Morgunblaðið - 03.10.1998, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 45,
að sér kennslu í almennri hjúkrun þá
um haustið. En fjárveiting til kennsl-
unnar var óleyst vandamál þar til að-
stoð barst frá Rauða krossi íslands.
Innritun í námsbraut í hjúki’unar-
fræði við Háskóla íslands hófst 2.
október 1973. Mótun námsbrautar-
innar og þróun var þó rétt að hefjast
og mikið uppbyggingarstarf unnið á
fyrstu árunum.
Oft hefur því verið haldið fram að
það hafi nánast verið tilviljun að
námsbrautin hóf göngu sína. Eftir
þessa skoðun á atburðarásinni fallast
höfundar ekki á þá ályktun, því ljóst
er að fjölmargir einstaklingar komu
við sögu á nokkrum ái’um og lögðu á
sig mikla vinnu til þess að koma á
breytingum á menntun hjúki’unar-
fræðinga.
Lokaorð
Nú er á vegum námsbrautar í
hjúkrunarfræði boðið upp á fjöl-
breytt nám, grunnnám, sérskipulagt
nám fyrir hjúkrunarfræðinga,
ljósmæðranám og ýmis konar
viðbótarnám, auk þess sem hafin er
kennsla til M.Sc.-gráðu í hjúknmar-
fræði. Nám í hjúkrunarfræði við
Háskóla íslands hefur líka verið fyr-
irmynd að námi í hjúkrunarfræði við
Heilbrigðisdeild Háskólans á Akur-
eyi’i. Námsbrautin nýtur viðurkenn-
ingar og námið virðist falla vel að
þörfum samfélagsins.
Tuttugu og fímm ár eru ekki lang-
ur tími í sögu skóla eða námsleiðar
en á þessum árum hefur námsbraut í
hjúkrunai’fræði tekist að sanna gildi
sitt og mikilvægi tilvistar sinnar fyr-
ir heilbrigðisþjónustuna á Islandi.
Vilborg Ingólfsdóttir er yfírhjúkr-
unarfræðingur hjá Landlæknis-
embættinu. Ragnheiður Haralds-
dóttir er skrifstofustjóri í heilbrigð-
is- og tryggingaráðuneytinu.
3. Þriðjudaginn 28. júlí birtist á bls.
6 í Morgunblaðinu, einni helztu
fi’éttasíðu blaðsins, athugasemd frá
Gallup. Þar sagði m.a.: „Könnunin
var gerð til að kanna afstöðu þjóðar-
innar til veiðileyfagjalds. Hlutfall sjó-
manna í slíkri könnun er um 2%, enda
var henni ekki ætlað að mæla þann
hóp sérstaklega, en ef svo hefði verið
hefði úrtak sjómanna verið miklu
stærra. Niðurstöður könnunaiinnar
gefa því ekki tilefni til að álykta sér-
staklega um skoðanir sjómanna um
veiðileyfagjald."
4. Þessar útskýringar fylgdu ekki
með, þegar Morgunblaðið fékk til
birtingar sundurgi’einingu á hinni
upphaflegu skoðanakönnun Gallup.
5. Hinn 19. ágúst sl. birtist í sér-
blaði Morgunblaðsins um sjávarút-
veg, Ur verinu, grein eftii’ Sigurgeii’
Jónsson, smábátaeiganda og sjó-
mann, þar sem hann lýsti þeirri
skoðun að frásagnir Morgunblaðsins
af niðurstöðum skoðanakönnunai’
Gallup sýndu, að „Moggalygin er sko
alls ekki dauð“. Rétt er að taka fram í
þessu sambandi, að á dögum kalda
stríðsins notuðu kommúnistai’ á ís-
landi orðið „Moggalygin" yfir lýsing-
ar blaðsins á ástandinu í Sovétríkjun-
um og leppi-íkjum þeirra. Eftir lok
kalda stríðsins hefur verið staðfest af
sagnfræðingum með tilvísun í skjala-
söfn í Moskvu og víðar að hvert orð af
því, sem kommúnistar kölluðu
„Moggalygi", var sannleikur.
6. Vegna greinar Sigui’geirs Jóns-
sonar óskaði Morgunblaðið eftir
gi’einargerð frá Gallup, enda hafði
blaðið ekki gert annað en bii-ta þær
upplýsingar, sem Gallup lét blaðinu í
té. I þessari greinargerð segh’ m.a.:
„Greint eftir starfsflokkum kemur í
ljós að meirihluti allra hópa, að nem-
endum undanskildum, er fylgjandi
veiðileyfagjaldi. Þar sést m.a., að
rúmlega 77% svarenda í starfaflokkn-
um „sjómenn og bændur“ eru fylgj-
andi veiðileyfagjaldi, en þar sem fáir
eru í þessum hópi í úrtakinu er ekki
hægt að álykta með nákvæmni um
skoðanir þessa hóps um veiðileyfa-
gjald. Niðurstöðumar gefa þó vis-
bendingu um, að fleiri sjómenn og
bændur séu fylgjandi veiðileyfagjaldi
en andvígir."
Þetta eru staðreyndir málsins. Að
öðru leyti er ekki ástæða til að fjalla
um hatursfull skrif Daníels Sigurðs-
sonar í garð Morgunblaðsins. Hann
verður að atast við einhverja aðra en
Morgunblaðið úr því sem komið er.
Málinu er lokið hér í blaðinu.
i
I
ÞAÐ VAR vor í
Reykjavík árið 1994,
þegar Reyþjavíkurlistinn
komst til valda. Regn-
boginn blikaði, þetta fal-
lega náttúrufyrirbrigði
sem myndast þegar sól
og regn bregða á leik.
Þessi sigur var söguleg-
ur, en skiptar skoðanir
eru á því hvort hann hafi
verið sjálfstæðismönnum
að þakka. Reykjavíkur-
listanum fundu sjálf-
stæðismenn allt til
foráttu, allt frá stefnu-
leysi til þess að litir í
merki listans, regnbog-
anum, sneru öfugt. Bláir
voru þeir pennar og blá
voru þeirra skrif. Því gripu þeir til
þess ráðs að banna nafn listans,
frambjóðendur og stuðningsmenn,
en allt kom fyrir ekki. Fylkingin
marseraði inn í ráðhúsið eftir að hafa
leikið lausum hala um alla borgina.
Þessi sigur Reykjavíkurlistans
þreytti svo sjálfstæðismenn að þeh’
sofnuðu værum svefni, eftir erfitt
dagsverk. Þvílík feikn og firnindi
myndu ekki dynja framar yfir flokk-
inn. Regnboginn sæist ekki á fleiri
stöðum en í Reykjavík. A öðrum
stöðum væru menn litblindir og
þyrfti ekki frekar að hafa áhyggjur
af því. Breytingar bæru vott um
dómgreindarskort og bamaskap og
slíkt væri eingöngu að finna í
Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn
setti því upp sólgleraugu og friður
íhaldssemi og forsjár-
hyggju færðist yfir þá.
Fátt virtist geta raskað
þeirri ró nema barna-
söngur á heiði.
En bragð er að þá
barnið finnur, hvort
sem það er sætt eða
óbragð. Börnin, öðru
nafni KRAKKARNIR,
höfðu vaxið úr grasi í
regnbogans litum, með-
an sjálfstæðisflokkur-
inn svaf. Vöknuðu blá-
menn því upp af værum
svefni, við að friðar-
spillirinn, samfylking
vinstri manna, væri far-
in að leika lausum hala
um land allt. Svo langt
sem augað eygði máttu sjálfstæðis-
menn þola, að horfa upp á fullorðin
börn í regnbogans litum ramba upp
um hóla og hæðir. Til sjávar, borga
og sveita hafði barnasöngurinn
breyst. „Nu er de blevet voksne"
eins og segir í dönskum dægur-
lagstexta.
Nú voru góð ráð dýr, þannig að
eingöngu var um það að ræða að
grípa til ódýrra ráða fyrir blámenn-
ina í Valhöll. Blátt bann skyldi það
vera. Eingöngu sjálfstæðisflokkur-
inn skyldi hafa einkaleyfi á því að
flokkar væru stofnaðir, lagðir nið-
ur, færu í samfylkingu eða breyttu
um stefnu. Eingöngu með því móti
að sjálfstæðismenn semdu verk-
efna- og stefnuskrá fyrir aðra
flokka væri hægt að tryggja efna-
Sigur Reykjavíkurlist-
ans var sögulegur, seg-
ir Védís Daníelsdóttir,
en skiptar skoðanir eru
á því hvort hann hafi
verið sjálfstæðis-
mönnum að þakka.
hagslegan stöðugleika. Keppinaut-
ar og andstæðingar skyldu bannað-
ir. Leita skyldi allra ráða til að
höndla náttúrufyrirbærið regnbog-
ann, þannig að það sæist ekki á Is-
landi.
Til að tryggja þetta enn frekar
þurfa blámenn að velja frambjóðend-
ur og stuðningsmenn annaira
flokka. Einnig þarf aðgerðir til að
koma í veg fyrir að svona hamfarir
endurtaki sig. Besta ráðið við því
væri bann við börnum, þar sem þau
fullorðnast. Banna þarf barneignir
þein-a sem hafa ekki flokkskírteini
blámanna. Með því er gulltryggt að
ósköpin endurtaki sig. Gullið undir
regnboganum myndi falla í hlut
sjálfstæðismanna og þeir væru lausir
við regnbogann. Það mælti mín móð-
ir að virða bæri keppinauta og and-
stæðinga. Vanmat á þeim hefði fellt
margan manninn. „Já mikil er mæða
þín maður.“
Höfundur er viðskiptafræðingur.
ÍSLEIVSKT MAL
GESTUMBLINDI (Óðinn)
kvað:
Hafa vildak,
þat er ek hafða í gær.
Vittu, hvat þat var:
Lýða lemill,
orða tefill
ok orða upphefill.
Heiðrekr konungr,
hyggðu at gátu.
Konungr segir: „Góð er gáta
þín, Gestumblindi, getit er þess-
ar. Færi honum mungát. Þat
lemr margra vit, ok margir eru
þá margmálgari, er mungát ferr
á, en sumum vefsk tungan, svá
at ekki verðr at orði.“
Þetta var brot úr Heiðreks-
sögu. Hér langar umsjónarmann
til þess að staldra við orðið upp-
hefíll. Það er sá (það) sem hefur
eitthvað upp, lyftir því, kemur
því af stað. Mungát (= öl) verður
til þess að menn verða málreifari
með því, en án þess. Þó getur
farið svo að drykkurinn verði
orða tefíll. Þá þvogla menn fyrst
og verða síðan það sem Danir
kalla stum. Menn hætta að tala,
verða alveg stúmm. Stundum
þykir það betra en röflið.
Capio í latínu merkir að taka
til sín, en hefur e.t.v. aðra frum-
merkingu. Samkvæmt lögmálun-
um verður þessi sögn í máli okk-
ar hefja; á frumnorrænu
*hafjan. Sögnin beygist mjög
fallega, eftir 6. hljóðskiptaröð:
hefja, hóf, hófum, hafinn, sbr.
fara, fór, fórum, farinn. Svo er
þessi sögn, hefja, skyld lýsingar-
orðinu höfugur = þungur, ensku
heavy.
Segja má að sögnin að hefja
hafi á sér nokkurn viðhafnarblæ,
svo að í daglegu tali notum við
frekar að lyfta, eða jafnvel
frænku fyrrnefndu sagnarinnar,
tökusögnina að hífa. Við þágum
hana frá Dönum á 19. öld.
Sögnin að hífa beygist með
tvennu móti: hífa, hífaði, hífað
(1. röð í veikri beygingu) og hífa,
hífði, híft (4. röð veikrar beyg-
ingar), en þó munu menn alltaf
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
973. þáttur
segja í nútíð ég hífa, ekki ég
*hífi.
Þessi sögn þykir ekki mjög
sviphrein eða virðuleg, en lýsing-
arháttur þátíðar, hífaður, hefur
fengið sérmerkinguna, „upplyft-
ur“ af víni. Gerði Sigurður Þórar-
insson orðið frægt í söngtexta:
Mikið lifandi skelfingar ósköp er
gaman/ að vera svolítið hífaður.
Enn biður umsjónarmaður
náungann að falla ekki í fátækt-
argryfjuna. Margumtalaður
háhyrningur var í fréttum jafnan
„hífður" upp. Miðað við allt til-
standið hefði hafinn upp verið
verjandi orðalag, en hreinlegast
og einfaldast hefði verið að segja
að hvalnum væri lyft. En þarna
höfðum við a.m.k. þrjá kosti, og
best var að taka þá alla til skipt-
is. Þá hefðum við fengið
blæbrigði í málið.
★
„Jón Þorláksson var fyrsti
endurreisnarmaður íslenzks
máls á mörkum 18. og 19. aldar.
Þótt hann stæði báðum fótum í
fornri erfð íslenzkrar ljóðlistar;
þá orti hann ekki á „fommáli“. I
rauninni leggur hann með
ljóðaþýðingum sínum gi’undvöll-
inn að íslenzku nútíðarmáli,
íyrnska er undantekning í skáld-
skap hans, þýddum og frum-
sömdum. Honum tókst hvort
tveggja í senn, að seiða fram úr
málinu hinn mjúka klið og búa
það eigindum hins soðna stáls,
hörku og fjaðurmagni."
(Sverrir Ki’istjánsson: Gamlar
slóðir.)
★
Þórhildur þaðan kvað:
Honura Sigmundi siginn er larður,
sá var hér áður mjög harður
í huga og hönd;
ekki héldu nein bönd,
engin verja, ekki grjótvamargarður.
★
„Þetta er gott, samanborið við
síðastliðið ár.“ Engu skiptir hvar
ég sá þessa leiðinlegu setningu.
Hún virðist nokkuð hrá þýðing á
ensku. Á einföldu mannamáli ís-
lensku væri þetta: Þetta er betra
en í fyrra. Eg bið menn enn
lengstra orða að láta ekki
„compared to“ útrýma saman-
burðartengingunni en, svo stutt
og laggóð sem hún er. Esse qu-
am videri bonus malebat, var
haft eftir Markúsi Cicero. Það
útleggst: Hann vildi heldur vera
góður en sýnast það.
Gagnstæðistengingin en er
sömuleiðis miklu fáheyrðari en
góðu hófi gegnir. Það mun vera
vegna vankunnáttu í ensku. Eg
fæ ekki betur séð en ýmsir haldi
að while í ensku merki aðeins „á
meðan“. En while getur sem
best verið annað en tíðartenging,
sem sé gagnstæðistenging: The
Liberal party won 20 seats while
the National party won 30.
Þama eigum við að segja:
Frjálslyndi flokkurinn fékk 20
þingsæti, en (ekki „á meðan“)
Þjóðernisflokkurinn fékk 30.
Orð eiga síst að gjalda þess að
vera lítil fyrh’ferðar. Ef merking
þeirra er jafnframt skýr og
sterk, eiga þau að njóta þess.
★
Skulum ei gull gimast,
gráti veldur úr máta.
Ollu í eilífð spillir
of dátt látið að velli.
Fár veit hversu féið
fári veldur og sáram.
Geld eg glapa kaldra,
get ei vist með Kristi.
Ef einhver kann deili á þessari
vísu, væri umsjónarmanni þægð
í að hann yrði látinn vita.
★
Vilfríður vestan kvað:
Miðillinn Mikel van Toft
fékk margslungin skilaboð oft,
og vanda hans stórum jók
vöntun á orðabók.
Um hríð sá í hæla upp í loft.
Auk þess minnir Jón ísberg á
að karlar kvænist (af kván=
kona) en konur ekki. Þó má vera
að þetta sé að breytast.
AÐSENPAR GREINAR_____
Blátt bann blámanna
Védís
Daníelsdóttir
STEINAR WAAGE
SKÓVERSIUN
KRINGLUNNi
Calvin Klein
Calvin Klein
Calvin Klein
Calvin Klein