Morgunblaðið - 03.10.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.10.1998, Blaðsíða 48
.48 LAUGARDAGUR B. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ W- _s> 4 t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VIGGÓ NATHANAELSSON, Skjóli v/Kleppsveg, Reykjavík, lést að morgni 1. október. Kristín Ágústa Viggósdóttir, Hörður Jóhannsson, Rakel Margrét Viggósdóttir, Sigurður Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA ÞORVALDSDÓTTIR frá Raufarfelli, Austur-Eyjafjötlum, Nóatúni 26, Reykjavík, lést á Landspítalanum að morgni 1. október. Viðar Arthúrsson, Jóhanna Einarsdóttir, Erla Guðmundsdóttir, Örn Grundfjörð, barnabörn og barnabarnabörn. t Dóttir min, systir okkar, mágkona og frænka, GUÐRÚN DÓRA ERLENDSDÓTTIR, Fífuseli 35, er látin. Erlendur Steinar Ólafsson, Baldur Erlendsson, Sólveig Erlendsdóttir, Sveinn H. Skúlason, Gísli J. Erlendsson, Kirsten Erlendsson, Steinar Þór Sveinsson, Hrund Sveinsdóttir og bróðursynir. t ÞÓRDÍS BENEDIKTSDÓTTIR, Grænavatni, er látin. Dætur hennar og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, KRISTfN GUNNLAUGSDÓTTIR ODDSEN frá Möðrudal á Fjöllum, til heimilis á Miðvangi 22, Egilsstöðum, áður Löngumýri 12, Akureyri, sem lést miðvikudaginn 23. september, verður jarðsungin frá Egilsstaðakirkju í dag, laugardaginn 3. október kl. 14.00. Ólafur Þ. Stefánsson, Þórunn Guðlaug Ólafsdóttir, Einar Rafn Haraldsson, Gunnlaugur Oddsen Ólafsson, Oktavía Halldóra Ólafsdóttir, Margrét Pála Ólafsdóttir, Lilja Svanbjörg Sigurðardóttir, Stefán Sigurður Ólafsson, Hrafnhildur Ævarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og besti vinur okkar, PÁLL ANDREASSON, Brautarási 18, lést á heimili sínu sunnudaginn 27. septem- ber. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum allan þann hlýhug sem okkur hefur verið sýndur. Guðríður Björgvinsdóttir, Ingibjörg Pálsdóttir, Torfi Árnason, Pálína Pálsdóttir, Óðinn Gestsson, Sólveig Pálsdóttir, Kristinn Gestsson, Björgvin Pálsson, Hafdís Grétarsdóttir og barnabörn. ADOLF THORARENSEN Lífsbók Adolfs Thorarensen hef- ur verið lokað og þótt hún væri styttri en við sem eftir lifum hefð- um kosið er víst að hún er efnisrík. Hann bjó í umhverfi sem lætur engan ósnortinn, þar sem stutt er í ævintýri og ætíð hægt að fínna nóg til þess að hafa fyrir stafni. Adolf var í augum þess sem þessar línur ritar líkt og klettur í hafi, á honum braut brimið en hann stóð teinrétt- ur eftir hvernig sem það fór með hann, vitandi það að á Ströndum norður lægir um síðir og þá má vart finna fegurri stað og vinalegri. Alltaf var hægt að ganga út frá því sem vísu að Adolf frændi væri á Gjögri og í einfeldni trúði maður því að þannig yrði það um eilífð. En svo er því miður ekki og jafnvel stærstu klettar verða um síðir að játa sig sigraða. Eftir lifa hins veg- ar fagrar minningar um skemmti- legar stundir með eftirminnilegum frænda, hjartahlýjum og frænd- ræknum sem var til hinstu stundar trúr arfi genginna forfeðra, stóð vörð um það sem þeir skildu eftir og vildi að við hin myndum njóta. Adolf var vinur vinna sinna og tryggur þeim sem honum stóðu næst. En eins títt er um þá Thorarensena átti hann skap sem hann kunni að beita fyndist honum á sér eða sínum brotið. Adolf var þriðji ættliðurinn frá þeim heiðurshjónum Jakobi Jó- hanni Thorarensen og Guðrúnu Óladóttur Viborg, er keyptu Gjögur rétt eftir miðja síðustu öld, til þess að halda uppi merki fjölskyldunnar á staðnum, en einnig sá síðasti. Nú bendir allt til þess að byggð á Gjögri sé lokið og e.t.v. táknrænt að einhver tryggasti íbúi staðarins hafi skrifað síðasta kaflann í a.m.k. tíu alda gamalli sögu byggðar á staðnum áður en hans eigin lífsbók var lokað með óvæntum veikindum sem að lokum bundu enda á veru hans hérna megin lífs. Von okkar var hins vegar sú að hann myndi ekki skrifa þann kafla fyrr en löngu síðar, en enginn ræður sínum næt- urstað. Adolf kaus að halda tryggð við fæðingarstaðinn alla tíð, þar var hans heimili, vinnustaður og vett- vangur í blíðu jafnt sem stríðu. Hvernig átti annað að vera þegar annað eins nátturubarn og Adolf átti í hlut? Það hefði aldrei fundið þennan vettvang á mölinni sem það fann í fallegri sveit, í faðmi stór- brotins landslags og fyrir opnum Húnaflóa. Hann taldi sig vera nógu nálægt Reykjavík, þangað var ekki nema innan við klukkutíma ferð í flugvél og það voru einmitt þær, ein af uppfinningum tuttugustu aldar- innar, sem áttu hug hans frá barn- æsku til dánardægurs. A Gjögri fékk Adolf tækifæri til þess að fá útrás fyrir áhuga sinn á flugi, sem flugvallarstjóri, afgreiðslumaður flugvéla og starfsmaður Flugmála- stjórnar í fjöldamörg ár. Sú saga verður ekki nánar rakin hér en við getum hins vegar verið þakklát fyr- ir að hann fékk tækifæri til þess að sameina fornan tíma og þann nýja á þeim stað sem honum var kærast- ur. Elsku Jóhanna frænka, missir þinn er mikill, en um leið og ég sendi þér innilegar samúðarkveðjur frá fjölskyldu minni óska ég þess að Guð styrki þig og styðji og leiði þig á erfiðum tíma. Fögur minning okkar um Adolf mun verða okkur ljós á lífsins leið. Blessuð veri minn- ing Adolfs Thorarensen. ívar Benediktsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimirkveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Ég er lítill og vanmáttugur er ég sest nú niður til að skrifa fátækleg kveðjuorð um vin minn og frænda Adolf Thorarensen frá Gjögri. Enn á ný erum við minnt á að við ráðum ekki ferðinni hér á jörð, allt í einu er klippt á lífsþráðinn og í augna- blikinu verður myi’krið svart, en það birtir á ný er við hugsum um allar ljúfu minningarnar sem hann skildi eftir sig. Adolf Thorarensen var mikill vin- ur vina sinna og er það stór hópur sem saknar hans sárt, hann var hjartahlýr og mátti ekkert aumt sjá, hann var mikill barnavinur enda hændust þau mjög að honum. Við Adolf sem vorum systkinabörn urðum miklir vinir allt frá fyrstu tíð og bar þar aldrei skugga á og var ég alltaf velkominn til hans á Gjög- ur og var þá tekið vel á móti manni. Attum við þar saman margar gleði- stundir. Þekkti ég því vel til hans innri manngerðar. Það er kald- hæðni örlaganna að einmitt er hann ætlaði að halda upp á fimmtugsaf- mælið sitt, sem átti að vera honum mikil gleðistund, breyttist hún í sorgarstund. Lífið hafði virst blasa við, hann hafði komið sér vel fyrir á Gjögri. Fyrir utan það að vera flug- vallarstjóri var hann sannkallaður útvegsbóndi. Það er mikill sjónar- sviptir að slíkum manni sem Adolf Thorarensen var. Haustblómin eru að fölna og það verður litminna að koma á Gjögur. Að hryggjast að gleðjast hér um fáa daga að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Nú á kveðjustundu þakka ég þér frændi minn fyrir allt sem þú gerð- ir fyrir mig. Þú tekur á móti mér á nýju tilverustigi og við eigum eftir að faðmast eins og við gerðum hér oft áður. Megi Guð vera með þér. Jóhanna mín og Pétur, ég veit að þið eigið um sárt að binda. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem.) Auðunn H. Jónsson. Elsku besti Adolf minn. Mikið er það skrítið að hugsa til þess að geta ekki heimsótt þig á Gjögur næsta sumar. Þú sem varst alltaf svo ánægður þegar ég kom til þín, sem ýtti mikið undir ánægju mína að koma til Gjögurs sem ég hef gert hvert einasta sumar síðan ég var í móðurkviði og var það orðinn hluti af mínu lífi. Fyrsta minning mín með þér er ósköp smá en skiptir mig miklu máli. Við vorum í gamla eldhúsinu á Gjögri við hliðina á vaskinum sem mamma og Jóhanna settu mig alltaf ofan í þegar ég var óþekk, þú hélst í hönd mína og talaðir um hversu smá hún var, ég hef verið um tveggja ára aldur. Strax þá heillaðist ég af þér líkt og allir krakkar gerðu. Þessi minning rifj- aðist upp fyrir mér þegar þú hélst í hönd mína á sjúkrahúsinu undir lokin. Þú sagðir þá aftur jafn hlý- lega og þú gerðir ætíð: „Pálína mín, ertu komin.“ Þú varst alltaf jafn ánægður þegar ég kom, hringdi eða skrifaði. Það var eins og þú þekktir tilfinningar mínar og skap betur en nokkur annar. „Bara að vera sterk og jákvæð“ sagðir þú, og ég hef far- ið eftir því og geri það núna þegar þú hefur kvatt þennan heim. Þeir voru ekki fáir klukkutímarn- ir sem við eyddum saman. Við vor- um mjög oft í orðaleikjum langt fram eftir nóttu og yfirleitt varð ég að verða fyrri til að segja þá setn- ingu sem næstum því var sögð á hverju kvöldi: „Klukkan er nú kannski orðin heldur margt, er ekki kominn tími til að fara að sofa?“ Ég mun sakna mikið allra þeirra sagna sem þú sagðir mér eða hvatt- ir mig til að lesa. Þessar sögur mun ég alla tíð geyma í hjarta mínu og leyfa næstkomandi kynslóð að njóta. Það sem var svo gaman var að hlusta á þig, sagnagleðin, orð- heppnin og lífsgleðin í kringum þig var svo mikil. Þegar þú vissir að ég væri ein heima eða það væru ein- hvers konar tímamót í lífi mínu hringdir þú og ekki var liðið langt á símtalið þegar þú varst búinn að gleðja mig og alltaf var ég jafn ánægð í lok símtalanna. Það var í fyrsta sinn seinasta sumar sem ég hafði lítinn tíma til að gera mér ferð til þín og mér fannst sumarið ekki hefjast fyrr en ég væri búin að heimsækja þig. Ég fékk mikil gleði- tíðindi þegar ég fékk nýja vinnu. Ég átti ekki að byrja að vinna fyrr en eftir 4 daga og var ég fljót að hringja í þig og þú útvegaðir mér flugfar á skammri stundu. Innan nokkurra klukkustunda var ég komin til þín og eyddum við næstu fjórum dögum saman. Ekki hefði ég getað trúað því þá að þetta yrðu síðustu 4 dagarnir með þér. Okkur fannst báðum leitt að ég gæti ekki stoppað lengur, en vinnan beið. Alltaf var jafn sárt að kveðja þig og sveitina en nú verður það erfiðast, þó svo að við vitum það bæði tvö að þetta var fyrir bestu í lokin. Eig- ingirnin í mér má ekki taka yfir- höndina. Góðmennska og gjafmildi var það helsta sem einkenndi far þitt og þú varst alltaf svo góður, trygg- ur og trúr þeim sem stóðu þér næst. Adolf minn, þú tókst mér svo vel frá byrjun og ég get ekki lýst því hversu mikið mér þótti vænt um þig. Þú gafst mér brúðu þegar ég var mjög ung og um leið og ég byrj- aði að tala skírði ég hana Adolf. Ad- olf fór með mér hvert sem ég fór og ég hafði hana meðan ég hafði ekki þig, nú verður það eins, ég mun alltaf hafa hana og hún mun aldrei yfirgefa mig. I fyrrasumar heimsótti maður okkur í sveitina bráðhress og skemmtilegur og fór frá okkur mjög glaður í hjarta. Síminn hringdi snemma um morguninn og færðir þú mér undrandi á svip þær fréttir að maðurinn væri látinn. A þessu tímabili ræddum við mikið um dauðann (sem var eitt okkar þúsund umræðuefna) og í lokin sagðir þú: „Já, Pálína mín, við vit- um aldrei hver verður næstur.“ Sú stóra hugsun komst aldrei upp í huga minn að það yrðir þú. Svona er heimurinn grimmur, ég vil að þú vitir það að ég mun sakna þín sárt og mun ég treysta Guði og englun- um fyrir þér. Ég mun minnast þín í mínum bænum og hjarta og veit ég að Guð kann að meta góðmennsku þína og allt það sem þú gerðir fyrir mig og aðra. Bið ég Guð um að styrkja Jó- hönnu og Pétur, Héðin og Kiddu, hreppsbúa og alla þá sem stóðu Ad- olfi næst, í sorg sinni. Elsku Adolf, megi Guð og englar vera með þér að eilífu. Þín Pálína Ósk Hraundal. Elsku Adolf, með þessum orðum viljum við kveðja þig, kæri vinur. Það er svo ótalmargt sem kemur upp í huga okkar á stundu sem þessari. Við minnumst með hlýhug allra stundanna sem þú varst með okkur hérna í Reykjavík yfir hátíð- arnar ár hvert við að aðstoða okkur í jólaamstrinu og að koma öllum pökkunum og pinklunum til réttra eigenda um land allt. Þú komst alltaf með jólaandann til okkar og fylltir líf okkar gleði og hlýju. Það var sem jólin væru aldrei fyllilega komin fyrr en Dolli birtist í af- greiðslunni hjá okkur brosandi út að eyrum og skellti einhverjum fyndnum frasa á okkur, þá fyrst vissi maður að hátíðarnar væru að ganga í garð. Þetta munum við sem höfum unnið hvað lengst hér hjá Is- landsflugi muna alla tíð og getum yljað okkur við þær minningar um komandi jól þegar jólaamstrið leggst yfir okkur öll og enginn Dolli er til að lyfta okkur upp. Gjögur var ávallt uppáhalds-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.