Morgunblaðið - 03.10.1998, Page 47

Morgunblaðið - 03.10.1998, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ + Adolf Thoraren- sen var fæddur í Reykjavík hinn 27. september 1948. Hann lést á Land- spítalanum 26. sept- ember siðastliðinn. Adolf var sonur Hildar Pálsdóttur, f. 13. febrúar 1915 á Framnesi í Yind- hælishreppi, A- Húnavatnssýslu, d. 26. janúar 1972, og Valdimars Thorarensen, sjó- manns á Gjögri f. 20. maí 1904 á Gjögri í Árnes- hreppi í Strandasýslu, d. 18. júní 1990. Foreldrar Hildar voru Páll Benediktsson, bóndi á Blómsturvöllum, síðar á Kálfs- hamarsvík, Vindhælishreppi, f. 11. mars 1888 á Krossstekk í Mjóafirði eystri, d. 6. desember 1956, og Kristín Bjarnadóttir f. 11. júh' 1878 á Björgum, Vind- hælishreppi, d. 30. september 1960. Foreldrar Valdimars voru Jakob Jens Thorarensen, bóndi, vitavörður og úrsmiður á Gjögri, f. 24. október 1861 í Reykjarfírði, Árneshreppi í Strandasýslu, d. 5. október 1943, og Jóhanna Sigrún Guð- mundsdóttir, f. 4. febrúar 1884 í Kjós í Árneshreppi, d. 12. janú- ar 1931. Adolf var eldra barn Valdimars og Hildar en yngri er Jóhanna Sigrún, f. 4.11. 1951 á Gjögri. Systkini Adolfs sam- mæðra eru; Páll Kristinn, Daní- el og Vigdís. Öll systkini Adolfs Iifa bróður sinn. Adolf ólst upp á Gjögri og bjó þar alla tíð. Með honum er geng- „Skjótt skipast veður í lofti“ segir gamalt máltæki. Það hef ég upplifað sterkt undanfarnai- \ikur. Vinur minn og náfrændi, Adolf Thoraren- sen, hafði ákveðið að gera sér daga- mun og halda uppá 50 ára afmæli sitt með veglegum hætti í félags- heimilinu Árnesi hinn 26. septem- ber. Var undirbúningur í fullum gangi og ljóst að vinir og ættingjar nær og fjær ætluðu ekki að láta sig vanta. Ég var ákveðinn í að mæta og var fullur tilhlökkunar að fagna þessum tímamótum með Adolf. Þetta snerist heldur betur við. Að morgni 26. september stóð ég ásamt Jóhönnu systur hans, Pétri Lúðvíkssyni og séra Braga Skúla- syni, sjúkrahúspresti á Landspítal- anum, við dánarbeð Adolfs. Hvílik reynsla - hvílík sorg. Hvílíkt högg. Hinn 16. september var komið að Adolfi meðvitundarlausum á heimili hans á Gjögri og var hann í hasti fluttur með sjúkraflugi til Reykja- víkur og lagður inn á Landspítal- ann. Hann hafði fengið blóðtappa og orðið fyrir heilaskemmdum sem leiddu af sér lömun. Á Landspítal- anum lá hann í tíu daga og aðeins á þriðja degi frá áfallinu komst hann tii bærilegrar meðvitundar. Það er mér mikils virði og ógleymanlegt að hafa þá spjallað við hann. Þá lá fyrir að Adolf var lamaður vinstra megin og framundan blasti við löng og ströng endurhæfing. Þar ætlaði hann að leggja sig fram, enda ekki óvanur því eftir fyrri áföll af völdum slysa og afleiðinga þeirra. Adolf hafði ég þekkt í nær 50 ár og vissi að það var sama hvað hann tók sér fyrir hendur, hann náði þar meiri árangri en flestir aðrir. Því fylltist ég mikilli bjartsýni og léttur í spori og léttur í lund fór ég heim og til- kynnti þessi gleðitíðindi þar og hringdi í aðra. Kvöldið eftir versn- aði ástandið og martröðin hélt áfram í fulla viku. Adolf var síðasti ábúandinn á Gjögri en leiða má að því líkum að þar hafi verið samfelld byggð frá landnámsöld. Þannig segir í Land- námu frá því að Önundur tréfótur hafi numið land og búið í Kaldbak. I Grettissögu er gi-eint frá átökum um hval sem rak upp á Rifskerjum í inn síðasti íbúi þess- arar fornu hákarla- verstöðvar þar sem m.a. bjuggu níu fjöl- skyldur er hann kom í heiminn. Ad- olf var bóndi og trilluútgerðarmaður en fyrst og fremst sneri áhugi hans að öllu er viðkom flugi. Hann var flugvallar- sljóri á Gjögursflug- velli í hartnær þrjá áratugi og hafði um- sjón með áætlunar- flugi frá vellinum frá 1972 að flugfélagið Vængir hóf reglubundið flug til Gjögurs og síðar tóku við því flugi Arn- arflug og nú síðast fslandsflug. Var Adolf starfsmaður þessara félaga og hafði umsjón með flug- afgreiðslu íslandsflugs til hinsta dags. Þá var Adolf starfsmaður Flugmálastjórnar íslands frá 1. janúar 1976 til dánardægurs. Adolf var alla tíð vakinn og sof- inn í starfí sínu og bar hagsmuni Flugmálastjómar og flugfélag- anna ætíð mjög fyrir brjósti. Auk fyrrgreindra starfa sat Ad- olf í hreppsnefnd Ámeshrepps frá 1978 og hlaut síðast endur- kosningu við sveitarstjómar- kosningamar á nýliðnu vori. Auk þess var hann í sóknar- nefnd árin 1986 til 1989. Þá sat hann nokkmm sinnum í kjör- sljóm vegna ýmissa kosninga. Adolf var einnig fískmatsmaður um árabil. Adolf var ókvæntur og barnlaus. Útför Adolfs fer fram frá Ár- neskirkju í Trékyllisvík í dag og hefst athöfnin klukkan 14. landi Gjögurs og þar kemur fram að sonur Önundar og húskarlar hans voru með landseta á Gjögri. Um 1990 grófu bandarískir fomleifa- fræðingar í gamla bæjarhólinn á Gjögri og töldu sig vera búna að grafa niður undir árið 1000 en voru þó ekki komnir í gegnum mannvist- arleifar. Um það leyti sem Adolf fæðist búa tíu fjölskyldur, 40-50 manns, á Gjögri og á síðustu öld og fram undir 1910 voru gerð út 12-13 hákarlaskip frá Gjögri yfir veturinn og fylgdu hverju skipi um tíu manns. Lengst af þessari öld bjuggu fjögur systkini og fjölskyld- ur þeirra í túninu á Gjögri, þ.e. Olga, Valdimar, Axel og Karl. Af bömum þeirra komst 21 til fullorð- insára. Tveir af þessum bömum, Adolf sem hér er minnst og Ölver Thorarensen, vom staðráðnir í að eyða ævinni á Gjögri en báðir eru þeir burtu kallaðir á besta aldri, Öl- ver dó 1982 aðeins 47 ára gamall og hefur þess oft verið minnst í okkar samstæða frændsystkinahópi á Gjögri að margt hefði þar öðravísi og betur farið ef Ölvers hefði notið lengur. Nokkur síðustu árin hefur Adolf búið einn á Gjögri og reisti þar glæsilegt og vandað íbúðarhús sem hann naut þó einungis að búa í tæplega þrjú ár. Við byggingu húss- ins kom vel fram í verki hvern hug margir sveitungar hans og vinir báru til Adolfs. Taidi hann að þá miklu og góðu hjálp fengi hann seint að fullu þakkað. Það er ljóst að Adolf vissi hvað hann vildi þegar hann ákvað að byggja sér hús eftir að hann var orðinn einn á Gjögri. Mér kemur því í hug kvæði Steph- ans G. Stephanssonar, Greniskóg- urinn, en þar segir m.a.; Þar sem öllum öðrum trjám of lágt þótti að gróa undir skuggaholtum hám, hneppt við sortaflóa sprastu, háa gilda grön, grænust allra skóga. Upp úr skugga og saggasvörð sífrjó blöðin greinast, vai-malaust í vetrarjörð vonarrætur leynast. Bognar aldrei - brotnar í bylnum stóra seinast. MINNINGAR Samfélag okkar frændsystkin- anna og fjölskyldna á Gjögri ein- kenndist af samheldni, hjálpsemi og væntumþykju í ríkara mæli en ég veit um annars staðar. Þessa hef ég og fjölskylda mín notið í ríkum mæli, svo sem þegar ég, rúmlega fimmtugur, var atvinnulaus í rúm þrjú ár eftir að mér og nokkrum öðram starfsmönnum íslandsbanka hf. var þar á dyr vísað, þá nutum við þess að eiga vini í raun í frændsystkinum mínum á Gjögri. M.a. gerðist Ingi, sonur minn, heimagangur á heimili Adolfs og naut þar einnig einstakrar mann- gæsku Jóhönnu, systur Adolfs. Síð- an hefur hann dvalið í nokkrar vik- ur á hverju sumri hjá þeim fyrir ut- an að skreppa þess á milli og dvelja í nokkra daga. Þegar við vorum að reyna að skýra út fyrir Inga hversu alvarleg veikindi Adolfs væru þá spurði hann: „Hvernig verður á Gjögri ef Adolf verður þar ekki?“ Þessu get ég ekki svarað né heldur hver áhrif þetta kann að hafa á áframhaldandi heilsársbúsetu manna í Árneshreppi. Það er degin- um ljósara að allir sem hér eiga hlut að máli hafa misst mikið. Þegar ófyrirséð er gripið svona hastarlega inn í daglegt líf, og áform um fram- haldið þar með að engu orðin, setur mig hljóðan, skortir tíma og orð til að koma hugsunum mínum á blað. Held að best fari á að taka sér orð þjóðskáldsins Matthíasar Jochums- sonar í munn þar sem hann segir m.a. í kvæði sínu „íslands minni“: Græðum saman mein og mein, metumst ei við grannann. Fellum saman stein við stein, styðjum hverjir annan. Piöntum, vökvum rein við rein, ræktin skapar framann. Hvað má höndin ein og ein? Allir leggi saman! Fuliviss um að h'f sé eftir þetta Iíf bið ég að orð Stephans G. Stephans- sonar megi færast yfir á minn ágæta frænda og vin, Adolf Thorarensen: Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað. Vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu. Við, móðir mín Regína, systur mínar Guðbjörg og Guðrún og fjöl- skyldur okkar, þökkum innilega einstaklega löng og gjöful kynni sem einkenndust af samheldni og kærleika. Það er okkur ómetanlegt að hafa notið vináttu Adolfs Thorarensen, því er missir okkar og harmur mikill en þó stórum minni en okkar kæra Jóhönnu frænku. Vottum henni og öðram aðstand- endum innilega samúð okkar, nú þegar við kveðjum góðan dreng hinstu kveðju. Hilmar F. Thorarensen. Þá er hann Adolf farinn. í mínum augum var hann alltaf engill í mannslíki. Hann vildi allt fyrir aila gera sama hvað það var. Eins og fyrir mig og bróður minn hann Héð- in. Á fyrstu áram mínum í grann- skóla í sveitinni heima þurfti alltaf að fara á bát til Gjögurs þegar var orðið ófært, og þaðan keyrði Adolf okkur í skólann. Um helgar þegar við komumst ekki heim út af veðri gátum við alltaf treyst á að við gæt- um fengið að vera hjá Adolf og Jó- hönnu. Það var alltaf gaman að koma til þeirra. Ég, Héðinn og Ad- olf spiluðum manna sem var í miklu uppáhaldi hjá Adolf. Adolf var líka meinstríðinn, alltaf að stríða okkur systkinunum. Sagði að við værum skotin í hinum og þessum og endaði það oft með að ég fór að grenja en það var bara útaf því hvað ég er frek, ekki það að þetta væri illkvitt- in stríðni. Um hver jól kom sending frá Adolf og Jóhönnu en það voru ársbirgðir af nammi og risastórir jólapakkar. Adolf gaf mér og bróðum mínum sitt lambið hvoru. Ég man eftir deg- inum sem lambið mitt fæddist. Mér fannst það strax ofboðslega sætt og Adolf tók alveg eftir því. Um kvöld- ið spurði hann mig hvort ég vildi koma með út i fjárhús að skoða lambið. Þegar við komum þangað rétti hann mér það og sagði að ég ADOLF THORARENSEN LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 47 mætti eiga það. Mér fannst það rosalega gaman. Adolf sá um kind- ina og ég fékk alltaf peninginn fyrir lömbin. Á hverju hausti þegar smal- að var fórum við systkinin með Ad- olf. Það er mér rosalega minnis- stætt. Við smöiuðum alltaf og þegar við urðum þreytt fóram við inn í bíl til Adolfs og hann gaf okkur kex og eitthvað að drekka. Ég minnist oft núna síðasta skiptisins sem ég sá Adolf fyrir norðan. Það var auðvitað á flugvell- inum þar sem hann starfaði svo lengi og ég held að það sé erfitt að finna mann í hans stað til að stjórna þessum litla flugvelli okkar. En svo gerist þetta svona snögglega. Þeg- ar ég frétti þetta var eins og hjart- að í mér stoppaði. Adolf á spítala, hann sem svo sjaldan varð veikur. Daginn eftir fórum ég og Pálína á spítalann og heimsóttum hann. Hann var sofandi en hjúkranarkon- an vakti hann. Hann talaði smá við okkur og við tókum í höndina á honum. Hann spurði um bróður minn, hann Héðin, þvi hann hélt ofsalega upp á hann. Áður en við fórum kysstum við hann bless á kinnina. Það næsta sem ég frétti var að honum hefði versnað og hann myndi kannski deyja. En ég var alltaf viss um að hann myndi lifa og vildi ekki trúa þessu. En svo kom það allra versta. Klukkan ell- efu á laugardagsmorgun kom frænka mín og sagði mér að Adoif hefði dáið fyrr um morguninn. Ég varð bara stjörf_ en svo helltist þetta yfir mig. Ég horfði út um gluggann, það var rigning svo að mér datt allt í einu í hug setning sem ég heyrði einu sinni: Að jafnvel himnarnir gráta. Þetta er mjög ósanngjarnt en ég held að máltækið „þeir deyja ungir sem guðimir elska“ eigi mjög vel við núna því ég held að allir hafi elskað Adolf. Við Héðinn munum alltaf sakna Adolfs og minnast hans alla ævi fyr- ir hversu yndislegur hann var. Krisljana María. Látinn er, langt fyrir aldur fram, vinur minn og frændi Adolf Thorarensen. Adolf bjó allan sinn aldur norður á Gjögri í Árnes- hreppi. Hann ólst upp við kringum- stæður, sem ungt fólk í dag myndi telja gamaldags og bera vott um þjóðfélagsaðstæður eins og þær vora almennar hér á landi í byrjun aldarinnar. Hreppurinn var ein- angraður samgöngulega séð og all- ar framfarir og almenn þjónusta var á öðra plani og lægra en víða ann- ars staðar á landinu. Adolf var kom- inn af barnsaldri, þegar hreppurinn komst í vegasamband og ennfremur þegar rafmagn var innleitt í sveit- ina. Enda þótt einangrunin hafi verið mikil en almenn þjónusta og þæg- indi lítil, þá hefur gott mannlíf blómstrað í þessum nyrsta hreppi Strandasýslu. Adolf var sannkallað náttúra- barn. Hann ólst upp við öll venjuleg störf, sem tengjast sjósókn og land- búnaði. Fjölskyldan lifði á landsins gagni og gæðum, bæði til lands og sjávar. Á opnum báti með föður sín- um stundaði Adolf handfæraveiðar, hrognkelsaveiðar, saltfiskverkun, verkun grásleppuhrogna; reyktur rauðmagi, skotinn selur; verkun sel- skinna. Stunduð var sauðfjárrækt með tilheyrandi heyskap, sauðburði og sláturtíð. Rekaviður nýttur, hann sagaður og klofinn í girðingar- staura, mótekja, sagaður og hogg- inn viður í eldinn o.s.frv. Allt þetta gerði það að verkum að hægt var að komast af og hafa ofan í sig og á. En lífsbaráttan var hörð og ekki alltaf úr of miklu að moða. Stórbrotið landslagið, einangrunin og nábýlið við kaldan raunveruleikann við norðanvert Dumbshaf, sem færði oft að landi hinn landsins forna fjanda, hrollvekjandi hafísinn frá Grænlandsströndum, setti mark sitt á íbúana. Skólamenntun hlaut Adolf í barnaskólanum að Finnbogastöð- um, en að öðru leyti öðlaðist hann sína haldgóðu menntun í lífsins skóla. Adolf heillaðist ungur af flug- mennsku. Flugvöllurinn á Gjögri hefur gegnt afar þýðingarmiklu hlutverki við að halda hreppnum í byggð. Adolf hefur gegnt stai-fi flugvallarstjóra á Gjögri og um- boðsmanns flugfélaganna, Flugsýn- ar, Vængja, Arnarflugs og íslands- flugs, sem stundað hafa flug til Gjögurs, frá 1962. Áhugi Adolfs á flugvélum var mikill. Tel ég engan vafa leika á að Adolf hefði orðið góð- ur fiugmaður ef aðstæður hefðu gert honum kleift að stunda flug- nám. I stai-fi sínu sem umboðsmaður flugfélaga og flugvallarstjóri reynd- ist Adolf einkar samviskusamur og frábær starfskraftur. Hann var þægilegur í umgengni allri og átti hug og hjörtu sinna vinnufélaga og 4 viðskiptavina. Hann var afar ábyggilegur og greiðvikinn við ná- ungann. Ætíð reiðubúinn til að leggja sitt af mörkum til lausnar á málum er að steðjuðu. Barngóður var Adolf og hændust því börn að honum og hans góðu og indælu systur Jóhönnu. Líkt og for- eldrar Adolfs gerðu, þá tóku þau systkin ætíð að sér börn á sumrin. Er enginn vafi á að dvölin þar reyndist börnunum lærdómsrík og þroskandi. Til marks um það traust sem hreppsbúar bára til Adolfs, má geta þess að í sveitarstjórnarkosningun- um sem era persónukosningar, þá hefur hann átt sæti í hreppsnefnd » s.l. 20 ár. I seinni tíð var Ádolf sá hreppsnefndarmaður sem hafði flest atkvæði á bak við sig. Það er margt sem rennur í gegn- um hugann, nú á þessum tímamót- um er ég minnist Adolfs frænda míns. Ég ól minn aldur á Gjögri til 8 - 9 ára aldurs. Upp koma mörg ánægjuleg minningabrot frá þeim tíma. Þar var nú ýmislegt brallað eins og gengur og gerist, en allar krimgumstæðui- voru vitanlega allt öðravísi en börn í dag búa við. „ Helstu leikfóng okkar utan dyra í þá daga vora horn af kindum, og hauskúpur af hestum, nautum og kindum. Feður okkar smíðuðu báta og bíla og miklar vegaframkvædmir vora einatt hjá okkur börnunum niðri í fjöru. Margar ferðir vora famar út á Strönd að ganga rekann. Það var alltaf forvitnilegt að sjá hvað Ægir konungur hafði borið að landi. Þá var farið í kríueggjaleit og er heim var komið bakaðar pönnukökur og að sjálfsögu notuð kríuegg í þær. í lok júli sl. áttum við hjónin ánægjulega kvöldstund með Adolfi norður á Gjögri. Hann hafði eftir- tektarverða frásagnarhæfileika og , húmor, og fór á kostum í sögum sín- um um menn sem málefni. Ætlunin var að hann færi með fjölskyldu minni í skoðunarferð að Kúvíkum, hinum foma Reykjafjarð- arkaupstað, þar sem langafi okkar Jakob Thorarensen rak myndarlega verslun á síðari hluta 19. aldar. Á þessum slóðum var Adolf kunnugur og hlökkuðum við til að njóta leið- sagnar hans um svæðið. Sökum óvenju þrálátrar norðanáttar með tilheyrandi þoku og rigningu mest allan júlímánuð þá auðnaðist okkur ekki að fara í ferðina. Hins vegar var fastmælum bundið að næsta sumar skyldi látið verða af því. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Ljóst er að Adolf frændi minn verð- ur ekki leiðsögumaður okkar næsta sumar. Eins ótrúlegt og það nú er, því erfitt er að hugsa sér Gjögur án Adolfs. Það er svo sannarlega sjónar- sviptir að þessum síðasta ábúanda á Gjögri. Það er skarð fyrir skildi, og dapurlegt að verða vitni að hnign- andi byggð í Árneshreppi. Ég vil að lokum þakka þér, Adolf minn, fyrir allt gamalt og gott, alla þína tryggð, frændsemi og góðvild. Elsku Jóhanna mín. Við Bára færam þér og Pétri okkar dýpstu samúðarkveður og biðjum góðan guð að styrkja þig og blessa í þeirri miklu sorg, sem þú nú stendur frammi fyrir við ótímabært og skyndilegt andlát Adolfs. Blessuð sé minning Adolfs Thorarensen. Emil Thorarensen. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.