Morgunblaðið - 03.10.1998, Side 20

Morgunblaðið - 03.10.1998, Side 20
20 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Háskólanemar sprella NEMENDUR Háskólans á Akur- eyri lögðu frá sér skólabækurnar eftir hádegi í gær og efndu þess í stað tii Sprellmóts. Herlegheitin byrjuðu á Ráðhústorgi þar sem fulltrúar deilda skóians sungu af hjartans list. Síðan var haldið í skrúðgöngu að Iþróttaskemm- unni, þar sem keppt var í öllum helstu ólympíugreinunum, eins og Björn Gíslason, nemandi í sjávar- útvegsdeild skóians orðaði það. Sprellmótinu lauk svo á Kaffi Akureyri í gærkvöld, þar sem m.a. fór fram söngvakeppni nem- enda. A myndinni eru nemendur kennaradeiidar í nokkuð góðu skapi en eins og sést á áletrun- inni á bol þeirra, virðist vanta fleiri karlmenn í kennaradeild skólans. Morgunblaðið/ STEFÁN Jeppesen, framkvæmdastjóri Blómavals á Akureyri, afhend- ir Baldri Gunnlaugssyni, verkstjóra umhverfisdeildar, ávísun upp á 2.000 haustlauka. Blómaval gefur umhverf- isdeild haustlauka Þjálfunariaug á Kristnesspítala Leitað eftir fjár- stuðningi BÆJARRÁÐI hefur borist erindi frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri, þar sem óskað er eftir viðræðum við Akureyrarbæ varðandi fjárstuðning til fram- kvæmda við þjálfunarlaug á Krist- nesspítala. Bæjarráð samþykkti á fundi sín- um í vikunni að leggja til við bæjarstjórn að skipaður verði 3ja manna starfshópur sem fái það verkefni að gera nákvæma úttekt á möguleikum fatlaðra til sundiðk- ana. Bæjarráð vill að starfshópur- inn hraði vinnu sinni sem kostur er og leggi fyrir tillögur að framtíðar- skipulagi þessara mála. -----♦-♦“•--- Atdagur ATDAGUR verður haldinn í skák- heimilinu við Þingvallastræti 18 á morgun, sunnudaginn 4. október kl. 14. Tefldar verða atskákir og hraðskákir. BLÓMAVAL á Akureyri færði í gær umhverfísdeild Akureyrarbæj- ar 2.000 haustlauka af ýmsum teg- undum, en þeim hefur verið ætlaður staður í nýjum kringlóttum blóma- beðum sem bærinn lét nýverið gera við Hafnarstræti, sunnan við flötina við Samkomuhúsið. Stefán Jeppesen, framkvæmda- stjóri Blómavals á Akureyri, sagði að starfsfólkið vonaðist til að þetta yrði fyrsta skrefið af mörgum í þá átt að skipa Akureyri á stall með litríkustu og blómlegustu bæjum landsins. Heimamenn og gestir myndu eflaust fagna litríkum um- ferðareyjum sem kæmu undan grámyglulegum vetrargarranum, en haustlaukar gæfu fyrirheit um litríkt vor. Blómaval hefur verið að dreifa haustlaukabæklingi sínum til Norð- lendinga síðustu viku en þar er að fmna ýmsar upplýsingar um úrval haust- og jólalauka, meðhöndlun þeirra og umhirðu. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli á morgun kl. 11. Öll börn velkomin. Guðsþjónusta á sunnudag kl. 14. Messukaffi á eft- ir. Öldruðum er boðið upp á akst- ur til kirkjunnar. Bíll frá BSO fer frá Víðilundi kl. 13.40 og kemur við á Hlíð. Farið til baka kl. 16. Æskulýðsfundur í kapellunni kl. 17 á sunnudag. Æðruleysismessa kl. 20.30 á sunnudagskvöld. Eyþór Ingi Jónsson organisti leikur á orgelið frá kl. 20.15. Prestar eru Svavar A. Jónsson og Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Tónlist annast Snorri Guðvarðarson og Viðar Garðarsson og Inga Eydal syng- ur. Molasopi á eftir. Fyrsti biblíu- lestur vetrarins í Safnaðarheimil- inu kl. 20.30 á mánudagskvöld í umsjá sr. Guðmundar Guðmunds- sonar. Bæn og íhugun Davíðs- sálma er yfírskrift lestranna í vet- ur og verður byrjað á 1. sálmi. „Konur eru konum bestar“ er yfir- skrift á sjálfstyrkingarnámskeiði sem haldið verður í Laxdalshúsi dagana 6. og 8. október frá kl. 20 til 23 bæði kvöldin. Skráning og upplýsingar eru hjá fræðslufull- trúa kirkjunnar, Jónu Lísu Þor- steinsdóttur í síma 462 7540 og 462 3122. GLERÁRKIRKJA: Bamasamvera og guðsþjónusta verða í kirkjunni á sama tíma á morgun, sunnudag- inn 4. október kl. 11. Undir sálmi fyrir prédikun ganga bömin í safnaðarsalinn þar sem skemmti- legur sunnudagaskóli fer fram. Michael Jón Clarke syngur einsöng í guðsþjónustunni. Kyrrð- ar- og tilbeiðslustund í kirkjunm kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissam- vera frá 12 til 13 á miðvikudag. Helgistund og léttur málsverður í safnaðarsal. Opið hús fyrir for- eldra og böm kl. 10 til 12 á fímmtudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kvöld- vaka í kvöld, laugardagskvöldið 3. október, kl. 20. Major Daníel Óskarsson stjórnar og talar. Happdrætti og veitingar. Allir vel- komnir. Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, almenn samkoma kl. 17. Heimilasamband fyrir konur kl. 15 á mánudag. Unglingasamkoma á þriðjudag kl. 20, krakkaklúbbur kl. 17 á miðvikudag fyrir 7-10 ára, hjálparflokkur sama dag kl. 17, 11 plús mínus kl. 17 á fostudag fyrir 10-12 ára. Fatamarkaður á föstu- dag frá 10-17. HVITASUNNUKIRKJAN: Verk- leg þjálfun fyrir unglinga kl. 14 i dag, laugardag, bænastund í kvöld kl. 20. Sunnudagaskóli fjölskyld- unnar kl. 11.30 á morgun, biblíu- kennsla fyrir alla aldurshópa. Léttur hádegisverður á vægu verði. Samkoma sama dag kl. 20. Stella Sverrisdóttir predikar, fjöl- breyttur söngur, barnapössun fyr- ir yngri en 6 ára. Vonarlínan; 462 1210, símsvari með uppörvun- arorðum úr ritningunni. HRÍSEYJARPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Stærri-Árskógs- kirkju kl. 14 á sunnudag. Eftir at- höfnina verður fundur í kirkjunni með fermingarbörnum og foreldr- um þeirra. ÓLAFSFJARÐARPRESTAKALL: Messa í Ólafsfjarðarkirkju kl. 11 í dag, laugardag, í upphafi héraðs- fundar. Sr. Magnús Gamalíel Gunnarsson prédikar, sr. Sigríður Guðmarsdóttir og sr. Hannes Örn Blandon þjóna fyrir altari. Fjöl- skyldumessa í Ölafsfjarðarkirkju kl. 11 á morgun, sunnudag. Upp- haf sunnudagaskólans. Laugardagur 26. september 12.00Þ-Skjáfréttir 17.00ÞDagstofan Umræðuþáttur í samvinnu við Dag. (e) 21.00ÞKvöldIjós Kristilegt efni frá sjónvarpsstöðinni Omega. Sunnudagur 27. september 12.00^-Skjáfréttir 17.00Þ-Dagstofan Umræðuþáttur í samvinnu við Dag. (e) 21.00ÞKvöldljós Kristilegt efni frá sjónvarpsstöðinni Omega. Mánudagur 28. september 12.00^-Skjáfréttir 18.15Þ-Kortér Fréttaþáttur í sam- vinnu við Dag. Endursýndur kl. 18.45,19.15,19.45,20.15,20.45. 21 .OOÞ-Mánudagsmyndin - Laun- ráð (Scam) Glæsikvendið Maggie Rohrer lifír á því að táldraga og féfletta einmana karlpening á fínni hótelum Miamiborgar. En dag einn hittir hún ofjarl sinn og þá kárnar gamanið. Aðalhlutverk. Christoph- er Walken og Lorraine Bracco. 1994. Morgunblaðið/Silli FRÁ fundi sveitarstjórnarmanna um sorpeyðingarmál sem haldinn var á Húsavík. Sorpeyðingarmál Þingeyinga Húsavík - Nefnd um stefnumótun í umhverfismálum hjá Húsavíkur- kaupstað undir stjóm Margrétar M. Sigurðardóttur, lögfræðings, boðaði sveitarstjórnarmenn í Þingeyjar- sýslu til ráðstefnu um sorpmál á Hótel Húsavík um síðustu helgi. Þar voru mættir sérfræðingar á sviði sorpmála sem héldu þar fróðlega fyrirlestra. Margrét María setti ráðsteínuna og kvaddi Reynhard Reynisson, bæjai-stjóra, til ráðstefnustjórnar. Mættir voru um 50 framámenn í sveitarstjómarmálum Þingeyinga. Friðfínnur Einarsson, framkvæmda- stjóri Islenskrai' umhverfístækni ehf. ræddi um kosti og galla sorp- brennslu. Bjöm Guðbrandui' Jóns- son, umhverfisverkfræðingur hjá Línuhönnun hf. nefndi erindi sitt Græn og hagræn sorphirða. Magnús Stephensen, deildai'stjóri hjá Sorpu, talaði um urðun og endurvinnslu. Hugi Ólafsson, deildarstjóri hjá um- hverfisráðuneytinu, sagði frá stefnu stjórvalda í þesum álum. Lúðvík Gústafsson, sérfræðingur, í sorpmál- um hjá Hollustuvernd ríkisins, skýrði kröfur stjómvalda í framkvæmd. Að framsöguerindum loknum bái'u ráðstefnuþátttakendur fram ýmsar fyrirspurnir sem var gi-eiðlega svarað. En ljóst var að hér er um mikið vandamál að ræða og brýnt væri fyrir sveitastjórnarmenn að hefja rækilegan undirbúning þeirra framkvæmda sem þeir ætluðu að ráðast í, áður en í framkvæmdir væri farið. • • Minnisvarði í Or- lygshöfn afhjúpaður RÍKISSTJÓRN íslands ákvað, að tillögu Halldórs Ásgrímssonar, ut- anríkisráðherra hinn 24. apríl sl. að láta smíða og reisa minnisvarða við minjasafnið að Hnjóti í Örlygshöfn til að minnast afreka íslenskra björgunarmanna við björgun inn- lendra og erlendra sjómanna úr sjávarháska og til minningar um þá sem ekki varð bjargað. Minnisvarðinn verður afhjúpaður af Halldóri Ásgrímssyni utanríkis- ráðherra í dag, laugardaginn 3. október, kl. 13.30. Hönnuður minnisvarðans er Bjami Jónsson. Hann var smíðaður í Vélsmiðjunni Orra í Mosfellsbæ og smiður hans var Ólafur Þorvarðarson. Morgunblaðið/Silli FULLTRÚAR Landsbankans, Verkalýðsfélags Húsavíkur, Húsavíkur- bæjar og Völsungs. Vallarklukka á Húsavíkurvöll Húsavík - Knattspyrnuvöllur Húsavíkur er talinn einn af bestu vöilum landsins og Iofuðu hann mjög þeir sem iéku landsleiki á honum í sumar. En eitt töldu þeir vanta á hann, vallarklukku. Nú hefur verið ákveðið að bæta úr því. Þrír aðilar, Landsbankinn, Verkalýðsfélag Húsavíkur og Húsavíkurbær, hafa ákveðið að kosta sameiginlega kaup og upp- setningu á vallarklukku sem kom- in skal til afnota fyrir næsta keppnisár. Uppsett klukka mun kostar nær 500 þúsundum króna. Klukkustandinn hefur Einar Kol- beinsson hannað. Sveinn Hreinsson, tómstunda- fulltrúi, skýrði nú nýlega blaðamönnum frá aðdraganda þessa máls að viðstöddum gefend- um og formanni Völsungs. Sigurður Árnason, bankaútibú- stjóri, og Aðalsteinn Á. Baldurs- son, formaður Verkalýðsfélags- ins, töldu mikilsvert að efla alla íþróttastarfsemi æskunnar og töldu að með því væru þeir að vinna forvarnarstarf æskulýð Húsavíkur til heilla., Ingólfur Freysson, formaður Völsungs, fór mörgum lofsamleg- um orðum um þann mikia stuðn- ing sem Landsbankinn og Verkalýðsfélagið sýndu nú og hefðu sýnt starfsemi félagsins. Hann sagði að tilkoma klukkunn- ar mundi verða til þess að fleiri stórleikir knattspyrnunnar yrðu í framtíðinni leiknir á Húsa- vík. Forseti bæjarsljórnar, Tryggvi Jóhannsson, þakkaði meðgefend- um samstarfið og þann stuðning sem þeir veittu bænum með því að vera þátttakendur í þessu máli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.