Morgunblaðið - 03.10.1998, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ
áfangastaður starfsmanna íslands-
flugs hvort sem þeir flugu sjálfir
eða fóru með í áætlun og nánast
undantekningarlaust fór einhver
starfsmaður með á Gjögur og ávallt
var slegist um sætið ef fraktari
þurfti að fara með til að hjálpa
Dolla við að afhlaða vélina. Manni
leið alltaf betur eftir heimsókn til
Dolla því hann tók á móti öllum
með bros á vör, heitt á könnunni og
ávallt eitthvað gómsætt með því.
Síðast hittum við öll Dolla í
óvissuferðinni sem var farin í júlí í
blíðskaparveðri til Vestmannaeyja.
Þar lék Dolli við hvem sinn fingur
og skemmti sér vel þó svo að það
hafi verið allnokkur vinna við að
telja hann á að koma með okkur en
stúlkurnar í afgreiðslunni geta ver-
ið ansi sannfærandi þegar þær vilja
og með stöðugum fortölum gátu
þær talið hann á að koma í þessa
ferð svo og margar aðrar uppákom-
ur sem hann sótti hjá okkur á liðn-
um árum.
Við sem kynntumst Dolla mun-
um alltaf hugsa til hans með hlýhug
og virðingu vitandi það að hann
gerði líf okkar aðeins betra og ham-
ingjuríkara.
Adolf, við kveðjum þig nú hinstu
kveðju með söknuð í hjarta og
þökkum fyrir allar góðu stundirnar
sem þú gafst okkur.
Fyrir hönd starfsmanna í af-
greiðslu íslandsflugs í Reykjavík.
Björgvin, Sigrún, María
og Kjartan.
Laugardagurinn 26. september
síðastliðinn var dagurinn sem átti
að verða hátíðisdagur í lífi Adolfs
Thorarensen, vinar míns sem mig
langar að minnast í fáum orðum. I
fyrsta sinni ætlaði hann að halda
upp á afmæli sitt, en daginn eftir
hefði hann orðið fimmtugur. Þetta
var dagurinn sem hann ætlaði að
halda sveitungum sínum, vinum og
frændfólki veislu í tilefni af þessum
tímamótum. En margt fer öðruvísi
en ætlað er og í staðinn fyrir að
þetta yrði dagur gleði og ánægju þá
ríkir nú sorg í sinni, því hann lést
að morgni þessa dags eftir stutt en
erfið veikindi. Eftir situr sveit í sár-
um og vinir hans og systir syrgja
nú þennan trausta og góða dreng.
Adolf fæddist og ólst upp á Gjögri í
Arneshreppi og þar var hans
starfsvettvangur alla tíð. Hann
stundaði sjóinn og var með búskap
en hans verður samt lengst minnst
fyrir störf sín við flugvöllinn á
Gjögri, en þar sá hann um flug-
afgreiðslu og umsjón með flugvell-
inum. Og það er ekki lítið afrek sem
hann hefur unnið þar. Með dugnaði
sínum, atorku og brennandi áhuga
á öllu sem tengist flugi hefur hon-
um tekist að gera litlu brautina sem
var á Gjögri að mjög góðum flug-
velli. Og þó að allar framkvæmdir
við flugvöllinn á undanfömum ár-
um og áratugum séu auðvitað ekki
verk hans eins þá hefur hann verið
driffjöðrin í öllu því sem þar hefur
verið gert og eiga Arneshreppsbú-
ar því honum mikið að þakka í þeim
efnum. Síðan flug hófst á Gjögur
hefur flugleiðin þangað verið lífæð
sveitarinnar og síðustu ár eina sam-
gönguleið okkar á vetrum. Það var
því ekki lítils virði að hafa jafn
traustan mann eins og Adolf þar við
stjórnvölinn. Allir gátu treyst hon-
um, bæði flugmenn og farþegar.
Ekki síst þegar fljúga þurfti
sjúkraflug við misjafnar aðstæður
eins og margoft hefur komið fyrir
bæði að nóttu sem degi. Að geta
treyst því að flugbrautin væri í
góðu lagi og öruggur og ákveðinn
maður til að leiðbeina flugvélum
inn til lendingar. Eftir slíkum dæm-
um man ég og við hér í Amesi og
oft hugsaði maður þegar flugvélin
var komin í loftið , já, það er gott að
hafa hann Adolf hérna“. Um ái-abil
hefur hann átt sæti í hreppsnefnd
Ameshrepps og löngum verið þar
sá sem fólk virtist treysta best fyrir
málefnum hreppsins. Adolf hefur
alla tíð verið líkamlega fatlaður og
fyrir mörgum árum lenti hann í
slysi sem jók heldur á hreyfihöml-
un hans. Þessi fötlun setti honum
ýmsar skorður og hann átti reynd-
ar erfitt með alla líkamlega vinnu.
Meðal annars kom þetta í veg fyrir
að hann gæti tekið einkaflugmanns-
prófið eins og hugur hans stóð til.
Adolf var sannarlega ekki skaplaus
maður og ég held að það hafi hjálp-
að honum að komast í gegn um erf-
iðleikana sem fylgdu fötluninni. Nú
er orðið dauflegt að koma á Gjögur.
Fyrir ekki svo mörgum ámm bjó
þar töluvert af fólki sem hefur
smám saman fiutt á brott eða horf-
ið yfir móðuna miklu og í nokkur ár
hefur Adolf verið eini íbúinn þar yf-
h- vetrarmánuðina. Þó einveran hafi
verið honum ei’fið þá bætti það úr
skák að hann var mjög vinamargur
og var oft í símasambandi við vini
sína og kunningja. Hann hafði ný-
lega byggt sér íbúðarhús og það
voru mikil viðbrigði frá litla húsinu
sem hann bjó í ásamt systur sinni
og föður. En þó að gamla húsið hafi
verið bæði lítið og þröngt þá var
eins og það gæti endalaust tekið við
fólki því gestrisni þessarar fjöl-
skyldu var einstök. Já, þangað var
gott að koma og í litla eldhúsinu
hennar Jóhönnu voru málin rædd.
Pólitík, dægurmál og jafnvel heims-
málin voru krufin þar til mergjar.
Adolf var ákaflega hreinskiptinn í
viðræðum og það gat hvesst illilega
ef honum mislíkaði en hann var líka
fljótur að sættast við fólk og var þá
ekki síður góður félagi á eftir.
Hann var sérstaklega barngóður
eins og öll börn í nágrenni við hann
fengu að kynnast. Stelpurnar mín-
ar minnast hans nú með hlýjum
hug og tala um hve hlýlegur hann
var í samskiptum við þær þó sér-
staklega Rakel sem var góð vin-
kona hans og fékk alla tíð kort frá
honum á jólunum. En nú er hann
horfinn af sjónarsviðinu þessi góði
drengur langt fyrir aldur fram. Og
við getum ekki annað en reynt að
sætta okkur við þá döpru staðreynd
og þakkað honum samveruna. Við
minnumst hans sem góðs vinar og
félaga. Jóhönnu og öllu frændfólki
hans sendi ég og fjölskylda mín
inniiegar samúðarkveðjur.
Valgeir Benediktsson.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Adolf er að verða fimmtugur!
Hvað eigum við að gera fyrir hann?
Þetta var umræðuefni starfsmanna
Islandsflugs fyrir aðeins tveimur
vikum.
Skyndilega bregður skýi fyrir
sólu, í sömu viku kemur símtal að
vestan með váleg tíðindi. Hálfdán
er að koma með Adolf í sjúkraflugi.
Fréttin kom eins og þruma úr heið-
skíru lofti - þessi hrausti maður
fannst meðvitundarlaus á heimili
sínu. Síðar kom í ljós að ástæða
þess var heilablóðfall sem síðar
varð banamein hans síðastliðinn
laugardag, daginn fyrir afinælið.
Sjaldan finnur maður eins til van-
máttar og á stundum sem þessum.
Aleitnar spumingar leita á hugann.
Hvers vegna Adolf, svona mitt í
blóma lífsins? Hann sem bjó yfir
þvílíkum andlegum og líkamlegum
styrk að eftir var tekið? Svörin fá-
um við aldrei en verðum að trúa því
að göfugur tilgangur liggi þar að
baki.
Mikil gæfa er fyrir hvert fyrir-
tæki að hafa slíkan útvörð sem Ad-
olf var. Hann sinnti starfi sínu af
slíkum áhuga og eldmóði að lengi
verður í minnum haft. Samvisku-
semi var algjör og áreiðanleiki eins
og best þekkist.
Adolf var meðalmaður á hæð,
þrekvaxinn og hraustur að sjá.
Hann var glaðlegur og léttur í lund
þó einnig gæti hann æst sig. Hann
var hæverskur og stálminnugur.
Einu sinni sem oftar flaug vél Is-
landsflugs á Gjögur og er flugstjór-
inn, sem þá hafði nýlega hafið störf
hjá félaginu, steig út úr vélinni
sagði Adolf: „Nei, blessaður þú
varst hér í apríl 1987, var það
ekki?“ Og viti menn það stóðst!
MINNINGAR
Þetta var ekkert einsdæmi, slíkt
var minni hans.
Adolf var hlýr maður. Dolli á
Gjögri, eins og hann var kallaður í
daglegu tali hér á Islandsflugi, var
einn af uppáhaldsumboðsmönnum
félagsins, að öðnun ólöstuðum. 011-
um þótti eftirsóknarvert að komast
til Dolla, hvort heldur voru flug-
menn, hlaðmenn eða aðrir starfs-
menn félagsins. Andrúmsloftið á
Gjögri var ólíkt öllu öðru - þar ríkti
friður og ró sem þekkist ekki í fjöl-
býli en margan borgarbúann þyi’st-
ir í. Menn sóttu þangað andlega
næringu. Dolli var höfðingi heim að
sækja, hjá honum var ætíð heitt á
könnunni og meðlæti á borð borið.
Veðurspár þurfti hann engar, hann
las sjálfur í skýin og sjóinn með
góðum árangri, enda náttúrubarn
mikið og mótaður af nánasta um-
hverfi sínu. Hann var mikill rétt-
lætissinni og fyndist honum á ein-
hvern hallað gat hann rokið upp
eins og snarpur vindur, ausið úr sér
skömmum en lægt svo skyndilega
og minnti hann þá einna helst á
lygnan sæ.
Adolf var einn af fóstu stoðum fé-
lagsins. Það var alltaf hægt að
treysta á hann og skarð hans verð-
ur seint fyllt. Þessu ásamt einstök-
um dugnaði kynntust starfsmenn
félagsins sérstaklega þegar Adolf
vann hjá félaginu í Reykjavík fyrir
jólin nú síðustu ár. Það var orðinn
siður að hann mætti í jólapakka-
flóðið hjá okkur eins og einn af
bræðrunum þrettán sem börnin
elska. Já, skrýtið verður að undir-
búa jólin í ár án Adolfs.
Adolf unni heimabyggð sinni og
barðist fyrir lágmarksréttindum
hennar af raunsæi. Eitt af því sem
var mikið áhugamál hjá honum
voru eðlilega samgöngumál. Hann
lagði alltaf mikið að okkur að áætl-
unarflugi til Gjögurs yrði sinnt á
Dornier, þannig væru öll aðföng
best tryggð.
Við starfsfólk Islandsflugs mun-
um sakna þín. Þú minnir okkur vel
á hvaða kostum góður Islendingur
og góður samstarfsmaður þarf að
vera gæddur. Far vel, kæri vinur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk Jfyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Starfsfólk Islandsflugs.
Kveðjur frá Djúpavík.
Stundum geta fyrstu kynni
manns af fólki verið svo látlaus og
blátt áfram að mann órar ekki fyrir
því að þama hafi maður hitt einn af
örlagavöldum lífs síns. Þannig urðu
fyrstu kynni mín af Adolfi
Thorarensen. Það kom þó fljótlega
í Ijós að þarna fór maður sem hægt
var að treysta og að hann var fram-
úrskarandi greiðvikinn og barngóð-
ur.
Þegar við 5 manna fjölskylda
fluttum að sunnan árið 1986 og
settumst að í Arneshreppi, hafa
sjálfsagt margir hugsað sem svo að
við myndum ekki endast mjög lengi
í slíkri einangrun sem það var, að
búa í Djúpavík. En vegna vináttu
Adolfs og fjölskyldu hans á Gjögri
var búseta okkar í Djúpavík mögu-
leg. Alveg frá fyrstu stundu vorum
við umvafin vináttu þeirra og greið-
vikni.
Það var ekkert mál að hafa börn-
in okkar yfir helgi ef þau komust
ekki heim vegna veðurs. Það var
ekkert mál að þvo af þeim fótin,
sækja þau í skólann í vondu veðri,
taka á móti okkur niðri á bryggju,
spila við krakkana til að hafa ofan
af fyrir þeim o.s.frv. Það var heldur
ekkert mál að skutla þeim heim,
ýmist sjó- eða landleiðina ef því var
að skipta.
Hjá Adolf og Jóhönnu fengu þau
yngri örlitla nasasjón af lífinu til
sveita, fóru með að gefa í fjárhús-
inu og fengu að kynnast dýrunum
og umgangast þau. Þetta var ótrú-
lega mikils virði fyrir borgarbörn
sem ekki höfðu átt kost á slíku fram
að þessu. T.d. fannst þeim svo mik-
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 49
ið til um hundinn á heimilinu, hann
Val gamla, að þau kölluðu hann
ljónið.
Héðinn og Kidda eignuðust síðan
bæði lömb sem Adolf gaf þeim og
eftir það „unnu“ þau fyrir vetrar-
fóðri þeirra með því að hjálpa til við
heyskapinn.
Eins og ég gat um hér í upphafi
lít ég á Adolf sem einn af örlaga-
völdunum í lífi mínu og fjölskyld-
unnar. Vegna elsku sinnar í garð
barnanna okkar hefur Adolf haft
mikil áhrif á uppeldi þeirra og lífs-
sýn. Sérstaklega kært hefur verið á
milli hans og Héðins, t.d. hefur
Héðinn smitast svo hressilega af
flugáhuga Adolfs að hann dreymir
um að verða flugmaður síðar meir.
Við Adolf vorum búin að ræða
framtíð Héðins og vorum að bolla-
leggja um hvemig best væri fyrir
hann að standa að því að komast í
flugnám.
Það er mjög sérstök tilfinning að
upplifa það að einhverjum öðram
þykir jafnvænt um börnin manns
og manni sjálfum. Þetta fann ég
alltaf þegar ég talaði við Adolf um
krakkana og hann sagði alltaf:
„Hann Héðinn minn.“
Við erum öll harmi lostin yfír því
hve skyndilega Adolf var tekinn frá
okkur. Þessa síðustu daga frá láti
hans hefur haustblíðan leikið við
okkur, en þegar ég horfí út Reykj-
arfjörðinn í áttina að Gjögri finnst
mér vanta eitthvað inn í landslagið.
Mér finnst það líka hálfgert svindl
að geta glaðst yfir svona góðu
veðri, vitandi það að Adolf er ekki á
Gjögri til að njóta þess með okkur.
Eg þakka honum af alhug sam-
fylgdina þessi 12 ár og alla hans
elskusemi við börnin mín í gegnum
árin. Eg veit að nú gengur hann al-
heill á Guðs vegum.
Elsku Jóhanna mín, Pétur og
aðrir aðstandendur, ég votta ykkur
samúð mína og fjölskyldu minnar.
Eva Sigurbjömsdóttir.
Ég trúi því að líf okkar mann-
anna hér á jörð sé ekki tilviljunum
háð. Ég trúi því t.d. ekki að flutn-
ingur minn og fjölskyldu minnar
hingað til Djúpavíkur hafi verið til-
viljun ein. Enn frekar styrkist ég í
þessari trú þegar ég nú sest niður
til að minnast þess manns sem hvað
mestan þátt átti í því, óbeint, að
okkur hjónunum og börnunum okk-
ar tókst að ná fótfestu hér og bein-
línis lifa af fyrstu árin.
Adolf Thorarensen var sú mann-
gerð sem ekki þekkti orðið vanda-
mál, það var hreinlega ekki til í
hans hugarheimi. Ég minnist þess
þegar ég talaði fyrst við hann í síma
snemma vors 1984. Ég kynnti mig
og tjáði honum að nú væri ég og
mágur minn, Arni, að hugsa um að
fljúga á Gjögur en vandamálið væri
að við vissum ekki hvernig við
kæmumst áfram inn á Djúpavík.
Það er ekkert vandamál, sagði
þessi hressi náungi í símanum; ég
bið hann Óla frænda minn að skutla
ykkur inneftir. Á þeirri stundu
gerði ég mér engan veginn grein
fyrir því hversu erilsamt það var
sem hann kallaði ekkert mál, því
bátur Óla stóð þá uppi á kanti og áti
eftir að gangsetja hann og koma
honum á sjóinn eftir vetrardvöl í
nausti. Þegar við svo lentum á
Gjögri var bátur Óla í gangi við
bryggju og tilbúinn að leggja í hann
með þessa nýju landnema úr
Reykjavík. Þetta var í fyrsta en
ekki síðasta skipti sem Adolf stóð'
fyrir því að leysa vanda okkar og
greiða götu okkar.
Nei, lífið og framvinda þess er
ekki tilviljun ein, ég fullyrði að
sjaldan á lífsleiðinni hafi ég orðið
annarrar eins gæfu aðnjótandi og
þeirrar að fá tækifæri til að kynn-
ast Adolf og fjölskyldu hans. Þeirra
hús stóð okkur alltaf opið.
Ég væri hræsnari ef ég héldi því
fram að í samskiptum okkar Adolfs
hefði alltaf líkt rjómablíða. Nei, til
þess vorum við of líkir í skapi, vin-
irnir, báðir fljótir upp, en munurinn <'
lá í því að Adolf var oftast fljótari
niður en upp á meðan ég er lang-
rækinn með afbrigðum. Oftast
kastaðist í kekki með okkur vegna
ágreinings í innansveitarpólitík, en
Adolf hefur alla okkar tíð hér setið í
hreppsnefnd. Á síðustu misserum
hefur þó skilningur minn aukist á
því hversu erfiðri aðstöðu Adolf
hefur verið í í sveitarstjórn og þeg-
ar okkur tókst síðast að ræða þau
mál í rólegheitum þá útskýrði hann
fvrir mér hvernig málum er háttað.
Þá skýringu tók ég góða og gilda og
hún færði mér heim sanninn um
hversu slyngur stjómmálamaður
Adolf var. Hann var í eðli sínu hóg- m
vær maður, gerði alltaf meiri kröf-
ur til sjálfs sín en annarra og eigin-
hagsmunapot var eitur í hans bein-
um.
Ég hef það fyrir satt að hvergi á
landinu hafi lítilli flughöfn sem á
Gjögri verið stjórnað af jafnmikilli
natni og hér. Adolf var vakinn og
sofinn í þessu starfi. Miðað við
þann árangur sem hann náði í starfi
flugvallarumsjónarmanns, er það
óskiljanlegt hversu lítil ábyrgð hon-
um var falin innan hreppsnefndar.
Ekki vantaði stuðninginn frá
hreppsbúum þar sem Adolf stóð
uppi sem sigurvegari kosningar eft-
ir kosningar og velferð sveitarinnar
var hans meginmarkmið.
Ég veit að Adolf vænti mikils af
ungviði þessarar sveitar og ungvið-
ið treysti honum. Til marks um það
má benda á það mikla persónufylgi
sem hann hafði í öllum sveitar-
stjómarkosningum. Flestir ung-
lingar sveitarinnar, sem nú eru í
framhaldsskólum vítt og breitt um
landið, hafa líka ákveðið að koma
heim og fylgja honum síðasta spöl-
inn.
Elsku Jóhanna mín, Pétur, Garð-
ar og Lóló, Ingi, Alexander, Pálína
og aðrir vandamenn og nánir vinir,
að ógleymdum börnunum mínum
Héðni og Kiddu; höfum það hugfast
þegar við nú kveðjum þennan góða
mann hinstu kveðju, að það er mikil
gæfa fólgin í því að hafa notið ná-
vistar við hann og hvað líf okkar
allra væri miklu snauðara ef svo
hefði ekki verið.
Guð blessi minningu Adolfs
Thorarensen og veiti okkur eftirlif-
endum styrk til að vinna bug á
sorginni.
Ásbjörn Þorgilsson.
• Fíeiri minningargrcinar um Ad-
olf Thorarensen bfða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýhug og
vináttu við andlát og útför elskulegrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ELISABETHAR (BETTÝ) JÓHANNSSON,
fsafirði.
Sérstakar þakkir viljum við senda starfsfólki
Sjúkrahúss (safjarðar.
Lovísa Einarsdóttir, Ingimar Jónsson,
Elísabet Einarsdóttir, Hörður Högnason,
Einar Einarsson, Herdís Þorkelsdóttir,
Margrét Einarsdóttir, Sverrir Magnússon,
Konráð Einarsson, Anna Jónsdóttir,
Kristinn Einarsson, Ragna Dóra Rúnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
áL