Morgunblaðið - 03.10.1998, Side 18
18 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Vilja bólusetja
við inflúensu
og lungnabólgu
FELLUR þú næst? er yfirskrift
fræðslubækfings sem embætti
landlæknis, Félag íslenskra heim-
ilislækna, heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytið og Trygginga-
stofnun ríkisins hafa gefið út til að
benda á gagnsemi bólusetninga við
inflúensu og lungnabólgu. Kemur
þar fram að bólusetning sé áhrifa-
rík vörn, ekki síst fyrir þá sem eru
60 ára og eldri, en einnig hjá ýms-
um áhættuhópum, svo sem þeim
sem hafa langvinna hjarta- eða
lungnasjúkdóma, nýrnasjúkdóma
eða eru með skert ónæmiskerfi.
Sigurður Helgason, læknir á
heilsugæslustöðinni í Arbæ í
Reykjavík, samdi bæklinginn og er
frumkvöðull þess að hrinda kynn-
ingarátakinu af stað. Segir hann
nauðsynlegt að uppfræða fólk um
gildi bólusetninga, ekki dugi að
læknar einir viti af því, enda sé
mjög misjafnt frá einum lækni til
annars og milli heilsugæslustöðva
hvernig minnt sé á bólusetningar.
Ólafur Ólafsson landlæknir
sagði að tilgangur bólusetninga
hjá fólki 60 ára og eldri væri meðal
annars sá að fækka legudögum
vegna sjúkdóma, ekki síst þeim
sem tengdust lungnabólgu og hefði
embættið byrjað árið 1991 að
vekja athygli á bólusetningum með
skipulegum hætti. Hann sagði að
gera þyrfti enn betur í þessum
efnum og því væri sérstök ástæða
til að fagna þessu fræðsluframtaki.
Nýja bæklingnum verður dreift á
heilsugæslustöðvum, á félagsmið-
stöðvum aldraðra og landlæknis-
embættið sendir hann einnig öllum
læknum.
Um bólusetningu gegn inftúensu
segir í bæklingnum að árleg bólu-
setning veiti allt að 90% vörn og sé
áhrifarík leið til að sleppa við hana.
Hún er ráðlögð árlega, þar sem
veiran breytir sér milli ára. Þar
kemur einnig fram að árlega
deyja tugþúsundir manna um all-
an heim af völdum inflúensu. Har-
aldur Briem sóttvarnalæknir seg-
ir að búast megi við inflúensu hér
á hverju ári og segir að oft hafi
forráðamenn fjölmennra vinnu-
staða boðið starfsfólki endur-
gjaldslausa bólusetningu til að
draga úr hugsanlegum veikinda-
fjarvistum. Hann segir það taka 5
til 6 daga fyrir fullhraust fólk að
ná sér af inflúensu en allt uppí
hálfan mánuð fyrir þá sem eldri
eru og lasburða.
I bæklingnum kemur fram að
bólusetning gegn lungnabólgu sé
ráðlögð öllum sem eru 60 ára og
eldri. Hægt sé að bólusetja gegn
einni tegund lungnabólgu, en
sömu bakteríur geti einnig valdið
kinnholubólgu, heilahimnubólgu
og blóðsýkingu, sem í sumum til-
vikum sé hægt að koma í veg fyrir
með bólusetningu. Þá segir að
með vaxandi ónæmi baktería
gegn sýklalyfjum sé enn ríkari
ástæða til bólusetninga. Ekki þarf
að endurtaka bólusetningu gegn
lungnabólgu fyrr en eftir 5 til 10
ár.Bólusetning gegn inflúensu
kostar um 1.200 krónur, en
nokkru meira vegna lungnabólgu,
en ekkert mælir gegn því að bólu-
sett sé gegn báðum sjúkdómunum
samtímis. Þeir sem njóta afsláttar
þurfa að greiða hátt í tvö þúsund
krónur fyrir báðar bólusetning-
arnar.
Ráðstefna Arkitektafélagsins og umhverf-
isráðuneytis um snjóvarnargarða
Rætt um gagrt-
semi og um-
h verfíssj ónarmið
ARKITEKTAFÉLAG íslands á
frumkvæði að því í samvinnu við
umhverfisráðuneytið að efna til
ráðstefnu um snjóvarnargarða
sem haldin verður í Norræna hús-
inu í Reykjavík á mánudag. Sig-
urður Harðarson arkitekt, sem
hefur annast undirbúning, segir að
þarna eigi að ræða um varnar-
garða frá ýmsum hliðum, m.a
gagnsemi, kostnað, öryggi, um-
hverfisáhrif og byggðasjónarmið.
Bygging Sjóvarnargarða
„Tilefni ráðstefnunnar er bygg-
ing snjóvamargarða á nokkrum
stöðum á landinu og hefur Ai'ki-
tektafélagið lýst áhyggjum sínum
vegna þeirra," segir Sigurður en
félagið telur þá erfiða hvað varðar
umhverfi og útlit. „Við viljum fá
umræðu um málið frá sem flestum
sjónarhornum, teljum okkur ekki
neina sérfræðinga í snjóflóðavörn-
um, en viljum að málin séu skoðuð
í heild sem virðist ekki hafa verið
gert.“ Sigurður segir arkitekta
hafa heyrt efasemdarraddir um
gagnsemi slíkra garða og því vilji
þeir lýsa eftir öðram lausnum sem
nota mætti meðfram eða í staðinn.
Á ráðstefnunni verða viðrað
sjónarmið þeirra aðila sem komið
hafa við sögu við undirbúning og
byggingu snjóvarnargarðanna,
rædd umhverfis- og skipulagssjón-
armið, hvernig málið horfir við
sveitarfélögum og rætt um
áhættu.
„Við viljum hugleiða áhættu í
víðu samhengi, hvaða áhætta er yf-
irleitt við það að búa í þessu landi,
í umferðinni eða hjá þeim sem
sækja sjóinn frá þessum stöðum
sem snjóflóðahætta er á og síðan
má líka hugleiða hvort markmið
um öryggi muni nást og hvort
varnargarðar verði til þess að fólk
flytur síður úr þessum byggðum.
Hér er um fjárfrek mannvirki að
ræða og við sjáum ekki eftir þeim
peningum en það er samt ástæða
til að skoða hvort þessi markmið
muni nást,“ segir Sigurður enn
fremur. „Ráðstefnan er ekki her-
ferð gegn snjóvamargörðum.
Henni er fyrst og fremst ætlað að
fá fram umræðu um þá í sem víð-
ustu samhengi.“
Ráðstefnan hefst klukkan 9 á
mánudag og stendur fram undir
klukkan 17.
FRÉTTIR
„SJÁÐU þessa,“ gæti Broddi verið að segja við
Halldór sem virðist ekki sannfærður.
ÁGÚST Guðmundsson, leiksljóri Dansins, og Lísa
Pálsdóttir, útvarpsmaður á Rás 2, fylgjast með og
virðast hafa fundið eitthvað við sitt hæfi.
Söngvísnakeppni úr kvikmyndinni Dansinum
Enginn veit hver gist-
ir í annars hjónasæng
NÝLEGA var efnt tfi samkeppni
um bestu söngvísuna úr kvik-
myndinni Dansinum og réðust
úrslit á fostudag. Tæplega 30 höf-
undar sendu inn kvæði í keppnina
og voru úrslitin tilkynnt á Rás 2 í
gær af Halldóri Blöndal sam-
gönguráðherra sem var formaður
dómnefndar. Aðrir í dómnefnd-
inni voru Broddi Broddason,
fréttamaður á Rfldsútvarpinu, og
Pétur Blöndal, blaðamaður á
Morgunblaðinu. Guðmundur Kri-
stjánsson frá Akranesi og Hall-
mundur Kristinsson frá Akureyri
báru sigur úr býtum og hlutu að
launum ferð til Færeyja.
Einnig vora 5 færeyskar húfur
í verðlaun. Elís Kjaran Friðfinns-
son frá Þingeyri sendi inn léttan
hátt og vann húfu fyrir skemmti-
legt viðlag. Það var svohljóðandi:
Morgunblaðið/Halldór
DÓMNEFNDINA skipuðu Pétur Blöndal frá Morgunblaðinu, Halldór
Blöndal samgönguráðherra og Broddi Broddason, fréttamaður á Rík-
isútvarpinu. Hér blaða þeir í þeim kvæðum sem bárust í keppnina.
„Víst er stundum vergjöm frú
til vandræða.
Víst er stundum vergjörn frú
til vandræða glöð.“
Ragnar Guðmundsson fékk húfu
fyrir dýran kveðskap. Fyrsta
hringhendan er svona:
„Dansinn renna daga þijá
dulúð kvenna njóta
mittispenna megaþá
máttinn kenna skjóta."
Verðlaunaljóð
Guðmundar
Sirsa dóttir sýslumanns
er sögð á kostum laus,
við skulum dansa
daganaþijá-
en óðalsbóndann Harald
sem eiginmann hún kaus.
Svo er að sjá.
Harald Dofri Hermannsson,
sem leikur raunar í myndinni, fékk
húfu fyrir færeyskt yfirbragð á
sinni söngvísu. Niðurlagið var
þannig:
„Sirsa út í sortann skyggnist,
sáran kvíða ber hún.
Til Ivars ber hún hjarta hlýtt
en Haraldar kona er hún.“
Lárus Jón Guðmundsson vann
húfu fyrir sterka hrynjandi og gott
viðlag sem var svohljóðandi:
Hvala-Pétur hvatlegur
og hvergi smeykur var,
við skulum dansa
dagana þijá -
því hraustum manni leyfist
að hremma stelpumar.
Svo er að sjá.
Anna Linda ung og kát
er engill fólks í neyð,
við skulum dansa
dagana þrjá -
að höfuðsári gerði
og hjarta stal um leið.
Svo er að sjá.
„Lensan mín er stálblá, beitt og bitur,
blóðrauður er ástarinnar litur.“
Loks fékk Torfi Ólafsson húfu fyr-
ir gott kvæði og setti hann ásamt
svo mörgum öðrum dómnefndina í
vanda eins og eftirfarandi brot úr
kvæðinu ber með sér:
Brúðurin er brosandi
en brjóstið fullt af þrá
við skulum dansa
dagana þrjá -
og elskhuganum Pétur
þeim eldi sagði frá.
Svo er að sjá.
Manndómslöngun meyja á
mikinn skilning átti.
Dátt því feginn daga þrjá
dansinn stíga mátti.
Brattur fer því brátt á stjá
í brúðkaupsveislu Pétur.
Dátt og vel í daga þijá
dansinn stigið getur.
Einum skapast örlög grá
aðrir gæfu hljóta.
Dátt þó allir daga þijá
dansins mega njóta.
Augu brúðar eigra frá
ástarmegi réttum.
Dátt í næstu daga þrjá
dansi hvergi léttum.
Vini þótti vert að tjá
hve víða kenndir hníga.
Dátt hann skal í daga þijá
dansinn keikur stíga.
Að hann með því ylli vá
orðinn var þó smeykur.
Dátt hann skal í daga þrjá
dansinn stíga keikur.
Höfuðsár því hlaut að fá
hann að sögulaunum.
Dátt þó skal í daga þrjá
dansað burt frá raunum.
Lík til bæjar borið var,
brá þá öllum gestum.
Klerk einn greitt að garði bar:
„Gleðskap hér við frestum!"
Brúður sagði að svona bón
síst hún mundi ansa,
það væru eintóm erkiflón
sem ekki vildu dansa.
Líkt og fuglinn lyftir sér
í leik á breiðum væng
við skulum dansa
dagana þrjá -
og enginn veit hver gistir
í annars hjónasæng.
Svo er að sjá.
Verðlaunaljóð
Hallmundar
Umbúð fékk hann Önnu hjá
og annað með því hlotið.
Dátt í næstu daga þrjá
dansins gat hann notið.
Fyrr þó enginn fær að sjá
en fagur dagur rennur.
Dátt hvar helst í daga þrjá
dansinn heitast brennur.
„Líkið mundi’ ei lifna við
lát þótt yrði’ á gleði.
Höldum frekar fornum sið,
fjöri’ og léttu geði.“
Fyrir Pétri frami lá
og fór í brúðkaupsgildi.
Dátt því feginn daga þijá
dansinn stíga vildi.
Enginn veit hver ylinn má
og elsku brúðar njóta.
Dátt þó menn í daga þrjá
dansa allir hljóta.