Morgunblaðið - 03.10.1998, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 03.10.1998, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Skynsemi og virðing Að rætt sé urn vín, að börn og ungling- ar skilji hvað áfengi er og hvernig sé best að nota það - og hvernig verst - er ákveðin forvörn. Líka klisjan: Taktu aldrei fyrsta sopann, það er hœttulegt Líklega mælir enginn með ofdrykkju áfeng- is. Ýmsir telja algjört bindindi heillavæn- legast en aðrir hallast að því að hófleg drykkja sé í góðu lagi, jafnvel holl. Mismunandi skoðanir eru eðlilegar, hvort sem er varðandi áfengi eða annað í daglegu lífí. En hvort sem menn aðhyllast algjört bindindi eða vilja frekar útrýma ofdrykkjunni eiga væntanlega flestir eitt sam- eiginlegt; þá skoðun að markmiði sínu sé hægt að ná með einhvers konar forvömum. Því er fróðlegt að velta fyrir sér eðli forvama, hvort og hvernig þær virki. Ég er á því að feluleikur, boð og bönn séu VIÐHORF vond forvörn. ------ Itreka það sem Eftir Skapta ég sagði fyrr í Hallgrímsson sumar í einum þessara pistla: forboðnu ávextirnir em alltaf mest spennandi. Það hefur marg- sannað sig. Eða þekkja ekki allir þá staðreynd? Er það heimska í mér að telja það bömum mínum hollara að horfa á mig sötra eitt rauðvínsglas, jafnvel tvö, með kvöldmat - ræða jafnvel við þau um þennan eðla drykk og fræða - heldur en ég kæmi heim sót- dmkkinn og snarvitlaus eftir þamb einhvers staðar úti i bæ? Að rætt sé um vín á þennan hátt, að böm og unglingar skilji hvað áfengi er og hvernig sé best að nota það - og hvernig verst - er ákveðin forvöm. Það er líka forvörn að endurtaka í sífellu: Taktu aldrei fyrsta sopann. Það erhættulegt. Ef þú tekur einn sopa er ekki víst að þú getir nokkurn tíma hætt að drekka. Ég hef bara enga trú á því að síðara dæmið virki gagnvart ungu fólki í dag. Ungt fólk vill prófa sig áfram, og þegar ein- hliða áróður á þessum nótum glymur í eyrum þess hljómar það mjög spennandi fyrir marga að athuga hvort þetta sé virkilega rétt. Og þegar sú tilraunastarf- semi hefst er einmitt hætta á ferðum; ég hef á tilfinningunni að þá séu meiri líkur á að sá ung- lingur sem ekkert veit um áfengi taki tappa úr flösku og sturti í sig en sá sem hefur verið frædd- ur. Unglingar eiga auðvitað ekki að drekka áfengi, það er ólöglegt fyrr en fólk verður tvítugt. Stað- reyndin er hins vegar sú að þeir gera það; að einhverju leyti vegna þess hve fullorðna fólkið er „glæsilegar" fyrirmyndir og að einhverju leyti vegna þess hve þessir mjög svo forboðnu ávextir em spennandi. Þess vegna skipt- ir fræðslan svo miklu máli. Guðmundur J. Mikaelsson verslunarmaður, sveitungi minn, eins og hann kallar sig, skrifaði mér fallegt, opið bréf sem birtist hér í blaðinu fyrir skömmu. Það gerir hann í framhaldi skrifa minna um áfengi á þessum vett- vangi í sumar og þó svo við séum ekki sammála á þessu sviði segir hann fjarri sér að kveða upp þungan áfellisdóm yfir mér og greinaskrifum mínum. Gott er til þess að vita, að skynsemin ræður á sumum bæjum, og ég þakka honum hlý orð í minn garð. Guðmundur skorar á mig að leggjast á árar með þeim sem hafa uppi varnarorð gegn áfengi og öðrum vímuefnum. Þetta tel ég mig einmitt hafa verið að gera, bara á svolítið annan hátt en bindindismennirnir eru vanir. Ég er alfarið á móti ofdrykkju landsmanna, harma hana reynd- ar mjög, enda er hún ömurleg upp á að horfa. Vandamálið er ofdrykkjan. Á henni þarf að taka; kenna fólki að bera virð- ingu fyrir sjálfu sér og öðrum. Sýna því hve heimskuleg mikil drykkja er. Haldið ykkur nú fast, bindind- ismenn allir: ég þekki málið af eigin raun. Drakk of mikið á tímabili, og skil raunar - eftir á að hyggja - ekki í sjálfúm mér. Og ég er ekki einn um þetta; þessi lífsstfll fylgir einhverra hluta vegna oft ákveðnum kafla í lífi fólks. Til dæmis árunum í menntaskóla og tímabili þar á eftir, eins og í mínu tilfelli. En svo kom sjálfsaginn til sög- unnar. Skynsemin og virðingin. Orðin sem ég benti á í pistlinum á fimmtudaginn. Ég er ekki alkó- hólisti, en drakk of mikið og fór stundum illa með vín. Að hætta slíkri drykkju er þroskamerki, að mínu mati. Það getur verið erfitt að aga sjálfan sig, en er skemmtilegt viðfangsefni. Bæði hvað varðar drykkju áfengis og annað. Sumir leita sér aðstoðar og hætta alveg, aðrir segja við sjálfa sig: hingað, og ekki lengra. Og geta, eftir sem áður, fengið sér léttvínstár með mat þegar þá lystir. Jafnvel eitt og eitt glas af sterku víni. Fyllirí hefur fylgt manninum frá alda öðli, en hverjum finnst slíkt athæfi spennandi þegar grannt er skoðað? Hvers vegna þessa misnotkun vörunnar? Ég hef aldrei fengið nein alvöru svör við því. Þetta gerði maður nú samt á sínum tíma, en þroskað- ist. Ég kalla það þroska að hætta slíkri drykkju en kjósa frekar að fá sér rauðvínstár með mat ann- að veifið. Frægasti sveitungi okkar Guð- mundar, Kristján Jóhannsson óp- erusöngvari, lýsti því yfir í viðtali fyrir nokkrum árum að hann drykki vín flesta daga, léttvín með mat. En langt væri síðan hann hefði farið á gamaldags, ís- lenskt fyllirí. Halda menn að Kri- stján sé fullur alla daga fyrst hann drekkur vín reglulega með mat? Nei, varla nokkur maður. Þess konar drykkja er liður í menningu ítala og fleiri þjóða og góð sönnun þess að menn geta drukkið vín og liðið yndislega eft- ir sem áður. Að svo mæltu vonast ég til þess að geta hætt, í bili að minnsta kosti, að kvelja bind- indismenn með skoðunum mín- um um áfengi. Hef engu við að bæta að sinni, held ég. Við skul- um bara hafa okkar skoðanir, hver í sínu horni, þær eru og verða bersýnilega mjög ólíkar. Ég nenni alltént ekki meiru. Leyfi mér þó að halda fram, eins og fyrr í sumar - og alls ekki í einhverju virðingarleysi gagnvart starfi bindindishreyf- ingarinnar - að ég tel líkur á að stúkumenn næðu betri árangri en hingað til ef þeir breyttu áherslum í starfi. Skattlagning lífeyrissjóðs- tekna og skerðing bóta Á AÐALFUNDI Fé- lags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, sem haldinn var í Glæsi- bæ 1. mars s.l., voru bornar upp nokkrar til- lögur stjómai', sem all- ar voru samþykktar. Fyrsta tillagan, sem Páll Gíslason fiutti og ég ætla að fjalla um í þessari grein, hljóðaði þannig: „Nú hefur verið lagður 10% skattur á fjármagnstekjur, því telur aðalfundur Félags eldri borgara í Reykja- vík og nágrenni, að sama prósenta eigi að gilda varðandi 2/3 hluta tekna úr líf- eyrissjóðum, og krefst þess að sama gildi fyrir hvorutveggja, þar sem um það bil 2/3 hlutar greiðslna eru ávöxtun af því fé, sem fólk greiddi á þeim tíma, þegar greidd voru 4% af tekjum í lífeyrissjóð.“ Þessari tillögu fylgdi greinar- gerð, þar sem greint var frá stað- reyndum. Tryggingastærðfræðing- ur hefur reiknað út, að 2J3 hlutar af lífeyrissjóðsgreiðslum, miðað við 3,5% raunávöxtun, eru vaxtatekjur og 1/3 greidd iðgjöld lífeyrisþega. Hvers vegna erum við látin greiða 39,02% í skatt af vaxtatekjum, þeg- ar aðrir greiða 10% í skatt? Og hvers vegna höfum við, sem greidd- um skatt af 4% iðgjaldinu á árunum 1988 til 1995, ekki fengið hann endur- greiddan? Þeir, sem voru orðnir sjötugir og eldri árið 1995 og höfðu margir aldrei greitt skatt af 4 pró- sentunum, fengu 15% skattaívilnun. Hvað með alla, sem voru yngri og á vinnumark- aði þessi ár, hvenær fá þeir endurgreiðslu? Svo þegar við fáum þessar upphæðir úr líf- eyrissjóðunum aftur, borgum við 39,02% í skatt. Er þetta ekld tvísköttun? Fólk er stundum að spyrja mig, hvort það eigi að fara að vinna, það geti fengið smávinnu og t.d. 30.000 kr. í laun á mánuði. Eg verð að svara því, að það haldi kannski eftir 3.000 til 4.000 kr. af þessum 30.000 kr. Tekjutrygging skerðist um 13.500 kr., heimilisuppbót um 6.455 kr., uppbótin fellur niður og skatt- urinn hækkar smávegis. Hér á ég við einstakling, sem býr einn, sjá töflu I. Tekjutrygging hjá einstaklingi, sem fær greiðslur úr lífeyrissjóði, byrjar að skerðast, ef tekjur eru hærri en 29.217 kr. á mánuði og fer niður í 0, ef tekjurnar eru 91.048 kr. eða hærri á mánuði. Ellilífeyrir byrjar að skerðast, ef Margrét H. Sigurðardóttir TAFLAI: September 1998 Tveir einbúar sem fá greiðslur úr Irfeyrissjóði Einbúi I Einbúi U Mism. kr. kr. kr. Lífeyrissj óðsgreiðslur 29.217 91.048 61.831 Ellilífeyrir 15.123 15.123 0 Tekjutiyggmg 27.824 0 -27.824 Heimilisuppbót 13.304 0 -13.304 Uppbót á lifeyri 40% -&sm 0 -6.049 91.517 106.171 14.654 Skattur 39,02% -12.350 —-18.068 -5.718 Samtais: 79.167 88.103 8.936 Tannviðgerðir 12.000 kr. Greiðsla Tryggingastofimar 75% 9.000 0 -9.000 Afsláttur af dagblaði m 0 =200 Allsi 89.067 88.103 -Má TAFLAII: September 1998. Sömu einstaklingar, en farið með 2/3 lífeyríssjóðstekna eins og fjármagnstekjur. Aðeins heimingur fjármagnstekna skerðir tekjutryggingu. Einbúi I Einbúi U Mism. kr. kr. kr. lnnborganir 1/3 9.739 30.349 20.610 Vaxtatekjur 2/3 19.478 60.699 -41.221 Lífeyrissjóðsgreiðslur 29.217 91.048 61.831 Ellilifeyrir 15.123 15.123 0 Tekjutrygging 27.824 13.657 -14.167 Heimilisuppbót 13.304 6.530 - 6.774 Uppbót á lífeyri ...6.049 0 — .6,049 91.517 126.358 34.841 Skattur 39,02 -4.750 -2.260 2.490 Skattur 10% -1,948 -6.070 AA22 Samtals: 84.819 118.028 33.209 Tannviðgerðir 12.000 kr. Endurgreiðsla Tryggingastofeuna 9.000 6.000 -3.000 Afsláttur af dagblaði .. 900 0 =2QQ Allsi 94,719 124.028 22JQ2 Kosið verður til þings á ári aldraðra, segir Mar- grét H. Sigurðardóttir, og þeir þurfa að skoða grannt hvað að þeim snýr. tekjur (laun og helmingur fjár- magnstekna) eru hærri en 91.048 kr. á mánuði og fer niður í 0, ef tekj- ur eru 141.458 kr. eða hærri hjá ein- staklingi. Verst er að vera með tekj- ur á bilinu 60.000-91.048 kr. Þá skerðast bætumar, og skattur er líka tekinn. Þið sjáið á töflunni, að jaðaráhrif- in (skerðing bóta) og jaðarskattarn- ir leiða til þess, að sá sem er með 29.217 kr. úr lífeyrissjóði á mánuði er betur settur en hinn, sem fær 91.048 kr. á mánuði. Sá síðarnefndi borgar meira í skatt, en hann fær í bætur frá Tryggingastofnun. Er þetta hægt? Á hann ekkert inni hjá þjóðfélaginu? Ef vilji hefði verið fyrir hendi, hefði jaðarskattanefnd- in, sem sett var á laggimar fyrir nokkmm ámm og átti að gera eitt- hvað í því að laga þessi mál, átt að skila einhverjum árangri. Hún skil- aði engum niðurstöðum og er hætt störfum. Sjá töflu II. Þessi tafla er draum- sýn, sem ég vona að rætist. Notaðar eru sömu tölur og í fyrri töflunni, en hér er farið með 2J3 hluta lífeyris- sjóðsgreiðslna eins og fjár- magnstekjur, enda réttlætismál. Auk þess er það aðeins helmingur fjármagnstekna (vaxtatekna), sem skerðir ellilífeyri og tekjutryggingu. Einbúinn með hærri lífeyrissjóðs- tekjurnar fengi nú skerta tekju- tryggingu og heimilisuppbót og ætti nú rétt á að fá endurgreiðslu frá Tryggingastofnun vegna tannvið- gerða. Ég vona, að hlutur lífeyrissjóðs- þega verði leiðréttur sem allra fyrst. Þeir hafa greitt sín iðgjöld til lífeyrissjóða eins og þeim bar, en bera skarðan hlut miðað við hina, sem hafa vanrækt þessar skyldur. Þeir hafa lagt sína peninga í banka eða annað og era verðlaunaðir með 10% skatti og aðeins helmingur fjármagnstekna þeirra skerðir tekjutryggingu og ellilífeyri. Það hefur ekld staðið á því að setja lög og reglugerðir til að skerða bætur eldri borgai-a hin síðari ár. Ef hækka á bætur eldri borgara, þá eru skipaðar nefndir, bæði til að endurskoða lög almannatrygginga og athuga jaðarskatta og ekkert skeður, allt er óbreytt. Nú er ár aldraðra að ganga í garð. Hvað ætla stjórnvöld að gera fyrir okkur eldri borgara? Svo eru alþingiskosningar á næsta ári. Við eldri borgarar mun- um fylgjast vel með því á næstu mánuðum, hvaða alþingismenn standa með okkur í okkar málum, sem flutt verða á Alþingi. Höfundur er viðskiptafræðingur og varaformaður FEB. Biblían er auðskHdarí enþiggrunar 'oðunarkirkjan fflWBl' Mánudaga og miðvikudaga ki. 20.00. Námskeiðíð byrjar mánudaginn 5. oktúber. Þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður, er skynsamlegt að innritast sem fyrst. Með einu símtali tryggir þú þér þátttöku, .■><w vönduð námsgögn, skriffæri og eintak af Biblíunni 'oknu niunt 3 öiiklu og Allt ókeypis! - et óWVP's Hvað ber framtíðin í skauti sér? Hver er tilgangur lífsins? Hvaða hlutskipti bíður bín að iokum? Komdu, bvi mörgum spurningum bínum verður svarað. Leiðbeinandi er dr. Steinþór Þórðarson, sem hefur staðið fyrir slíkum námskeiðum áratugum saman á íslandi og erlendis. Innritun og nánari upplýsingar alla daga í símum 421 5674,421 4474 og 861 5371.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.