Morgunblaðið - 03.10.1998, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 03.10.1998, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stærstur hluti þjóðarinnar í útgerð? Hugmynd Davíðs Oddssonar forsætisráðherra um að stærstur hluti þjóðarinnar taki þátt í útgerð sem hann setti fram 1 stefnuræðu sinni á Alþingi í fyrradag fær varfærnislegar móttökur hjá nokkrum stjórnmála- x / mönnum og formanni LIU. Segja þeir hana ekki nógu mótaða til að hægt sé að fjalla mikið um hana. Morgunblaðið/Ásdís Davíð Oddsson telur mikilvægt að skapa meiri sátt um sjávarútveginn Kemur til greina að bj óða hlutafj árafslátt DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að ríkisvaldið geti beitt sér með formlegum og óformlegum hætti fyrir þvi að almenningur eignist í auknum mæli hlut i sjávar- útvegsfyrirtækj- um. Hann segir mikilvægt að skapa meiri sátt um sjávarútveg- inn og telur koma til greina að ríkis- valdið stuðli að slíkri þróun með því að bjóða sér- stakan afslátt vegna hlutafjár- kaupa. Davíð sagði að sú hugmynd, sem hann setti fram í stefnuræðu á Al- þingi, hefði þroskast í kjölfar vel heppnaðrar sölu á bréfum í Lands- banka Islands. Þetta væri ekkd að öllu leyti ný hugmynd, en salan á Landsbanknum sýndi að það væri hugsanlega jarðvegur fyrir hana núna. „Við sem förum fyrir ríkisstjórn- inni teljum að í öllum meginatriðum hafí okkar fiskveiðistjórnunarkerfi verið hagstætt að því leyti að sjáv- arútvegsfyrirtækin hafa náð að hagræða og styrkjast. Á hinn bóg- inn er vitað að meðal þjóðarinnar hefur verið óánægja með vissa þætti og ákveðin tortryggni verið uppi. Eg hef talið að það væri þýð- ingarmikið að svo mikilvæg at- vinnugrein eins og sjávarútvegur- inn er nyti almenns trausts í land- inu og um hana yrði friður. Hagnaður fari fljótt út í þjóðfélagið Menn eru að tala um að leggja á veiðileyfagjald, en segja jafnframt að hagur sjávarútvegsins sé þannig núna að veiðileyfagjald hlyti að verða afar lágt. Þeir búast hins veg- ar við því að í framtíðinni verði sjáv- arútvegurinn gríðarlega öflugur og þar myndist gríðarlegur gróði. Þá veltir maður fyrir sér hvort ekki sé hægt að stuðla að því að eignar- dreifingin í sjávarútegi verði mun meiri en nú er og í beinni tengslum við almenning í landinu þannig að ef hagur greinarinnar batni svo mjög, sem margir spá, flæði sá hagnaður fljótt út í þjóðfélagið." Davíð sagði að hann væri ekki að segja að þessi hugmynd væri ein- hver endanleg lausn. Það væri hins vegar ástæða til að ræða þetta og kanna gaumgæfilega allar hliðar málsins. „Mér finnst hins vegar viðbrögð sumra við þessu vera dálítið kynd- ug. Ég hefði talið að menn myndu taka svona hugmyndum með opn- um huga og átta sig á að þarna er kannski að finnast leið til þess að komast hjá þvi sem þeir hafa óttast, að sá mikli hagnaður, sem þeir telja að verði, muni lenda aðeins á fárra manna höndum. Þetta gæti annars vegar verið friðsamleg leið til að tryggja að almenningur njóti ágóð- ans með venjulegum markaðsleg- um hætti í gegnum skatt og mark- aðslögmálin, eins og við gerum núna og hins vegar myndi almenn- ingur njóta þess í gegnum almenna eignadreifingu. Fyrir mér vakir að við náum að halda sátt um sjávarútveginn; hann nái að eflast eins og hann hefur ver- ið að gera á undanfómum árum, tortryggni verði eytt og menn telji að sanngjarnar lausnar hafi verið leitað," sagði Davíð. „Ríkisvaldið getur beitt sér fyrir þessu með formlegum og óformleg- um hætti, bæði í samráði við út- vegsmenn og jafnframt gæti ríkis- valdið beitt sér fyrir því að þessar breytingar gengju hratt fyrir sig með ákveðnum tilboðum varðandi afslátt vegna hlutafjárkaupa. Það er ómögulegt að hafa mikla ósátt um þessa atvinnugrein og ég tel mig bera nokkra skyldu til þess meðan ég gegni þessu starfi, að skoða alla möguleika á að skapa meiri sátt um hana án þess þó að þeir kostir sem við teljum að núver- andi kerfi búi við hverfi.“ Sighvatur Björgvinsson A varla við þjóðnýtingu „ÞAÐ eru aðeins tvær skýringar á þessum hugmyndum, skýring gár- unganna um að forsætisráðheiTa vilji þjóðnýta útgerðina, en ég á ekki von á að hann meini það, en hin er sú að hann geri því skóna að almenningur kaupi sjávarút- vegsfyrirtækin,“ segir Sighvatur Björgvinsson. „Mest verð- mæti sjávarút- vegsfyrirtækja í dag er fólgið í ókeypis veiðiheimild- um sem sjávarútvegurinn hefur fengið frá þjóðinni. Á hann þá við að þjóðin kaupi heimildirnar? Þá er hann að tala um öfugt veiðileyfa- gjald, að þjóðin eigi að borga út- gerðarmenn út úr útgerðinni. Mér finnst þetta hins vegar óskýrt hjá honum, en ef þetta er skýringin þá undrast ég mjög að leiðarahöfund- ur Morgunblaðsins skuli telja þetta athyglisverða aðferð, að leggja á öf- ugt veiðileyfagjald," segir Sighvat- ur ennfremur. Þingmaðurinn nefndi að lokum þriðju skýringuna: „Hann ætlar kannski að meta hinar ókeypis út- hlutuðu veiðiheimildir til verðs og senda þjóðinni hlutabréf í útgerðar- fyrirtækjunum sem því nemur fyrir ekki neitt, að þjóðin eignist sem svarar andvirði verðmætis sem ókeypis úthlutun aflaheimilda þýð- ir. En hins vegar er erfitt að ræða svo óljóst mál.“ Guðný Guðbjörnsdóttir Má kannski þróa frekar „MÉR fannst þessi orð forsætis- ráðherra merki um ákveðin geð- brigði, að hann hefði orðið slæma samvisku og fyndi fyrir því órétt- læti að allur arður fer til nokkurra sægreifa,“ sagði Guðný Guðbjörns- dóttir. „Fólki finnst auðlindin vera í sameign allrar þjóðarinnar, en aðeins fáir fái af henni beinan arð. Mér fannst þessi hugmynd, að allir Islendingar tækju þátt í útgerð, svipuð því sem margir hafa sett fram í sambandi við sölu á bönkunum, að allir fengju hreinlega hlutabréf og það væri ein leið. Trúlega hefur ráð- herrann þó verið að hugsa að þessi stóru fyrirtæki yrðu almennings- hlutafélög, sem mér finnst ekki HEFUR ÞÚ KYNNT ÞÉR... ARBONNE INTERNATIONAL Jurtasnyrtivörur án ilmefna fyrir húð og hár. Útsölustaðir um land allt nærri eins spennandi hugmynd, en það má hugsanlega þróa hana eitt- hvað frekar. Kannski mætti byrja á að bjóða sjómönnum og fisk- vinnslufólki aðild og viðkomandi byggðarlögum, þetta þarfnast allt skoðunar. Það væri ekki nægjan- legt að segja að allir gætu bara keypt sig inn í hlutafélög, sumir hafa ekki efni á því og aðrir láta ekki verða af því. Allir Islendingar ættu að njóta arðsins með beinni hætti en nú er og ættu því hrein- lega að fá send hlutabréf heim. En ég held að ráðherrann sé fyrst og fremst með slæma samvisku yfir þessari réttlátu reiði sem ríkir í þjóðfélaginu. Þetta er meginókost- ur kvótakerfisins, að arðurinn fer til lítils hóps, og þess vegna finnst okkur að taka beri veiðileyfa- gjald." Steingrímur J. Sigfússon Ekki mikil tíðindi „ÉG VÆRI fylgjandi því í sjálfu sér ef ég skildi það sem þama er á ferðinni en verð að játa að ég las ekki út úr þessum orðum ráðheir- ans nein mikil tíðindi vegna þess að mér fannst í fyrsta lagi ekki al- veg skýrt í hvað hann var að vísa,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. „I öðru lagi kom mér í hug að Davíð væri að tala fyrir dreifðari eignaraðild stærri sjávarútvegsfyr- irtækja sem almenningshlutafé- laga. Ég fékk ekki annan botn í málið og það mátti skilja það svo að hann væri að boða það sem æski- legt markmið að eignaraðild í stærri sjávarútvegsfyrirtækjum gæti verið sem allra dreifðust og það getur verið gott og blessað í sjálfu sér. En þetta skiptir engum sköpum hvað varðar deilur um nýt- ingu auðlindarinnar eða skattlagn- ingu á sjávarútveg nema verið sé að bjóða til einhvers konar þjóðnýt- ingar,“ sagði Steingrímur og sagði ráðherrann þurfa að skýra betur hvað hann væri að fara áður en hægt væri að tjá sig að marki um þessar hugmyndir. Margrét Frímannsdóttir í lagi að skoða nánar „ÉG VIL ekki fella neina sleggju- dóma yfir þessari hugmynd fyrr en ég hef fengið að sjá nánari út- færslu, en mér finnst allt í lagi að skoða hana nánar,“ sagði Margrét Frímannsdóttir. „Það fyi-sta sem mér ftaug í hug var sú staðreynd að mestur hluti íbúa í minni sjáv- arútvegsbæjum um land allt hefur tekið þátt í upp- byggingu á útgerð og fiskvinnslu en við stjórnvaldsað- gerðir og aðgerðir stofnana ríkisins hefur þessi eign fólks orðið verð- laus í mörgum tilvikum. Þar á ég við sameiningu fyrirtækja, verð- lagningu kvóta og ýmsar aðrar að- gerðir," sagði Margrét og rifjaði upp að þannig hefði málum verið háttað t.d. á Stokkseyri. „Nánast hvert einasta heimili tók þátt í að byggja upp frystihúsið og kaupa báta með því að eiga hlutabréf og gefa eftir hluta af launum sínum til fyrirtækisins. Síðan er það samein- að öðru og eignarhlutur einstak- linga og hreppsfélagsins varð ekki að neinu.“ Margrét sagði þessar hugmyndir ekki nýjar, þær hefðu til dæmis verið ræddar í mörg ár innan Al- þýðubandalagsins. „En ég vil bíða með að afgreiða þessar hugmyndir þar til ég hef fengið að sjá þá hugs- un og útfærslu sem liggur að baki þeim.“ Kristján Ragnarsson / Ahugi almennings hefur vaknað „ÉG ÆTLA ekki að forsætisráð- herra vilji að hér eigi að fara að hefja einhverja ríkisútgerð eða endurreisa bæjarútgerðir, því eng- inn hefur að mínu mati staðið sig betur en einmitt hann í að afnema þær þegar hann var borgarstjóri í Reykjavík og breytti með mik- illi framsýni og áræði bæjarút- gerðinni í Granda og seldi,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna. „Það sem ég held að vaki fyrir honum er að leggja áherslu á þær miklu breytingar sem orðið hafa í sjávarútvegi á undanfórnum árum með tilkomu þess að hlutabréf eru farin að ganga kaupum og sölum á markaði. Nú eru 16 fyrirtæki í sjáv- arútvegi skráð á Verðbréfaþingi og fleiri á leiðinni þar sem eru mjög ströng skilyrði um dreifða eignar- aðild. 48 fyrirtæki eru á Opna til- boðsmarkaðnum og það lýsir þeirri umbyltingu sem orðið hefur hjá þessum stærstu fyrirtækjum," sagði Kristján. Hann benti einnig á að um 13 þúsund einstaklingar væru með tæplega helming eignarhalds í þeim tíu sjávarútvegsfyrirtækjum sem hefðu mestar veiðiheimildir, aðrir hluthafar væru hlutabréfasjóðir sem fólk fjárfesti í, lífeyrissjóðir sem nærri því hálf þjóðin ætti í og hefðu valið í auknum mæli að leggja fé í sjávarútvegsfyrirtæki, auk flutningafyrirtækja og olíufé- laga sem fjöldi hluthafa stæði að. „Almenningur hefur vaknað til vit- undar um að það er mikilvægt að þessari grein vegni vel og að hún geti skilað hluthöfum arði með sambærilegum hætti og hlutafélög í öðrum starfsgreinum. Ég ætla að með þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að skerða ekki frekar skattaafslátt vegna hluta- bréfakaupa sé verið að vísa til þess að hvetja fólk til að eignast hlut í atvinnurekstri. Ég vil hins vegar undirstrika og hef enga ástæðu til að ætla að ráðherrann sé að tala um að uppræta einstaklingsútgerð og einyrkja, sem hafa verið mikil fót- festa í þessari gi-ein, og að ein- hverjir verði neyddir á markað með slík fyrirtæki. Én æ fleiri fyrii-tæki eru að opnast almenningi og ég get mér þess til að það sé vilji hans í þessu efni.“ Vantar — Vantar sérhæð, 10 — 12 millj. með sérinng. 120 — 140 fm í austurbænum. Teigar — Lækir — Sundin — Kleppsholt — Vogar. / Fjársterkur traustur kaupandi. Búinn að selja. Upplýsingar gefur Ágúst sölu- maður í síma 551 0090. tfÓLL FASTEIGIMASALA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.