þau sem tilnefnd væru, karlar sem konur, væru búin þeirri hæfni og reynslu að þau ættu sambæri- lega möguleika á að ná kjöri. I dómstólnum situr einn dómari frá hverju aðildarland- anna, en hvert þeirra átti að til- nefna þrjá og teldist sá rétt kjör- inn frá hverju landi sem fengi flest atkvæði þingmanna á þingi Evrópuráðsins. Island tilnefndi þrjá karla, hæstaréttai’dómarana Markús Sigurbjömsson og Arnljót Bjömsson og Gauk Jömndsson, umboðsmann Alþingis, en mælt var með kjöri hans. Sniðgengu eigin tilmæli „Með tilnefningu þriggja karla ákveða íslensk stjórnvöld að sniðganga tilmæli ráðherraráðs Evrópuráðsins, tilmæli sem þau, með aðild sinni að ráðherra- ráðinu, hafa sjálf átt þátt í að samþykkja. Nefna má að Island eitt Norðurlanda tilnefndi ekki konu,“ segir í samþykkt Jafn- réttisráðs. „Jafnréttisráð harmar þá af- stöðu íslenskra stjórnvalda að virða ekki lagalegar og alþjóðleg- ar skuldbindingar sínar. Með þessu er þó á engan hátt vegið að þeim þremur körlum sem til- nefndir vora. Þeir era allir hæfir til þess hlutverks sem þeir vora tilnefndir til. Staðreynd er hins vegar að ísland á einnig hæfar konur til að setja á þann lista,“ segir Jafnréttisráð. Þorsteinn Pálsson, dómsmál- aráðherra vildi ekki tjá sig um ályktun Jafnréttisráðs þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær þar sem ályktunin hafði ekki borist honum. Morgunblaðið/Ásdís Haustlitir í Laugardal Haustið er komið. Lauf trjánna er á göngu utan alfaraleiða eða á og grösin eru orðin litskrúðug og bekk í útivistarperlu á borð við þess vegna kjósa margir helst Laugardalinn í miðri Reykjavík- haustið til útivistar, hvort heldur urborg. Samkeppnisstofnun mælist til að Landssími lækki ekki GSM-þjónustu Kröfu Tals um að lækkanir verði afturkallaðar hafnað SAMKEPPNISYFIRVÖLD höfnuðu í gær beiðni Tals hf. um bráðabirgðaúrskurð þar sem farið er fram á að Landssími Islands hf. aftur- kalli lækkanir sínar á farsímaþjónustu að undan- förnu. Samkeppnisstofnun beinir hins vegar þeim tilmælum til Landssímans að ráðast ekki í frekari verðlækkun á GSM-þjónustu félagsins á meðan rannsókn samkeppnisyfirvalda stendur yfir. I bréfi Samkeppnisstofnunar til Tals segir meðal annars að Samkeppnisstofnun telji að ekki séu á þessu stigi málsins skilyrði til þess að taka bráðabirgðaákvörðun samkvæmt 8. gr. samkeppnislaga. Samkeppnisstofnun beini hins vegar þeim eindregnu tilmælum til Landssíma íslands hf. að ráðast ekki í frekari verðlækkun á GSM-þjónustu félagsins á meðan rannsókn sam- keppnisyfírvalda stendur yfir. Meðferð málsins verður hraðað eins og unnt er að því er fram kemur í úrskurði Samkeppnisstofnunar. Guðmundur Bjömsson, forstjóri Landssíma íslands hf., segir að tilmæli Samkeppnisstofnun- ar verði skoðuð og fyrirtækið vilji vinna með samkeppnisyfirvöldum. „Okkur þætti miður ef verðlækkanir á símaþjónustu yrðu stöðvaðar og eram við þá með hag neytenda í huga. Þegar samkeppni var innleidd hér átti hún að leiða til lægra vöruverðs. Við sjáum þessa samkeppni alls staðar, í mat- vöra, fjölmiðlum, ferðaþjónustu og nánast í hverju sem er. Okkur þætti það mjög á skjön við það sem er að gerast annars staðar ef stoppa ætti verðlækkanir á farsímaþjónustu. En það er ekkert í þessum úrskurði sem segir það,“ segir forstjóri Landssímans. Þórólfur Arnason, forstjóri Tals hf., segist vera ánægður með niðurstöðu Samkeppnisstofn- unar. „Það er verið að skoða málið í heild sinni og það rannsakað. Þetta er að minnsta kosti fyrsta vísbending þess að Landssímanum eru settar hömlur á sínum verðbreytingum meðan rannsókn stendur yfir,“ segir Þórólfur. Að hans sögn standa vonir til þess að niður- staða liggi fyrir í málinu í lok október, en Lands- síminn hefur frest til 15. október til þess að skila inn skýringum til samkeppnisyfirvalda. Tal hf. sendi Samkeppnisstofnun hinn 22. september erindi vegna meintra samkeppnis- hamlandi aðgerða Landssíma íslands. í erindinu er krafizt algers aðskilnaðar GSM-þjónustu Landssímans frá annarri starfsemi fyrirtækis- ins, þannig að sett verði á fót sérstök rekstrar- eining ellegar sjálfstætt fyrirtæki. I erindinu er þess jafnframt krafizt að GSM-einingin sé metin á markaðsvirði, þar sem ekki séu aðeins metnar eignir og búnaður við yfirtöku heldur einnig samningar, aðstaða, viðskiptavild og aðrir þeir þættir, sem komi við sögu við verðlagningu fyr- irtækja. Þá krefst Tal þess að GSM-eining Lands- símans beri eðlilega markaðsvexti af skuld sinni við Landssímann og greiði fyrir þátttöku í yfirstjórn fyrirtækisins, stoðdeildum, dreifi- kerfi, fasteignum og tölvuvinnslu. Tal krefst þess jafnframt að þeir starfsmenn GSM- þjónustunnar, sem fara með daglega stjórn, skuli ekki jafnframt gegna starfi hjá öðrum rekstrarsviðum. Auk þess fór Tal fram á að Landssímanum verði gert að taka til baka ný- lega lækkun á verði GSM-þjónustunnar og er það sú beiðni sem tekin var fyrir hjá Sam- keppnisstofnun í gær. Héraðsdémur Reykjavíkur Dæmdir í tveggja og sex ára fangelsi ÞRÍR menn vora dæmdir í fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir margháttuð brot á almennum hegningarlögum. Alvarleg- ustu brotin vora framin 18. nóvember 1997 þegar hinir ákærðu bratust inn í íbúð á Kleppsvegi í Reykjavík, mis- þyrmdu húsráðanda, stálu verðmætum fyrir tvær millj- ónir og skildu húsráðanda bjargarlausan eftir. Hlaut einn árásarmannanna, Einar Sigurjónsson, sex ára fangels- isdóm og annar, Brynjólfur Jónsson, tveggja ára fangels- isdóm. Þeir hafa báðir hlotið um tug refsidóma á liðnum áram fyrir ýmis brot. Félagi þeirra hlaut fimm mánaða fangelsi. Bundu á höndum og fótum Lögregla var kvödd að Kleppsvegi 90 18. nóvember sl. kl. 2.59 þar sem fyrir var brotaþoli. Kvaðst hann hafa orðið fyrir árás þriggja manna, sem rótuðu í hirslum hans og höfðu á brott með sér ýmis verðmæti. Hafi þeir bundið sig á höndum og fót- um, sett snöra um háls sér og skilið sig þannig eftir liggj- andi á gólfinu í forstofunni. Auk þess hafi þeir haft í hót- unum við hann. Árásarmenn- imir vora handteknir sama dag og viðurkenndu þeir allir aðild sína að málinu. Þeir vora úrskurðaðir í gæslu- varðhald sem dregst frá fang- elsisdómi þeirra. Olympíu- skákmótið Tap gegn Portúgal ÍSLENDINGAR töpuðu fyr- ir Portúgölum með einum og hálfum vinningi gegn tveimur og hálfum á Olympíuskák- mótinu í Elistíu, höfuðborg rússeska sjálfsstjórnar- lýðveldisins Kalmykíu í gær. Þröstur Þórhallsson, Jón Garðar Viðarsson og Helgi Áss Grétarsson gerðu jafn- tefli í sínum skákum en Jón Viktor Gunnarsson tapaði. Af öðrum úrslitum má nefna að Bandaríkjamenn töpuðu fyrir Rússum, lVz-2 '/2 og Ungverjar unnu Svía með sama mun. Sérblöð í dag A LAUGARDOGUM ¥ 17 LLaöl>i\ ecco Cangur Itltint Með blaðinu í dag fylgir 8 síðna auglýs- ingablað frá ECCO, „ECCO - gangur lífsins". Hlynur Stefánsson leik- maður Morgunblaðsins/BI Genk vill framlengja samninginn við Þórð/B1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.