Morgunblaðið - 03.10.1998, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 03.10.1998, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 43 Mikilvæg* yfirlýsing UMRÆÐUR um það hvernig við Islend- ingar eigum að nýta auðlindir okkar hafa oft verið með afar sér- stæðum hætti. Þar hef- ur verið blandað sam- an við almenna auð- lindaumræðu alls kyns öðrum hlutum sem ekki hafa komið því máli beinlínis við. Þess vegna var það einkar þýðingarmikið að Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóð- anna, lýsti því yfir í viðræðum við Halldór Asgrímsson utanríkis- ráðherra hinn 28. september sl. að það væri „mikilvægt að strandríki hefðu full yfírráð yfir sínum auð- lindum". Þetta er þýðingarmikil árétting á sjónarmiði sem er lykilatriði fyrir strandríki eins og Island. Því mið- ur hafa þó ekki allir viljað viður- kenna þessa eðlilegu stefnumörk- un. Þeir eru til sem álíta að við eig- um að eftirláta það öðrum þjóðum eða einstökum samtökum að ákveða hvort við nýtum auðlindir okkar; þó svo að það sé yfirlýst stefna okkar að gera það með sjálf- bærum hætti. Sjónarmið af því tagi, sem veður alltof mikið uppi, er augljóslega í and- stöðu við þá skoðun sem Kofi Annan setti fram í ofangreindri til- vitnun. Á því leikur enginn vafi að okkur er óhætt að nýta hvala- stofna hér við land. Vísindamenn okkar hafa sýnt fram á að enginn skaði væri skeður þótt við hæf- um hvalveiðar á nokkrum tegundum strax í dag. Niður- staða áttunda aðal- fundar NAMMCO, N or ður-Atlantshafs- sjávarspendýraráðsins, í byrjun síðasta mánaðar styi’kir stöðu okkar enn. Stjórnunarnefnd NAMMCO samþykkti á fundi sín- um að stofnstærð hrefnu á Mið- Atlantshafssvæðinu væri nú nærri hámarki og að taka tæplega 300 dýra væri sjálfbær. Þetta álit stjórnunarnefndarinnar var byggt á ástandsmati vísindanefndarinn- ar frá því í mars sl. Það er því augljós réttur okkar að hefja veið- ar á þessum tegundum þegar í stað, í samræmi við orð fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna. Öll okkar barátta í hafréttar- Það er augljós réttur okkar að hefja veiðar á þessum tegundum þeg- ar í stað, segir Einar K. Guðfinnsson, í sam- ræmi við orð fram- kvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna. málunum miðaðist við að treysta forræði einstakra ríkja yfir auð- lindum sínum. Sú skoðun lá meðal annars til grundvallar, að það væri ekki einasta skýlaus réttur full- valda þjóðar að nýta auðlindir sín- ar heldur og besta leiðin til ábyi’grar auðlindanýtingar, að tryggja forræði þeirra ríkja sem mestra hagsmuna hefðu að gæta. Það er í samræmi við þetta sjónar- mið - svo eftirminnilega áréttað af framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna - að við hefjum hvalveið- ar nú þegar, í anda þeirrar stefnu- mótunar um sjálfbæra nýtingu auðlinda sem við höfum hvað eftir annað sett fram á alþjóðavett- vangi. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er alþingismaður. Einar K. Guðfinnsson Sigur lífsins SAMBAND ís- lenskra berkla- og b^jóstholssjúklinga, SIBS, stendm* nú á sextugu. Hinn 1. febrú- ar 1945 hóf SÍBS rekstur Vinnuheimilis SÍBS að Reykjalundi, sem daglega gengur undir nafninu Reykja- lundur. Þennan merka áfanga og áframhald- andi uppbyggingu Reykjalundar síðar má þakka einstöku hug- sjónastarfi og elju for- vígismanna SIBS í samhljómi og sam- vinnu við íslensku þjóðina undir kjörorðinu: „styðjum sjúka til sjálfsbjargar". Á þeim tæpu 54 árum, sem Reykjalundur hefur starfað, hafa tugþúsundir manna notið þar bestu hugsanlegrar endurhæfing- ar eftir hvers konar sjúkdóma og slys. Með þetta veganesti hefur þorri þeirra komist aftur til virkr- ar þátttöku í þjóðlífinu á ný. Reykjalundur er auk þess heimili nokkm-ra gjörfatlaðra manna og vinnustaður öryrkja. Árlega skilar Reykjalundur frá sér um 1.300 manns, sem notið hafa endurhæf- ingar. Meðaldvalar- tími er nú um 48 dag- ar. Nú er stórátaks þörf til að bæta enn frekar aðstöðu til endurhæfingar á Reykjalundi. Akveðið hefur verið að byggja þar þjálfunar- og æf- ingalaugar og einnig þjálfunar- og íþrótta- hús í beinum starfs- tengslum við núver- andi aðstöðu. Með þessum byggingum verður Reykjalundur áfram um ókomin ár í fararbroddi endurhæf- ingarstarfs hérlendis og erlendis. Endurhæfingarstarfið verður ár- angursríkara og afkastagetan eykst, en á því er brýn þörf, þar sem biðlisti eftir endurhæfingu er langur. Við leitum nú á ný til þjóðarinn- ar um samvinnu og fjárstuðning til framkvæmdanna með lands- söfnun, sem hófst í gær. Um helg- ina gefst landsmönnum kostur á Björn Ólafur Hallgrímsson Við leitum nú til þjóð- arinnar á ný, segir Björn Olafur Hall- grímsson, um sam- vinnu og fjárstuðning. að gerast þátttakendur í þessu framfaraskrefi með því að hringja inn loforð um fjárframlög sín og annan stuðning. Einnig er hægt að leggja fé beint inn á söfnunar- reikning í Búnaðarbanka Islands og verður sá reikningur opinn áfram. Lesandi góður. Tökum höndum saman og hefjum nýja sókn til framfara í þágu sjúkra og þjóðar- innar allrar. Framlag þitt skiptir miklu máli og margt smátt gerir vissulega eitt stórt. Tekið verður á móti framlögum í síma 800 6060 fram á sunnudags- kvöld 4. október. Númer söfnunar- reikningsins í aðalbanka Búnaðar- bankans er 2600. Ef þú leggur beint inn á reikninginn t.d. í gegn- um heimilisbanka eða internet- þjónustu þarft þú að nota númerið: 0301-26-002600 auk kennitölunnar 550269-7409. Styðjum sjúka til sjálfsbjargar. Höfundur er formaður stjórnar Reykjalundar og situr í stjóm SÍBS. 1Viirfel mgg&kápcdímui Wurfel veggskápárl upp á marga raðmöguT Þú velur einingar og raðar saman eftir eigin þörfum. Fáanlegt í kirsuberjavið, hnotu og þremur eikarlitum. Opið laugardaga frá kl. 10 -16. Síðumúla 20, sími 568 8799 Hafnarstræti 22, Akureyri, sími 461 1115 Það er boðtó tiE brúökaups og á örsmárri eyju í ógnþrungnu Atiantshafinu á að dansa í þrjá daga, rtema ske kymti að: Brúðurin sé ekki búin að gera upp hug stnn, breski togarinn Goodwoman strandi og sumir deyi en aðrir ekki, klerkarnir ærist og heimti jarðarför í brúð kauptnu, ásttn og djöfullinn kyndi undir stór- bruna í hjörtum gestanna, brúðinni verói rænt.. Sannast þá hið fomkveðna aó enginn dansar ófullur nema snarvitlaus sé. (Nemo saltat sobrius nisi valde insanit.) Á réttrí hiltu Dekkjahillur, furuhillur, skilrúm í htUur, plaatskúffur o.ft. Ekkl bara fyrir goymsluna, lagarlnn og bflskúrinn holdur olnnlg vörur 6 tilboðsvorðl fyrir allar tagundlr vorslana. Hlllumar ar auðvolt að sat/a samsn og sru afht I fíötum pakknlngum fsÍ^Ofnasmiöjan Háteigsvegi 7 • 105 Re^ Háteigsvegi 7 • 105 Reykjavík Sími 511 1100 • Fax 511 1110 ofnasmidjan@ofn.is • www.ofn.i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.