Morgunblaðið - 03.10.1998, Side 34

Morgunblaðið - 03.10.1998, Side 34
34 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Gnocchi Nafnið „gnocchi“ er í raun samheiti á ítölsku yfír bollur af ýmsu tagi sem búnar eru til úr hveiti eða öðru sterkjuríku hrá- efni og síðan soðnar eða bakaðar. Stundum er uppistaðan spínat og ricotta-ostur (sá réttur er oft kallaður malafatta), í kringum Róm er semolina-gnocchi algengt en þekktast er líklega kartöflu-gnocchi. Morgunblaðið/Golli LOGI Hilmarsson, matreiðslumeistari á La Primavera, með Gnocchi á diski, enda er rétturinn á matseðli veitingahússins og hefur verið lengi. Þetta er einn af þessum yndislegu ítölsku rétt- um sem kostar smá fyr- irhöfn en er í raun ótrúlega ein- faldur þegar maður er kom- inn upp á lagið. í réttinn þarf um eitt kíló af kartöflum, hveiti og salt. Flóknara er það nú ekki. Byrjið á því að flysja kart- öflurnar, setjið þær í eldfast mót og bakið við 200 stiga hita í ofni þar til auðvelt er að stinga gaffli inn í kartöflurnar. Rífið kartöfl- urnar niður á riíjárni, setjið í stóra skál og hrærið saman við 5-6 dl af hveiti og hálfa teskeið af salti. Hveitimagnið getur verið eitt- hvað breytilegt. Mikilvægt er að ná sem mestum vökva úr kartöflunum og passa upp á að blandan verði ekki blaut. Einnig er hægt að flysja kart- öflurnar, skera í bita og sjóða og setja síðan í heitan ofn í nokkrar mínútur til að þerra þær. í stað þess að rífa kartöfl- urnar niður má einnig keyra þær í gegnum mat- vinnsluvél í nokkr- ar sekúndur. Vilji menn grænt gnocchi er hægt að bæta um 150 g af spínati saman við í mat- vinnsluvélinni. Þegar búið er að blanda hveiti og kartöflum vel saman og mynda deig er það tekið úr skálinni og hnoðað á vinnu- bekk. Stráið hveiti yfir borð- ið áður. Myndið sfðan rúllur úr deiginu, þegar búið er að hnoða það vel saman. Skerið þær síðan niður í litla bita, um 2x2 cm að stærð hver. Gnocchi-bitana má einnig búa til með teskeið. Látið vatn sjóða í stórum potti og setjið gnocchi-bitana ofan í í nokkrum skömmtum. Sjóðið þá þar til þeir fljóta, sem tekur yfirleitt um tvær mínútur. Með gnocchi er tilvalið að bera fram pestó og parmesa- nost, einnig er hægt að búa til sósu úr ferskum tómötum og kryddjurtum og parmesan. Steikið lauk og hvítlauk á pönnu í allmikilli ólivuoliu. Bæt- ið við tómötum. Tómatarnir verða að vera vel rauðir, þroskaðir og bragðmiklir, sem þeir fslensku eru því miður sjaldan. Finnið þið ekki slíka tómata er betra að nota tómata úr dós, heila eða choice cut. Látið krauma í 20-25 mínútur á meðalhita og maukið í mat- vinnsluvél að lokum. Saltið eftir smekk og bragðbætið með söx- uðu fersku basil. Berið fram með gnocchi og rifnum parmes- an. Þá getur verið gott að hafa gráðostasósu með gnocchi. Hit- ið gráðaost og ijóma saman í potti þar til osturinn hefur bráðnað og sósan byijar að þykkna. Um 100 g af Gor- gonzola þarf á móti einum pela af rjóma. Kryddið með hvítum pipar og hugsanlega salti ef osturinn gefur ekki næga seltu. Möguleikarnir eru óendanlegir. SPURT ER Hvað er Menning - listir 1. Hvað er Konungsskuggsjá og hvaða lærdóm er þar að finna? 2. Hvað eiga skáldin Egill Skalla- grímsson, Gísli Illugason, Óttar svarti og Þórarinn Loftunga sameiginlegt? 3. Hvernig merkti listmálarinn Vincent van Gogh jafnan mynd- ir sínar? SAGA 4. Hver var Sólon og hvað vann hann sér helst til frægðar? 5. Hvað felst í „dómínókenning- unni“ og hver setti hana fram fyrstur manna? 6. Spurt er um Bandaríkjaforseta sem varð að segja af sér vegna hneykslismáls fyrr á þessari öld. Hver var það, við hvað var málið kennt og um hvað snerist það? LANDAFRÆÐI 7. Hvar eru Brennisteinsfjöll? 8. Hvar er kirkjustaðurinn Eydalir, hvert er annað nafn á staðnum og hvaða þekkt sálmaskáld bjó þar fyrr á öldum? 9. Fellibylurinn Georges fór með- al annars yfír eyjuna Hispa- njólu í Karíbahafi nú ný- lega. Hvaða þjóðrfki eru á eyj- unni? ÍÞRÓTTIR 10. KR og ÍBV léku til úrslita um Islandsmeistaratitilinn í meist- araflokki karla í knattspyrnu um síðustu helgi. Eykjamenn sigr- uðu með tveimur mörkum gegn engu. Hverjir skoruðu mörkin og hver er fyrirliði Eyjamanna? 11. Islenskur knattspyrnumaður var nýlega seldur fyrir metupp- hæð til 3. deildarliðs á Englandi. Hvað heitir maður- inn, með hvaða liði lék hann á Islandi, með hvaða liði lék hann til skamms ti'ma á Englandi og til hvaða liðs var hann seldur? 12. „Rekstur knattspymudeildar er orðinn hörð viðskipti," sagði for- Sælkerinn GNOCCHI: í réttinn þarf um eitt kfló af kartöflum, hveiti og salt. Flóknara er það nú ekki. Draumur mánans DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson MÁNAMÆRIN baðar sig í draumi jarðar. TUNGLIÐ, tunglið taktu mig og berðu mig upp til skýja. Tunglið hefur óumdeilanleg áhrif á menn, málleysingja og náttúru, það stjórnar vatns- og sjávarföllum, tíðahringjum og ferli margra dýrategunda. En máninn er einnig aflgjafi hugmynda og með dular- fullri nánd sinni við manninn býr hann honum efni í skáldsögur, æv- intýri og drauma. Tunglið kveikir kalt ljós sagna um einfara hjá norðanmanninum en það tendrar eld í sögum sunnanmannsins og þegar ný og nið ná saman verða sögurnar magnað samspil ólíkra afla með framandi ívafí líkt og sagan um varúlfinn, rólega herra- manninn sem breyttist í blóðþyrst villdýr á fullu tungli. Þar sem í mörgum öðrum náttfarasögum birtist máninn sem vinur þess er einn veg ratar og samlagast ekki öðrum, hann er vemdari einmana- leikans og bakhjarl brostinna hjarta. Tunglið er draumur mannsins um einstaklinginn sem sigrar náttúruöflin, storkar forlög- unum og fer sína eigin leið. Mannsins sem kemur og fer þegar honum hentar, kaldur og yfirveg- aður, heitur og lostafenginn með örlaganomimar veikar af ást á sér en hjartað vel varið í helli sínum. I skini mánanum birtist draumurinn um tvíeðlið, að geta skipt um ham og verið einhver annar en maður er, órðið persóna með yfirnáttúrlega hæfileika, ótrúlegan kraft og kænsku, fögur vera og limalöng sem allir elska en enginn getur snert. Draumurinn um mán- ann er draumur um æðra sjálf, sjálfstæða vitund sem máninn hátt á himni speglar í skini hrímfölu á drauminn þinn gráa. Draumar „Sólveigar“ I. Dreymt í maí um sauð- burð. Ég var á vakt í fjárhús- unum, það var ekkert að gera svo ég ákvað að líta til ná- grannakonu minnar, Mar- grétar. Mér fannst innan- gengt úr mínu fjárhúsi í hennar og er ég kem til hennar skítug og rifin (sem ég er venjulega í fjárhúsi) var hún í sparifötunum, dökkbláu pilsi og blússu að hjálpa ánum að bera. Tilþrif- in voru mikil og hafði ég aldrei séð annað eins, og þetta gat hún án þess að óhreinka sig. Við töluð- umst ekki við eins og þess þyrfti ekki. Þá ákvað ég að gá hvort eitt- hvað væri að gerast hjá mér. Þeg- ar ég opna hlöðuhurðina mætir mér (að mér fannst) prestur og fyllir alveg út í dyragættina. Hann var alveg hvítur, í hvítum kyrtli með hvítt skegg og hár. Hann rétt- ir mér hendumar og segir blíðlega „ekki vera hrædd“ og biður mig að koma með sér. Við svífum upp og ég verð ofsalega hrædd, lít niður og sé Sigurð kaupfélagsstjóra standa í sparifótunum við fóður- ganginn og horfa yfir fjárhúsin. Þá ríf ég mig lausa frá prestinum og sný við. II. Mig dreymdi að ég var á hlaupum með barnavagn og syst- ursonur minn væri í honum. Við vorum í Reykjavík í umferðinni og það var farið að skyggja. Við vorum á flótta undan lög- reglunni og mér fannst eins og ég hefði stolið systurson- inum. Flúði inn í kjallara á fjölbýlishúsi og inn í lítið herbergi. Það var hvítt á lit- inn og bjart en þar var ekk- ert að setjast á. Lítill gluggi var á herberginu og var ég að gá hvort við hefðum sloppið. Barnið var ánægt en fyrirferðarmikið og alltaf á ferðinni. Þá gerði ég mér grein fyrir því að ég væri að gera rangt og yrði að gefa mig fram við lögregluna og skila baminu þó ég fengi dóm fyrir. Mér létti er ég var búin að ákveða að gefast upp taka afleiðingum gerða minna. Ráðning Þeir erfiðleikar sem draumarnir tala um og þú stóðst frammi íýrir á sínum tíma era nú að leysast vegna stöðuglyndis þíns og atorku. Upp- gjöf er ekki orð sem fellur að þín- um draumum og ekki ertu heldur ginnkeypt fyrir hugmyndum fjálg- legra viðmælenda. Veturinn er þó eftir með ákveðnum átökum sem krefjast einbeitingar svo verk þitt gloprist ekki niður, en í því sam-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.