Morgunblaðið - 03.10.1998, Side 55

Morgunblaðið - 03.10.1998, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 55 það er gott að vera til og leika sér í sólskini. Aldrei brá Stína daufasta skugga á ástúð sína við okkur með minnstu ábendingu um að við vær- um henni byrði eða heimili hennar. Við umhugsun, af því viti sem við þó höfðum, vissum við auðvitað að hún var stundum þreytt: Þau voru slitið erfiðisfólk bæði. Við vissum svo sem líka að við hlytum að vera bömun- um raun á stundum, sjálfumglaðir og mamma svona góð við okkur. En eitt er að vita, annað er hvað vakir í hugskotinu á líðandi stund. Það eru töfrar ástúðarinnar að hún hefur sig yfir skynsemi og krefst ekki rétt- lætis. Við, þessir peyjar, undirritaður Gulli, Gutti bróðir, Ævar, Kjarri, Laugi Haraldar og síðast en ekki síst sá sem hún tók trúlega í mest ástfóstur af okkur öllum, Skari..., allt sem hún gaf okkur varð skuld okkar við þá sem þarfnast ástúðar í þessari veröld. Gunnlaugur Sigurðsson frá Hallormsstað. Á Hólsfjöllum gefst einna víðust sýn í byggð á íslandi. Að horfa yfir heiminn frá Víðirhóli á Fjöllum á björtu sumarkvöldi er nokkuð sem vart verður reynt annars staðar á landi hér. Að líta til Búrfells á Tjör- nesi og Kinnarfjalla í norðvestri, eygja Kerlingu vestan Eyjafjarðar teygja sig suðurundan horni Jör- undar á Mývatnsöræfum og sjá Herðubreið, Dyngjuföll og Dyngju- jökul gnæfa í suðri, er ægifögur og ógleymanleg sýn. Við hjónin fengum að njóta þess að dveljast á Víðirhóli um nokkurt skeið þijú sumur í röð, 1995-1997, og vera þar samvistum við sæmdar- hjónin Olaf Þ. Stefánsson og Krist- ínu Gunnlaugsdóttur Oddsen. Þau glöddust innilega af þeirri uppbygg- ingu sem orðin var á Víðirhóli á síð- ustu árum, þrjátíu árum eftir að þau létu af búskap þar og jörðin fór í eyði. Það var gaman og einkar fróð- legt að heyra þau rifja upp minning- ar frá Fjallaárunum, en þau bjuggu á Víðirhóli hálfan annan áratug, á árunum 1951-1965. Varla hefur ver- ið unnt að búa öllu afskekktar á ís- landi. En minningar þeirra hjóna frá búskaparárunum á Fjöllum voru fyrst og fremst bjartar, þó vissulega hafi oft borið á góma þeir fímalegu erfiðleikar sem búskapnum á Víðir- hóli íylgdu. Það er erfitt að ímynda sér það þrek og þolgæði sem þurft hefur til að stunda einyrkjabúskap á Fjöllum á þessum árum, eignast börn og ala þau upp við skilyrði þeirra tíma. Og ekki hefur það létt róðurinn fyrir Kristínu að Ólafur bóndi var iðulega af bæ, lengri eða skemmri tíma í einu, í fjárgæslu við vetrarbeit, í löngum ferðum vegna heimiliserinda eða í póstflutningum á Fjöllum og til Mývatnssveitar. Kristín Gunnlaugsdóttir Oddsen var hæglát kona og æðrulaus. Yfir henni hvfldi friðsemd og reisn hinnar lífsreyndu konu. Hún var orðin afar lasburða er við kynntumst henni en dundaði sér þó við léttari húsverk og prjónaskap, því illa féll henni að sitja auðum höndum. Gaman þótti henni að fara með er vitjað var um net í Viðarvatni og sjá gljáandi feitan og fallegan silunginn losaðan úr netum. Síðan var silungurinn matreiddur á ýmsan máta. Eitt sinn smjörsteikti undirrituð silung. Kristín sat með prjónana sína og gaf matreiðslu- meistaranum gætur annað slagið. Ýmsar hugsanir hafa eflaust farið um hennar silfurhærða höfuð þar til hún stóðst ekki mátið og spurði: „Er ekki til olía“? Eitt er víst, að ekki hefur verið bruðlað með smjör á Víð- irhóli á búskaparáram Kristínar þar og því engin furða að henni blöskraði eyðslusemi höfðuborgarfi’úarinnar. Lífið í harðbýlinu á Fjöllum hafði kennt Kristínu að sólunda engu og fara vel með hlutina. Nú er Kristín öll og hennar mikla og góða ævistarfi lokið. Við erum þakklát að hafa fengið að kynnast henni og hennar ágæta manni, sem nú hefur misst sinn trausta lífsföru- naut. Við sendum Ólafi, börnum þeirra og fjölskyldum okkar innileg- usu samúðarkveðjur. Jóna og Sigurður. ÓLAFÍA MARGRÉT S VEINSDÓTTIR + Ólafía Margrét Sveinsdóttir fæddist í Gerði á Barðaströnd hinn 6. september 1926. Hún Iést á Land- spítalanum að kvöldi 25. septem- ber síðastliðins. Foreldrar hennar voru Sveinn Ólafs- son, f. 15.10. 1882, d. 2.6. 1950, og Ing- veldur Jóhannes- dóttir, f. 30.5. 1893, d. 18.7. 1966. Systk- ini Margrétar eru: Jóhannes Hjálmar, f. 9.5. 1902, Jón Ingivaldur, f. 16.6. 1915, Svava, f. 17.2. 1917, sem öll eru látin, Klara, f. 21.7. 1922, Ólaf- ur, f. 28.7. 1925, Hulda, f. 11.3. 1929, og Valgerður, f. 10.11. 1931. Hinn 1. desember 1945 giftist Margrét Ólafi Gesti Guðjóns- syni, f. 28.9. 1919, d. 9.11. 1991. Þau eignuðust þijú börn. Þau eru: 1) Sigur- vin, f. 15.5. 1946, d. 22.3. 1952. 2) Anna Freygerður, f. 1.2. 1950, maki Rafn Hafliðason, f. 18.8. 1951, börn þeirra Ólafur Gestur, Sig- mar og Brynja. 3) Ingveldur, f. 25.8. 1953, maki Harald- ur N. Arason, f. 4.8. 1953, börn þeirra Margrét Huld og Karen. Barnabarnaböm Margrétar era orðin sjö talsins. Útför Margrétar fer fram frá Patrekskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku besta amma okkar. Við kveðjum þig með söknuði og trega. Nú ertu farin frá okkur eftir erfið veikindi og búin að fá hvfldina löngu. Undanfarnir mánuðir hafa verið erfiðir íyrir þig og öll okkur hin sem þurftum að horfa upp á hvernig hvert áfallið tók við af öðru. En þú stóðst þig eins og hetja og alltaf varst þú svo jákvæð og sjald- an kveinkaðir þú þér, sama hversu illa þér leið og sama á hveiju gekk. Alltaf stóðst þú sterk upp og sagðir „þetta hlýtur að fara að lagast“ þótt þú vissir eflaust betur. Barnabarna- börnin þín voru þér mikils virði og þú fylgdist vel með þeim. Þú hafðir meira að segja orð á því síðast þeg- ar við hittumst hvað þú ættir að gefa þeim í jólagjöf næst. Aníta hélt mikið upp á „löngu“ sína og nú höf- um við sagt henni að þú sért komin til Guðs og langafa og að nú muni „langa“ vaka yfir okkur og hlusta á okkur í bænum okkar. Elsku amma, það sem veitir okkur huggun nú er að vita að þér líður vel núna í heimi þar sem engar þjáningar eru til og að þú hefur fengið góðar móttökur hjá elsku afa, Sigurvini syni ykkar og hinum ástvinum þínum sem nú eru famir frá okkur. Við þökkum þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og munum við geyma minningarnar um þig í hjarta okk- ar. Mai-gs er að rainnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð geymi þig elsku amma. Hvfl í friði. Þín ömmubörn Margrét Huld og Karen. Mig langar með örfáum orðum að minnast Margrétar Sveinsdóttur á útfarardegi hennar. Ég kynntist þeim Margréti og Gesti fyrir um tíu árum þegar kynni tókust með mér og barna- barni þeirra, Margréti Huld. Þau hjónin tóku mér strax ákaflega vel og mér leið frá upphafi eins og ein- m um úr fjölskyldunni. Mér auðnuð- ust aðeins fárra ára kynni af Gesti því hann lést árið 1991. Ég mun þó ávallt minnast hans eins og hann kom mér fyrir sjónir, með bros á vör og glaður í bragði. Margréti hef ég tengst sterkari böndum eftir því sem árin hafa liðið. Auk þess að vera hluti af fjölskyldu hennar tengdumst við einnig í gegn- um starf mitt sem sjúkraþjálfara. Þar fékk ég að kynnast þeim gífur- lega lífskrafti sem bjó í þessari ein- stöku konu og hún kenndi mér að viljakraftur getur gefið læknavís-1^* indunum langt nef. Stóran hluta ævinnar átti hún við erfið veikindi að stríða en með óskiljanlegum krafti tókst henni jafnan að rísa á fætur hvað sem á henni dundi. Margrét var með eindæmum bamgóð og þess naut dóttir mín í ríkum mæli, enda var sú stutta dugleg að reka á eftir mömmu og pabba að fara í heimsókn til „löngu“. Enda var ekkert á heimil- inu heilagt þegar slíkar heimsóknir bar að garði og litlar hendur fengu óhindrað að þreifa sig áfram í undraheimi skrautmuna og stofustássa. Margrét skilur eftir sig gnægð góðra minninga. ^ Ég kveð nú þessa merku konu og er þakklátur fýrir að hafa fengið að ■ kynnast þeim hjónum. Arni Þór Jónsson. + Guðmunda Mar- grét Jónsdóttir fæddist á Seljar- landi í Vestmanna- eyjum 16. mars 1914. Hún lést á Hraunbúðum í V estmannaeyjum 23. september síð- astliðinn. Hún var dóttir hjónanna Jóns Guðmundsson- ar, f. 19.9. 1878, d. 20.3. 1915, og Jónínu Einarsdótt- ur, f. 25.3. 1885, d. 22.9. 1968. Seinni _ maður Jónínu var ísak Áraa- son, f. 24.12. 1897, d. 13. febrú- ar 1971. Guðmunda átti tvo bræður: Einar Jónsson, f. 17.4. 1911, d. 30.4. 1981, og Jón Þ. ísaksson, f. 28.2. 1927. Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekkert um þig, ó, móðir góð? - Upp, þú minn hjartans óður! Því hvað er ástar og hróðrar dís og hvað er engill úr Paradís hjá góðri og göfugri móður? Eg kveð þig, móðir, í Kristi trú, sem kvaddi forðum mig sjálfan þú á þessu þrautanna landi. Þú, fagra ljós, í Ijósinu býrð nú launar þér Guð í sinni dýrð, nú gleðst um eilífð þinn andi. (M. Joch.) Dætur. Ég á svo yndislegar minningar úr æsku minni um ömmu í Laufó eins og ég kallaði hana alltaf. Ég var mikið hjá henni ömmu þegar ég var lítil stelpa og þar var alltaf svo gott að vea. Amma sá til þess að manni leiddist aldrei hjá henni, hún fann alltaf eitthvað fyrir mig að gera. Þegar hún var úti í garði að vinna bjó hún til smáhorn í garðin- um sem ég átti svo að hirða sjálf og passa vel upp á. Við fórum mikið saman í sundlaugina, því þangað fór hún á hverjum degi. Og í kirkju fórum við mikið saman því hún vai- mjög kirkjurækin. Ég var einka- barn til 11 ára aldurs en amma átti átta önnur barnabörn sem bjuggu Hinn 19. október 1934 giftist Guð- munda Ármanni Bjarnasyni, f. 10.11. 1911, fyrrum sjó- manni. Þau eignuð- ust fjögur börn. Þau eru: 1) Halldóra, f. 8.12. 1934, gift Snorra Snorrasyni, f. 10.9. 1928 og á hún fimm böra. 2) Herbert, f. 1.3. 1938. 3) Jónína, f. 4.2. 1949, d. 26.11. 1986 og eignaðist hún þrjú börn. 4) María, f. 21.3. 1953, gift Grími Magnússyni, f. 19.4. 1945 og eiga þau fjögur böra. Utför Guðmundu fer fram frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. ekki í Eyjum eftir gos svo þau voru ekki eins mikið hjá henni nema á sumrin. Þá var glatt á hjalla hjá ömmu og afa í Laufó. Amma var nú stundum þá að segja okkur hvernig við ættum að gera hlutina en við hlýddum henni oft ekki, en sáum svo á endanum að við hefðum betur farið eftir því sem hún sagði við okkur því hún hafði yfirleitt alltaf rétt fyrir sér. Þegar ég var 20 ára fór ég út sem aupair-stúlka og þá skrifuð- umst við amma á og það var alltaf svo gott og gaman að fá bréfm frá henni, því hún skrifaði svo skemmtileg bréf. Það var eins og hún sæti á móti manni þegar mað- ur las bréfin frá henni. I dag er ég svo glöð að eiga þau því ég á ör- ugglega oft eftir að glugga í þau. Mig langar að lokum að láta hér fylgja með fyrstu bænina sem hún kenndi mér. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti signaði Jesú mæti. (Höf. ók.) Elsku afi, mamma, Dóra og Hebbi, við vitum öll að ömmu líður vel núna þar sem hún er. Kveðja, Anna Sigríður. son fæddist í Dæli í Fljótum, Skaga- firði, 10. október 1922. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 25. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Ás- grímsson, f. 26.6. 1883, d. 1936, og Jóhanna Lovísa Gísladóttir, f. 21.8. 1881, d. 2.1. 1973. Ég var staddur á vinnustað hér á Siglufirði þegar það spurðist að Jó- hann Sigurðsson væri dáinn. Menn setti hljóða og svo var farið að tala um það hve mikill sjónarsviptir væri að honum. Jói hafði margsinnis staðið við dauðans dyr undanfarin tuttugu ár eftir að hann kenndi hjartabilunar. Hann var orðinn aldraður, sjötíu og fimm ára, þessi öðlingur sem við sjáum svo eftir. Þúsund þjala smiður, hagur á tré og málma, orðhagur og einstaklega hagur í samskiptum við fólk. Kunn- átta hans kom eflaust best í ljós í þau ótal skipti þegar tæki bilaði eða áhald brotnaði hjá einhverjum hinna mörgu nágranna í gegnum tíðina. Þá leysti Jói hvers manns vanda með þessari alúð og elsku- semi sem gerði í raun alla í bænum að nágrönnum hans og góðum kunningum. Einhverju sinni datt mér í hug að Jói gæti hafa verið einn af postulum Krists með þetta háa og bjarta enni og þýða viðmót. En vitundin um prakkaraleg uppá- tæki hans og vísur hans, sumar tví- ræðar, sem oft urðu fleygar, héldu náttúrlega helgimyndinni hóflega fjarri. Jói starfaði áður sem vélvirki til sjós við margs konar veiðar og milli- landasiglingar og í sfldarbræðslum í landi. Margar góðar sögur hef ég heyrt af honum frá þessum árum sem fyrst og fremst bera vott um dirfsku hans, hugvit og húmor. Nokkrar sögur bar ég undir hann sem hann staðfesti að væru réttar eða svona hér um bil og ekki urðu þær síðri af vörum hans sjálfs - svona ögn leiðréttar. Jói var einn af mörgum áhuga- mönnum sem hafa lagt hönd á plóg Jónsdóttir, f. 16.5. 1927, Siglufirði. Synir þeirra eru: Njörður S. Jóhanns- son, f. 4.4.1945, Kri- stján Jóhannsson, f. 21.5. 1949, og Viðar Bergþór Jóhanns- son. títför Jóhanns fer fram frá Sigluíjarð- arkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. við uppbyggingu Síldarminjasafns- ins. Sérstaklega eru minnisstæð sumarkvöldin mörgu ‘85 þegar Jói og Lóa kona hans komu til fyrstu aðgerða í björgun Róaldsbrakka. Ástand brakkans var þá mjög bág- borið og því skiljanlegt að flestir vildu að þessi ómynd viki. En þau hjón voru svo sannarlega tilbúin að fórna einhverju fyrir betri framtíð þessa húss og eins og gamansamur nágranni orðaði það, þau þurftu hvorki skyggnishúfur né barðastóra hatta til að skýla andlitum sínum í heldur óvinsælu verki. Hinn iðni og eljusami maður var ekki af baki dottinn þótt heilsan brysti og hann yrði að láta af störfum. Alltaf á ferð- inni út í litla verkstæðið í bflskúrn- um eitthvað að sýsla. Þar smíðuðu þeir feðgarnir Njörður og hann t.dft^ heila trillu. Og með eigin höndum byggði hann sumarbústað á Lam- banesási í Fljótum þar sem þau Lóa áttu margar góðar stundir í kvöldsólinni við vatnið. Með þessum fáu orðum vil ég kveðja gamlan vin og hjálparhellu og votta um leið Lóu og sonum þeirra samúð mína. Örlygur Kristfinnsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- f ^ lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er* móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1116, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. GUÐMUNDA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR JOHANN SÆVALDUR SIGURÐSSON Jóhann Sæ- valdur Sigurðs- Eiginkona Jó- hanns var Sigurlaug

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.