Morgunblaðið - 03.10.1998, Page 43

Morgunblaðið - 03.10.1998, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 43 Mikilvæg* yfirlýsing UMRÆÐUR um það hvernig við Islend- ingar eigum að nýta auðlindir okkar hafa oft verið með afar sér- stæðum hætti. Þar hef- ur verið blandað sam- an við almenna auð- lindaumræðu alls kyns öðrum hlutum sem ekki hafa komið því máli beinlínis við. Þess vegna var það einkar þýðingarmikið að Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóð- anna, lýsti því yfir í viðræðum við Halldór Asgrímsson utanríkis- ráðherra hinn 28. september sl. að það væri „mikilvægt að strandríki hefðu full yfírráð yfir sínum auð- lindum". Þetta er þýðingarmikil árétting á sjónarmiði sem er lykilatriði fyrir strandríki eins og Island. Því mið- ur hafa þó ekki allir viljað viður- kenna þessa eðlilegu stefnumörk- un. Þeir eru til sem álíta að við eig- um að eftirláta það öðrum þjóðum eða einstökum samtökum að ákveða hvort við nýtum auðlindir okkar; þó svo að það sé yfirlýst stefna okkar að gera það með sjálf- bærum hætti. Sjónarmið af því tagi, sem veður alltof mikið uppi, er augljóslega í and- stöðu við þá skoðun sem Kofi Annan setti fram í ofangreindri til- vitnun. Á því leikur enginn vafi að okkur er óhætt að nýta hvala- stofna hér við land. Vísindamenn okkar hafa sýnt fram á að enginn skaði væri skeður þótt við hæf- um hvalveiðar á nokkrum tegundum strax í dag. Niður- staða áttunda aðal- fundar NAMMCO, N or ður-Atlantshafs- sjávarspendýraráðsins, í byrjun síðasta mánaðar styi’kir stöðu okkar enn. Stjórnunarnefnd NAMMCO samþykkti á fundi sín- um að stofnstærð hrefnu á Mið- Atlantshafssvæðinu væri nú nærri hámarki og að taka tæplega 300 dýra væri sjálfbær. Þetta álit stjórnunarnefndarinnar var byggt á ástandsmati vísindanefndarinn- ar frá því í mars sl. Það er því augljós réttur okkar að hefja veið- ar á þessum tegundum þegar í stað, í samræmi við orð fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna. Öll okkar barátta í hafréttar- Það er augljós réttur okkar að hefja veiðar á þessum tegundum þeg- ar í stað, segir Einar K. Guðfinnsson, í sam- ræmi við orð fram- kvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna. málunum miðaðist við að treysta forræði einstakra ríkja yfir auð- lindum sínum. Sú skoðun lá meðal annars til grundvallar, að það væri ekki einasta skýlaus réttur full- valda þjóðar að nýta auðlindir sín- ar heldur og besta leiðin til ábyi’grar auðlindanýtingar, að tryggja forræði þeirra ríkja sem mestra hagsmuna hefðu að gæta. Það er í samræmi við þetta sjónar- mið - svo eftirminnilega áréttað af framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna - að við hefjum hvalveið- ar nú þegar, í anda þeirrar stefnu- mótunar um sjálfbæra nýtingu auðlinda sem við höfum hvað eftir annað sett fram á alþjóðavett- vangi. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er alþingismaður. Einar K. Guðfinnsson Sigur lífsins SAMBAND ís- lenskra berkla- og b^jóstholssjúklinga, SIBS, stendm* nú á sextugu. Hinn 1. febrú- ar 1945 hóf SÍBS rekstur Vinnuheimilis SÍBS að Reykjalundi, sem daglega gengur undir nafninu Reykja- lundur. Þennan merka áfanga og áframhald- andi uppbyggingu Reykjalundar síðar má þakka einstöku hug- sjónastarfi og elju for- vígismanna SIBS í samhljómi og sam- vinnu við íslensku þjóðina undir kjörorðinu: „styðjum sjúka til sjálfsbjargar". Á þeim tæpu 54 árum, sem Reykjalundur hefur starfað, hafa tugþúsundir manna notið þar bestu hugsanlegrar endurhæfing- ar eftir hvers konar sjúkdóma og slys. Með þetta veganesti hefur þorri þeirra komist aftur til virkr- ar þátttöku í þjóðlífinu á ný. Reykjalundur er auk þess heimili nokkm-ra gjörfatlaðra manna og vinnustaður öryrkja. Árlega skilar Reykjalundur frá sér um 1.300 manns, sem notið hafa endurhæf- ingar. Meðaldvalar- tími er nú um 48 dag- ar. Nú er stórátaks þörf til að bæta enn frekar aðstöðu til endurhæfingar á Reykjalundi. Akveðið hefur verið að byggja þar þjálfunar- og æf- ingalaugar og einnig þjálfunar- og íþrótta- hús í beinum starfs- tengslum við núver- andi aðstöðu. Með þessum byggingum verður Reykjalundur áfram um ókomin ár í fararbroddi endurhæf- ingarstarfs hérlendis og erlendis. Endurhæfingarstarfið verður ár- angursríkara og afkastagetan eykst, en á því er brýn þörf, þar sem biðlisti eftir endurhæfingu er langur. Við leitum nú á ný til þjóðarinn- ar um samvinnu og fjárstuðning til framkvæmdanna með lands- söfnun, sem hófst í gær. Um helg- ina gefst landsmönnum kostur á Björn Ólafur Hallgrímsson Við leitum nú til þjóð- arinnar á ný, segir Björn Olafur Hall- grímsson, um sam- vinnu og fjárstuðning. að gerast þátttakendur í þessu framfaraskrefi með því að hringja inn loforð um fjárframlög sín og annan stuðning. Einnig er hægt að leggja fé beint inn á söfnunar- reikning í Búnaðarbanka Islands og verður sá reikningur opinn áfram. Lesandi góður. Tökum höndum saman og hefjum nýja sókn til framfara í þágu sjúkra og þjóðar- innar allrar. Framlag þitt skiptir miklu máli og margt smátt gerir vissulega eitt stórt. Tekið verður á móti framlögum í síma 800 6060 fram á sunnudags- kvöld 4. október. Númer söfnunar- reikningsins í aðalbanka Búnaðar- bankans er 2600. Ef þú leggur beint inn á reikninginn t.d. í gegn- um heimilisbanka eða internet- þjónustu þarft þú að nota númerið: 0301-26-002600 auk kennitölunnar 550269-7409. Styðjum sjúka til sjálfsbjargar. Höfundur er formaður stjórnar Reykjalundar og situr í stjóm SÍBS. 1Viirfel mgg&kápcdímui Wurfel veggskápárl upp á marga raðmöguT Þú velur einingar og raðar saman eftir eigin þörfum. Fáanlegt í kirsuberjavið, hnotu og þremur eikarlitum. Opið laugardaga frá kl. 10 -16. Síðumúla 20, sími 568 8799 Hafnarstræti 22, Akureyri, sími 461 1115 Það er boðtó tiE brúökaups og á örsmárri eyju í ógnþrungnu Atiantshafinu á að dansa í þrjá daga, rtema ske kymti að: Brúðurin sé ekki búin að gera upp hug stnn, breski togarinn Goodwoman strandi og sumir deyi en aðrir ekki, klerkarnir ærist og heimti jarðarför í brúð kauptnu, ásttn og djöfullinn kyndi undir stór- bruna í hjörtum gestanna, brúðinni verói rænt.. Sannast þá hið fomkveðna aó enginn dansar ófullur nema snarvitlaus sé. (Nemo saltat sobrius nisi valde insanit.) Á réttrí hiltu Dekkjahillur, furuhillur, skilrúm í htUur, plaatskúffur o.ft. Ekkl bara fyrir goymsluna, lagarlnn og bflskúrinn holdur olnnlg vörur 6 tilboðsvorðl fyrir allar tagundlr vorslana. Hlllumar ar auðvolt að sat/a samsn og sru afht I fíötum pakknlngum fsÍ^Ofnasmiöjan Háteigsvegi 7 • 105 Re^ Háteigsvegi 7 • 105 Reykjavík Sími 511 1100 • Fax 511 1110 ofnasmidjan@ofn.is • www.ofn.i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.