Morgunblaðið - 11.10.1998, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Með kreppuna
á hælunum
Óttinn við nýja heimskreppu hefur aukist vegna
efnahagsvandans í Austur-Asíulöndum og víðar.
Kristján Jónsson kynnti sér skrif um tilraunir
Bandaríkjastjórnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til
að koma í veg fyrir frekari áföll.
EKKERT góðæri varir að eilífu og
sviptingarnar á fjármálamörkuðum
heimsins undanfarna mánuði benda til
þess að hagsældarskeiðið á Vestur-
löndum síðustu árin geti senn verið á enda,
mögur ár taki við. Aðrir spá enn verri tíðind-
um, nýrri heimskreppu eins og þeirri sem olli
svo mikilli röskun og hörmungum á þriðja og
fjórða áratug aldarinnar.
Framfarir eru oft tvíbentar. Stóraukið við-
skiptafrelsi og ný tækni valda því að fjármagn
streymir nú milli landa í mæli sem ekki hefur
þekkst áður og miklu hraðar. Það skiptir fyrir-
varalaust um stefnu með einföldum tölvuskip-
unum, þróun sem fyrr á árum tók margar vik-
ur eða mánuði varir nú ekki nema nokkrar
klukkustundir eða jafnvel mínútur.
Sviptingamar era miklar. „Árið 1996
streymdu frá einkafjárfestum alls um 93 millj-
arðar dollara inn á fjármálamarkaði Indónesíu,
Malasíu, Tælands og Filippseyja en samsvar:
andi fjárhæð var aðeins 41 milljarður 1994. I
fyrra rannu á hinn bóginn 12 milljarðar út,“
sagði hagfræðingurinn Jagdish Bhagwati í
grein í Foreign Affairs fyrr á árinu. Bhagwati
er kunnur frjálshyggjumaður en er nú farinn
að setja spurningamerki við skynsemina í því
að fjármagnsflæði milli ríkja sé algerlega
óheft. Hagíræðingurinn Paul Krugman
hjá Massachusetts Institute of
Technology hefur látíð í Ijós svipaðar
skoðanir og Bhagwati.
Rætt er um að leggja mætti á skatta
sem heftu skyndilegt flæði fjármagns,
einnig reglur sem bönnuðu bönkum í
viðkomandi landi að færa sjóði úr landi
strax og einhver vandræði virtust í að-
sigi. Enn eru hugmyndir af þessu tagi
þó mjög ómótaðar og bent er á að yrði
athafnafrelsið skert myndu stórir sjóðir
fjárfesta á Vesturlöndum einfaldlega
verða skráðir á Bahamaeyjum eða öðr-
um skattaskjólum. Þá yrði að beita enn
harkalegri lausnum en menn hafa í
hyggju til að hefta flæðið og gera víð-
tæka alþjóðasamninga um málið.
Stjómvöld fá sjaldnast ráðrúm til við-
bragða til að draga úr sveiflunum, svig-
rámið er lítið. Samanlagt er féð sem
skiptir um hendur á fjármálamörkuðum
á hverjum degi þar að auki svo mikið að
ráðstafanir ríkisstjóma og seðlabanka
eru eins og dropi í hafið. Fjárhæðimar
sem stjórnvöld geta notað til að halda t.d. verði
gjaldmiðils uppi duga einfaldlega ekki nema
skamma hríð eins og Bretar komust að 1992. Þá
var gríðarlegu fé varið til að verja pundið fyrir
spákaupmönnum en það féll samt.
Enn mætti nefna að stórveldin skortir nú sár-
lega öfluga leiðtoga sem geta beitt áhrifum sln-
um og talið almenning og aðra veikari frammá-
menn á að sætta sig við tímabundin óþægindi til
að forðast geigvænlegri áfóll. Skammtímalausn-
ir eða ráðleysi verða því oft ofan á.
Milljónir taka ákvörðun
Hvers vegna hrynur verð í kauphöllum öðra
hverju og veldur taugatitringi um allan heim?
Svarið vefst fyrir mönnum. En ástæðan er að
nokkru leyti áhættan sem frjálst markaðshag-
kerfi tekur með því að leyfa öllum borgm-um
sem þess eiga kost að eignast verðbréf og gera
það sem þeir vilja við þau. Það væri varla rök-
rétt að búast við öðra en reglubundnum glund-
roða, sumir segja að hann sé hvatinn að því að
atvinnulífið staðni ekki. Á markaðnum sé vins-
að úr, það sem eigi sér framtíð fái að lifa, annað
sé slegið af. Atvinnugreinar standa sig einnig
misvel eins og sjá má á töflunni um þróun
hlutabréfaverðs.
Milljónir verðbréfaeigenda um allan heim
taka sjálfstæða ákvörðun um kaup eða sölu á
hverjum degi, stundum verður summan af
þessum ákvörðunum slæm fyrir heiminn í
heild. Við því er varla mikið hægt að gera, að-
eins marxistar halda að hægt sé að stýra svo
vandlega að öllum líki ávallt siglingin jafnvel.
Sagt hefur verið að
krepputalið eitt geti nægt til
að hrinda henni af stað, aukin
tíðni orðsins sjálfs í fjölmiðl-
um sé þúfan sem velti loks
hlassinu. Og víst er að sál-
fræði skipar veigamikinn sess
í þessum efnum. Ótti fjárfesta
grípur um sig eins og eldur í
sinu og eins konar hjarðhvöt,
sú hugsun að vissara sé að
fylgja hópnum, sigrar. Þegar
fregnir berast af því í New
York að margir séu að reyna
að komast hjá skakkafóllum
með því að selja skyndilega
verðbréf í „hættulegum“, er-
lendum fyrirtækjum getur
það valdið ómældu tjóni í
löndum eins og Mexíkó, Bras-
ilíu, Indónesíu, Tælandi eða
Rússlandi.
Oft er auðvitað um að ræða
eðlileg viðbrögð klókra fjár-
festa sem vita að spilling og
ólýðræðislegt stjórnarfar
valda því að viðkomandi fjár-
festing er varasöm þótt hún
geti gefið mikinn ávinning
meðan allt lafir. Hvers vegna
skyldu markaðsöflin ekki
refsa ráðamönnum í þessum
löndum fyrir vont stjómarfar,
er oft spurt. Annað mál er að
refsingin kemur meira niður á
þeim sem síst skyldi, almenn-
ingi í umræddum ríkjum.
Orðrómur og misskilningur
getur komið af stað atburða-
rás sem hagspekingar segja
að sé ekkert annað en múg-
æsing. Oft er bent á að hrunið
sem Bandaríkjamenn af-
stýrðu með naumindum í
Mexíkó 1996 hafi verið af
þessu tagi. Fjármagnsflóttinn af mexíkóskum
mörkuðum átti sér engar viðhlítandi skýringar.
Búist til varnar
,Alhr tala um veðrið en enginn gei-ir neitt í
málinu,“ var einu sinni sagt. Ymislegt er reynt
til að koma í veg fyrir kreppu. Lausnirnar eru
oft róttækar. Nýlega rifjaði The Economist
hugmyndir frá liðnum áratug um að koma á
heimsgjaldmiðli en líklegt er að fyrst vilji
menn sjá hvernig gengur að koma á sameigin-
legum gjaldmiðli í Evrópusambandinu.
Það sem einkum er rætt um er að reynt
verði með einhverjum ráðum að koma böndum
á fjármagnsflæðið milli landa en vandinn er sá
að erfitt getur orðið að hrinda slíkum tillögum í
framkvæmdum án þess að draga um leið úr
frelsi í milliríkjaviðskiptum. Sannir frjáls-
hyggjumenn bregðast auk þess ókvæða við og
spyrja hvort nú eigi að taka upp áætlunarbú-
skap og ofstýringu í anda sósíalismans
nokkram árum eftir að hann hrundi undir eigin
þunga. Hvað sem því líður vilja stjórnmála-
menn gjarnan að almenningm- hafi það ekki á
tilfinningunni að ekkert sé gert.
Frakkar vilja styrkja Alþjóðagjaldeyiássjóð-
inn, IMF, og gera sjóðinn að eins konar bruna-
verði í efnahagsmálum heimsins, þeir segja að
vilji Bandaríkjamen ekki taka þátt í þeim að:
gerðum hljóti Evrópa að lyfta þeim kyndli. í
tillögum Frakka er lögð áhersla á að áfram
verði haldið að gera uppbyggingu fjármála-
kerfisins skiljanlegri og gagnsærri, jafnt í iðn-
ríkjum sem þriðjaheimslöndum á iðnvæðingar-
braut. Efla þurfi eftirlit með öllum fjármála-
stofnunum, þ.á m. tryggingafélögum og svo-
nefndum baktryggingasjóðum en einn slíkur
og það risastór var næstum farinn á höfuðið
nýlega í Bandaríkjunum vegna fífldjarfrar spá-
kaupmennsku.
Upplýsingaskylda fyrirtækja eigi einnig að ná
til þeirra sem hafi kosið að hafa höfuðstöðvar í
öðru landi en því sem hýsi aðalstarfsemina.
Loks er bent á að hvetja þurfi ríki til að fara
varlega í að opna fjármálamarkaði sína fyrá’ er-
lendum fjárfestum, það skuli gert stig af stigi til
að koma í veg fyrir að skyndileg bylgja
fjár tíl eða frá landinu dragi úr stöðug-
leika innanlands.
Alan Greenspan, seðlabankastjóri
Bandaríkjanna, hefur lagt sitt lóð á
vogarskálarnar til að reyna að hindra
kreppu. í liðinni viku lækkaði hann
vexti þótt ekki sé neitt í efnahagsá-
standi landsins sem mælti með lækk-
un, aðeins vonin um að vaxtalækkun
myndi halda við þenslu og þannig geta
lyft undir efnahag ríkjanna í Asíu sem
eiga svo mikið undir því að Banda-
ríkjamarkaður taki áfram við útflutn-
ingsvörum þeirra. Deilt er um vaxta-
lækkun Greenspans, sumir telja að
hún hafi verið of lítil tO að hafa áhrif,
aðrir segja að hún hefði mátt bíða.
Menn vona samt að hægt sé að af-
stýra hamförum eins og urðu á fjórða
áratugnum, segja að nú séu til þekking
og stjórntæki sem hljóti að duga til
þess. Auk þess hafi flestir stjómmála-
menn lært af reynslunni. Ekki verði
mikið um að ríki reyni að sleppa með
Þróun hlutabréfaverðs í iðnríkjum
Súluritið sýnír hvernig verð á hlutabréfum í nokkrum atvinnugreinum hefur þróast
síðustu 12 mánuðina, mælt í prósentum. Til vinstri eru þær tiu greinar sem hafa .
staðið sig best. Þá er sýnd hækkunin á hlutabréfum i atvinnufyrirtækjum eins . ,,&
og hún hefur verið að jafnaði á hlutabréfamörkuðum heimsins á tímabilinu, xÞ1
bréfin hafa hækkað nokkuð. Til hægri eru þær tíu atvinnugreinar & ^
sem hafa orðið verst úti. .+£r •# , ,<\ \<F
40%
* •</ #
Heimild: The Economist