Morgunblaðið - 03.10.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.10.1998, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forseti ASÍ um starfsmenn Technopromexport Heimsending hindruð með öllum tiltækum ráðum Morgunblaðið/Sigurður Fannar ÚTLENDIR starfsmenn Technopromexport á Selfossi hlusta á mál Amar Friðrikssonar, formanns Félags jám- iðnaðarmanna. Yfirmenn fyrirtækisins reyndu, að sögn hans, að koma í veg fyrir að fimdurinn yrði haldinn. GRÉTAR Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands íslands, segir að öllum tiltækum ráðum verði beitt til að koma í veg fyrir að útlendir starfs- menn fyrirtækisins Technopromex- port, verktaka Landsvirkjunar við Búrfellslínu 3A, verði sendir heim áð- ur en launamál þeirra hafa verið skýrð. „Þetta fyrirtæki er að brjóta bæði kjarasamninga og lög með gróf- um hætti. Ég hef ekki ástæðu til ann- ars en að ætla að félagsmálaráðherra veiti okkur dygga liðveislu í málinu,“ segir Grétar. Þorvaldur Jóhannesson, lögmaður Technopromexport, segir að ekki liggi annað fyrir að svo stöddu en að 5-6 starfsmenn fyrirtækisins verði sendh' burt af landinu á sunnudags- morgun. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins bendir þó ýmislegt til að Technopromexport hafi seinkað heimsendingardegi að minnsta kosti fjögurra starfsmanna, sem áttu að fara á sunnudaginn, fram til næstkomandi fimmtudags. Þorvaldur segir að þeir sem verða sendir heim muni fara til starfa við framkvæmdir í iðnaðarborginni Ki-asnodai- í Suður-Rússlandi hjá samstarfsfyrirtæki Technopromex- port þar, og því sé ekki verið að segja þeim upp störfum. I samtölum sem Morgunblaðið átti við nokkra af starfsmönnum fyrh'- tækisins fyrh- tíu dögum kom fram að stór hluti þehra hefði einmitt ver- ið fenginn frá ákveðnu ríkisfyrirtæki í Krasnodar, þannig að iíklega er verið að senda þá aftur heim. I sam- tölunum kom einnig fi-am að í Krasn- odar hefði verið verkefnaskortur og laun hefðu ekki verið greidd út lengi. FuIItrúar Technoprom- export funduðu með félagsmálaráðherra Borís Zaitsev, stjórnandi Technopromexport á íslandi, Ágúst Þór Guðbergsson, umboðsmaður fyrh'tækisins hér á iandi, og Þorvald- ur Jóhannesson, lögmaður Techno- promexport, áttu rúmlega hálftíma fund með Páli Péturssyni félagsmál- ai'áðherra og embættismönnum í gærmorgun. Fulltrúar Technoprom- export lögðu þar fram farseðla, til að sýna að fyrirtækið hefði greitt ferðir starfsmannanna, undirritaða launa- lista starfsmanna og iaunaseðla til að sýna fram á að laun hefðu verið greidd samkvæmt íslenskum kjara- samningum. „Við erum að athuga hvort gögnin séu fullnægjandi," seg- ir Páll. Páll segist hafa farið fram á það að starfsmenn Technopromexport yrðu ekki sendir heim fyrr en eftir að Landsvirkjun hefur fundað með sendimönnum fyrirtækisins frá Moskvu og eftir að þeim hefur verið greitt kaup fvi'ir septembermánuð. Býst hann við að farið verði að þeim tilmælum. Samkomulag varð um að tveir af stjórnendum Technoprom- export í Moskvu, A. Yankilevskty og E. Subbota, kæmu til landsins á þriðjudag til samninga. Guðmundui' Gunnai-sson, formað- ur Rafiðnaðarsambands Islands, sagði síðdegis í gær að það myndi ráðast af viðbrögðum félagsmál- aráðherra og Landsvirkjunar næsta sólarhringinn, hvort gi'ipið yi'ði til aðgerða gegn Technopromexport. Guðmundur fór til fundar við starfsmenn Technopromexport sem vinna að uppsetningu staura Búr- fellslínu 3A. Einn yfh'maður rúss- neska fyrirtækisins var þar staddur og vildi, að sögn Guðmundar, koma í veg fyrir fundinn. „Ég sagði honum ef hann færi ekki myndi ég hringja í lögregluna og láta fjarlægja hann, við ættum rétt á því að halda fund með starfsmönnum í matartíma ef við vildum. Það væru íslensk lög og hann yrði að hlíta þeim. Hann hringdi síðan til að athuga hvort það væri rétt og komst að því að svo væri og fór þá afsíðis." Guðmundur segir að einn þeh'ra starfsmanna, sem átti að senda heim á sunnudaginn, hafi verið í hópnum. „Ég sagði honum að hann yrði hér áfram þangað til þessi mál yrðu leyst, ráðherra hefði gefið skipun um það og ef það dygði ekki mynd- um við ganga í það að halda honum hér.“ Hótað brottvikningu úr rúss- neskum verkalýðsfélögum Guðmundur segh’ að útlendir starfsmenn Technopromexport hafi sagt sér að þeir hafi verið kallaðh' á fund yfh'manna sinn í gærmorgun. „Þeim var hótað því að ef þeir hættu ekki að tala við fulltrúa verkalýðs- félaga og væru með mótbárur þá yrðu þeir reknir úr verkalýðsfélög- um í Rússlandi og séð yrði til þess að þeir fengju enga vinnu framar." Öm Friðriksson, formaður Félags járniðnaðarmanna, fundaði með út- lendum starfsmönnum Techno- promexporf sem vinna á Selfossi við samsetningu staura í Búrfellslínu. Nokkrir yfii'manna Technopromex- port vora á staðnum og deildu þeh’ við Öm um rétt hans til fundahald- anna og neituðu að víkja frá. „Það er ljóst að nærvera yfir- mannanna takmarkaði það mjög verulega að starfsmenn gætu tjáð sig,“ segir Öm. „Við þurftum því að leita eftir viðræðum við þá með öðr- um leiðum. Við munum tryggja það, á einn eða annan veg, að starfsmenn- irnir þurfi ekki að yfirgefa landið fyrr en þeir era búnir að fá uppgerð laun sín. Hvernig við ætlum að gera það vil ég ekki segja.“ Borís Zaitsev^ yfirmaður Techno- promexport á íslandi, neitar sem fyrr að ræða við fjölmiðla en vísar í stað þess á Þorvald Jóhannesson, lögmann sinn. Morgunblaðið/Golli ANDREW French flugmaður og Pétur Sigurðsson vélstjóri. ANDREW French með áliöfn skipsins og Haraldi Sturlaugssyni framkvæmdastjóra Har- aldar Böðvarssonar hf., sem gerir út togarann. HARALDUR Böðvarsson AK 12 kom til hafn- ar á Akranesi aðfaranótt 2. október með flug- manninn Andrew French sem áhöfn togarans bjargaði giftusamlega úr sjó eftir nauðlendingu djúpt út af Suðvesturlandi. Ándrew French er 48 ára gamall, fráskilinn faðir tvíbura, tveggja 17 ára gamalla stúlkna. Hann er búinn að vera atvinnuflugmaður síðan 1972 en hefur starfað við að feija flugvélar milli landa í fjögur ár. í þetta skipti var hann að flytja vél frá Portland í Maine-ríki til eig- anda í Israel. Andrew neyddist til að nauðlenda vélinni vegna bilunar í rafkerfi þegar hann átti um 100 mflur ófamar til Reykjavíkur. Ævinlega þakklátur Það hafði greinilega ekki væst um Andrew um borð í Haraldi. ,Áhöfnin var frábær og ég verð henni ævinlega þakklátur.“ Hann var brosmild- ur og nógu hress til að gera að gamni sínu; „Það tók mig tíma að venjast veltingnum. Ég er reyndar enn með riðu. Sjórinn er ennþá í mér!“ Andrew liggur ekki á því að nauðlendingin hafi verið mikil raun. „Aðstæður voru fremur slæmar. Sjö til átta hnútar og tveggja til þriggja metra ölduhæð. Þó ég hafi verið í blautbúningi kóinaði ég hratt. Þetta er miklu verra en maður getur gert sér í hugarlund. Á æfingum og námskeiðum er kennt að bregðast við í svona tilfellum, yfir opnu hafi, en það eru ekki margir til frásagnar um svoleiðis lífs- reynslu og ég hef ekki hitt neinn þeirra! Ég held að ekkert búi mann undir þetta.“ Breski flugmaðurinn kominn í örugga höfn Ekkert býr mann undir svona raun Togarínn Haraldur Böðvarsson AK 12 kom til hafnar árla morguns í gær með flugmanninn Andrew French sem skipshöfnin bjargaði. Hann býst við að togarinn hefði siglt fram hjá ef Pétur Sigurðsson vélstjóri hefði ekki haft augun hjá sér. Andrew fór strax út á vænginn eftir nauð- lendinguna og gafst ekki tími til að bjarga neinum verðmætum. „Það er allt á hafsbotni núna, skjöl, peningai', flugtæki.“ Hann var að því kominn að fara aftur inn í vélina sem maraði í hálfu kafi þegar hann sá togarann stíma í áttina til sín. „Ég trúði varla mínum eigin augum. Þetta var mikil heppni. Til alh'ar hamingu hefur Pétur [Sigurðsson vélstjóri] frán augu. Það var í raun ótrúleg heppni á hitta á togarann og þeir hefðu auðveldlega geta misst af mér ef Pétur hefði ekki haft augun hjá sér. Og þá væri ég ekki hér.“ Snarræði vélstjórans Pétri Sigurðssyni vélstjóra, sem vegna ár- vekni sinnar og snarræðis á ekki síst þátt í því að mannbjörg varð, segist ekki hafa litist á blikuna eftir að hann varð var við flugvélina. „Ég var hræddur um að við næðum ekki til mannsins í tíma. Við höfðum fengið skeyti um að flugvélarinnar væri saknað. Nú, við vorum á svæðinu þannig að maður sýndi þessu svona smá athygli. Ég hélt samt, eins og eflaust margir, að enn einn flugmaðurinn væri fai’inn í hafið. Á sama tíma var hann að eiga við þetta „kústaskaft" sitt. Allt í einu verð ég var við endurvarp á ratr sjánni. Ég leit út, sá ljós og hljóp í símann til að fá útkíkk með mér. Þegar ég lít út í þriðja skipt- ið á stuttum tíma þá var ljósið horfið. Þá hljóp ég aftur á stýrið og beygði bai'a á ljósið þar sem ég sá það síðast. Efth' nokki-a stund sáum við hvítan hlut út við sjóndeildarhring sem reyndist tii allrar hamingju vera flugvélin, það sem enn stóð upp úr af henni. Það er bara einhver röð af tilviijunum sem gerir það að verkum að við björgum manninum. Þetta stóð tæpt.“ Mikilvægt að komast í loftið aftur Við komuna til Akraness afhenti Haraldm' Sturlaugsson framkvæmdastjóri útgerðarinnar áhöfninni blómvönd í tilefni björgunarinnar og Viðar Gunnarsson, skipstjóri, afhenti Andrew afsteypu styttunnar „Sjómaðurinn“ sem stend- ur á Akratorgi á Aki-anesi frá áhöfn skipsins og útgerð þess. „Þessi gjöf snart mig djúpt. 28. september verður hér eftir sérstakm- dagur í lífi mínu. Ég mun aldrei gleyma bjargvættum mínurn." Áður en Andrew kemst úr landi þarf hann að útvega sér nýtt vegabréf, gefa opinbera skýrslu og ganga frá ýmsum hlutum. „Síðan flýg ég til London og fæ að vita hvaða verkefni er næst á döfinni. Það er mikilvægt fyrir mig að komast í loftið eins fljótt og ég get,“ segii' þessi geðugi flugmaður að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.