Morgunblaðið - 03.10.1998, Side 16

Morgunblaðið - 03.10.1998, Side 16
16 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Yeitingastaðurinn Rex opnaður í kvöld Á GÓLFINU er annars vegar svart granít og hins vegar svört bandarísk hnota. Borðin og stólarnir eru úr The Terenee Conran Shop og eru stólarnir úr áli. í ANDDYRI veitingahússins hefur upprunalegri hönnun verið haldið að mestu leyti. Fyrir ofan innganginn er nafn staðarins. Á NEÐRI hæð staðarins getur að líta þennan einstaka símaklefa. Ef menn vilja næði er honum lokað með þungri hurð af peningaskáp. Afturhvarf til ein- faldleikans BARINN blasir upplýstur við þegar komið er inn á staðinn. Við hann standa barstólar úr áli, sem fengnir eru úr verslun hönnuðarins. Veitinga- og skemmtistaður- inn Rex verður opnaður í kvöld klukkan 18. Mikið er í staðinn lagt og var til að mynda einn frægasti hönnuð- ur Breta fenginn til að hanna staðinn. Ragna Sara Jóns- dóttir og Golli ljósmyndari litu inn á Rex, skoðuðu „mafíuherbergið“, 300 hólfa vindlahirslu og friðaðar skreytingar í lofti þessarar sögulegu byggingar. VEITINGASTAÐURINN Rex er til húsa í Austurstræti 9 þar sem verslun Egils Jac- obsen var lengi til húsa. Staðurinn er stíl- hreinn, hönnunin nýtískuleg í stíl við veit- ingastaði helstu stórborga heimsins, en Terence Conran, hönnuður staðarins, er eigandi tjölda veitingahúsa um allan heim sem hann hefur sjálfur hannað. Austur- stræti 9 var byggt árið 1921 fyrir verslun Egils Jacobsen. Húsið var teiknað af Jens Eyjólfssyni arkitekt og var fyrsta húsið í Reykjavík sem var með steyptu stuðla- bergi. Grátt, hvítt og svart eru litirnir sem prýða Rex og er einfaldleikinn í fyrirrúmi. Stflhreinir fletir blasa við í bland við upp- runalegan stfl hússins, sem einnig fær að njóta sin. 300 manna meðlimaklúbbur Á veitingastaðnum Rex verður bryddað á ýmsum nýjungum sem eru lítið þekktar á skemmtistöðum hér á landi en eiga sterkar fyrirmyndir erlendis frá. Staður- inn er á tveimur hæðum. Á efri hæðinni er almenn veitingasala og munu Ásgeir Sæ- mundsson, Geir Sveinsson, Magnús Örn Guðmundsson og Sverrir Halldórsson sjá um framreiðslu veitinga. Boðið verður upp á fremur léttan mat, fisk, fuglakjöt og grænmeti, en minna verður um rautt kjöt og hveitisósur. Á daginn er þar rekið kaffihús og bar á kvöldin, en selt er inn eftir klukkan 23. Barinn verður almennt opinn og verður boðið upp á hanastél í bland við öl og aðra drykki. Staðurinn tek- ur 80 manns í sæti og hefur skemmtana- leyfi fyrir u.þ.b. 200 manns. I kjallara staðarins eru salerni, síma- klefi og sérstakt herbergi sem kallast „mafíuherbergið“. Verður það eingöngu opið félögum meðlimaklúbbs sem starf- ræktur verður innan staðarins. Að sögn Einars Bárðarsonar, markaðsstjóra Rex, er öllum frjálst að ganga í klúbbinn STEYPT mynstur í loflinu hafa verið silfruð, en skreytingarnar eru friðaðar svo þeim má ekki breyta á neinn hátt nema mála. þangað til í hann hafa gengið 300 manns, þá verður honum lokað. Meðlimir greiða ákveðið mánaðargjald og njóta ýmissa fríðinda í staðinn. í „mafíuherberginu" munu allir meðlimir meðal annars eiga sérstakt vindlahólf sem geymir hágæða- vindla við rétt raka- og hitastig. Bólstruð „hólf ‘ eru einnig í veggjunum þar sem hægt er að koma sér fyrir og láta fara vel um sig. í þeim eru ljós sem skipta litum og skapa rétta stemmningu í herberginu. Rétta stemmningin sköpuð Að sögn Einars Bárðarsonar er James Soane yfirhönnuður og annað starfsfólk Conran Design Group komið til landsins til að vera viðstatt opnun staðarins, en von er á Terence Conran sjálfum síðar í vetur. Hönnunin var alfarið í höndum Conrans, en Teiknistofan Ármúla sá um samskipti milli hans og smiðanna. Fjölmargir aðrir hafa komið að undirbúningi Rex, sem hef- ur staðið yfir í hálft annað ár. Undanfar- inn mánuð hefur til dæmis verið tónlistar- maður í að velja tónlist, sem ætlað er að skapa rétta andrúmsloftið. Á staðnum verður einnig notast við nýtt afgreiðslu- kerfi, hið fyrsta sinnar tegundar á íslandi. Það fylgir vörunum eftir frá því þær koma í hús og þar til þær eru seldar og sparar þar með mikla vinnu við vörutalningu og eftirlit. Verslunin Lumex hefur séð um lýsinguna á staðnum, sem þó er hönnuð af Terence Conran. Þorvaldur Skúlason er framkvæmdastjóri Rex. Að sögn Einars er staðurinn afturhvarf til einfaldleikans, þar sem formfagrir og stflhreinir hlutir eru allsráðandi. „Það má segja að á Rex sé horfið aftur til James Bond-tímans, þar sem boðið verður upp á Martini-kokkteil á barnum og fyrsta flokks þjónustu."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.