Morgunblaðið - 03.10.1998, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
J
KIRKJUSTARF
í DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Agabrot og
brottrekstur
úr skóla
ÉG LAS með athygli grein
á heilli opnu um þetta efni í
Mbl. 29. september sl. Þar
segist Þorsteinn Sæberg
formaður Skólastjórafélags
Islands og skólastjóri Ar-
bæjarskóla í Reykjavík
„ekki vera sáttur við úr-
skurð menntamálaráðu-
neytisins“, þ.e. að taka ráð-
in af skólastjóra í grunn-
skóla, sem vikið hafði barni
úr skóla tímabundið íyrir
agabrot. Furðulegt. Er
þetta virkilega svona, að
skólastjóra sé ekki treyst til
að meta hvenær beita skal
þessu neyðarúrræði, þegar
reglur skólans eni visvit-
andi brotnar? Að vera eða
vera ekki skólastjóri - það
er málið. Hvað skyldi skip-
stjórinn í brúnni segja við
því, er taka skal skjóta
ákvörðun, ef hann þyrfti að
þinga um það við ýmsa í allt
að 4 vikur, áður en til að-
gerða kemur? Hvað skyldu
dómarar í íþróttum, hand-
bolta og fótbolta t.d., hafa
um það að segja ef þeir
þyrftu að bera það undir
marga áður en þeir daga
upp gula eða rauða spjald-
ið? Nei, háttvirt ráðunejúi,
reynið ekki að taka þann
myndugleika af skólstjór-
um að víkja barni tíma-
bundið úr skóla fyrir aga-
brot. Böm þurfa að læra
hlýðni. „Kenn þeim unga
þann veg sem hann á að
ganga, því þegar hann eld-
ist mun hann eigi vikja þar
frá,“ segir í sígildri bók. Þai-
segir einnig: Drottinn agar
þann sem hann elskar.
Vandræða- og síbrotaung-
lingamh', sem íylla mið-
borgina á kvöldin um helg-
ar, eu íyrst og fremst af-
rakstur agaleysis í uppvext-
inum. Þeir sem kynnst hafa
erlendum skólum furða sig
margir á hinu lausbeislaða
ungviði hér. Við höfum ekki
herskyldu en ættum að
taka upp þegnskyldu, þar
sem hinir ungu fengjust við
verðug verkefni eins og
skógrækt og heftingu gróð-
ureyðingai- undir jákvæðri
og myndugri stjóm. Hugs-
um um það.
Helga R. Ingibjargard.,
Espigerði 2.
Hækkun á göngu-
deildargjaldi
ÉG vil mótmæla hækkun
sem hefur orðið á göngu-
deildargjaldi á Landspítal-
anum. Gjald fyrir komu nú
er 580 kr. og ef blóðprufa
er tekin með kostar heim-
sóknin nimlega 3.000 kr.
Mér var sagt af starfsfólki
göngudeildar að hækkunin
væri til komin vegna launa-
hækkunar lækna. Finnst
mér þetta alveg hrikalegt.
Sjúklingur.
Alzheimer og álver
ÉG las frétt í Morgun-
blaðinu sl. miðvikudag um
stóriðjuskólann sem Rann-
veig Rist stendur fyrir.
Langar mig að spyrja í til-
efni þess hvort nokkuð eigi
að kenna í þessum skóla
um alzheimer, en ég heyrði
í fréttum í sjónvarpinu ný-
lega að það væra þrisvar
sinnum fleiri alzheimer-
sjúklingar meðal starfs-
fólks álvera en annarra.
Guðrún Jónsdóttir.
Sóun á 1x2 miðum
ÉG var niðri á Hlemmi og
þar fann ég stóran bunka
af 1x2 miðum. Vil ég láta
vita hvað farið er illa með
þessa miða því þetta er
mikil sóun ef þessu er hent
svona í bunkum.
Kona.
Góð þjónusta
VALGERÐUR hafði sam-
band við Velvakanda og
vildi hún koma á framfæri
þakklæti sínu fyrir frá-
bæra þjónustu hjá Fata-
hreinsuninni Geysi, Dal-
vegi, Kópavogi.
Valgerður.
Slæmur opnunartími
hjá Kaupfélagi
Þingeyinga
VELVAKANDA barst eft-
irfarandi:
„Kæri Velvakandi.
Ég get ekki látið hjá líða
að kvarta yfir opnunartíma
hjá Kaupfélagi Þingeyinga.
Það vill endilega gera við-
skiptavinum sínum þann
óskunda að opna ekki fyrr
en kl. 10 á morgnana. Þetta
kemur sér illa iyrir marga
og verður aðeins til þess að
fjöldi manns kýs að versla
annars staðar. Nú skora ég
á skrifstofubullurnar þar
að breyta þessu ef þeii-
hafa þá einhverja heil-
brigða hugsun.
Pétur Steingrímsson,
Laxanesi.
Tapað/fundið
Svört lopapeysa
týndist á Snæ-
fellsnesi
SVÖRT kvenlopapeysa
týndist laugai'daginn 19.
september á bifreiðastæð-
inu við Djúpalónssand á
Snæfellsnesi. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
581 2502 á kvöldin.
Græn taska týndist
GRÆN taska með línu-
skautum og blárri peysu
týndist í leið 14 sl. mánu-
dagskvöld. Þetta er mikið
mál íyrir drenginn sem á
töskuna, því þetta voru
lánsskautar. Finnandi vin-
samlega hringið í síma
5674159 eða vs. 570 7570,
Guðbjörg. Fundarlaun.
Dýrahald
Hvít Iæða týndist í
Kópavogi
HVIT 4ra mánaða læða
týndist sl. sunnudag frá
Melgerði í Kópavogi. Þeir
sem hafa orðið hennar var-
ir hafi samband í síma
899 9363.
SKAK
IJmxjon Margcir
Pétursxon
Staðan kom upp á Kettler
mótinu í Ceska Trebova í
Tékklandi í sept-
ember. Lubomir
Kavalek (2.520),
Bandaríkjunum,
hafði hvítt og átti
leik, en Zbynek
Hraeek (2.615),
Tékklandi, var með
svart.
20. exf6! - Rxf6
(Auðvitað ekki 20. -
Hxel? 21. f7 mát)
21. Dd3 - h6 22.
Re6 - Be7 23. Dg6
- Dxg2 24. Dxg2 -
Bxg2 25. Hgl - Kf7
26. f5 og svartur
gafst upp, þvi hann tapar
manni. A mótinu voru tefldar
25 mínútna skákir. Banda-
ríkjamennimir Kavalek og
Seirawan kepptu við þá
Hracek og Smejkal og sigr-
uðu hinir fyrmefhdu með yf-
irburðum, 6-2. Þótt Kavalek
hafi lítið sem ekkert teflt í 20
ár fékk hann %'h vinning úr
fjórum skákum.
HVITUR leikur og vinnur
HOGNI HREKKVISI
Víkverji skrifar...
Safnaðarstarf
Miðbæjarstarf
o g miðbæjar-
messa
UNDANFARIN tvö ár hefur
KFUM og K, sem er leikmanna-
hreyfing innan Þjóðkirkjunnar, stað-
ið að miðbæjarstarfi meðal unglinga
í Reykjavík. Miðstöð starfseminnar
er í Austurstræti 20. Um helgar ein-
kennist næturlíf miðbæjarins því
miður af vímuefnaneyslu, ráfi og
tómi. Það er engum manni hollt að
vera í slíku umhverfi, allra síst ómót-
uðum unglingum.
Miðbæjarstarf KFUM og K vill
leggja sín lóð á vogarskálamar í
þeirri viðleitni að bæta bæjarbraginn
og efla jákvæða unglingamenningu.
Það er hugsjón okkar að í miðbæ
Reykjavíkur finnist velviijað, fullorð-
ið og myndugt fólk sem sé tilbúið að
bjóða unglingum upp á umhyggju,
samtal og vináttu. Grundvöllurinn og
drifkrafturinn að þessu starfi er
Jesús Kristur og erindi hans við
heiminn. A Loftstofunni er leitast við
að nota aðferð hans við unglingana.
Sú aðferð byggist einmitt á um-
hyggju og vináttu sem miðar að því
að leiða fólk til vonar og trúar.
Miðbæjarstarf KFUM og K er
grasrótarstarf ogþar eru nánast allir
í sjálfboðavinnu. A fostudagskvöldum
er opið athvarf í Loftstofunni í Aust>
urstræti 20. Þar er unglingum boðið
til samtals og þeim veitt leiðandi ráð
frá fullorðnu og velviljuðu fólki. Við
vildum gjarnan fá fleira ábyrgt fólk
til að taka þátt í þessu starfi.
Vekjum við athygli á því að sunnu-
dagskvöldið 4. október verður mið-
bæjarmessa í Dómkirkjunni kl. 21.
Þar mun starfsfólk í Miðbæjarstarf-
inu þjóna ásamt sr. Jakobi Hjálm-
arssyni dómkirkjupresti og sr. Jónu
Hrönn Bolladóttur miðbæjarpresti
KFUM og K. Þessi messa verður
með léttri sveiflu og helgri alvöru í
senn. Strax að lokinni athöfninni
verður kynning á starfinu uppi á
kórlofti Dómkirkjunnar. Hvetjum
við allt kristið fólk sem leggja vill
þessu málefni lið með fyrirbæn eða
beinni þátttöku að koma til
messunnar á sunnudagskvöldið.
Jóna Hrönn Bolladóttir,
miðbæjarprestur.
Safnaðarfélag
Dómkirkjunnar
með opna fundi
MEÐ vetri hefst starf Safnaðarfé-
lags Dómkirkjunnar en félagið held-
ur opna fundi með fyrirlesara að öllu
jöfnu fyrsta sunnudaginn í hverjum
mánuði. Ekki er hægt að segja annað
en starfið byrji vel í vetur því sunnu-
daginn 4. október ætlar herra Karl
Sigurbjömsson, biskup Islands, að
tala um ferð sína til Afríku sl. vetur.
Fundir Safnaðarfélagsins eru
strax eftir árdegismessuna og eru í
Safnaðarheimilinu á homi Vonar-
strætis og Lækjargötu og byrja með
léttum málsverði á vægu verði.
Fundirnir eru opnir öllum velunn-
urum Dómkirkjunnar og er hér til-
valið tækifæri til að rifja upp gömul
kynni við kirkjuna.
Hjónastarf og
haustlitaferð
eldri borgara
SAFNAÐARSTARF Neskfrkju er að
taka á sig haustlitina eins og náttúran
og flest komið í fullan gang. Núna um
helgina fer hjónastarf kfrkjunnar af
stað svo og félagsstarf aldraðra auk
þess sem bamastarfið er kl. 11 á
sunnudagsmorgun en messa kl. 14.
Sunnudagskvöldið 4. október verð-
ur Benedikt Jóhannsson, sálfræðing-
ur hjá fjölskylduþjónustu kirkjunnar,
með erindið um efnið „gott hjónaband
- nokkrir lyklar“. Hann ræðir þar um
ýmislegt sem einkennir farsælt
hjónaband og hvemig hægt er að
vinna að því að efla samskiptin í
hjónabandi og sambúð. Benedikt hef-
ur áður verið með erindi um svipað
efni í Neskirkju og var mjög góður
rómur gerður að því. Fundurinn hefst
kl. 20.30 í safnaðarheimilinu í kjallara
kirkjunnar og er öllum opinn.
Að auki mun Benedikt kynna nám-
skeið um tjáskipti fyrir hjón og fólk í
sambúð sem hann mun annast fyrir
hönd Neskirlqu þar sem farið verður
í nokkur grundvallaratriði í tjáskipt-
um, fjallað um virka hlustun og lausn
ágreinings. Námskeiðið verður
sunnudagskvöldin 8., 15. og 22. nóv-
ember kl. 20 í safnaðarheimili Nes-
kirkju og kosta 5.000 kr. fyrir hjón.
Skráning fer fram í Neskirkju þriðju-
dag til föstudags kl. 10-12 í síma
511 1560.
Þá hefst félagsstarf fyrir eldri borg-
ara í dag, laugardaginn, 3. október,
með haustlitaferð um Heiðmörk en
einnig verður farið í Hafnarfjörð og
drukkið kaffi í Hafnarborg. Félags-
starfið verður hálfsmánaðarlega í vet-
ur á laugardögum kl. 15 á móti félags-
starfi Félags eldri borgara í Þorraseli,
sem einnig er á laugardögum.
Nánari upplýsingar veitir sr. Hall-
dór Reynisson, s. 511 1562, GSM
898 0551, og Benedikt Jóhannsson, s.
557 9139.
Siðfræði
erfðavísinda
I VETUR verða fræðslumorgnar í
Hallgrímskirkju kl. 10 árdegis hvern
sunnudag í október og nóvember og í
febrúar og mars, eins og verið hefur
í mörg ár. Fyrsti fyrirlesturinn í vet-
ur verður nk. sunnudag, 4. október.
Efni fyrirlestursins er: Siðfræði
erfðavísinda og mun Jón Kalmans-
son, heimspekingur, ræða efnið. Um
fátt hefur eins mikið verið rætt og
þetta efni síðustu misseri og verður
fróðlegt að heyra heimspekinginn
skoða málefnið út frá siðfræðinni.
Erindin á fræðslumorgnum eru um
hálf klukkustund, þá gefst kostur á
fyrirspurnum og umræðum meðan
tími leyfir áður en messa og barna-
starf hefst kl. 11.
Grensáskirkja
KIRKJUKÓR og prestur í Grensás-
kirkju í Reykjavík hafa ákveðið að
heimsækja kirkju á landsbyggðinni á
morgun, sunnudaginn 4. október.
Fyrir valinu að þessu sinni vai'ð
Hvammstangakirkja í Vestur-Húna-
vatnssýslu. Messað verður kl. 14 og
er prestur sr. Ólafur Jóhannsson.
Tónleikar verða sama dag í
Hvammstangakirkju kl. 17.
Organisti og kórstjóri er Ami Arin-
bjamarson. Allir eru hjartanlega
velkomnir og aðgangur ókeypis.
Poppmessa í
Hjallakirkju
POPPMESSA verður í Hjallakfrkju
sunnudaginn 4. október, á almenn-
um messutíma, kl. 11. Þetta er
fyrsta poppmessa vetrarins en alls
verða 6 poppmessur á þessum vetri.
Slíkar guðsþjónustur hafa verið í
Hjallakirkju síðastliðin tvö ár og
vakið mikla athygli safnaðarins og
víða. Markmið þeima er að ná til
sem flestra með fjölbreytni í tónlist-
arvali en tónlistin er einmitt það
sem gerir guðsþjónustur þessar frá:
brugðnar hefðbundnu helgihaldi. í
guðsþjónustunni ílytur hópur fólks
létta og skemmtilega tónlist en sá
hópur var stofnaður sérstaklega í
kringum poppmessur í Hjallakirkju.
Fólk er hvatt til að koma og taka
þátt í lifandi helgihaldi.
Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir
unglinga kl. 21.
Hjálpræðisherinn. Laugardagsskóli
fyrir krakka kl. 13-14 á Hjálpræðis-
hernum, Kirkjustræti 2.
KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Al-
menn samkoma kl. 14. Allir hjartan-
lega velkomnir.
KFUM og KFUK v/Holtagarða.
Samkoma verður í aðalstöðvum
KFUM og KFUK við Holtaveg
sunnudaginn 4. október kl. 17. Ritn-
ingalestur og bæn flytur Jón Tómas
Guðmundsson, kjarnorkuverkfræð-
ingur. Hjördís Kristinsdóttir segir
frá leikjanámskeiðum félaganna sem
haldin voru í sumar. Ræðumaður
verður sr. Sigurður Pálsson, fv. for-
maður KFUM í Reykjavík og núver-
andi sóknarprestur í Hallgrims-
kirkju. Samkoman er öllum opin og
fólk hvatt til að fjölmenna.
SUM FYRIRTÆKI ei-u farin að
rita nöfn sín eftir einhverjum
stafsetningarreglum, sem Víkverji
kannast ekki við. Þannig vill síma-
fyiirtækið Tal láta kalla sig TAL,
þótt ekki sé Víkverja kunnugt um
að um skammstöfun sé að ræða,
sem myndi réttlæta þennan rithátt.
Þá var í Morgunblaðinu á fimmtu-
dag sagt frá nýju fyrirtæki norðan
heiða, sem heitir Tölvumyndir en
einhverra hluta vegna vilja forráða-
menn þess troða stórum staf inn í
mitt orð og kalla fyrirtæki sitt
TölvuMyndir.
xxx
AÐ ER kannski sök sér að í
merki viðkomandi fyrirtækis
leiki hönnuðir sér með hástafi og
iágstafi. En þegar fyrirtæki senda
frá sér fréttatilkynningar og orð-
sendingar finnst Víkverja að þau
eigi að stafsetja nöfn sín sam-
kvæmt gildandi stafsetningarregl-
um, eða a.m.k. einhverjum staf-
setningarreglum, sem höfða til
rökhugsunarinnar. Og allra sízt
ættu aðrir að éta upp villurnar eft-
ir þessum fyrirtækjum og fara að
tilmælum þeirra um að stafsetja
nöfn þeirra vitlaust.
XXX
NÝ GERÐ Opel Astra-bifreiða
var auglýst í Morgunblaðinu í
vikunni. í auglýsingunni eru taldir
upp kostir þessa nýja bíls, en tvö
atriði í þeirri upptalningu skilur
Víkverji alls ekki, lái honum hver
sem vill. Þetta eru „pedal release
system“ og „100% galvinserun".
Eflaust gerir þetta hvort tveggja
Opel Astra að betri bíl, en bílar
eru nú einu sinni ætiaðir venju-
legu fólki og Víkverji hefði ætlað
að auglýsingar um þá væru það
líka. Gott væri að bflaumboðið út-
skýrði við hvað er átt, helzt á ís-
lenzku.
xxx
VÍKVERJI hefm' haft mjög gam-
an af þáttunum Sögur úr þorpinu,
sem sýndir hafa verið í Rfldssjónvarp-
inu undanfarin tvö miðvikudagskvöld.
Hann skilui' hins vegar ekki hvers
vegna þeir eru í dagskrárkynningum
sjónvarpsins sagðir sænskfr - að vísu
er töluð sænska í þáttunum, en Vík-
verji heyrir ekki betur en að það sé
einkar falleg útgáfa af Finnlands-
sænsku og sýnist að sögusviðið sé
þorp í hinum sænskumælandi hluta
Finnlands. Hvað um það, Víkverji hef-
ur gaman af að hlusta á Finnlands-
sænskuna og víða er einstaklega fal-
legt á vesturströnd Finnlands, þar
sem þættirnir eru teknir upp. Sögur
úr þorpinu eru einn af mörgum prýði-
legum norrænum þáttum, sem Ríkis-
sjónvarpið hefur sýnt að undanfómu
og eru ánægjulegt mótvægi við amer-
íska þætti og bíómyndir, sem fylla
dagskrá flestra sjónvarpsstöðva að
mestu leyti.