Morgunblaðið - 03.10.1998, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 23
Minnkandi fjárþörf ríkisins
Eykur líkur á
vaxtalækkun
STARFSFÓLKI Loðskinns hefur fækkað um helmíng á árinu.
Landsbanki Islands
Gengið
sveiflast
NOKKRAR sveiflur hafa verið
á gengi hlutabréfa Landsbank-
ans síðustu daga. Fjárvangur
gekk frá samningum um sölu
hlutafjárloforða fyrr í vikunni á
genginu 2,50 en í fyrradag var
gengið frá sambærilegum samn-
ingi á genginu 2,35. I gær var
talið að gengi hlutafjárloforð-
anna væri á bilinu 2,35 til 2,40.
Þeir sérfræðingar á hluta-
bréfamarkaði sem Morgunblað-
ið hefur rætt við hallast að því
að stór hluti kaupenda hluta-
bréfa í Landsbankanum vilji
innleysa hagnaðinn hið fyrsta
sem muni leiða til mikils fram-
boðs á markaðinum til að byrja
með. Hætt er við að gengið
lækki nokkuð í kjölfarið en taki
kipp upp á við á ný um leið og
um hægist. Við það mun hlut-
höfum bankans væntanlega
fækka mjög.
Loðskinn tapaði 140 milljónum kr. á síðasta ári
Hlutafé skrifað
niður og aukið aftur
MINNKANDI fjárþörf ríkisins á
fjármagnsmörkuðum eykur líkur á
að langtímavextir á verðtryggðum
skuldabréfum haldi áfram að lækka.
Sögulegt lágmark á vaxtastigi lang-
tíma skuldabréfa gefur þó tilefni til
að ætla að markaðurinn hafí gert
ráð fyrir og náð að aðlaga sig að
breyttum aðstæðum. Þetta er mat
Yngva Arnars Kristinssonar, fram-
kvæmdastjóra peningamálasviðs
hjá Seðlabanka íslands.
Yngvi segir ljóst að með minnk-
andi fjárþörf hins opinbera dragi úr
spennu á innlendum lánamarkaði og
líkur á að langtímavextir geti lækk-
að enn frekar aukast: „Reyndar
virðist markaðurinn hafa gert ráð
fyrir þessum breytingum og aðlag-
að þær verðlagningu sinni því und-
anfarið hafa vextir á langtímabréf-
um farið lækkandi. Tuttugu ára
spariskírteini eru t.a.m. komin nið-
ur í rúmlega 4% sem er sögulegt
lágmark. Þá eru vextir á millilöngu
bréfum ríkissjóðs (3-7 ára) komin
niður í 4,7%. Þannig virðist markað-
urinn hafa gert ráð fyrir minnkandi
umsvifum ríkisins á lánamarkaði og
aðlagað sig breytingunum."
Yngvi leggur áherslu á að vaxta-
stigið í landinu ákvarðist ekki ein-
göngu af fjármagnsþörf ríkisins,
heldur hafi aðrir þættir einnig áhrif
á þróun mála. Þar beri þó hæst fjár-
magnsþörf heimilanna og fjár-
magnsjöfnuður sem hefur verið
hagstæður undanfarin 2 ár og þrýst
niður vöxtum: „Annað sem hafa
þarf í huga sem hugsanlegan áhrifa-
vald á vaxtalækkun hér á landi er að
ávöxtun á verðtryggðum skulda-
bréfum í erlendum iðnríkjum hefur
farið lækkandi undanfarin ár og er
t.a.m. komin undir 3% í Bretlandi
og Frakklandi."
Yngvi segir þó óheppilegt að á
sama tíma og hér ríkir mikil upp-
sveifla í efnahagslífinu séu vextir að
lækka. Samþætting þeirra þátta
geti haft í för með sér aukna þenslu
sem er nú þegar meiri en góðu hófi
gegnir að mati sérfræðinga. Hann
vísar þó til þess að vaxtastigið ráð-
ist ekki eingöngu af lánsþörf ríkis-
ins auk þess sem verið getur að
markaðurinn hafi þegar aðlagað sig
og vaxtalækkunin sé hugsanlega
komin fram.
HLUTAFÉ Loðskinns hf. á Sauð-
árkróki verður fært niður um 90%
til að mæta 140 milljóna króna tapi
fyrirtækisins á síðasta ári. A aðal-
fundi félagsins, sem haldinn var í
vikunni, var jafnframt ákveðið að
auka hlutaféð aftur um 150 milljónir
og fram kom að fyrir liggja hluta-
fjárloforð fyrir liðlega 130 milljón-
um af því. Þá var ný stjórn kjörin.
Loðskinn hf., sem rekm- sútunar-
verksmiðju á Sauðárkróki, var gert
upp með um 140 milljóna króna tapi
á síðasta ári. Að sögn Margeirs
Friðrikssonar, sem tók við starfi
framkvæmdastjóra í júlí sl., stafar
tapið aðallega af niðurfærslu birgða
og gengishalla. Þá er fjármagns-
kostnaður mikill. Birgðir voru færð-
ar niður um 90 milljónir kr. Margeir
segir að það hafi verið leiðrétting á
gömlum birgðum auk verðlækkun-
ar. Þá var gengistap félagsins á
þriðja tug milljóna kr. Félagið var
með afurðalán í dollurum og enga
áhættudreifingu í því efni. Því hefur
verið breytt og nú er miðað við
gengiskörfu.
„Köld vatnsgusa“
Á undanförnum mánuðum hefur
verið farið yfir rekstur félagsins og
leitað leiða til að halda honum gang-
andi. Sveitarfélagið Skagafjörður
hefur haft forystu um það ásamt
Búnaðarbanka Islands. Sveitarfé-
lagið og Búnaðarbankinn hafa lofað
að leggja fram 50 milljónir hvor að-
ili í nýtt hlutafé, íslenska umboðs-
salan hf. leggur til 15 milljónir,
Kaupfélag Skagfirðinga 12,5 millj-
ónir kr. og aðrir minna. Samtals
nema hlutafjárloforð 130,6 milljón-
um kr. en samþykkt hefur verið
heimild til aukningar hlutafjár um
150 milljónir kr. alls. Áður verður
núverandi hlutafé, sem samtals
nemur 157 milljónum, skrifað niður
um 90% til að mæta taprekstrinum,
það fer niður í 15,7 milljónir kr.
Margeir segir að þessar ráðstaf-
anir séu taldar duga miðað við þær
áætlanir sem gerðar hafi verið.
Hins vegar hafi bæst við erfiðleika
skinnaiðnaðarins vegna lokunar
Rússlandsmarkaðar. Hann tekur
þannig til orða að þeir hafi komið
eins og köld vatnsgusa framan í þá
sem stóðu að björgun fyrirtækisins.
Starfsfólki Loðskinns hefur
fækkað um helming frá áramótum,
án þess að komið hafi til uppsagna,
og eru starfsmenn nú fjörutíu.
Framleitt er í birgðageymslur því
lítið selst, þó þannig að skinnin eru
ekki fullunnin, heldur tilbúin til lit-
unar. Margeir segir að svo virðist
sem einhver vakning sé að verða á
markaðnum, fyrirspurnir séu að
aukast, enda talið að verslanir og
saumastofur séu að verða uppi-
skroppa með skinn og flíkur.
Þannig segir hann að Loðskinn bíði
nú eftir staðfestingu á þokkalega
stórri pöntun. Hún myndi hleypa
ágætu lífi í starfsemina á ný.
Nýr
stjórnarformaður
Ný stjóm var kjörin á aðalfundin-
um. Fulltrúar sveitarfélagsins eru
Bjarni Ragnar Brynjólfsson, sem er
nýr formaður, og Jón Magnússon,
fyrrverandi forstöðumaður Byggða-
stofnunar á Sauðárkróki. Margeir
Pétursson lögfræðingur og Einar
Einarsson, framkvæmdastjóri
Steinullarverksmiðjunnar, eru full-
trúar Búnaðarbankans. Fimmti
stjórnarmaðurinn er Bjarni V.
Magnússon, eigandi íslensku um-
boðssölunnar og fyrrverandi for-
maður stjórnar Loðskinns hf.
FBA og Kaupþing hafa selt 41% í Baugi
Sjóðir kaupa
8,5% eignahlut
KAUPÞING hf. og Fjárfestingar-
banki atvinnulífsins hf. (FBA) hafa
selt tólf lífeyrissjóðum auk helstu
verðbréfa- og hlutabréfasjóða
landsins samtals 8,5% hlut í Baugi
hf., eignarhaldsfélagi Hagkaups,
Nýkaups og Bónuss. Einnig hefur
Búnaðarbankinn tryggt sér tæplega
2% hlut í félaginu. Fyrirtækin eiga
því eftir að selja um 34% hlut í
Baugi, en þau kauptu 75% félagsins
í vor.
Verðbréfa- og hlutabréfasjóðirnir
eru í vörslu Landsbréfa, VÍB og
Kaupþings. Bjarni Ái-mannsson,
forstjóri FBA, segir samkomulag
um að gefa ekki upp nöfn lífeyris-
sjóðanna sem keypt hafa hlut í FBA
og gengi bréfanna verði upplýst síð-
ar, í tengslum við almennt hluta-
fjárútboð.
Fyrirtækin hafa sett sér það
markmið að selja 8-12% hlut í
Baugi til stofnanafjárfesta nú á
haustmánuðum. Bjami segir að við-
ræður standi yfir við fleiri stóra að-
ila og segir hugsanlegt að meira
verði selt nú en stefnt var að. Það
skýrist á næstunni.
Eftir að selja 34%
Með sölu þeirra hlutabréfa sem
nú er greint frá hafa FBA og Kaup-
þing selt um 41% eignarhlut í Baugi
hf. en félögin keyptu sem kunnugt
er 75% félagsins á sínum tíma. Eftir
eru um það bil 34%.
FBA og Kaupþing vilja tryggja
mjög dreifða eignaraðild að Baugi
hf., meðal annars í þeim tilgangi að
fullnægja kröfum Verðbréfaþings
Islands, en stefnt er að skráningu
félagsins í nóvember. Stefnt er að
sölu að minnsta kosti 10-12% fé-
lagsins til almennings fyrir áramót,
en komið hefur fram hjá stjómend-
um félaganna að það getur orðið
meira ef markaðsaðstæður leyfa.
Miðað er við að sala til almennings
hefjist í nóvember.