Morgunblaðið - 03.10.1998, Side 59

Morgunblaðið - 03.10.1998, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 59 Yfírlýsing um samstarf SIGNAR á Brúnni, menntamálaráð- vísinda- og menningarmál Færeyja hen-a Færeyja, og Bjöm Bjamason, og íslands á fundi í Þórshöfn, höfuð- menntamálaráðherra, rituðu undir borg Færeyja, fyrir nokkm og var samstarfsyfirlýsingu um mennta-, myndin tekin við það tækifæri. Slitgiglar- og slökunarnámskeið GIGTARFÉLAG íslands heldur tvö námskeið um slitgigt. Fyrra nám- skeiðið, sem er fullbókað, er í næstu viku en seinna námskeiðið er þriðju- daginn 20. október og fimmtudaginn 22. október nk. Helgi Jónsson gigtarlæknir fjallar um slitgigt og nýjungar í meðferð sjúkdómsins og Halldór Jónsson, bæklunarlæknir fjallar um liðskipta- aðgerðir í mjöðm, hné og hrygg. Erna J. Arnþórsdóttir sjúkraþjálfari og Unnur Alfreðsdóttir iðjuþjálfi fjalla um gildi þjálfunar, líkamsbeit- ingu og liðvemd, setstöður og hvíld- arstöður. Þær munu einnig sýna ým- is hjálpartæki og spelkur. Slökunarnámskeið byi’jar mánu- dagskvöldið 16. nóvember. Ragn- heiður Yr Grétarsdóttir sjúkraþjálf- ari fjallar um orsakir streitu og hvað sé til ráða. Áhersla verður lögð á að finna muninn á spennu og slökun og fer Ragnheiður Yr í gegnum mis- munandi slökunaraðferðir. Nám- skeiðið verður þrjú mánudagskvöld; 16., 23. og 30. nóvember nk. kl. 20-22. Skráning og nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu Gigtarfélags íslands. Vegna takmarkaðs fjölda á hverju námskeiði verður að skrá sig á skrifstofu Gigtarfélags íslands, Ár- múla 5. afsláttur A IÞROTTASKOM 8 OG FATNAÐI íöppurinn/úwíívíát SEQLAQSRSIN XQIIt Skelfan 6 ■ Reykjavfk • Sfml 533 4450 FRÉTTIR Hausthátíð í Breiðholts- skóla í dag HAUSTHÁTÍÐ verður haldin í Breiðholtsskóla í dag, laugardaginn 3. október, og hefst hún kl. 13. Þema hátíðarinnar er umhverfið, þ.e.a.s. að halda því snyrtilegu, og öryggi barn- anna. Meðal þess sem verður um að vera er að Georg frá íslandsbanka mætir kl 13 og verður til kl. 13.30, lögregl- an mætir með allar sínar umferðar- reglur, slökkviliðið verður með sýn- ingu á slökkvi- og sjúkrabíl, Skátafé- lagið Eina stjómar leikjum og verð- ur með leiktæki lítil og stór en sem dæmi af stærri gerðinni eru trönur, andlitsmálun þar sem eldri nemend- ur skólans mála yngri börnin, mikil áhersla er lögð á að leikskólabörn hverfisins og foreldrar þeirra séu boðnir velkomnir á hátíðina, fyrir eldri krakkana verður „lasertek" tæki og pylsur og gos verður selt til styrktar foreldrafélaginu og til að standa undir kostnaði af hátíðinni. Frambjóðendur til prófkjörs í Reykjanesi sitja fyrir svörum FRAMBJÓÐENDUR til prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesi ætla að sitja fyrir svörum á mál- efnaþingi Sambands ungra sjálf- stæðismanna nú um helgina. Þar gefst þingmönnum og öðrum áhugasömum tækifæri til að leggja fram fyrirspurnir til frambjóðenda en þessi dagskrárliður er öllum op- inn. Þetta er fyrsti vettvangurinn þar sem frambjóðendur í Reykjanesi eigast við. Prófkjörið verður haldið 14. nóvember nk. en framboðsfrest- ur rennur út 11. október. Allir fram- bjóðendur sem fyrir nk. sunnudag hafa opinberlega gefið kost á sér í prófkjörinu eiga kost á að sitja fyrir svörum á málefnaþinginu. Málefnaþingið verður haldið í Garðaskóla í Garðabæ. Dagskrárlið- urinn með frambjóðendum hefst kl. 15.30 á sunnudag og umræðustjóri verður Sigurður Kári Kristjánsson, stjómarmaður í SUS. Hermannavígsla á Hjálpræðis- hernum HERMANNAVÍGSLA verður á Hjálpræðishernum í Reykjavík sunnudaginn 4. október kl. 20. Þrjár konur verða vígðar, Sigríður Þórunn Emilsdóttir, Siri Didriksen og Vilhelmína Gunnfríð Ægisdóttir. Kafteinn Miriarn Óskarsdóttir mun sjá um vígsluna. Majór Daníel Óskarsson verður ræðumaður kvöldsins og flokksleiðtogarnh Rannvá Olsen og Sigurður Ingi- marsson frá Færeyjum munu einnig syngja og vitna. Þær sem vígjast munu taka til máls og samkoman er opin öllum. Sovésk hasar- mynd sýnd í MÍR DÆMIGERÐ hasarmynd eins og Sovétmenn sendu oft frá sér á sjö- unda og áttunda áratugnum um at- burði er áttu að hafa gerst í síðari heimsstyrjöldinni verður sýnd í bíó- sal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 4. október kl. 15. Myndin heitir Einn möguleiki af þúsund þar sem sagt er frá fífl- djarfri hernaðaráætlun Sovétmanna á Krímskaga við Svartahaf og ótrú- lega framkvæmd hennar. Myndin er talsett á ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. ÍSLENSKU kristniboðamir hafa jafnan lagt áherslu á starf meðal barna. Myndin er frá Afríku. Karlar selja kaffí KRISTNIBOÐSFÉLAG karla í Reykjavík er eitt elsta kristniboðs- félag á landinu. Það hefur alla tíð stutt starf Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, fyrst í Kína og nú síðustu áratugi í Austur-Afrfku. „Einn helsti liðurinn í starfí karlafélagsins er að safna fé til kristniboðsins. Um þessar mundir eru sjö manns að verki á vegum sambandsins í Eþíópíu og Kenýu og þrír vinna hér heima að boðun og kynningu. Gert er ráð fyrir að kristniboðið þurfi um 23 milljónir króna á þessu ári til að sinna þeim verkefnum sem það hefur tekið að sér. Það er árlegur viðburður f starfi Kristniboðsfélags karla að efna til kaffisölu og verður hún að þessu sinni sunnudaginn 4. október í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Húsið verður opnað kl. 14.30 og stendur kaffisalan til kl. 18. Allur ágóði rennur til kristniboðsstarfsins," segir í fréttatilkynningu. Föstudagskvöldið 9. október mun hin eina sanna Úrvals-fólks stemmning ráða ríkjum í Súlnasal Hótel Sögu. Þú mátt ekki missa af... Tvíréttaður veislumatseðill Rósalind og Svanlaug kitla hláturtaugarnar Gerðubergskórinn, stjórnandi Kári Friðriksson Vinabandið frá Gerðubergi Gospelsystur Lukkupottur - vonandi dettur þú í hann Happdrætti - glæsilegirferðavinningar Skemmtilegasta fólkið í bænum - þar er Úrvals-fólki rétt lýst Dansað i’ram á nótt Taktu frá föstudagskvöldið 9. október og skemmtum okkur saman! Ógleymanlegt kvöld á úrvals verði aðeins 2.200 kr. Aðgöngumiðasala og pantanir hjá Rebekku og Valdísi á skrifstofu Úrvals-Útsýnar í Lágmúla 4 og í síma 569 9300. Úrvals-fólk er félagsskapur opinn öllum 60 ára og eldri sem hafa ánægju af ferðalögum og skemmtunum Shi WUBBKUHUM Húsið opnar kl. 18.00 Skemmtunin hefst kl. 18.30 ^ÚRVAL-ÚTSÝN '^\m Lágmúla 4: sími 569 9300, grœnt númer: 800 6300, Hafnarfirði: sími 565 2366, Keflavtk: sími 421 1353, Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: sími 462 5000 - og bjá umboðsmöntium um land allt. *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.