Morgunblaðið - 03.10.1998, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 03.10.1998, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Flugleiðir kaupa upp- lýsingakerfi FLUGLEIÐIR hafa samið við tölvufyrirtækið Unisys um kaup á nýju birgða-, bókunar- og vild- arkerfí sem gerir félaginu fært að bæta þjónustu við farþega á mörgum sviðum. Kerfíð verður grundvallartölvukerfi í nær öll- um rekstri Flugleiða og heldur það m.a. utan um allar bókanir félagsins. Samkvæmt fréttatil- kynningu mun búnaðurinn stuðla að markvissari rekstrar- stýringu og aukinni hagkvæmni en kerfið verður tekið í notkun snemma á næsta ári. Á MYNDINNI sjást þeir Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, t.v. og Dennis Christ, forstjóri Unisys, handsala samninginn. FBA um stöðu og horfur á innlendum og erlendum mörkuðum Markaðsaðilar bíða eftir nýju hlutafé í SKÝRSLU sem Fjárfestinga- banki atvinnulífsins hefur sent frá sér er birt greining á stöðu og horf- um á innlendum og erlendum mörk- uðum. Á erlendum markaði ber hæst ný- afstaðnar vaxtalækkanir hjá seðla- banka Bandaríkjanna en ástæða þeirra er umrót á erlendum mörkuð- um. Vegna umrótsins er einnig talið að innlendir fjárfestar fjárfesti síður erlendis. Sérfræðingar bankans segja að innlendur markaður ein- kennist nú af því að markaðsaðilar haldi að sér höndum, hugsanlega vegna framboðs nýs hlutafjár á næstu vikum. Skýrsluhöfundar spá því að breski seðlabankinn muni fylgja fljótlega í kjölfar bandaríska seðla- bankans með vaxtalækkanir en segja að óljóst sé hvort vextir í Þýskalandi verði lækkaðir. „Við teljum þó að þetta muni ekki duga til að hlutabréfaverð hækki á næstu mánuðum. Einnig teljum við að langtímavextir a.m.k. í Bandaríkj- unum muni halda áfram að lækka,“ segir í skýrslunni. „Dollari mun tímabundið veikjast á móti þýsku marld, en styrkjast Vaxtalækkun Seðla- banka Bandaríkjanna Setur þrýsting á kronuna til hækkunar MÁR Guðmundsson hagfræð- ingur í Seðlabanka íslands segir að vaxtalækkunin sem varð í Bandaríkjunum sl. þriðjudag muni hafa áhrif hér á landi og gæti sett þrýsting á krónuna til hækkunar enda eru Bandaríkin eitt helsta viðskiptaland íslands og þar er stærsti fjármálamark- aður í heimi. Vextir voru lækkaðir um 0,26% og eru nú 5,25% og er til- gangurinn með lækkuninni að draga úr áhrifum fjármála- kreppunnar víða um heim á bandarískt efnahagslíf og koma í veg fyrir lánsfjárskort. „Vaxtalækkun í Bandaríkjun- um hefur þau áhrif að skamm- tímavaxtamunur okkar gagnvart útlöndum eykst og ef aðrir fylgja í kjölfarið hefur þetta, að öðru óbreyttu, þau áhrif að vextir lækka hér á landi,“ sagði Már. Hann sagði að vaxtalækkun í Bandaríkjunum ætti að hafa já- kvæð áhrif á gjaldeyrisinn- streymi til landsins og setti þá, að öðru óbreyttu, þrýsting á krónuna til hækkunar. gegn jeni og pundi. Ef litið er til áramóta mun dollari rétta úr kútn- um gagnvart markinu en sama þró- un verða gagnvart hinum myntun- um tveimur." FBA telur fjarskiptafyrirtæki, netfyrirtæki og lyfjafyrirtæki álit- lega fjárfestingarkosti á erlendum markaði. Minnkandi gjaldeyrísútstreymi og vaxtalækkanir styrki krónuna Varðandi innlendan markað telur bankinn að minnkandi gjaldeyrisút- streymi vegna takmarkaðri fjárfest- inga lífeyrissjóðanna á erlendum verðbréfum það sem eftir er árs, auk fyrirsjáanlegra vaxtalækkana á erlendum skammtímavöxtum, vinni til styrkingar krónunnar. Þeir álíta sem svo að verðtryggðir langtíma- vextir muni ekki lækka umtalsvert á næstunni heldur muni frekar hækka. Skýrsluhöfundar segja að erfitt sé að meta hve stór hluti þeirra 20 milljarða króna sem reikna má með að lífeyrissjóðir hafi til ráðstöfunar út árið fari í verðtryggð skuldabréf þar sem þeir eru ennþá að laga hlut- föll fjárfestinga sinna að nýrri fjár- festingarstefnu. Vegna líklegs samdráttar á er- lendri fjárfestingu en aukins fram- boðs nýs hlutafjár á innlendum markaði er sú ályktun dregin að verðtryggðir vextir komi ekki til með að lækka mikið á næstunni og að þær vaxtalækkanir sem hafa orð- ið á síðustu dögum gangi að ein- hverju leyti til baka. „Vextir gætu hins vegar lækkað þegar líður á ár- ið, sér í lagi ef vextir halda áfram að lækka í helstu ríkjum heimsins," segir í skýrslunni. Hlutabréfavísitala hækkar varla Samkvæmt skýrslunni mun hluta- bréfavísitala varla hækka út árið vegna mikils framboðs nýrra hluta- bréfa á markaðnum á síðustu mán- uðum ársins en áhugi stofnanafjár- festa á þeim vinnur einnig gegn vaxtalækkun auk þess sem það or- sakar tregari eftirspum eftir þeim bréfum sem fyrir eru á markaði. Samkvæmt skýrslunni er útlit fyrir að hækkun vísitölu neysluverðs á árinu verði sú minnsta síðan árið 1994 og spáir FBA því að vísitalan hækki um 1% frá upphafi til loka ársins og að meðalverðlag árið 1998 verði 1,6% hærra en meðalverðlag ársins 1997. Forsendur þeirrar spár eru tals- verð verðlagshækkun í október og verðhjöðnun bæði í nóvember og desember. Um gengisvísitölu krónunnar seg- ir í skýrslunni að án meiriháttar skakkafalla virðist ráðrúm fyrir ögn sterkari krónu og því er spáð að gengisvísitalan leiti niður undir 112 stig á nýjan leik. Um horfur á peningamarkaði segja skýrsluhöfundar m.a. að greinilegt sé að eftirmarkaður með ríkisvíxla hafi átt undir högg að sækja og ljóst sé að ríkissjóður hef- ur ekki náð markmiðum sínum í markflokkavæðingu ríkisvíxla. Afkoma sjávarútvegs- fyrirtækja versni Fjallað er um einstaka flokka fyr- irtækja á hlutabréfamarkaði í skýrslunni og í grein um sjávarút- vegsfyrirtæki er bent á að markaðir fyrir fiskafurðir hafi verið að þyngj- ast á þeim svæðum sem efnahagsá- stand fer versnandi á og er þar aðal- lega átt við Rússland. Líkur benda til, samkvæmt skýrslunni, að um aukið framboð og verðlækkun á loðnu og tengdum afurðum verði að ræða á næstunni. Gangi það eftir má reikna með að afkoma fyrirtækja, sem selja inn á þá markaði, versni. Hagnaður fyrirtækja í iðnaði kom markaðsaðilum almennt nokkuð á óvart, segir í skýrslu FBA, en reikn- að er með að fyrirtæki í iðnaði haldi sínu striki eða gætu jafnvel bætt sig lítið eitt. Reiknað er með áframhaldandi góðu gengi hjá fyrirtækjum á fjár- mála- og tryggingamarkaði. Útlit Eimskips gott, Flugleiðir tapa í samgöngum er samkvæmt skýrslunni ekki hægt að reikna með öðru en að þróunin, það sem eftir lif- ir árs, verði Eimskipafélaginu hag- stæð. I sambandi við Flugleiðir er bent á afleita afkomu á fyrri árs- helmingi. Reiknað sé með að veru- legt tap verði á rekstri fyrirtækisins áárinu. Um tölvufyrirtæki er sagt að þau fyrirtæki sem best ná að blanda saman sölu á vélbúnaði og hugbún- aðarþjónustu muni hafa forskot. Einnig er bent á að ekki sé ólíklegt að ný verkefni skapist í kringum svokallað 2000-vandamál. I lokin er spáð í framhaldið. Sagt er að ásýnd VÞI eigi eftir að breyt- ast nokkuð á næstu mánuðum og vægi einstakra atvinnugreina eigi eftir að raskast. Vægi fjármálafyrir- tækja mun aukast verulega með skráningu TM, FBA og Landsbanka og síðar Búnaðarbanka á VÞÍ, að mati skýrsluhöfunda. Talið er að vægi sjávarútvegsfyrirtækja á þingi minnki úr 42% niður í 32%. „í ljósi þess hve mörg stór og sterk fyrirtæki eru á leið inn á markaðinn má reikna með að viðbót- arfjárfesting lífeyrissjóða í innlend- um hlutabréfum beinist nokkuð í þessi nýju fyrirtæki frekar en í þau félög sem sjóðirnir eiga fyrir,“ segir í lok skýrslunnar. ÚR VERINU Humri landað fram hjá vigt í Sandgerði Dæmdir fyrir að taka sér í soðið SKIPSTJÓRI og útgerðannaður Hafharbergs RE voru í gær dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í 400 þúsund króna sekt hvor um sig fyrir að landa 227 kílóum af humarskottum framhjá hafnarvigt. Ætluðu mennirnir að skipta aflan- um á milli áhafnar skipsins þar sem þeir töldu humarinn óhæfan til vinnslu. Málavextir eru þeir að Hafnar- berg RE kom úr humarveiðiferð hinn 14. ágúst sl. og var aflanum landað úr skipinu. Skipstjóri og út- gerðarmaður höfðu sammælst um að hluti aflans, sem þeir segja hafa verið ósöluhæfan úrgangshumar, yrði ekki veginn, heldur skipt á milli áhafnar skipsins. Var því þessum hluta aflans, 227 kílóum af humarskottum, skipað upp á bíl út- gerðarmannsins sem hann síðan ók framhjá hafnarvoginni í Sandgerði þar sem hinn hluti aflans var vigtaður. Veiðieftirlitsmaður Fiski- stofu, verkstjóri í humarvinnslu HB hf. í Sandgerði og vigtarmaður á hafnarvoginni, skoðuðu lauslega þann hluta sem ekki var vigtaður og bar þeim saman um að um óflokkaðan humar hefði verið að ræða. Eftirlitsmaðurinn taldi þó að humarinn hefði vafalaust verið vinnsluhæfur en hinir að hann hefði að mestu leyti verið lélegur eða ónýtur, þó innan um hafi verið góður humar. Skipstjórinn og útgerðarmaður- inn neituðu sakargiftum og töldu að þeim hefði verið heimilt að taka umræddan humar fram hjá vigt þar sem um úrkast hefði verið að ræða. I dómnum segir að í lögum um nytjastofna sjávar komi fram sú meginregla að allan afla skuli vigta á hafnarvog og þau afbrigði sem tilgreind eru frá því í laga- greinum hafi ekki þýðingu fyrir þetta mál. Skipstjórinn og útgerð- armaðurinn voru því dæmdir til að greiða hvor um sig 400 þúsund krónur til ríkissjóðs og allan sakar- kostnað. Ekkert svigrúm í lögnm Jón H. Snorrason, saksóknari í málinu og yfirmaður efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra, segir að með dómunum megi vel sjá hve skýr og afmörkuð lög um vigtun sjávarafla eru. Lögin kveði skýrt á um að fara skuli með allan landaðan afla beinustu leið á næstu hafnarvog. Tilgangurinn sé sá að tryggja eftirlit og skráningu á öllum afla sem landað er. Þetta tiltekna mál og ýmis önnur sýni að lítið eða ekkert svigrúm sé til að hafa annan hátt á. Kvótalitlir útgerðarmenn mótmæla „Kvotaþingið virkar ekki“ HÓPUR útgerðarmanna afla- marksskipa með litlar aflaheimildir hefur tekið sig saman og krefjast þeir þess að réttur þeirra, „sem lít- ill var fyrir, verði ekki allur af þeim tekinn“. Þeir telja að lögin um Kvótaþing komi í veg fyrir að þeir geti flutt til sín þær aflaheimildir, sem þeim eru nauðsynlegar til að grundvöllur verði fyrir útgerðinni. „Kvótaþingið virkar ekki rétt, en eins og fyrirkomulagið var áður gekk þetta upp,“ segir Kristinn Arnberg, skipstjóri í Grindavík, meðal annars i samtali við Morgun- blaðið. Hópurinn fundaði í Reykjavík nú í vikunni og sendi frá sér eftirfar- andi ályktun: „Frá fyrsta septem- ber er komin upp sú staða, ekki sízt vegna framkvæmdar laga um Kvótaþing, að útgerðir sem hafa þurft að fá fluttar til sín aflaheim- ildir undanfarin ár geta það ekki lengur. Mikill fjöldi aflamarksskipa er nú bundinn við bryggju. Skip sem á sama tíma undanfarin ár voru í fullum rekstri. Alls óvíst er um það hvenær eða hvort þau geta stundað veiðar í atvinnuskyni í framtíðinni og telja fundarmenn raunar engar líkur til þess að óbreyttu. Fundurinn telur að með breyt- ingum á lagaumhverfinu sé búið að kippa fótunum undan rekstri fjöl- margra skipa og báta og þar með skerða afkomumöguleika heilu byggðarlaganna. Við gerum þá lágmarkskröfu að réttur okkar, sem lítill var fyrir, verði ekki allur af okkur tekinn. Við skorum á stjómmálamenn að taka tillit til hagsmuna okkar. Það nægir ekki að bíða til kosninga með það. Ef ekki kemur til leiðrétting strax er ljóst að við eigum enga framtíð. Þetta er þrátt fyrir að við erum að skila þeim fiski í land, sem er grundvöllur allrar landvinnslu víða á landsbyggðinni.“ Kristinn Arnberg segir að þama sé ekki eingöngu um útgerðar- menn að ræða, heldur einnig mik- inn fjölda sjómanna, allt að 1.500, sem sjái fram á að geta ekki stund- að atvinnu sína. „Sjómannafélögin gerðu mistök. Með svona verð- bréfakerfi gengur þetta ekki upp. Við verðum að geta flutt aflaheim- ildir okkar til eins og áður,“ segir Kristinn. Ekkert sést til loðnu ENN hefur engin loðna fundist en nokkur skip vom í gær við leit fyrir norðan land og á Grænlandssundi. Skipstjórnarmenn sem Morgun- blaðið ræddi við í gær sögðu að búið væri að kemba stórt svæði en sama og ekkert hefði sést af loðnunni ennþá. Töldu þeir að enn væri nokk- ur tími uns loðnan þétti sig og kæm- ist í veiðanlegt ástand. Dræm síldveiði fyrir austan Þá var síldveiði einnig með lakasta móti í gær. Síldveiðiskipin hafa verið að fikra sig norður með Austfjörðum og köstuðu nokkur þeirra í Norðfjarðardýpi í fyrrinótt en sáralítill afli fékkst. Síldarskip em enn að leita síldar á Breiðdals- grunni en þar fékkst þokkalegur afli í upphafi vertíðar. Þá vom einnig skip út af Hvalbak í gær. Langmest til bræðslu Samtals hefur verið tilkynnt um landanir á um 6.727 tonnum af síld á yfirstandandi vertíð. Langmestur hluti aflans hefur farið til bræðslu eða um 5.790 tonn en um 611 tonn til söltunar og um 325 til frystingar. Mest hefur verið landað hjá SR- mjöli á Seyðisfirði eða um 2.478 tonnum en um 1.154 tonnum hefur verið landað hjá Borgey hf. á Höfn. I w H ■ I I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.