Morgunblaðið - 03.10.1998, Page 44

Morgunblaðið - 03.10.1998, Page 44
44 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Námsbraut í lijúkrunarfræði við Háskóla Islands 25 ára Ragnheiður Vilborg Haraldsdóttir Ingólfsdóttir HAUSTIÐ 1998 eru tuttugu og fimm ár liðin frá því að kennsla í hjúkránarfræði hófst við Háskóla íslands. Fram að þeim tíma höfðu íslenskir hjúkrun- arfræðingar fyrst og fremst sótt menntun sína í Hjúkrunarskóla », Islands, sem hóf göngu sína árið 1933. Hjúkrun- arskóli Islands var lagð- ur niður árið 1986 og varð þá háskólanám eina menntunarleiðin fyrir hjúkrunarfræð- inga hér á landi. Sú til- högun hefur vakið mikla athygli bæði hér heima og erlendis, enda varð ísland þar með fyrsta landið í heiminum til þess að mennta hjúknmarfræðinga ein- göngu í háskóla. I tilefni tuttugu og fimm ára afmælis námsbrautarinnar sem haldið er hátíðlegt nú í dag er unnið að útgáfu rits um þessa rannsókn sem gefið verður út á veg- rl um rannsóknastofuj hjúkrunarfræði í Háskóla Islands. I þessari grein er eingöngu fjallað um nokkur atriði er tengdust aðdraganda að stofnun námsbrautarinnar. Aðdragandi að stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði Það leið langur tími frá því að fyrst komu fram hugmyndir að háskólanámi fyi'ir hjúkrunai’- fræðinga hér á landi þar til það varð að veruleika. Talið er að Vilmundur Jónsson landlæknir hafl fyrstur sett fram á prenti hugmynd um nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Islands. Það var árið 1942. Þótt hugmynd um háskólanám í hjúkrunarfræði hafi komið fram svo snemma var henni þó lítill gaumur gefinn þar til á árun- um 1960-70, en á þeim áratug voru menntunarmál hjúki'unarstéttarinn- ar mikið til umfjöllunar. I þeirri um- fjöllun voru hjúkrunarfræðingar hvað ötulastir og ber þar hæst nafn Maríu Pétursdóttur sem á þessum árum var formaður Hjúkrunarfélags Islands. Hún var ótrauð að halda fram mikilvægi háskólamenntunar í hjúkrun. Aðrir framsýnir hjúkrunar- fræðingar notuðu einnig hvert tækifæri sem gafst til að fjalla um mikilvægi bættrar menntunar hjúki'- unarfræðinga. En fleiri en hjúkrun- arfræðingar lögðu málefninu lið. Svo virðist sem þetta hafi ekki ein- vörðungu verið hagsmunamál hjúkr- unarfræðinga eða heil- brigðisþjónustunnar heldur hafi ver- ið litið svo á að háskólanám í hjúkrun hefði töluvert gildi fyrii' þjóðfélagið, má þar nefna að Kvenstúdentafélagi Islands fannst augljóslega mikið til um þessa hugmynd. Aðalfundur Læknafélags íslands árið 1970 benti á að létta mætti á aðsókn í lækna- deild með því að fjölga öðrum grein- um heilbrigðisþjónustunnar innan Háskólans, s.s. hjúkrun. Erlendir aðilar tengdust einnig þessari umræðu. I skýrslu sér- fræðinganefndar AlþjóðaheObrigðis- málastofnunarinnar árið 1966 um hjúkrunarmál leggur nefndin til að öll menntun hjúkrunarfræðinga, bæði gi-unn- og framhaldsmenntun, verði eins fljótt og unnt er innan vé- banda æðri menntastofnana. Yfirmaður hjúkrunarsviðs Evr- ópudeildar Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar kom til Islands árið 1970 og lagði áherslu á að þegar yrði hafist handa við kennslu í hjúkrunar- fræði við Háskóla Islands. Það myndi tryggja góða menntun hjúkrunar- fræðinga fyrir vandasöm og sérhæfð störf og kennslu í hjúki'un á Islandi. I kjölfar þessarar heimsóknar full- trúa Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- Um þessar mundir eru tuttugu og fimm ár liðin frá því að kennsla í hjúkrunarfræði hófst -------------t------:- við Háskóla Islands. Hér fjalla Vilborg Ingólfsdóttir og Ragnheiður Haralds- dóttir um nokkur atriði er tengdust aðdrag- anda að stofnun námsbrautarinnar. arinnar skipaði menntamálaráðu- neytið nefnd síðla árs 1970. Verkefni nefndarinnar var að kanna mögu- leika á grunnnámi í hjúkrun og framhaldsmenntun hjúkrunar- fræðinga innan Háskóla íslands. Nefndin skilaði áliti í nóvember 1971 og var niðurstaða hennar sú að mjög nauðsynlegt væri að koma á hjúkr- unarmenntun á háskólastigi hérlend- is. Nefndin taldi eðlilegt að hjúkrun- arnám við Háskóla Islands miðaði að B.S.-prófi. I ársbyrjun 1972 kom svo á ný fulltrúi Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar til þess að gefa ráðlegg- ingar varðandi skort á hjúkrunar- kennurum á Islandi. Meginábending hans var að sem fyrst yrði hafið grunnnám í hjúkrunarfræði innan Háskólans. Háskólaráð fól læknadeild að fjalla um málið. I áliti ráðsins er ein- dregið lagt til að stofnað verði til námsbrautai' í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands, að námið leiði til B.S.-gráðu og hefjist haustið 1973. Vorið 1973 setti læknadeild Háskóla Islands á fót nefnd til að gera drög að námsskrá fyrir náms- braut í hjúkrunarfræði. I lok júní 1973 ritaði svo menntamálaráðherra háskólaráði bréf þar sem ítrekaður er áhugi menntamálaráðuneytisins á því að hafið verði framhaldsnám á háskólastigi fyrir hjúkrunarfræðinga og að kannaðir verði möguleikar á því að stúdentar eða aðrii' með sam- bærilega menntun eigi kost á hjúkr- unarnámi á háskólastigi. I kjölfar þessa bréfs gerði háskólaráð í júlí 1973 samþykkt þess efnis að það væri meðmælt því að Námsbraut í hjúkrunarfræði yrði komið á fót inn- an læknadeildar Háskóla Islands. Nokkru síðar eða í ágúst 1973 skipaði menntamálaráðherra nefnd til að semja drög að reglugerð- arákvæðum um nám í hjúkrunar- fræði. Nú vai' liðið langt á haustið 1973 og ótvíræður áhugi virtist ríkja um stofnun námsbrautar í hjúkrunai'- fræði. Rektor háskólans, forráða- menn læknadeildar, heimspekideild- ar og félagsvísindadeildar lögðust allir á eitt við að stuðla að því að kennsla gæti hafist innan háskólans. Forráðamenn fyrrgreindra deilda tjáðu sig fúsa til að taka við 20 nem- endum til viðbótar þá strax um haustið í þær greinar er falla áttu inn í nám í hjúkrunarfræði. Nýi hjúkrun- arskólinn lýsti sig reiðubúinn að taka Blekkingar Morgunblaðsins í GREIN minni „Hvernig ljúga má með tölfræði“ sem Morgunblaðið birti 19. sept. sl., þrátt íyrh- að ritstjórinn væri greinilega ekki ánægður með hana, hélt ég því fram að blaðið hefði beitt blekkingum og litaðri frétta- mennsku í fréttaflutningi af könnun Gallup um veiðileyfagjald þegar það sló því upp í stóra fyrirsögn (25. júlí sl.) að 77,3% sjómanna styðji veiði- leyfagjald. Og það þrátt fjrir að úr- tak sjómanna hefði aðeins verið á stærð við eina skipshöfn og Morgun- blaðinu fullkunnugt um það. Máli mínu til stuðnings vísaði ég til þess að Gallup hefði gert athugasemd við þessa fréttamennsku. Birtist sú at- hugasemd í Morgunblaðinu 28. júlí sl. og hljóðar svo: „Vegna frétta um helgina um að rámlega 77% sjómanna séu fylgjandi veiðileyfagjaldi vill Gallup taka fram eftirfarandi: Könnunin var gerð til að kanna afstöðu þjóðarinnar til veiði- leyfagjalds. Hlutfall sjómanna í slíkri könnun er um 2%, enda var henni ekki ætlað að mæla þann hóp sérstak- lega, en ef svo hefði verið hefði úrtak sjómanna verið miklu stærra. Niðurstöður könnunarinnar gefa því ekki tilefni til að álykta sérstaklega um skoðanir sjómanna um veiðileyfa- gjald.“ Hvort sem Morgun- blaðinu líkar betur eða verr er athugasemd Gallup ótvíræð og dæm- ir umrædda fréttafyrir- sögn tilefnislausa. En ritstjórinn vill ekkert ónæði og sakar mig um fúkyrði í garð blaðsins í athugasemdum sem hann birth' með grein minni. Athugasemdir ritstjórans eru ein alls- herjar blekking, ekki síst þegar hann reynir að láta lesendur halda að at- hugasemd Gallup sem ég vísaði til í grein minni sé ekki athugasemd Gallup hér að framan (frá 28. júlí sl.), sem hann forðast að nefna, heldur viss greinargerð Gallup frá 19. ágúst sl. Yfir þessi fáheyrðu stflbrögð rit- stjórans á ég hreint ekk- ert lýsingarorð. Greinar- gerð þessa bað Morgun- blaðið um frá Gallup í ör- væntingarfullri tilraun til að breiða yfir litaða fréttamennsku sína og draga tennumar úr Sig- urgeiri nokkrum Jóns- syni sjómanni sem glefsaði í stórblaðið út af máli þessu 19. ágúst sl. Birti Moggi greinar- gerðina aftan við grein hans sem bar heitið „Moggalýgin." Er skemmst frá því að segja að sjómaðurinn hélt tönnunum. í stað þess að biðja les- endur afsökunar á tilefnislausri og blekkjandi fréttafyrirsögn „blaðs allra landsmanna" grípur ritstjórinn til þessa sama ráðslags og hnýtir þessa sömu greinargerð aftan í grein mína til að blekkja lesandann og láta líta svo út sem Gallup hafi ekki verið búið að slá umrædda fréttafyrirsögn Morgunblaðsins af. Burt séð frá þess- um blekkingum er þessi greinargerð sem slík haldlaust skálkaskjól fyrir Morgunblaðið. Við lestur hennar er ljóst að Gallup hefur vitaskuld orðið að bregðast vonum ritstjórans og lát- ið hann hafa búmmerang. Með birt- ingu greinargerðarinnar sem fjallar aðeins um skoðanakönnunina al- mennt er ritstjórinn að skjóta sjálfan sig í fótinn. Hvergi er minnst á sjó- menn sem afmarkaðan hóp í greinar- gerðinni heldur „sjómenn og bænd- ur“. Við lestur greinargerðarinnar er ljóst að dauðaleit ritstjórans að atriði, sem að nokkru gæti vegið upp á móti þeirri staðreynd að úrtak sjómanna var ómarktækt, er dæmd til að mislukkast. í raun sýnir ritstjórinn tak- markaðri „plássauðlind" blaðsins al- gert virðingarleysi með allri þessari endurprentun sem kemur umræddri fréttafyrirsögn ekkert við. Dæmi: „Eftir stendur sú meginnið- urstaða að meirihluti landsmanna er fylgjandi veiðileyfagjaldi og í öllum hópum sem greindh- eru í könnuninni eru fleiri fylgjandi veiðileyfagjaldi en andvígir.“ Tekið er fram að síðast- nefnda atriðið styrki meginniður- Er Morgunblaðið vísvitandi aftur að misnota niðurstöður frá Gallup, spyr Daníel Sigurðsson, eða er blaðinu fyrirmunað að túlka rétt tölfræðilegar niðurstöður? stöðuna sem út af fyrir sig er rétt. Fráleitt er að ritstjórinn skuli á grundvelli þessa þóst geta vísað grein minni til föðurhúsanna því ég var ekkert að bera brigður á meginniður- stöðuna. Er Morgunblaðið vísvitandi aftur að misnota niðurstöður frá Gallup eða er blaðinu fyrirmunað að túlka rétt tölfræðilegar niðurstöður? Getur verið að ritstjórinn standi í þeirri röngu meiningu að setningunni megi sjálfkrafa snúa við og þar með megi halda því fram að tölfræðilega séð auki meginniðurstaðan líkurnai' á því að meirihluti sjómanna sé fylgj- andi veiðileyfagjaldi? Eða er ritstjór- inn bara að birta greinargerðina í þeiri'i von að lesendur rugli þessu saman? Eftirfarandi tilbúið dæmi ætti að auka ritstjóranum skilning, og þeim lesendum sem hann hefur verið að reyna að rugla í ríminu, að setning- unni má ekki snúa við vegna þess að einn starfshópur eða fleiri geta skorið sig úr allt efth- eðli þess sem spurt er um: Gallup spyi' hvort engin starfsstétt ætti að greiða tekjuskatt nema tann- læknar. Meirihluti allra starfsstétta svarar játandi en í 1.200 manna úr- taki voru aðeins 3 tannlæknar spurð- ir! Af augljósum ástæðum gerir meg- inniðurstaðan tannlæknaniður- stöðuna ekki hótinu minna ómarktæka. Hugleiðing til ritstjóra: Myndi Morgunblaðið sjá tilefni til ef(> irfarandi fréttafyrirsagnar í blaðinu: 66,7% tannlækna hlynntir því að þeir einir greiði tekjuskatt? Þegar hér er komið sögu er nauð- synlegt að rifja aftur upp fyrh- rit- stjóranum fréttafyrirsögnina frá 25. Meiriháttar síðar úlpukápur Duffel- ullarúlpurnar komnar aftur St. 3B—48 Opið iaugard. kl.10-16. fy#HM5ID Mörkinni 6, sími 588 5518. Bílastæði við búðarvegginn. Daníel Sigurðsson júlí sl. og þá staðreynd að þeir sjó- menn sem afstöðu tóku í könnuninni munu aðeins hafa verið 14 talsins en sjómannastéttin er ein af stærstu starfsstéttum landsins: 77,3% sjómanna styðja veiðileyfa- gjald. í rauninni þarf ekki töl- fræðikunnáttu hvað þá sérfræðiálit til að dæma fréttafyrirsögnina tilefnis- lausa og blekkjandi, almennt brjóstvit dugir. Yfirklór og blekkingar rit- stjóra Morgunblaðsins breyta engu um það að niðurstaða könnunar Gallup gaf ekki tölfræðilegt tilefni til að álykta um sjómenn sérstaklega. Þetta hefur Gallup staðfest með at> hugasemd sem Morgunblaðið neydd- ist til að birta í blaðinu 28. júlí sl. Fram hjá þessari staðreynd kemst ritstjórinn hvergi. Eftir stendur að umrædd fréttafyrirsögn Morgun- blaðsins var tilefnislaus og blekkj- andi. Blekkjandi athugasemdir Morg- unblaðsins við grein mína frá 19. sept. sl. ætla ég ekki að erfa við blaðið enda slíkar blekkingar af öðrum toga en blekkjandi fréttamennska. Höfundur er véltæknifræðingur og kennari við Vélskóia íslanðs. Aths. ritstj.: Það er auðvitað tilgangslaust að reyna að halda uppi málefnalegum umræðum við Daníel Sigurðsson. Eigi að síður vill Morgunblaðið taka eftirfarandi fram vegna þess fúkyrðaflaums í garð blaðsins, sem birtist hér að framan en þar er reynt að koma höggi á Morgunblaðið á röngum - og raunar óskiljanlegum forsendum (upplýsingamar voru frá Gallup, en ekki Morgunblaðinu!!): 1. Föstudaginn 24. júlí sl. birti Morgunblaðið frétt um niðurstöður skoðanakönnunar Gallup fyrir Ríkisútvarpið, þar sem fram kom, að tæplega 68% þeirra, sem þátt tóku í könnuninni væru fylgjandi veiði- leyfagjaldi en 23% andvíg. 2. Sama dag óskaði Morgunblaðið eftir því við Gallup að fá sundurgrein- ingu á þessum niðui'stöðum m.a. efth' stéttum. Algengt er að fjölmiðlar birti slíka sundurgreiningu á niðurstöðum í skoðanakönnunum. Þessar upplýs- ingar birtust í Morgunblaðinu laugai'- daginn 25. júlí sl. Þær voru birtar í góðri trú. Samkvæmt sundurgrein- ingu Gallup eftir stéttum voru 77,3% sjómanna og bænda fylgjandi veiði- leyfagjaldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.