Morgunblaðið - 03.10.1998, Page 27

Morgunblaðið - 03.10.1998, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 27 ERLENT Indíánar undirbúa hvalveiðar Neah Bay. Reuters. INDÍÁNAÞJÓÐFLOKKUR í Bandaríkjunum býr sig nú undir að hefja hvalveiðar en hvala- verndunarsinnar hafa skipulagt mótmæli og aðgerðir til að koma í veg fyrir þær. Makah-indíánar í Washington- ríki hættu hvalveiðum fyrir 70 ár- um og höfðu þá stundað þær í margar aldir. I samningi við Bandaríkjastjórn frá 19. öld er kveðið sérstaklega á um að þjóð- flokkurinn hafi rétt til að veiða hvali. Alþjóðahvalveiðiráðið hefur heimilað indíánunum að veiða allt að fimm sandlægjur og veiðitíma- bilið hófst formlega á fimmtudag. Flest benti þó til þess í gær að indíánarnir myndu ekki hefja veiðamar á næstu dögum eða jafnvel vikum. Watson hyggst hindra veiðamar Sea Shepherd-samtökin hafa sent nokkra báta að strönd vernd- arsvæðis indíánanna og leiðtogi samtakanna, Paul Watson, kveðst staðráðinn í að hindra veiðamar, m.a. með því að fæla sandlægjurn- ar í burtu með hljóðum af hvala- árás úr neðansjávarhátöluram. Bandaríska strandgæslan fylgist grannt með bátum samtakanna. Keith Johnson, fonnaður hval- veiðinefndar Makah-indíána, seg- ir að hvalveiðar hafi gegnt mikil- „ _ Reuters INDIANAR stunda hvalveiðarnar á áttæringum eins og þessum. Nota þeir skutul og mjög öflugan riffil. vægu hlutverki í menningu þjóð- flokksins í margar aldir. „Þær sameina okkur,“ sagði hann. „All- ir söngvar og dansar okkar, allir þættir menningar okkar, tengjast beint hvalnum og hvalveiðum." Sandlægjur vora teknar af lista bandan'skra stjómvalda yfir dýrategundir í útrýmingarhættu árið 1994. Paul Watson sagði að samt væri full þörf á því að vemda hvalina. Lögmenn Clint- ons bjóða Paulu hærri upphæð Washington. Reuters. LÖGFRÆÐINGAR Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, hafa hækk- að tilboð sitt til Paulu Jones úr 35 milljónum ísl. kr. í tæplega 50 milljónir ísl. kr. ef hún samþykkir að láta niður falla mál sitt gegn forsetanum um kyn- ferðislega áreitni. Heimildarmenn The Washington Post segjast hins vegar svartsýnni en áður á að samningar takist því bæði era lögfræðingar Jones tregir til að sætta sig við minna en 70 millj- ónir ísl. kr. og einnig kunni forsetinn því að sögn afar illa þegar lög- menn Jones staðhæfðu í viðræðu- þáttum í sjónvarpi síðastliðinn sunnudag að með því að semja í málinu gæfi forsetinn í raun til kynna sekt sína. Máli Jones var vísað frá í apríl en hún hefur áfrýjað og þykir hafa öllu beittari vopn í höndunum nú eftir að Clinton játaði í yfirheyrsl- um vegna Lewinsky-málsins að hafa ekki sagt fyllilega rétt frá í vitnisburði sínum í Jones-málinu í janúar. Jones er hins vegar illa stödd fjárhagslega og vill því gjarnan semja í málinu og er talið að Hvíta húsið sé einnig mjög áfram um að ná samningum svo Clinton og menn hans geti einbeitt sér að slagnum sem í vændum er á Bandaríkja- þingi, en líklegt er að sam- þykkt verði þar að hefja rannsókn sem leitt gæti til málshöfðunar til embætt- ismissis á hendur forset- anum. Var einnig greint frá því í gær að margmilljónamæringur- inn Abe Hirschfeld hefði boðist til að greiða Jones 70 milljónir ísl. kr. gegn því að hún léti málið niður falla. Segist Hirschfeld telja að málshöfðun Jones, og rannsókn Kenneths Staras á málefnum Clint- ons, hafi „algerlega gert stjómvöld í Washington óstarfhæf‘, sem valdi Bandaríkjunum ómældum skaða. Paula Jones Meðferðin á Anwar fordæmd Kuala Lumpur, Maníla. Reuters. ÞJÓÐARLEIÐTOGAR keppt- ust í gær við að fordæma meintar barsmíðar lögreglunnar í Malasíu á Anwar Ibrahim, fyrr- verandi aðstoðarforsætisráð- herra landsins, sem ákærður var í vikunni fyrir samkynhneigð og spillingu. Vora Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Robert Rubin, fjár- málaráðherra Bandaríkjanna, og James Wolfensohn, forseti Al- þjóðabankans, meðal þeiira sem lýstu áhyggjum sínum. ,úUiwar er vinur minn og þeg- ar ég sá myndir af honum með glóðarauga og marbletti varð ég áhyggjufullur," sagði Wol- fensohn í gær. Anwar heldur því fram að lögreglan hafi barið hann, á meðan á yfirheyrslum yfir honum stóð, skilið hann eft- ir meðvitundarlausan og neitað honum um læknisaðstoð. Samskipti Malasíu við grann- ríki sín í Asíu virðast í uppnámi og vottaði Joseph Estrada, for- seti á Filippseyjum, Anwar sam- úð í gær. Jafnframt var Jakarta Post, helsta dagblað í Indónesíu, afar harðort í garð stjórnvalda í Malasíu í gær og sagði í leiðara þess að Mahathir Mohamad, forsætisráðherra Malasíu, hefði tekist að „sá fræjum eigin falls. Hann hefur búið til píslarvott." Whirlpool þvottavélarnar ■ Lágt verö! • Stór hurð sem opnast 156°. • „Water lift system“ sem eykur gæði þvottarins. • Ullarvagga. Vélin „vaggar" þvottinum líkt og um handþvott væri að ræða. •Nýtt silkiprógramm. • Barnalæsing. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500 www.ht.is Umboðsmenn um land allt r Byggingavörudeild KEA Akureyri Mosfell Hellu 2 Einar Stefánsson Búðardal Póllinn ísafirði Elis Guðnason Eskifirði Rafmagnsverkstæði KR Hvolsvelli Eyjaradió Vestmannaeyjum Radíónaust Akureyrí r- Fossraf Selfossi Rafborg Gríndavik * Guðni Hallgrímsson Grundarfirði Rafbær Siglufirði • Hljómsýn Akranesi Rafmætti Hafnarfirði z Kask - vöruhús Höfn Hornafirði Rás Þoríákshöfn z Kaupf. Húnvetninga Blönduósi Skipavík Stykkishólmi 5 Kaupf. Borgfirðinga Borgamesi Skúli Þórsson Hafnarfirði u Kaupf. Héraðsbúa Egilsstöðum Turnbræður Seyðisfirði 0 Kaupf. Þingeyinga Húsavík Valberg Ólafsfirði z Kaupf. V- Húnvetninga Hvammstanga Viðarsbúð Fáskrúðsfirði z Kaupf. Skagfirðinga Sauðárkróki Samkaup - Njarðvik Reykjanesbæ 0 z Kaupf. Vopnfirðinga Vopnafirði Blómsturvellir Hellissandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.