Morgunblaðið - 03.10.1998, Síða 54
54 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
+ Kristín Gunn-
laugsdóttir
Oddsen var fædd
22. desember 1922.
Hún lést á Sjúkra-
húsinu á Egilsstöð-
um hinn 23. sept-
ember 1998. Krist-
ín var fædd í Heið-
arseii í Hróars-
tungu, dóttir hjón-
anna Gunnlaugs
Gunnlaugssonar
Oddsen frá Bót í
sömu sveit, f. 1876,
d. 1925, _ og Guð-
bjargar Arnadóttir
frá Uppsölum í Eiðaþinghá, f.
1882, d. 1953. Alsystkini henn-
ar voru: Gunnlaugur, bóndi í
Heiðarseli í Tungu; Sigurbjörg,
húsfreyja í Skóghlíð í Tungu,
og Sigþór, bílsljóri á Héraði.
Hálfbræður Kristínar í móður-
ætt voru: Sigurður Árnason,
bóndi í Heiðarseli, síðar búsett-
ur í Hveragerði, og Ágúst Þor-
steinsson, bóndi á Kleppjárns-
stöðum í Tungu. Systkini henn-
ar eru öll látin. Faðir Kristínar
lést er hún var tveggja ára að
aldri og fór hún þá í fóstur til
frænku sinnar, Þór-
unnar Vilhjálmsdótt-
ur Oddsen, húsfreyju
í Möðrudal á Fjöll-
um, f. 1872, d. 1944,
og eiginmanns henn-
ar Jóns A. Stefáns-
sonar, bónda í
Möðrudal, f. 1880 d.
1971. Uppeldissystk-
ini Kristínar í
Möðrudal voru: Þór-
laug, sem lést ung,
Jóhanna Arnfríður,
húsfreyja í Möðru-
dal, Vilhjálmur
Gunnlaugur, bóndi í
Möðrudal og síðar á Eyvindará,
Stefán Vilhjálmur, listmálari í
Reykjavík, og Þórhallur, bóndi í
Möðrudal. Þau eru öll látin.
Kristin stundaði nám f Hús-
stjórnarskólanum á Hallorms-
stað, en var kölluð heim, þegar
fósturmóðir hennar lést og tók
þá við stjórn heimilisins í Möðru-
dal hjá fósturföður sínum.
Kristín giftist eftirlifandi
manni sínum, Olafi Þorsteini
Stefánssyni, frá Arnarstöðum í
Núpasveit, árið 1946. Foreldrar
hans voru hjónin Oktavía Stefan-
MINNINGAR
ía Ólafsdóttir frá Sauðanesi á
Langanesi og Stefán Tómasson
frá Arnarstöðu m í Núpasveit.
Kristín og Ólafur bjuggu í
Möðrudal í sex ár eða til ársins
1951, er þau fluttu að Víðirhóli
á Fjöllum þar sem þau bjuggu
til ársins 1965. Þá fóru þau til
Akureyrar þar sem þau áttu
heimili í röskan aldarfjórðung.
Árið 1989 fluttust þau til Egils-
staða og bjó Kristín þar til ævi-
loka. Börn þeirra Ólafs eru: 1)
Þórunn Guðlaug, skrifstofu-
maður, Egilsstöðum. 2) Gunn-
laugur Oddsen, bóndi, Hallgils-
stöðum á Langanesi. 3) Oktavía
Halldóra, forstöðumaður, Egils-
stöðum. 4) Margrét Pála, leik-
skólastjóri, Reykjavík. 5) Stefán
Sigurður, sjúkraþjálfari, Akur-
eyri. Barnabörn Kristínar eru
orðin 12 og bamabamabörnin
11 talsins.
Kristín var alla tíð húsmóðir
á mannmörgum og gestkvæm-
um heimilum. Mörg börn nutu
umönnunar hennar bæði í sum-
ardvöl í sveit og í daggæslu á
Akureyri, auk þess sem hún tók
drjúgan þátt í uppeldi barna-
barna sinna. Kristín var virk í
kórstarfi og menningarstarfi á
meðan heilsa hennar leyfði.
Hún var stofnfélagi Geðvernd-
arfélags Akureyrar og heiðurs-
félagi þess frá 1992.
Utför Kristínar fer fram frá
Egilsstaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
KRISTIN
„ GUNNLA UGSDÓTTIR
ODDSEN
Tif í prjónum, glaður söngur eða
svæfandi raul, ilmur af nýbökuðu
brauði, traust og hlýtt fang sem
markaði upphaf og endi skynjunar
minnar. Hendur sem umluktu mín-
ar, hlýjuðu og hugguðu, svo dæma-
laust mjúkar og miklar og óum-
breytanlegar. Þulur og vísur, kvæð-
9- in hans Davíðs og heilræðaljóð Erlu
sem fylgdu inn í svefninn. Slík var
fyrsta reynsla mín af þessum heimi
- sem var mér einfaldlega hún
mamma sem var yfir og allt um
kring. Hún sem hafði alltaf tíma
fyrir alla þrátt fyrir óendanlegar
annir sveitakonunnar og húsmóður-
innar, hún sem bjó yfir nægum
kærleika til að miðla hverjum þeim
sem var samferða henni á lífsgöng-
unni.
Mér fannst alltaf sem stafaði
innra ljósi og mildi frá þessari lág-
vöxnu og hnellnu konu með háa og
bjarta ennið og viðkvæmnisdrætt-
ina í andliti. Hún líknaði og þjónaði,
gaf og miðlaði af eðlisgæsku sinni -
f»og veitti af rausn síns stóra hjarta
sem hvergi mátti neitt aumt sjá né
vita nokkurn greiða ógerðan. Höfð-
ingsbragur var henni runninn í
merg og bein, ein hinna síðustu út-
varða gömlu, íslensku sveitamenn-
ingarinnar þar sem greiðasemin og
gestrisnin voru merki um mann-
kærleika og samstöðu jafningja þar
sem allir börðust við sömu náttúru-
öfl sem gerðu sér aldrei mannamun
og kenndu börnum fjallanna að
gera það ekki heldur. Hún bar höf-
uð hátt; víðsýni hennar og skilning-
ur á mannlegum kjörum var helgað-
ur fóstri hennar á hásléttu öræf-
anna þar sem er hátt til lofts og vítt
til veggja og fjallavindar geta um
'„'frjálst höfuð strokið. Styrk og sjálf-
bjarga á öllum sviðum - þess þarf
til fjalla - meira að segja á menn-
ingarsviðinu var hún fær um að
mennta sig alla ævi; útvarp og bæk-
ur voru óaðskiljanlegur þáttur til-
verunnar og yfir pottum og pönnum
þuldi hún ljóð eftirlætisskáldanna.
Síðar komu aðrar stundir. Þá
þagnaði prjónatifið og ijóðasöngur-
inn, gráturinn tók yfir. í stað þess
að hlaupa í örugga fangið til að
þiggja og njóta læddumst við um
húsið því að mamma var orðin veik.
Eldri systkinin tóku ábyrgð á okk-
ur, þessum yngri, og á öllu heimil-
inu. Vonbrigðin yfir endurteknum
veikindum voru sár - og sárust fyrir
hana. Stóra hjartað sem af næmi
skynjaði líðan og þarfir meðsystra
og meðbræðra reyndist of næmt, of
næmt fyrir harðan heim. En móðir
mín háði glímur sínar við andleg og
líkamleg veikindi með hetjulund og
* æðruleysi sem ég hef þráfaldlega
dáðst að og undrast. Aftur og aftur
lagði hún þursinn að velli og hvarf
til lífsins og okkar að nýju.
En nú er ég farin að fjölyrða og
það líkaði móður minni aldrei. Eg
verð þó að fá að þakka íyrir allt og
allt, nú að leiðarlokum. Þakka þér,
elsku mamma, fyrir það sem ég
eignaðist dýrmætast um dagana; þú
gafst mér móðurmálið til að skilja
og túlka tilveruna, þú miðlaðir mér
af baráttuþreki og trú þinni á sam-
félag jafningja. Þennan óbrotgjarna
arf gafst þú mér - og dóttur minni
sem átti ávallt öruggt skjól hjá þér
og hlut þinn í uppeldi hennar fæ ég
aldrei fullþakkað. Þú reyndir eftir
megni að vera til staðar fyrir okkur
en of oft var ég fjarlæg. Því þakka
ég öllum þeim í fjölskyldu minni svo
og starfsfólki sjúkrahússins á Egils-
stöðum og á öðrum sjúkrastofnun-
um sem greiddu götu þína og hjálp-
uðu þér. Sérstaklega þakka ég auð-
vitað fóður mínum, elskandi lífs-
förunaut þínum í meira en hálfa öld,
og að öllum ólöstuðum þakka ég
Oktavíu systur minni sem varð
þeirrar gæfu aðnjótandi að annast
þig öðrum fremur síðustu árin.
Hvíl nú í langþráðum friði.
Þín elskandi dóttir,
Margrét Pála Ólafsdóttir.
Kæra tengdamamma.
Örfá orð til að þakka þér umburð-
arlyndið og kærleikann. Ég veit að
þú vilt ekki neina langloku. Þegar
ég bættist í fjölskyldu þína, 17 ára
gamall, tókstu mér eins og öllum
þeim börnum og unglingum sem á
vegi þínum urðu; þér fannst sjálf-
sagt að sýna mér umhyggju og ást-
úð. Oft undraðist ég vilja þinn og
þolinmæði til að sinna allra þörfum
og ekki uppskarstu þó alltaf þakk-
læti. Ég man vísurnar þínar og ljóð-
in, eilíft tifið í prjónunum og brosið
þitt, þegar litlir afkomendur þínir
römbuðu smáum fótum í fang
ömmu. Ég veit að þú varst lang-
þreytt af erfiðum veikindum og
vona að hvíldin sé þér sæt. Farðu
vel; ég flyt þér þakkir mínar og fjöl-
skyldu minnar, barna minna og
barnabarna fyrir samfylgdina. Við
trúum því að þú hljótir verðug laun
í nýrri vist vegna gæsku þinnar.
Einar Rafn Haraldsson.
í dag kveð ég Kristínu Gunn-
laugsdóttur tengdamóður mína. Ég
kynntist Kristinu íyrir átta árum er
ég tengdist fjölskyldunni sem sam-
býliskona Margrétar Pálu dóttur
hennar. Ég man að ég kveið því að
hitta tengdaforeldrana í fyrsta
skipti, sérstaklega þar sem ég vissi
ekki hvaða skoðun þau höfðu á því
að dóttir þeirra byggi með annarri
konu, en ég komst fljótt að því að sá
kvíði var ástæðulaus því Kristín og
Ólafur maður hennar tóku mér
strax sem einni af fjölskyldunni.
Þetta lífsvitra sveitafólk sem hafði
reynt margt um dagana var ekld að
æsa sig yfir smámununum; svo
lengi sem fólk var heilsuhraust og
undi glatt við sitt var ekki út á neitt
að setja.
Þótt ég hafi ekki kynnst Stínu
fyrr en heilsu hennar var talsvert
tekið að hraka fannst mér alltaf lýsa
af öllu hennar fasi einskonar höfð-
ingjablær. Hún var vinmörg og
gestkvæmt hjá henni mjög, sem
ekki var að undra, því hún hafði
ávallt eitthvað að miðla öllum og tók
á móti fólki af mikilli gestrisni.
Tengdamóðir mín var vel greind
kona og víðlesin og hafði sérstakt
dálæti á Ijóðum. Hún gat þulið heilu
ljóðabálkana áheyrendum til
skemmtunar og fróðleiks og spak-
mæli og málshættir hrundu af vör-
um hennar við ólíklegustu tækifæri
sem endurspegluðu oft næmt skop-
skyn hennar og hnyttni.
Stína kom mér fyrir sjónir sem
mikill mannvinur og börn voru
hennar yndi, enda var hún sérlega
lagin við krakka á sinn rólynda hátt
og ósjaldan sat eitthvert kríli við
stólfótinn hjá henni og dundaði sér
við hnykil eða band.
Ég kveð Stínu með glöðum huga
þar sem ég veit að hún lauk sátt
sínu æviverki, en um hjartað gildir
annað, því söknuður á ekkert skylt
við skynsemi og mikið vantar að
Kristínu Gunnlaugsdóttur genginni.
Ég þakka góðri konu samfylgdina.
Lilja Svanbjörg Sigurðardóttir.
Elsku amma mín, nú ertu dáin og
mig langar að minnast þín með
nokkrum orðum. Mér finnst það
mjög sorglegt en ég veit að nú líður
þér vel. Það verður skrítið að koma
í heimsókn til afa og þar er engin
amma.
Mér fannst notalegt að sitja og
prjóna með þér dálitla stund og
hlusta á útvarpið í leiðinni eða
spjalla saman. Mér fannst gaman að
lesa íyrir þig því þú varst alltaf til-
búin að hlusta á mig lesa. Alltaf
þótti þér vænt um ljóðin, myndirnar
og annað sem við krakkarnir bjugg-
um til handa ykkur afa. Ég ætlaði
að gefa þér söguna sem ég er að
skrifa en var ekki búin með hana
nógu fljótt. Takk fyrir garnið sem
þú gafst mér til að prjóna úr því
mig langar til að verða eins dugleg
prjónakona og þú. Ég kveð þig nú
með þessu litla ljóði.
Nú ert þú farin frá mér
og færð ekki lengur að vera hér.
Hvfl þú nú í friði, elsku amma mín,
á meðan ég lifi mun ég sakna þín.
Þín nafna og langömmustelpa,
Kristín Telma Halldórs-
dóttir, 9 ára.
Eitt svar við spurningunni um
hvað mestu máli skiptir í lífinu, gæti
verið það að eiga góða að. Og þá er
yfirleitt átt við nánustu ættingja.
En í afskekktri, strjálbýlli sveit fer
ekki hjá því að nágrannarnir skipti
eins miklu máli. Við sem bjuggum í
sömu sveit og Stína vissum fyrir
víst hvað það merkti að eiga góða
granna.
Ólafur Stefánsson og Kristín
Gunnlaugsdóttir bjuggu á Fjöllun-
um í rúman áratug. Þau fluttu að
Víðirhóli á Fjöllum rétt eftir miðja
öldina, úr Möðrudal þar sem Kristín
var alin upp. Víðirhóll var svip-
mesta bæjarstæði Hólsfjallanna en
um leið það afskekktasta. Ef til vill
hefur ungu hjónunum þótt fjalla-
kyrrðin á nýja staðnum vera einum
of mikil því þau voru bæði ákaflega
félagslynd og vön annríkinu á stór-
býlinu Möðrudal, sem var og er enn
í þjóðbraut. En þjóðbrautin kom á
eftir þeim út í heiðina. Heiðarbýhð
sem stóð næst Búrfellsheiði og
Haugsöræfum varð aðal samkomu-
staður fólks í sveitinni. Glaðvær
gestrisnin laðaði fólk að heimilinu
og ungir sem aldnir sóttu í félags-
skap fjölskyldunnar á Víðirhóli sem
stækkaði óðum.
Þegar ég var tíu ára fór ég í
fyrsta skipti að heiman til að vera í
farskóla á Víðirhóli. Það var átak að
leggja af stað með pokann sinn og
eiga að búa fjarri foreldrum sínum.
En Stína tók á móti okkur krökkun-
um úr sveitinni með mikilli hlýju og
annaðist okkur eins og sín eigin
börn. Tvílyfta timburhúsið á Víðir-
hóli rúmaði auðveldlega Farskóla
Fjallahrepps, kennara og nemend-
ur. Þrátt fyrir annríki á stóru heim-
ili hafði Stína alltaf tíma til þess að
segja sögur, syngja fyrir okkur og
með okkur og fara með Ijóð. Hún
kunni heil lifandis býsn af gömlum
og nýjum ljóðum, kersknisvísum og
sálmum.
Eftir að Víðirhólsfjölskyldan
flutti til Akureyrar var heimili
hennar áfram griðastaður. Ailur
ytri búnaður var breyttur en andinn
sá sami. Otrúlega margir lögðu leið
sína um stofuna í Löngumýri 12.
Meðal annarra Fjallamenn í kaup-
staðarferð sem komu á öllum tímum
sólarhringsins og á öllum árstímum.
Við urðum þeirrar gæfu aðnjót-
andi, nokkrir menntaskólapiltar í
kringum 1970, að vera kostgangar-
ar hjá Stínu í Löngumýri. Þótt Óli
og Stína hefðu búið í kaupstað í
nokkur ár hafði húsmóðurinni í
engu fatast þegar þjóðleg matar-
gerð var annarsvegar. Kostgangar-
amir mis ístöðulitlir sóttu í að
dvelja hjá matmóður sinni langt
umfram matmálstíma enda slátur-
sneið eða ástarpungar henni útbær-
ir þótt orðið væri framorðið þegar
strákarnir hennar komu slæptir af
næturgöltri. Þegar hitnaði í kolun-
um í eldhúsinu í umræðum um
hræringar á vettvangi stúdentaupp-
reisna söng Stína sálma eða fór með
Davíð. Og hún klappaði okkur og
hughreysti þegar Weltsmertsinn
var að buga okkur, rétt einsog hún
hafði gert við okkur krakkana í
Farskólanum á Víðirhóli.
Ég veit ég mæli fyrir munn okkar
allra sem nutum þeirra forréttinda
að eiga Kristínu Gunnlaugsdóttur
að í bernsku og á unglingsárum
þegar ég segi einfaldlega: Mikið var
gott að eiga þig að Stína. Takk.
Ævar Kjartansson.
Hún gekk okkur í móðurstað.
Fyrir rúmum aldarfjórðungi voru
nokkrir baldnir námssveinar við
Menntaskólann á Akureyri svo
heppnir að lenda í mötuneyti hjá
Óla og Stínu í Löngumýri. Þau voru
nýkomin úr sveitinni á mölina og
báru með sér heiðríkju af Fjöllum.
Frá þeim degi sem við komum í
gættina á húsi þeirra urðum við í
hjörtum okkar heimilismenn þar.
Og þau hjón hafa fylgt okkur hvar
sem við höfum gengið í heimi.
Við komum að austan og vestan,
unglingar fjarri heimahögum, og
þurftum að aga huga okkar og æfa
skilningarvitin með æsingarrifrild-
um um heims- og hvunndagsmál.
Stundum sló í brýnu með okkur
strákum, en húsráðendur kunnu þá
list að stilla til friðar með húmor og
mannelsku. Kristín var listelsk og
ljóðræn kona, sem umlukti okkur
með kærleika og umburðarlyndi.
Hún fór með vísur einsog þær væru
smyrsl á sálarund. Við strákar fór-
um af fyrirgangi með gamanmál og
sungum í hvínandi hávaðalátum,
með brosandi velþóknun húsmóður-
innar. Það var gleðilega þroskandi
að vera með fólkinu af Fjöllum. Og
einhvern veginn er það nú svo að
við sem gengum menntaveginn
nyrðra og áttum samleið í heimilis-
mötuneytinu hjá þeim hjónum
minnumst ekki síður akademíunnar
í Löngumýri, heiðrílgunnar og
hjartahlýjunnar. Manni þykir vænt
um þetta fólk. Góð kona hefur kvatt
þennan heim. Það er hlýr bjarmi yf-
ir minningu hennar og það er marg-
föld ástæða til að þakka fyrir sig að
leiðarlokum.
Oskar Guðmundsson.
Hún kom á móti okkur úr eldhús-
inu fram í anddyrið, þerraði hönd
sína með viskustykkinu og handtakið
var þétt og heitt eftir uppvaskið. Ég
fann strax að hér tjóaði ekki að
hreyfa mótbárum við góðgerðum
þótt liðinn væri matmálstíminn og
þykjast mettur. Hún sá okkur í gegn
að við værum ekki búnir að borða og
fyrr en varði sátum við yfir öldungis
þjóðlegu kvöldverðarborði með
margvíslegu góðmeti sem allt bar
nafn af Hólsfjöllum. Þar með höfðum
við bræður tveir bæst í hópinn.sem
var í kost hjá Stínu og Óla í Löngu-
mýrinni. Við vorum að jafnaði fjórir
til fimm, piltar í menntaskóla, þessa
tvo vetur sem ég varð aðnjótandi
óþrjóUmdi umhyggju þessa góða
fólks. Þaðan lá leið mín út í lönd
næstu 14 árin eða svo og furðu fljótt
fólnuðu minningar skólaáranna og
megnið af þeim dýra lærdómi þar
með og svo lærifeðumir. En sem
þær hefðu fyrir andartaki komið af
vörum hennar vísur Páls Ólafssonar
svo hljóma þær enn í hugskotinu, ein
og ein eftir atvikum líðandi stundar,
rétt eins og þá: Við sögðum eitthvað
fullkomlega stundlegt og kom þá
vísa sem færði atvikið í betri fótin,
oftast þó í glettnara lagi, enda
áhyggjur okkar fremui- léttbærar og
málefnin flest þannig líka og ástar-
sorgir furðu strjálar og skammar.
Allir vorum við í sérstöku uppá-
haldi hjá Stínu þótt ég væri í mestu
að mér alltaf fannst. Við nutum ást-
úðar hennar hver með sínum hætti,
mest áberandi í dekri í mat auðvitað
en engu síður í einlægri bjartsýni
hennar og trú á atgervi okkar og
framgöngu á námsbrautinni og
sjálfri lífsbrautinni yfirleitt. Bams-
mæðram okkar, unnustum - hvað
þá eiginkonum - var tekið sem
prinsessum í það minnsta hvort
heldur þær birtust í eigin persónu
eða bara var á þær minnst og sjálf-
um skildist þeim fljótt að þarna færi
einstakt valmenni sem var þessi
rengla í menntaskóla sem þær
höfðu ruglað reytunum við meira
eða minna. Slíkur var sannfæring-
arki-afturinn að sumar era á þessari
skoðun enn í dag eftir bráðum þrjá-
tíu ára sambúð með honum.
Ástúðin fer ekki að reglum í við-
skiptum né að bókhaldslögum og
enginn nema almættið getur endur-
goldið í réttri vikt það sem hún gaf
okkur. Bara andblær raunverulegs
íslensks sveitalífs um aldir sem
fylgdi persónu Stínu, Óli hennar,
börnin og urmull gesta og gang-
andi... Alls þessa nutum við vegna
ástúðar hennar og án þess auðvitað
að vita nema til hálfs í mesta lagi
hvaða happ hafði okkur hent á þess-
um vordögum lífsins. Við urðum
eins og börn sem njóta góða veðurs-
ins: Þau vita ekki af því beinlínis en